Morgunblaðið - 03.04.1980, Page 2

Morgunblaðið - 03.04.1980, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 Þaö er auöséð aö þaö a aö kinna þennan þorskhaus einnig. Og svo bera menn saman bækurnar þótt ekki séu þaö hinar hetöbundnu skólabækur nútímans, en þaó verður aó velja vel úr kösinni til þess aó fá góöar gellur í hverri ristu. Upp í klof í hausakösinni í Gúanóinu meö sveöjuna ó lofti og haus á stingnum. Þaö er starf gellupeyjans. Vígalegt liö gellupeyja sem var á staönum þegar vió komum í heim* sókn. Gellupeyjarnir í Eyjum: Slorugir upp fyrir haus Ein tegund útgeröar í Eyjum hefur lítiö breytzt á þessari öld, en þó hefur þessi útgerö ávallt átt vinsaeldum aö fagna og útgerðarmennirnir áræðnir, duglegir og útsjónarsamir. Þetta er gelluvagnaútgerðin þar sem peyjarnir standa slorugir upp fyrir haus í þrónum í Gúanóinu og nýta betur hráefnið. Er þar oft margt um manninn og mikiö um aö vera. Fjölmargir dugmiklir strákar í Eyjum á aldrinum 10—16 ára búa sér gelluvagna. Þeir eru smíöaöir úr kössum eöa kassafjölum og hjólin eru af ýmsum geröum, allt frá hjólum af leikfangabílum og upp í vegleg hjól undan barnavögnum. Vænar spýtur eöa sköft eru síðan notuð sem handföng, en aðaltækiö um borð er stingur sem vísar oddinum til himins og auðvitaö lipur og beittur hnífur til þess að vinna með. Gelluvagnarnir eru af ýmsum stæröum og fer það oft eftir aldri útgerðarmannanna því venjulega kann tíu ára peyi sér meira hóf en 16 ára þótt oft muni ekki miklu í kappinu. Aö undanförnu hefur verið algjör törn hjá gellupeyjunum og þénustan eftir því, en duglegir strákar geta haft yfir 10 þús. kr. á tímann ef aðstaöan er góö og þeir gella ekki aðeins, heldur eru þeir margir snjallir aö kinna og drýgja þannig tekjurnar. Strákarnir fá að gella og kinna eins og þeim sýnist í hráefni Fiskimjölsverksmiðjunnar og hefur þessi þáttur í vertíðinni alltaf sett skemmtilegan svip á bæjarlífið, því ýmist selja strákarnir beint til fisksala eöa ganga í hús með gelluvagnana og bjóða lostætið. Það er einnig skemmtilegt aö sjá þessa ungu menn taka þátt í atvinnulífinu að eigin frumkvæði og upp á eigin kostnað og margt gott mannsefnið hefur sýnt sig gelluliöinu, því þar láta þeir hvorki rok né rigningu aftra sér. Þeir böðlast innan um þorskhausana og halda sínu striki. á.j. G«ttup«yjiniir í Eyjum aru «jálf«tæöir útgeröarmenn meö eigin vagna og mikinn dugnaö (kjölfeatu, enda geta þeir haft rífandi tekjur, á annan tug þúsunda króna á tfmann þegar vel gengur. Aö loknum skólatíma bregöa peyjarnir sér ( vertíöargallann og reyndar hefur nú boriö viö aö hagsmunir hins unga athafnamanns og skólastráks hafa rekist á, aöallega á kostnaö skólans. Verklega némiö hefur hins vegar löngum þótt borga sig vel sföar. Ljóemynd MM. Sigurgeir. é . \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.