Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
57
Þessi fræga gjörö af Kristi á
krossinum — og þegar út er
komið handfylli og vel það af
eftirlíkingum handa túristunum.
Landsins mesta úrva/ af
útvarpsk/ukkum.
Binatone utvarpsklukkan m/segul-
bandi.
Afít til h/jómflutnings fyrír:
Naa io
HEIMILIÐ - BILINN
OG
DISKÓTEKIÐ
ARMULA 38 (Selmúla megini 105 REYKJAVIK
SIMAR: 31133 83177 POSTHÖLF 1366
alla þessa leið aö ganga Via
Dolorosa áöur en hún dæi fór aö
því að mjaka sér gegnum þröng-
ina.
Dösuö og döpur gekk ég svo
annars hugar um kirkjuna, skoöaöi
þann staö sem sagt er aö Jesú hafi
verið lagöur á þegar hann var
tekinn af krossinum. Fannst dálítiö
til um kirkjuna sem slíka án þess
ég tengdi hana beinlínis örlögum
Krists.
Það var ekki fyrr en ég sat í
forstofunni á President Hotel
skömmu síöar aö bíöa eftir aö
hópurinn yrði leiddur aö hádegis-
veröi og hlustaði meö öðru eyranu
á frú frá London segja blíðlyndu
konunni frá Köln sögur af sonum
sínum, að mér fannst renna upp
fyrir mér Ijós.
Þaö ríkti engin þögn og helgi á
Via Dolorosa þegar Jesú gekk þar
um garöa — ekki frekar en í dag.
Þetta er einhver ímynd sem viö
höfum búiö til gegnum tíöina og til
þess eins aö skemma fyrir okkur.
Þá hafa æpandi og hljóðandi íbúar
Jerúsalem veriö þar, kaupahéðnar
boðið varning sinn falan meö
sömu tilþrifum, berfætt börn skot-
izt á milli og reynt aö næla sér í
sikil eöa brauöbita, bændur hafa
ruözt framfyrir meö klyfjaöa asna
sína. Hermennirnir voru þar líka.
Það var allt þetta fólk á Via
Dolorosa þann dag, bara ekki
sama fólkið og í dag. Og í miöri
þvögunni hafa lærisveinarnir
kannski reynt að ryöja Jesúm
braut hvar hann staulaöist áfram
meö krossinn. Og þaö var ekki fyrr |
en á Golgata sem dimmdi...
Sá þriöji staður í ísrael sem
komiö hefur hvaö einlægast viö
tilfinningar mínar var Grátmúrinn.
Fyrst þegar ég kom þangaö fannst
mér þetta hálfgert plat. En samt
gekk ég aö múrnum, snart hann
og bar fram ósk eins og maður á
aö gera. Þar var fólk aö biöja
bænir, skrifaði jafnvel litla miöa
meö óskum sínum og stakk milli
steinanna. Ég gat ekki varizt þvíaö
hugsa aö sú mikla trú sem fælist í
fasi þessa fólks við Grátmúrinn
ætti sér eitthvaö til aö standa á.
Sú ósk sem ég bar fram viö
Grátmúrinn þá — aö fá aö skynja
Jerúsalem — var uppfyllt fyrr en
varði. Síöan veit ég að þær óskir |
sem ég hef síðar borið þar fram,
veröa uppfylltar — einhvern tíma
seinna.
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍM1 86633
BMW-alhliða
gæöingur Q
BMW - óskabíll allra sem vilja eignast bíl meö góða aksturseiginleika, vcmdaöan frágang, vel hönnuö
sæti, fullkomiö fyrirkomulag stjómtækja, þægilega fjödrun og góða hljóöeinangrun. Viö bjóöum
varahluta- og viðgerðaþjónustu.
BMW er meira en samkeppnisfær í veröi, ogþú eignast betri bíl en veröiö segir til um.
Leitiö nánari upplýsinga um BMW bifreiðar.
BMW-ÁNÆGJA ÍAKSTRI
AKUREYRARUMBOÐ: Bílaverkst. Bjamhéöins Gíslasonar. Súni: 96-22499