Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 44

Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 • Bjarm Bessason lyftir sér upp fyrir framan vörn Vals. Bjarni átti ágætan leik með liði sínu ÍR. Lengst til hægri sýnir Steindór lögreglutakta í vörninni. ^ Ljósm. Mbl. RAX. IR-ingar köstuðu frá sér sigrinum á móti Val — Við erum búnir að æfa óvenju stíft síðustu viku. líklega einar 25 klukkustundir og það situr i strákunum, þeir eru þreyttir, sagði Hilmar Björnsson, þjálfari Vals, eftir leik liðsins við IR í 1. deiidinni á sunnudags- kvöld i Laugardalshöljinni. Það var sárgrætilegt fyrir ÍR-inga að tapa leiknum, þar sem þeir höfðu einu marki yfir, 20—19, þegar 55 sek. voru til leiksloka og voru með holtann. en þeir léku ákaf- lega óvarlega síðustu mínútuna og Bjarni Guðmundsson jafnaði leikinn með glæsilegu marki úr hraðupphlaupi þegar 34 sek. voru eftir. ÍR missti svo boltann í hendur Valsmanna þegar 12 sek. voru eftir af ieiknum og það var ekki að sökum að spyrja, Bjarni Guðmundsson fór eins og eldi- brandur fram völlinn og fékk gullfaliega sendingu frá Stefáni Gunnarssyni fyrirliða og skoraði sigurmarkið 7 sek. fyrir leikslok. 21—20 sigur fyrir Val, tæpara gat það ekki verið og varla verðskuldaður sigur. Lið ÍR virðist alltaf leika vel gegn Val, hvað sem því veldur. Og að þessu sinni lék liðið einn af sínum betri leikjum í deildinni í vetur. það var líka mikið í húfi, liðið hefði getað þokað sér af fallhættusvæðinu með sigri í leiknum. Allur fyrri hálfleikur var mjög jafn og lengst af skildi ekki -» 21:20 nema eitt mark liðin. í lok fyrri hálfleiksins tóku Valsmenn fjör- kipp og náðu þriggja marka for- skoti og staðan í hálfleik var 14—11 þeim í vil. í síðari hálfleiknum gekk Val mjög illa í sókninni og skoraði liðið ekki nema þrjú mörk fyrstu 20 mínútur síðari hálfleiksins og þegar 10 mínútur voru til Ieiks- loka var staðan í leiknum jöfn 17—17. Síðustu 10 mínúturnar var hart barist og virtust ÍR-ingar ætla að hafa betur í þeirri baráttu en á lokamínútunni kom í ljós hvort liðið hafði meiri yfirvegun og um leið heilladísirnar með sér og sigurinn varð Vals. Lið Vals lék ekki sérlega vel, leikmennirnir voru greinilega þreyttir og urðu á óvenju mörg mistök. Liðið var að þreifa sig áfram með ýmis tilbrigði í varn- arleik sem nota á í úrslitaleiknum úti í Þýzkalandi og var vörnin ekki eins sterk og oft áður. Brynjar Kvaran markvörður meiddist á hendi í leiknum og lék ekkert með í síðari hálfleiknum en Jón Breiðfjörð kom í hans stað og stóð sig með prýði. Ólafur Benedikts- son er tognaður á læri og gat ekki leikið með. Bestu menn Vals voru Bjarni Guðmundsson og Þorbjörn Guðmundson sem þó hefur oft leikið betur. Lið IR-inga átti sigur skilið í þessum leik. Liðið barðist af miklum krafti allan leikinn og lék sóknarleik með besta móti. Bjarni Bessason var mjög atkvæðamikill í leiknum svo og Guðmundur Þorbjörnsson og Bjarni Hákonar- son. Sigurður Svavarsson var traustur í vörninni. Þá varði Asgrímur Friðriksson mark IR með stakri prýði. