Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980
23
Sigurvegarinn í Landsflokkaglimunni, Pétur Yngvason, HSÞ,
fyrir miðju, bróðir hans, Ingi Þór Yngvason (t.v.), varð í öðru sæti
og Guðmundur Ólafsson, Ármanni, varð í þriðja sæti.
Ljósm. Guðjón.
Bræðurnir börðust
um sigurinn í
Landsflokkaglímunni
LANDSFLOKKAGLÍMAN 1980
fór fram í íþróttahúsi Kennara-
háskólans síðastliðinn sunnudag.
Keppt var í þremur þyngdar-
flokkum fuliorðinna og ungl-
inga- og drengjafiokki. í yfir-
þyngdarflokki stóð keppnin á
milli þeirra bræðra Inga Þórs
Yngvasonar, HSÞ, og Péturs
Yngvasonar, sama félagi. Þurfti
úrslitaglímu til þess að skera úr
um það hvor hlyti sigurinn þar
sem báðir höfðu 2xk vinning er
glímt hafði verið í flokknum.
Pétur sigraði bróður sinn eftir
nokkuð tvísýna viðureign.
Keppni var einna skemmtileg-
ust í ungiingaflokki og voru þar
margar snarpar glímur. Úrslitin
í Landsflokkaglimunni urðu sem
hér segir:
Yfirþyngd:
1. Pétur Yngvason, HSÞ 3‘/2 v.
2. Ingi Þór Yngvason, HSÞ 2'/2 v.
3. Guðmundur Ólafsson, Á 1 v.
4. Hjálmur Sigurðsson UV 0 v.
Millivikt:
Eyþór Pétursson HSÞ 3 v.
Kristján Yngvason HSÞ 2‘/2 v.
Hjörleifur Sigurðsson 2 v.
Árni Þór Bjarnason KR 2 v.
Árni Unnsteinsson UV V2 v.
Unglingaflokkur:
Ólafur Haukur Ólafsson KR 7 v.
Helgi Kristjánsson UV 6 v.
Ragnar Þórisson UV 4 v.
Drengjaflokkur:
Bryngeir Stefánsson UÍA 5 v.
Einar Stefánsson UÍA 4 v.
Hjörtur Þórarinsson HSÞ 3 v.
- þr
Islenzka liðið I jarri
sínu bezta á Selfossi
ARMENAR sigruðu landsliðið
austur á Selfossi á sunnudag með
þriggja stiga mun í landsleik
þjóðanna, 67—64. íslenska liðið
olli miklum vonbrigðum austur á
Selfossi. Náði sér engan veginn á
strik, aðeins að þeir Pétur Guð-
mundsson og Símon Ólafsson
næðu að sýna sínar réttu hliðar.
Þeir Jón Sigurðsson og Kristinn
Jörundsson áttu báðir fremur
dapran dag. Það sést bezt á því,
að hvorugur skoraði stig í fyrri
hálfleik og Jón skoraði aðeins 2
stig allan leikinn.
íslendingar gátu aldrei nýtt sér
að þeir höfðu hávaxnari leik-
mönnum á að skipa, þeim Pétri,
Flosa og Símoni, sem allir eru
tveir metrar eða meira. Það var
fyrst og fremst vegna þess, að
bakverðirnir náðu ekki að spila þá
upp sem skyldi. Pétur skoraði að
vísu 22 stig, eða þriðjunginn af
öllum stigum íslenzka liðsins en
þrátt fyrir það fékk hann ekki
þann stuðning er hann hefði þurft.
Armenar náðu undirtökunum
þegar á fyrstu mínútum leiksins
og eftir 8 mínútna leik skildu átta
stig, 20—12, og á 13. mínútu skildu
níu stig, 28—19. Skömmu síðar
höfðu Armenar náð 10 stiga for-
ustu og mest varð forusta þeirra
12 stig, 37-25 á 17. mínútu.
Islendingarnir skoruðu lítið, hittu
illa og náðu aldrei saman sem
ísland — Armenía
64:67
liðsheild, — þó einstaka leikmenn
ættu góða spretti.
í leikhléi skildu níu stig, 41—32.
íslendingar hófu síðari hálfleik af
miklum krafti, pressuðu Armen-
saxa á forskotið. Á 6. mínútu
höfðu Islendingar minnkað mun-
inn í þrjú stig, 47—44, og virtust
vera að taka leikinn í sínar
hendur. Spil Armena varð vand-
ræðalegt, þeir áttu í erfiðleikum
með að skila knettinum til sam-
herja og langskot þeirra geiguðu
mörg.
