Morgunblaðið - 03.04.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
55
Gamall og niöur$okkinn í
bænabók sína skammt frá
Marókkohliði sem beinist í
átt til Musterisins. Ortho-
doks Gyðingar fá ekki að
stíga á svæöið þar sem
Dome of the Rock stendur
nú vegna þess að þeir
kynnu þá að koma við
þann stað sem helgastur
var allra, Musteriö.
Frá Grátmúrnum.
A
Km fyrstu öld eftir Krist
var Palestína hersetin af Róm-
verjum. Gyöingar reyndu ööru
hverju aö gera uppreisn, en þær
tilraunir voru miskunnarlaust
brotnar á bak aftur. Árið 66 eftir
Krist reyndu þeir enn að endur-
heimta frelsi sitt og í fjögur ár
uröu Rómverjar aö beita öllu
sínu til aö hafa hemil á Gyöing-
unum. En um síðir voru þeir
sigraöir. Áriö 70 kom Titus
keisari til Jerúsalem, rændi þar
og ruplaöi, lét jafna musteriö viö
jöröu og rak lungann úr þeim
Gyöingum sem eftir liföu úr
landinu.
En hópur selóta, nærri þús-
und manns, karlar konur og
börn gátu ekki unað uppgjöfinni.
Þeim var kunnugt um mannvirki
þau sem Heródes konungur
haföi byggt á fjallinu einni öld
áöur. Hann haföi beyg af fjendum
sínum og ekki aö ósekju. Heró-
des dvaldi þó ekki í virkinu nema
skamma stund.
Nú héldu selótarnir þangað og
töldu sér allvel borgiö. Næstu
tvö ár var þessi hópur eina
andspyrnuhreyfingin í Palestínu
sem baröist gegn Rómverjum og
geröi þeim ýmsa skráveifu. En
árið 72 kom Flavius Silva lands-
stjóri aö rótum Massada meö
málaliöa sína og þúsundir Gyö-
ingaþræla og lét hann byggja
varnarvegg svo að selótarnir
kæmust ekki undan. Selótarnir
sáu aö þeim voru allar bjargir
bannaöar og frekar en falla í
hendur Rómverjum frömdu þeir
allir sjálfsmorö, að undanskild-
um tveimur konum sem síðan
voru til frásagnar um atburðina á
fjallinu.
Mannvirkin hafa nú verið graf-
in upp. Fyrir því stóö Yigal Yadin,
aðstoðarforsætisráðherra
ísraels, og heimsfrægur forn-
leifafræðingur. Sjálfboöaliöar,
vísindamenn og leikmenn komu
úr öllum heimshornum til aö
vinna viö þennan uppgröft, og
mannvirkin sem þarna voru graf-
in upp eiga sér naumast hlið-
stæöu.
Massada er Gyöingum ger-
semi, tilfinningalegs eölis fyrst
og fremst. „Aldrei framar
Massada“ eru orö þeim töm á
tungu. Og þaö er föst hefö aö
skólabörn veröa fyrir vissan ald-
ur aö klífa fjalliö til aö teljast
menn meö mönnum.
Þó að mér sé á stundum erfitt
aö skynja mikilleik fortíöar á
sögustöðum, fann ég hann
þarna: skynjaði líf þessara um-
komulausu og kjörkuöu selóta,
sem reyndu í einangrun sinni og
stööugri angist aö lifa venjulegu
mannlífi.
Sundlaug
eftir
upp-
gröftinn.
Holurnar
•ru til
að baögestir
ieggi
þar
frá sér
flíkur.