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. Laugardalshöll 23. mars, Valur - ÍR: 21-20 (14-11). Mörk Vals: Þorbjörn Guð- mundsson 6 (2v), Bjarni Guð- mundsson 5, Stefán Gunnarsson, Steindór Gunnarsson, Þorbjörn Jensson, Jón H. Karlsson, allir tvö mörk hver, Brynjar Harðarson, Gunnar Lúðvíksson 1 mark. Mörk ÍR: Bjarni Bessason 7, Bjarni Hákonarson 4 (2v), Pétur Valdimarsson 3, Sigurður Svav- arsson, Ársæll Hafsteinsson og Guðmundur Þórðarson 2 mörk hver. Brottrekstur: Sigurður Svav- arsson, ÍR út af í 2 mínútur. Misheppnuð vítaköst: Brynjar Kvaran, Val, ver hjá Bjarna Há- konarsyni á 9. mínútu og Ásgrím- ur Friðriksson, ÍR, ver hjá Stefáni Halldórssyni, Val, á 32. mínútu. — ÞR: Lið FH: Sverrir Kristinsson 1 Haraldur Sigurðsson 1 Magnús Teitsson 3 Pétur Ingólfsson 2 Ilafsteinn Pétursson 1 Hans Guðmundsson 1 Theodór Sigurðsson 1 Sveinn Bragason 2 Guðmundur Magnússon 2 Sæmundur Stefánsson 2 Eyjólfur Bragason 2 Lið Fram: Sigurður Þórarinsson 2 Snæbjörn Arngrímsson 2 Erlendur Davíðsson 4 Egill Jóhannesson 3 Björn Eiríksson 2 Atli Hilmarsson 3 Jóhann Kristinsson 2 Jón Árni Rúnarsson 2 Birgir Jóhannsson 2 Sigurbergur Sigsteinsson 2 Andrés Bridde 2 Dómarar Hjálmur Sigurðsson og Magnús Arnarson 3 Lið HK: Einar Þorvarðarson 3 Hilmar Sigurgíslason 2 Ragnar Ólafsson 2 Kristinn Ólafsson 2 Jón Einarsson 1 Kristján Þór Gunnarsson 1 Karl Jóhannsson 2 Bergsveinn Þórarinsson 3 Magnús Guðfinnsson 1 Elnkunnagjðfln Lið Víkings: Jens Einarsson 1 Kristján Sigmundsson 3 Árni Indriðason 3 Ólafur Jónsson 3 Sigurður Gunnarsson 2 Þorbergur Aðalsteinsson 2 Steinar Birgisson 2 Erlendur Hermannsson 2 Páll Björgvinsson 2 Guðmundur Guðmundsson 1 Heimir Karlsson 2 Gunnar Gunnarsson 1 Dómarar Árni Tómasson og Jón Friðsteinsson 2 Lið ÍR: Ásgrímur Friðriksson 3 Sigurður Svavarsson 2 Bjarni Bessason 4 Guðmundur Þórðarson 3 Bjarni Hákonarson 2 Ársæll Hafsteinsson 2 Pétur Valdimarsson 3 Lið Vals: Brynjar Kvaran 2 Ólafur Benediktsson 2 Þorbjörn Jensson 2 Þorbjörn Guðmundsson 3 Bjarni Guðmundsson 3 Steindór Gunnarsson 2 Brynjar Harðarson 1 Stefán Gunnars. 2 Stefán Halldórsson 2 Jón H. Karlsson 2 Gunnar Lúðvíksson 1 Björn Björnsson 1 Dómarar Björn Kristjánsson og óli Olsen 2 Lið Vals: Brynjar Kvaran 2 Ólafur Benediktsson 2 Bjarni Guðmundsson 3 Þorbjörn Jensson 2 Þorbjörn Guðmundsson 3 Stefán Gunnarsson 2 Jón H. Karlsson 2 Björn Björnsson 2 Steindór Gunnarsson 2 Stefán Halldórsson 2 Gunnar Lúðvíksson 1 Brynjar Harðarson 1 Lið KR: Pétur Hjálmarsson 2 Gisli F. Bjarnason 3 Jóhannes Stefánsson 3 Konráð Jónsson 3 Haukur Ottesen 3 Friðrik Þorbjörnsson 2 ólafur Lárusson 2 Björn Pétursson 2 Haukur Geirmundsson 2 Simon Unndórsson 2 Sigurður Páll 1 UJJJJJJJJJJJJJJJUMJJJJJJJ Víkingar slakii Víkingur innbyrti tvö stig í íslandsmótinu í handknattleik. er liðið lagði HK að velli að Varmá um helgina. Var hér um slakan leik að ræða frá hendi meistaranna, en HK lék betur í fyrri hálfleik en það hefur gert í vetur. En það dugði ekki, Víking- ur sigraði með 19 mörkum gegn 13, eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn, 8—8. Með þessu tapi fellur HK niður í 2. deild, úr botnsætinu kemst liðið ekki úr þessu. Gangur leiksins I stuttu máli komst HK aldrei yfir í leiknum, nema þegar Berg- sveinn Þórarinsson skaust inn úr horninu á fyrstu mínútu leiksins og skoraði fyrsta markið. Eftir það var Víkingur ávallt í forystu, nema í fáein skipti þegar HK tókst með seiglu að jafna, t.d. 7—7, 8—8 og síðan 9—9 snemma í síðari hálfleik. Síðan