Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 29

Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 25. MARZ 1980 37 hafa verið um kosti séropnanlegra topploka segja, að í undantekn- ingartilvikum nægi að taka aðeins lok af einum strokk. Það er svo alltaf matsatriði, hvað menn vilja greiða fyrir séropnanlega topploka. IV. Bygging vélar, hreinsibúnaður Ögmundur og Jan: „Hreinsibú- naður á loft- og olíukerfi er mjög mikilvægt atriði varðandi end- ingartíma vélarinnar og yrði að endurbæta að fenginni reynslu fyrri reynslu hjá SVR“. Þetta er umdeilt atriði meðal tæknimanna; margir tæknimenn halda því fram, að olíubaðskerfi hreinsi ryk betur, en pappasíur nái betur raka úr loftinu. Mjög auðvelt er að breyta úr olíubað- hreinsara yfir í pappasíukerfi og erum við reiðubúnir, ef vill, að koma þessari breytingu fram fyrir kostnað, sem nemur 129.000 kr. á hvern vagn. V. Reimdrifnar dælur Ögmundur og Jan: „Fram hef- ur komið að loftþjappa, stýris- dæla, kælispaði, vatnsdæla og rafall eru reimdrifin með alls 7 stk. reimum. Staðsetning er fram- an á vélinni og safnar að sjálf- sögðu óhreinindum og bleytu. Þessi atriði stytta endingartíma reimanna auk þess sem þannig drifin stýrisdæla getur dregið úr afli stýrisvélar. Upplýst var í Búdapest að reimum væri skipt reglulega eftir 25 þús. km; alltaf væri skipt um allar reimar ef eitthvað hinna reimdrifnu tækja þyrftu lagfæringar við“. Hér er um algenga útfærslu að ræða. Eins ber að hafa hugfast að ör þróun hefur orðið í gerð reima af þessu tagi, þannig að þær endast tugþúsundir km. Af þess- um sökum hefur færst í vöxt, að reimar séu notaðar í stað stál- keðja í drifum og margskonar vélbúnaði. Ranglega er fullyrt að skipta þurfi um allar reimar er eitthvert hinna reimdrifnu tækja þarf lag- færingar við. Hið rétta er að skipt er um reim á því tæki sem bilar, þó hún sé ekki búin að vera í notkun 25.000 km. Við spurðumst fyrir hjafStræt- isvögnum Kópavogs um þetta at- riði, en þeir hafa reynslu af reimdrifnum dælum i Volvo bílum. í umsögn forstöðumanns SVK dags. 17. mars 1980 segir svo: „Fyrir 1968 áttu SVK þrjá Volvo bíla B.655., sem voru með reim- drifinni stýrisdælu, loftpressu, rafal og vatnsdælu. Til að verja reimar þessara tækja fyrir vatns- gangi voru setta upp aurhlífar framan við reimarnar. Bílar þess- ir sem voru í notkun hjá SVK í u.þ.b. tíu ár, voru lausir við öll vandamál vegna vatnsgangs á reimar. Ég geri ráð fyrir að koma fyrir svipuðum varnarbúnaði á Ikarus vögnunum ef þeir verða keyptir til SVK“. VI. Stýri Ögmundur og Jan: „Stýris- stöng er bein og ekki fáanleg brotin, stýrihljól er slétt og séð frá sjónarmiði ökumanna er þetta fyrirkomulag óheppilegt. Þessu atriði breytir framleiðandi ekki“. Stýri af gerðinni ZF er boðið, en án hjöruliðs, en með 15 gráðu halla á stýrishjóli, sem er mjög áþekkt og i Mercedes-Benz. IKAR- US verksmiðjan hefur svarað að þeir geti ekki boðið stýri með lið. Svar þeirra stafar af því, að þeir hafa ekki útbúið vagna með lið- stýri. Samafl hefur hins vegar borið þetta atriði undir tækni- menn hérlendis og telja þeir auðvelt að koma fyrir liðstýri. Á grundvelli þessara upplýsinga höfum við tekið þetta mál upp aftur við IKARUS og er það nú í athugun. VII. Bremsukerfi Ögmundur og Jan: „Hreinsi- búnaður og frostvarnarkerfi er óviðunandi eins og það er boðið, en fram hefur komið að annar val- kostur er mögulegur gegn viðbót- arverði". Það er rétt, að annar valkostur í þessum efnum, hefur verið boðinn af IKARUS, þótt hann sé ekki inn í tilboðsverðinu. IKARUS getur haft Westinghouse búnað og er sá kostnaður kr. 173.500 á hvern vagn. VIII. Einangrun ögmundur og Jan: „Sú ein- angrun sem boðin er, er alls ófullnægjandi bæði með tilliti til hita og hljóðs. Upphitun er lítil, sbr. samanburðarskrá". í tilboði IKARUSAR er ekki gert ráð fyrr einangrun eins og í standard vagni þeirra, heldur er miðað við sömu gæði og i vögnum afgreiddum til Skandinavíu. Þeir töldu, að það væri í samræmi við útboðsauglýsingu SVR er þeir studdust við, er þeir gengu frá tilboði í vagnana. Þegar tæknimenn SVR tala um ófullnægjandi einangrun eiga þeir við einangrun í standard vagnin- um. Þennan grundvallar misskiln- ing verður að leiðrétta og því höfum við enn fengið staðfestingu á þessu í skeyti frá IKARUS dags. 13. mars 1980, sem hér fylgir með, en þar er einangruninni lýst svo: „Gert er ráð fyrir 6—8 mm