Morgunblaðið - 25.03.1980, Side 46

Morgunblaðið - 25.03.1980, Side 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 Fólk og fréttir úr ýmsum áttum • Danska knattspyrnustjarnan Sten Ziegler opnaði nýlega ljósafyrirtæki mikið og má á myndinni sjá bæði kappann og ljósabekkinn góða sem á eftir að færa honum miklar tekjur. Myndin er þó fyrst og fremst birt stúlkunnar vegna. enda er hún miklu ásjálegri en Ziegler og ljósabekkurinn til samans... • Eric Heiden, bandariski skautahlauparinn snjalli. sem vann til fimm gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Lake Placid á dögunum, hefur nú lagt hlaupaskautana á hilluna. Hann er farinn að stunda nám við norskan íþróttaháskóia, en til þess að halda sér í likamlegri þjálfun, mun hann leika isknattleik með norska 1. dcildar liðinu Manglerud Star. Einnig ætlar hann að keppa í hjólreiðum fyrir eitt sterkasta hjólreiðafélag Noregs, Grenland. Fyrir þetta fær hann ekki grænan eyri, en fátítt mun vera, að stórstjörnur eins og Heiden heimti ekki stórar peningaupphæðir fyrir það eitt að sýna sig. Meira að segja tiu sinnum minni spámenn en Heiden væru vísir til sliks. Mótherjar Vals í meistara- keppni Evrópu eru komnir í 4 liða úrslit keppninnar í ár. Telja marg- ir að Keagan og félagar hans hreppi hinn eftirsótta titil. Nú er Hamburger S.V. búið að ganga frá endurráðningu þjálfarans Branko Zebec fyrir næsta keppnistímabil og Netzer hefur verið endurráðinn sem framkvæmdastjóri fyrir fé- lagið næstu tvö ár. O O O O Wolfgang Weber, knattspyrnu- þjálfari Werder Bremen, hefur trú á því að tennisleikur skemmi mjög fyrir knattspyrnumönnum og sektar hann leikmenn Bremen um 70.000 ísl. kr. ef hann kemst að því að þeir hafi leikið tennis á kanttspyrnutímabilinu. O O O O Litli og stóri. Joey Shackleford, minnsti dómari í ensku knatt- spyrnunni, veitir hér einum leik- manni tiltal og bókar hann um leið. Knattspyrnumaðurinn lítur greinilega niður á dómarann. Jimmy Greenhoff, sóknar- maðurinn frægi hjá Manchester Utd., reyndi „come back“ fyrir skömmu. Hann meiddist illa í nára á síðasta keppnistímabili og var frá í níu mánuði. Þrír sérfræð- ingar höfðu ráðlagt honum að leggja skóna á hilluna, hann yrði aldrei jafngóður af meiðslunum. Hann kom inn á sem varamaður hjá United í deildarleik gegn Everton fyrir skömmu og stóð þá vel fyrir sínu. Það dugði United þó ekki, liðið hefur verið í öldudal og gefið eftir i baráttunni um Eng- landstitilinn. O O O O Fjármálajöfrar bandaríska kanttspyrnufélagsins New York Cosmos hafa lýst því yfir að þeir séu tilbúnir að greiða hvaða pen- ingaupphæð sem er til þess að laða til sín Rudiger Abramzcik frá vestur-þýska liðinu Schalke 04. O O O O Einhver frægasti markaskorari allra tíma, Dixie Dean, lést fyrir skömmu a Goodison Park-leik- vanginum í Liverpool. Hné hann niður er hann horfði á leik Ever- Öldungurinn á myndinni heitir Paul Sibert og er frá A-Þýskalandi. Hann er orðinn níræður en stundar samt fimleika á hverjum degi og heldur þvi fram, að það hafi hjálpað til að halda likamanum jafn spengilegum og myndin ber vitni um. Carsten Nielsen, danski lands- liðsmaðurinn í knattspyrnu og leikmaður með þýska sforliðinu Borussia Mönchengladbach, átti viðræður við vestur-þýska félagið Borussia Dortmund mjög nýlega. Dortmund er að sjálfsögðu sama félagið og átti ítarlegar viðræður við Atla Eðvaldsson um síðustu helgi. ton og Liverpool. Dean var 73 ára. Ferill hans var afar glæsilegur og mál manna að hann hafi verið næstum óviðjafnanlegur þegar hann var upp á sitt besta. Hann skoraði 379 mörk í deildarleikjum, þar á meðal 60 í 39 leikjum fyrir Everton keppnistímabilið 1937— 38. Það er enn met hjá Everton, met sem varla verður slegið í bráð. • Þegar enski mótorhjólakappakstursmaðurinn Phil Read var sæmdur MBE-orðunni af Elisabetu drottningu fyrir frábæran árangur á mótorhjólinu, þótti kappanum tilhlýðilegt að mæta á þvi þegar hann veitti orðunni móttöku. Read hefur átta sinnum orðið heimsmeistari i mótorhjólaakstri. Á myndinni sést kappinn uppá- klæddur fyrir utan Buckingham-höll. Luis Pereira, Brasilíumaðurinn hjá Atletico Madrid, var rauður í framan af reiði og krossbölvandi þegar Real Madrid hafði lagt lið hans að velli. „Það voru tveir svartir í liði Real,“ sagði Pereira, „Laurie Cunningham og dómar- inn.“ O O O O málaði hann yfir rendurnar á Adidas-skónum sínum og þannig mætti lengi telja. En margur breytist með aldrinum, fyrir skömmu undirritaði Breitner 3 ára auglýsingasamning við Adi- das, samning sem á eftir að gefa honum væna summu í aðra hönd- ina. Einn af virtari kappaksturs- hetjum Breta, Martin Raymond lést á voveiflegan hátt á keppnis- braut í Brands Hatch í Englandi í síðustu viku. Var slysið furðulegt. Bifreið Raymonds bilaði skyndi- lega og ók hann þegar í stað í viðgerðarútskot, þar sem hann hófst handa við viðgerðir ásamt nokkrum vélvirkjum. Eftir skamma hríð færði Raymond sig aðeins frá vagninum og fylgdist um stund með bifreiðunum sem æddu fram hjá. Þá rákust skyndi- lega tveir bílar saman og kastaðist annar þeirra á Raymond og þeytti honum upp í tré. Var Raymond látinn þegar hann náðist niður og var talið að hann hefði látist samstundis. Ökumenn bílanna tveggja sluppu með skrámur. Fyrir stuttu sigraði vestur- þýska landsliðið í knattspyrnu landslið Möltu 8—0 í Bremen. Síðast fór þar fram landsleikur, árið 1939. Þá áttust við Þýskaland og írland. Jafntefli varð, 1—1, og mark þýska liðsins skoraði Helm- ut nokkur Schön, sá sami og varð síðar þjálfari liðsins með frábær- um árangri. O O O O Paul Breitner, knattspyrnusnill- ingurinn hjá Bayern, þótti mikill og róttækur kommúnisti í eina tíð. Meðal þess, sem hann setti á oddinn á sínum tíma, var að neita alls kyns auglýsingum. Þannig • Það getur oft gengið mikið á i ísknattleik, a.m.k. ef marka má þessa mynd sem tekin var i Lake Placid á ólympiuleikunum á dögunum. í þessu tilviki var skorað sigurmark. Sá sem neðstur liggur i hrúgunni skoraði og skyldi þvi enginn segja, að menn fórni sér ekki fyrir iþróttirnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.