Morgunblaðið - 25.03.1980, Side 37

Morgunblaðið - 25.03.1980, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 45 Hún nefnir einnig sauðkindina og hrossin, sem ekki er talið sjálfsagt að aflífa, þó svo þessar skepnur séu oft til ama í þéttbýli. E.t.v. er ástæðan sú, að þetta eru skepnur, sem við leggjum okkur til munns, sem tíðkast ekki með hundinn. Tilefni þessara skrifa er það, að mér datt í hug, hvort ástæðan fyrir andstöðunni gegn hunda- haldi í gegnum árin sé sú, að fólk gerir sér ekki grein fyrir því gagni sem hægt er að hafa af hundum. Hundar eru um allan heim viður- kenndir sem varðhundar og taldir betri en nokkur þjófabjalla — einmitt af því að þeir gelta. Þeir eru einstæðingum, fólki með sál- fræðileg vandamál og börnum betri félagar en auðvelt er að finna í röðum mannfólksins, sök- um tryggðar og lundarfars. Hund- ar hafa verið taldir ómissandi í erlendum björgunarsveitum sem þefhundar og leitarhundar, t.d. af týndu fólki í snjóskriðum. Hægt væri að telja upp fjölmargt annað, en ég læt þetta nægja, að viðbættu því, sem íslendingar ættu að þekkja, og það er hæfileiki þeirra til smölunar og rekstrar búfjár. Auðvitað fylgja hundum í þétt- býli vandamál, en mér finnst að jákvæðu eiginleikar hundsins séu látnir víkja fyrir vandamálum í allri hundahaldsumræðunni, því er þetta ritað. Hundavinur • Þurrkið saltið betur 1143—6331 hringdi: Ég er ein þeirra sem notað hafa íslenzka Reykjanessaltið og kann að öllu leyti nema einu vel við það. Það eina sem mér mislíkar er hversu saltið er rennblautt og þar af leiðandi þungt og stendur fast í götunum á saltboxinu. Er ekki hægt að þurrka saltið betur? EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Lokað í dag þriöjudaginn 25. marz vegna jaröarfarar Björns G. Gíslasonar, forstjóra. Vélsmiöjan Þrymur h.f. Borgartúni 27.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.