Terophone einangrun til viðbótar við 1 — 2 mm Terophone einangr- unar sem er í standard vagnin- um“. Jafnframt er boðin viðbótarein- angrun í gólf utan tilboðsverðs. Annað mál er, að hér er því haldið ranglega fram af Ögmundi og Jan, að upphitun sé lítil í IKARUS vagninum, því að hún er eins og almennt gerist í strætis- vögnum. Nefna má sem dæmi, að kílókaloríur per rúmmetra eru nákvæmlega þær sömu i IKARUS vögnum og Leyland vögnum Strætisvagna Kópavogs. Sam- kvæmt upplýsingum frá forstöðu- manni SVK hafa engar kvartanir verið uppi um ónóga upphitun í þeim vögnum. IX. Fram- og afturendi Ögmundur og Jan: „Fram- og afturendi eru heilstansaðir. Við- gerðir á þessum hlutum hljóta því að vera erfiðari og tímafrekari en þekkt er í dag. Fram hefur komið að vagn hjá SVR lenti í tjónum að meðaltali annan hvern dag og rúmlega helmingur þeirra tjóna er á fram- og afturenda. Við viljum vekja athygli á því að framendi bílsins samanstendur af mörgum sjálfstæðum, umskipt- anlegum einingum, s.s. loki til að komast að þurrkumótorum og fl., grilli, höggvörum og „svuntu". Er þá einungis eftir ramminn utan um framenda bílsins sem er fast- ur, þannig að við viðgerðir á honum er skemmdin söguð úr og skeytt saman á listum. Þetta er viðurkennd aðferð meðal bílavið- gerðarmanna. Sömu viðgerðar- tækni má beita við afturenda bílsins. X. Dráttarbúnaður ögmundur og Jan: „Ljóst er að framleiðandi getur ekki komið fyrir dráttarbúnaði aftan á bílnum, getur þetta valdið erfið- leikum í mörgum tilfellum". Það er mikill misskilningur að framleiðandi geti ekki komið fyrir öðrum dráttarbúnaði aftan á bílnum. Hann er fús að setja umræddan dráttarbúnað á bílinn fyrir kr. 190.000 á vagn. XI. Rafbúnaður Ögmundur og Jan: „Frágangur á rafleiðslum gegnum prófíla verður að bæta“. Við skoðun í Búdapest sáu fulltrúar Samafls sem báðir eru raftæknimenn ekkert óeðlilegt við frágang raflagna í IKARUS vögn- unum. I skýrslu Karls Árnasonar er raflögnum lýst sem góðum og snyrtilega frágengnum. Samafl leggur til að ef af kaupunum verður, verði settar nákvæmar kröfur um þetta í smíðalýsingu vagnanna. XII. Ryðvörn Þótt það kom.i ekki fram í títtnefndri skýrslu Ögmundar og Jans, sem hér er að mestu til umfjöllunar, eru ummæli í fyrri skýrslu (10. mars 1980) varðandi þennan þýðingarmikla þátt með þeim hætti að þau vérður að leiðrétta, en þar segir: Ögmundur og Jan: „í tilboði IKARUS eru vagnar kvoðuvarðir að neðan, en lokaðir prófílar í grind og hliðum ekki fylltir. Að- spurðir skýrðu IKARUS menn frá því, að þeir væru reiðubúnir til að ryðverja bílana eftir óskum kaup- enda og bentu á SL í Stokkhólmi sem dæmi. Ekki verður séð annað en ryðvarnartæki IKARUS séu sambærileg við það sem hér þekk- ist“. Hér er bæði um missögn og misskilning að ræða. Við staðfest- um, að í boði IKARUS er sérstök ryðvarnarmeðferð; m.a er spraut- að ryðvarnarefni inn í alla prófíla í vagninum og síðan er þeim lokað, sbr. meðfylgjandi lýsingu vagns- ins. Hér er um að ræða sömu ryðvarnartækni og notuð er við þá vagna, sem hafa verið afhentir til Skandinavíu og er hún af hæsta gæðaflokki. Sem dæmi mafnefna zinhúðun innanverðra hliða í ytra byrði yfirbyggingar og rafhúðun hjólskála auk kvoðunar. Þetta er mun betri frágangur en t.d. ryðvörn M-Benz vagna sem eru í eigu SVR í dag. Reykjavík, 19. mars 1980. Virðingarfyllst, f.h. Samafls s.v.f. Sigurður Magnússon stjórnarformaður Tilkynning Meö tilvísum til 10. gr. laga nr. 49 frá 16. maí 1974, sbr. lög nr. 49 frá 16. marz 1951, er hér meö skorað á þá, sem eiga ógreidd iðgjöld til Lífeyrissjóös sjórhanna, að gera nú þegar skil á þeim til sjóösins. Hafi ekki verið gerö skil á öllum vangoldnum iögjöldum innan 30 daga frá birtingu þessarar tilkynningar, mun veröa óskaö uppboössölu á viðkomandi skipi (lögveöi) til fullnustu skuldarinnar. Reykjavík, 12. mars 1980. F.h. Lifeyrissjóðs sjómanna, Tryggingastofnun ríkisins Kópavogskaupstaíur H Áskorun til greiöenda fasteignagjalda í Kópavogi Hér meö er skorað á alla þá sem eigi hafa lokið greiöslu fyrri hluta fasteignagjalds fyrir áriö 1980 aö gera skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Hinn 25. apríl n.k. veröur krafist nauöung- aruppboðs samkv. lögum nr. 49 frá 1951 á fasteignum þeirra er þá hafa eigi gert full skil. Kópavogskaupstaður. Gas 09 grillvörur Suóuriandsbraut 4 sími 38125

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.