En íslenzka liðið náði ekki að
fylgja þessu eftir, Jón Sigurðsson,
sem byrjaði síðari leikinn af
miklum krafti, fékk fljótlega sína
fjórðu villu og Pétur skömmu
síðar, — þeir voru teknir út af og
með þeim broddurinn úr sóknar-
leik Islendinga. Armenar náðu á
ný að auka muninn og á 10.
mínútu skildu 11 stig, 55—44. Þeir
virtust hafa leikinn í hendi sér en
Þeir söxuðu á forskot Armena
lokamínútur leiksins með því að
pressa þá stíft út á völlinn og
þegar rétt rúm mínúta var eftir
skildi aðeins eitt stig — 65—64.
íslendingum gafst kostur á að
komast yfir þegar þeir náðu knett-
inum og rétt mínúta var eftir en
þeir misstu hann heldur slysalega.
Armenar fengu knöttinn og þeim
tókst að skora — með langskoti.
Enn gafst Islendingum færi á að
minnka muninn. Þegar 45 sekúnd-
ur voru til leiksloka fékk Jón
Sigurðsson 2 víti en hann hitti úr
hvorugu — það sýndi bezt hve
þessi annars snjalli leikmaður var
fjarri sínu bezta. Armenar náðu
frákastinu og lögðu alla áherzlu á
að halda knettinum. Þeim tókst
það — og sigurinn féll þeim í
skaut.
Fremur sviplitlum leik lauk því
með sigri armenska liðsins en
undir eðlilegum kringumstæðum á
íslenzka landsliðið að vinna þetta
armenska lið, sem eT fjarri því að
vera sérstakt — skorti flest sem
prýða má sterk körfuknattleikslið.
Stig íslands skoruðu: Pétur
Guðmundsson 22, Símon Ólafsson
9, Kristinn Jörundsson og Gunnar
Þorvarðarson 7, Torfi Magnússon
6, Kristján Ágústsson 3, Ríkharð-
ur Hrafnkelsson, Jón Sigurðsson,
Jónas Jóhannesson, Flosi Sigurðs-
son og Guðsteinn Sigurðsson skor-
uðu tvö stig hver.
Zastukov skoraði mest fyrir
Armena, 22, þar af 20 í fyrri
hálfleik.
H Halls.
Metaregn hjá sundfólkinu
100 metra skriðsund kvenna mín.
Katrín Sveinsd., Ægi 1:04,2
Þóranna Héðinsd., Ægi 1:04,8
Magnea Vilhjálmsd., Ægi 1:05,8
ÞAÐ VAR sannkallað metaregn
á meistaramóti íslands í sundi
sem fram fór í Sundhöll Reykja-
víkur um helgina. Sex ný
ísiandsmet iitu dagsins ljós.
Piltamet var sett, drengjamet,
stúlkna- og telpnamet auk
þriggja metjafnana. Er þetta
meiri og glæsilegri árangur en
náðst hefur á sundmóti hér á
landi í háa herrans tíð og bendir
til þess, að þrotlausar æfingar
margra sundmanna séu að bera
ávöxt. Vonandi er enn frekari
árangurs að vænta á næstunni.
Það voru margir í sviðsljósinu,
en að öðrum ólöstuðum, þá bar
mest á þeim Inga Þór Jónssyni og
Ingólfi Gissurarsyni frá IA auk
Sonju Hreiðarsdóttur. Ingi Þór
setti nýtt íslandsmet í baksundi,
30,3 sekúndur. Auk þess jafnaði
Ingi tvö önnur íslandsmet, 100
metra baksund, 1:03,8 og 100
metra skriðsund, 54,8 sekúndur.
Ingólfur Gissurarson setti
glæsilegt íslandsmet í 4x100
metra fjórsundi, synti 4:50,8.
Sonja Hreiðarsdóttir byrjaði af-
rekasafn sitt á mótinu á því að
jafna íslandsmetið í 50 metra
bringusundi, synti á 37,3 sekúnd-
um. Enn betur gerði hún í 100 og
200 metra bringusundi, setti ný
íslandsmet í báðum greinum. í 100
metra sundinu fékk hún tímann
1:18,2 og í 200 metrunum 2:46,2
mínútur.
Kvennasveit Ægis setti og tvö
íslandsmet. Sveitin fékk tímann
4:21,7 mínútur í 4x100 metra
skriðsundi. Og í 4x100 metra
fjórsundi synti sveitin á tímanum
4:54,4.
Ekki er allt upptalið enn, Katrín
Sveinsdóttir úr Ægi setti nýtt
íslenskt telpna- og stúlkumet í 400
metra skriðsundi, synti á 4:45,5.
Loks setti Eðvarð Eðvarðsson frá
Keflavík drengjamet í 100 metra
baksundi, synti á 1:09,5 mínútum.
100 metra bringusund karla mín.
Ingólfur Gissurars. Akran. 1:10,8
Magni Ragnarsson, Akranesil:ll,4
Tryggvi Helgason, Selfossi 1:13,8
200 metra bringusund kvenna mín.
