Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 13
jSllllBiiiSl* MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 61 . . og sjá himnarnir opnuðust fyrir honum og hann sá Guðs anda stíga ofan eins og dúfu og koma yfir hann, og sjá, rödd af himnum sagði: Þessi er minn elskaði sonur sem ég hefi velþóknun á. Matteus 3: 16—17. Og Jóhannes vitnaði og sagði: Ég hefi horft á andann stíga niður af himni eins og dúfu og hann hvíldi yfir honum. Og ég þekkti hann ekki, en sá sem sendi mig, til þess að skíra með vatni, hann sagði við mig: Sá sem þú sér andann stíga niður og hvíla yfir, hann er sá sem skírir með heilögum anda. Og ég hefi séð það, og ég hefi vitnað, að þessi er guðs-sonurinn. Jóhannes 1: 32—34. Krists- líkneski Einars Jónssonar Hallgrímskirkju stendur rúmlega þriggja metra hátt Kristslíkneski úr gipsi sem Einar Jónsson myndhöggvari gerði árið 1946. Einar gaf Ha- LJlk jvBJC llgrímskirkju verkið árið 1950. I 3y«/ í Kirkjuritinu í mars 1955 ritar V -Jr Ásmúndur Guðmundsson, biskip og náinn vinur Einars, minningargrein um listamanninn. Segir þar m.a. frá þessu Kristslíkani. Þar stendur: „Fyrir allnokkrum árum sá Einar mynd af Kristi sem talið er að hafi komið fram á líkklæði hans. Mynd þessi er aðdáanlega fögur, og var Einari þegar helgur dómur. Eftir henni mótaði hann Kristslíkan það, sem stendur steypt í gipsi í Hallgrímskirkju og í sal í listasafninu, þar sem kista Einars stóð síðar.“ „Kristur eins og þegar hann tekur við anda Guðs“ Doktor Jakob Jónsson var sókn- arprestur í Hallgrímskirkju um þær mundir sem Einar Jónsson gaf kirkjunni Kristslíkneskið. í samtali við Mbl. kvaðst Jakob eitt sinn hafa spurt Einar að því hvort hann hefði haft einhvern sérstak- an atburð í lífi Krists í huga er hann vann líkneskið: Einar svaraði því neitandi en sagðist hafa hugsað sér Jesúm eins og þegar hann væri að taka við anda Guðs. Ef litið er á myndina kemur þessi hugsun vel saman við útlit hennar en hún er sérkennileg að því leyti að Jesús krossleggur hendurnar á brjósti og lýtur höfði. Ég spurði hann þá hvort hann gæti hafa átt við skírnina í Jórdan. Hann virtist geta fallist á það. En það var auðséð að hann hafði ekki haft þann atburð í huga er hann mótaði líkneskið. Konan mín, sem var formaður Kvenfélags Hallgrímskirkju í mörg ár, hafði mikinn áhuga á því að líkneskið yrði mótað í varan- legt efni því það hafði verið gert ráð fyrir að líkneskið sæti í kór stóru kirkjunnar þegar hún verður tekin í notkun. Var það hugmynd hennar að kvenfélagið annaðist steypuna. En það strandaði á því að þeir sem sáu um byggingu kirkjunnar höfðu ekki ákveðið hvort myndin ætti að vera úr hvítum eða gylltum marmara eða úr eir,“ sagði Jakob Jónsson að lokum. „Voru mér nánast helgistundir“ — segir Guðmundur J. Guð- mundsson, sem sat fyrir hjá Ein- ari um tíma. Guðmundur J. Guðmundsson al- þingismaður var um skeið fyrir- mynd hjá Einari er hann vann við Kristslíkneskið. Guðmundur var þá 18 ára að aldri og vann ásamt fleirum ungum mönnum á vegum Reykjavíkurborgar við umhirðu garðsins kringum Hnitbjörg, hús Einars. „Einar kom stundum út á tröpp- urnar meðan við vorum við vinnu okkar,“ sagði Guðmundur í sam- tali við Mbl. „Dag nokkurn kom verkstjórinn til mín og sagði að Einar hefði verið að spyrjast fyrir um það hvort hann gæti fengið mig lánaðan til að sitja fyrir hjá sér. Hann væri nefnilega að gera Kristslíkneski og væri í dálitlum vandræðum með hálsinn og hend- urnar. Ég tók vel í það og sat fyrir hjá honum hálfan daginn í 6 vikur. Ég stóð þarna uppi á palli með krosslagðar hendur, eins og styttan er. Eftir u.þ.b. tveggja tíma törn dag hvern kom konan j| hans með te handa okkur og sátum við oft lengi og spjölluðum || saman. Þetta verk var Einari mjög hugstætt. Hann sagði mér einu sinni að hann hefði lengi ætlað sér j að gera Kristslíkneski. Hann var mjög trúaður maður og lagði sálu sína alla í verkið. Hann var stundum svo djúpt sokkinn í vinnu sína að hann vissi hvorki í þennan heim né annan. Ég skyldi það þá og finn það ennþá betur núna að listamaðurinn var með verki þessu að tjá sína einlægu og djúpu trú. ffl Stundir mínar þarna í vinnustofu hans voru nánast helgistundir." — Ertu líkur líkneskinu? „Ég var náttúrulega ekki fyrir- || myndin að andlitinu en hendurn- |j ar, framhandleggirnir og hálsinn eru nákvæmlega eins og á mér. Ekki einu sinni ljósmynd væri (| líkari," sagði Guðmundur að lok- jf um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.