sigu Víkingarnir fram úr á nýjan leik og sigurinn var í höfn töluvert áður en að lokaflautan gall. Áhugalausir meistarar Víkingarnir gengu til þessa leiks eins og þeir teldu hann unninn fyrirfram. Þeir gerðu sig seka um mikil mistök og sýndu yfirleitt ekki þá festu og þann góða leik sem fært hefur liðinu þann glæsilega árangur sem náðst hefur í vetur. Sóknarleikur liðsins gekk sjaldan upp þegar stillt var upp í kerfin, öllu heldur þegar menn reyndu einstaklingsfram- tak. Vör'nin var hins vegar sterk með Árna Indriðason í farar- broddi og markvarsla Kristjáns Sigmundssonar var mjög góð. Þeir félagarnir voru sterkastir í liði Víkings. Flestir hinna gerðu lag- • Alfreð Gislason KA átti tvo góða leiki með liði sinu um helgina. Hann er ein styrkasta stoð KA. Staðan í 1. deild karla Víkingurl3 13 0 0 297-232 26 Valur 14 8 1 5 308-278 17 FH 13 7 3 3 295-281 17 KR 13 5 1 7 272-269 11 Fram 13 3 4 6 267-276 10 ÍR 13 4 1 8 267-285 9 Haukar 12 2 4 6 242-268 8 HK 13 2 2 9 212-263 6 Staðan í 1. deild kvenna STAÐAN í 1. deild kvenna eftir leiki helgarinnar: Þór Ak. — Valur 14—16 FH — Grindavík 30—7 Fram — Haukar 18—13 Vikingur - KR 12- 9 Fram 12 11 1 0 225-129 23 Valur 12 9 1 2 200-180 19 KR 13 7 0 6 189-157 14 Haukar 13 7 0 6 193-195 14 Viking. 12 6 0 6 212-168 12 ÞórAk. 9 3 0 6 152-144 6 FH 12 4 0 8 195-202 6 UMFG 13 0 0 13 143-331 0 Sigurður morki LIÐ Þróttar á enn góðan mögu- leika á að ná öðru sæti i 2. deildinni í handknattleik. Lið Þróttar sigraði Þór frá Akureyri með 27 mörkum gegn 22 í Laug- ardalshöllinni á laugardag. Sig- urinn var fullstór eftir gangi leiksins. Þór hafði forystuna í leiknum allan fyrri hálfleikinn og hafði eitt mark yfir, 12—11, í hálfleik. Sigurður Sveinsson hélt Þrótti á floti með stórleik og skoraði hann 9 af 11 mörkum Þróttar í fyrri hálfleiknum. Sig- urður skoraði 18 mörk og má mikið vera ef það er ekki nýtt íslandsmet í deildarleik hér á landi. Um miðjan síðari hálfleik tókst Þrótti að jafna leikinn og ná frumkvæðinu. Var hreint með ólíkindum hve allur leikur Þórs riðlaðist á skömmum tíma. Á síðustu mínútunum bættu Þrótt- arar svo hverju markinu við af öðru og fimm marka sigur var í höfn. KA-menn þokuðu sér skrefi nær langþráðri 1. deildinni í hand- knattleik á laugardaginn þegar þeir báru sigurorð af Týrurum í Eyjum, 18—17, í miklum baráttu- leik. KA var komið á tæpasta vað með að glopra unnum leik niður og mátti í lokin hrósa happi yfir að ekki fór illa. KA-menn voru allan leikin sterkari og héldu öruggu forskoti á Týrara allt fram í miðjan s.h. þegar Eyja- menn fóru í gang og söxuðu jafnt og þétt á forskot þeirra norðan- manna. í fyrri hálfleik léku KA-menn eins og þeir sem valdið hafa en leikur Týrara var mjög slakur bæði í vörn og sókn. KA leiddi með tveimur til fjórum mörkum og hafði yfir í hálfleik, 12—8. KA hélt svo áfram sem frá var horfið í hálfleiknum og innan skamms var staðan orðin 14—8 fyrir KA og stefndi í stórsigur. Þá loks náðu Týrarar upp baráttu, vörnin þétt- ist, markvarslan batnaði og nú fór munurinn að minnka verulega. Þegar 3 mín. vóru eftir til leiks- loka náðu Týrarar að jafna metin 17—17. KA skorar fljótlega sitt 18. mark og þær mín. sem eftir lifðu KA nt 1. deil m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.