Sonja Hreiðarsdóttir, Ægi 2:46,2
Elín Unnarsdóttir, Ægi 2:55,0
Guðrún Ágústsdóttir, Ægi 2:58,5
200 metra flugsund karla mín.
Þorsteinn Gunnarsson, Ægi 2:42,6
Guðmundur Gunnars. Ægi 2:47,4
Ólafur Einarsson, Ægi 2:50,0
100 metra flugsund kvenna mín.
Anna Gunnarsdóttir, Ægi 1:12,4
Magnea Vilhjálmsd. Ægi 1:13,7
Anna Jónsdóttir, Ægi 1:13,9
200 metra baksund karla mín.
Hugi Harðarson, Selfossi 2:17,0
Þröstur Ingvarsson, Selfossi 2:32,7
Svanur Ingvarsson, Selfossi 2:34,2
100 metra baksund kvenna mín.
Sonja Hreiðarsdóttir, Ægi 1:14,3
Þóranna Héðinsdóttir, Ægi 1:15,2
Lilja Vilhjálmsdóttir, Ægi 1:17,5
4x100 metra fjórsund karla mín.
Sveit ÍA 4:21,0
Sveit Selfoss 4:23,0
A-sveit Ægis 4:30,6
4x100 metra fjórsund kvenna mín.
A-sveit Ægis 4:54,4
B-sveit Ægis 5:10,7
Sveit Selfoss 5:21,5
400 metra fjórsund karla mín.
Ingólfur Gissurars. Akran, 4:50,8
Hugi Harðarson, Selfossi 4:59,1
Guðmundur Gunnars. Ægi 5:39,4
71 Ingólfur Gissurarson
A á fleygiferð í baksundi.
Hann kom mikið við sögu
á sundmeistaramótinu um
helgina, var í metasmíð-
um.
Ljósm. Mbl. — gg.
Annars urðu úrslit og tími helstu
keppenda í mótinu sem hér segir:
400 metra fjórsund kvenna mín.
Ólöf Sigurðard., Self. 5:35,8
Anna Jónsdóttir, Ægi 5:43,1
Jóna B. Jónsdóttir, Ægi 6:11,7
400 metra skriðsund karla mín.
Ingi Þór Jónsson, Akranesi 4:17,4
Hugi Harðarson, Selfossi 4:18,0
Hafliði Halldórsson, Ægi 4:18,8
400 metra skriðsund kvenna mín.
Katrín Sveinsdóttir, Ægi 4:45,5
Ólöf Sigurðardóttir, Selfossi 4:46,9
Þóranna Héðinsdóttir, Ægi 4:49,8
• Sonja Hreiðarsdóttir sýnilega úrvinda eftir að hafa j
sett nýtt íslandsmet í 100 metra skriðsundi.
Ljósm. Mbl. — gg. ^
200 metra baksund kvenna mín.
Sonja Hreiðarsdóttir, Ægi 2:39,0
Þóranna Héðinsdóttir, Ægi 2:43,5
Lilja Vilhjálmsdóttir, Ægi 2:46,2
200 metra flugsund kvenna mín.
Anna Gunnarsdóttir, Ægi 2:39,2
100 metra skriðsund karla sek.
Ingi Þór Jónsson, Akranesi 54,8
Hafliði Halldórsson, Ægi 55,8
Halldór Kristensen, Ægi 56,2
Magnea Vilhjálmsd. Ægi 2:45,7
Anna Jónsdóttir, Ægi 2:52,0
100 metra flugsund karla mín.
Ingi Þór Jónsson, Akranesi 1:01,8
Halldór Kristensen, Ægi 1:03,1
Hafliði Halldórsson, Ægi 1:05,9
100 metra baksund karla mín.
Hugi Harðarson, Selfossi 1:04,2
Ingólfur Gissurars. Akran. 1:08,6
Eðvarð Eðvarðsson, Keflavíkl:09,9
4x100 metra skriðs. kvenna mín.
A-sveit Ægisb.4:21,7
B-sveit Ægis 4:34,3
Sveit Selfoss 4:37,0
4x200 metra skiðsund karla mín.
A-sveit Ægis 8:21,9
Sveit Selfoss 8:39,9
Sveit ÍA 9:04,5
100 metra bringusund kvenna mín.
Sonja Hreiðarsdóttir, Ægi 1:18,2
Elín Unnarsdóttir, Ægi 1:21,6
Guðrún Ágústsdóttir, Ægi 1:22,6
200 metra bringusund karla mín.
Ingólfur Gissurars. Akran. 2:32,1
Magni Ragnarsson, Akranesi2:37,4
Tryggvi Helgason, Selfossi 2:39,1
Sunfl
V.......-..-