Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 16
FJALLRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 Álfaborginni verður landið...“ Já, Kjarvat staðfærði Krist um of að sumra dómi. En skyldi Kristur ekki einhvern tíma hafa komið í heimsókn í Borgarfjörð eystri? í þessa yndisfögru álfabyggð, sem á sér enga samsvörun í mann- heimi og er umgirt fjöllum af öðrum heimi. Kolsvörtum hamraskriðum sem geta breytt um lit eins og myndir Kjarvals sjálfs. Það fer eftir sól og skuggum í okkar eigin brjósti, hvað við sjáum í myndum hans. En fjöllin á æskuslóðum hans eru nálæg og vinaleg. Samt getur hann skellt saman og gert óskapleg dyrfjallaveður þarna í Borg- arfirðinum. Þá koma svipir af fjallinu, gerningaveður, kannski af völdum Nadda, sem sagt er að hafi yljað ferða- mönnum undir uggum í Njarðvíkurskriðum — Krossmark með fornri áletrun þess efnis, að menn eigi að gera bæn sín til Krists, stend- ur í skriðunum, þar sem bratt- ast er ofan í sjó — það er úr pápísku. En tíminn er gagursamur og ekki við eina fjöl felldur, jafnvel þótt hann standi kyrr eins og í fjöllum þessa huldu- heims. Konurnar í Desjarmýr- arsókn í Borgarfirði eystra mynduðu samtök til að fá altaristöflu hjá Kjarval í kirkjuna sína og héldu fast við málstað sinn. Kjarval kom til Borgar- fjarðar og málaði myndina og höfðu þær hann í fæði til skiptis, enda átti hann ekki fóður undir fat á þessum árum. Konurnar töldu það engan veginn ganga í berhögg við trú sína, að Kristur héldi Fjallræðu í Álfaborginni þeirra. Og því ekki einmitt þar? I samræmi við það eru litirnir og öll stemning mynd- arinnar eins og horft sé inn í veröld draums og ævintýra, veröld fyrirheita sem eru ekki af þessum heimi: „En er hann sá mannfjöld- ann, gekk hann upp á fjallið, og er hann var setztur niður, komu lærisveinar hans til hans og hann lauk upp munni sínum, kenndi þeim og sagði: Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. Sælir eru syrgjendur, því að þeir munu huggaðir verða... Og svo talaði Jesús um að þeir væru salt jarðar. Og ef saltið dofnaði, „með hverju á þá að selta það?“ Og hann sagði að þeir væru ljós heims- ins, borg sem stendur uppi á fjalli fær ekki dulizt. Með allt þetta í huga málaði Jóhannes Sveinsson altaris- töfluna í kirkjuna á Bakka- gerði í Borgarfirði eystra, sem var umgjörð æsku hans og ævintýra. Altaristaflan úr Ögurkirkju Með elstu altaristöflum hérlendis Altaristaflan úr ögurkirkju við ísafjarðardjúp. í miðjunni er Jesús og Guð faðir með Jarðarhnöttinn en í kringum þá eru Ein af elstu altaristöflunum í Þjóðminjasafninu og eitt af glæsilegustu kirkjulistaverkum safnsins, að sögn Þjóðminja- varðar er altaristafla úr Ögurkirkju við ísafjarðardjúp. Taflan er flæmsk og gerð á síðari hluta 15. aldar. Björn Guðnason mun hafa gefið kirkjunni töfluna en hann dó árið 1518. Altaristaflan er úr tré og er mestur hluti hennar útskorinn. Á töflunni eru myndir af Jesú Kristi og Guð föður ásamt postulunum tólf. Einn postulanna er talsvert frábrugðinn hinum og er talið að þetta sé mynd af Birni sjálfum. Á þessum tíma var það oft siður að ef einhver gaf kirkju einhverja muni var mynd af gefandanum á hlutnum, svo kallaðar gjafarmynd- ir. Myndirnar á vængjunum þykja sértaklega vel gerðar. Á innanverðum vængjunum myndir af boðun Maríu og af Maríu með Jesúbarnið. A öðrum vængnum utanverðum er mynd af krýningu Maríu á himnum og á hinum er mynd af Kristi, Guði föður og heilögum anda sem er í dúfulíki. Guð faðir og Jesú styðja höndum á Jarðarhnöttinn. • Altaristáflan var í Ögurkirkju allt til þess að hún var keypt ____________ til Þjóðminjasafnsins árið 1890. Árið 1960 var gert við hana í Þjóðminjasafninu og sá Frans Ponsi listfræðingur um það verk. Var taflan hreinsuð og litirnir festir þar sem þeir voru byrjaðir að flagna af.' Á utanverð- um vængjum alt- aristöflunnar eru myndir af krýn- ingu Maríu á himnum (t.h.) og mynd aí Guði förður, Jesú og heilögum anda. , . . . ,,, En á sétta mánuði var Gabríel engill sendur frá Guði til borgar í Galíleu, sem heitir postularnir tOH. Nazaret, til meyjar, er var föstnuð manni, sem Jósef hét, af ætt Davíðs, en mærin hét María. Á vinstri vængnum er mynd sem táknar Oft engillinn kom inn til hennar og sagði: Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs! Drottinn sé mcð þér. En henni varð hverft við þessi orð og tók að hugleiða, hvílík þessi kveðja væri. Og engillinn sagði við hana: Vertu óhrædd Maria, því að þú hefir fundið náð hjá Guði. Og sjá, þú munt buntruð verða oii fæða son: oa bú skalt láta hann heita JESÚM. Hann mun verða mikill og verða kallaður sonur hins hæsta; og Drottin Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans, og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eiiífu, og á ríki hans mun enginn endir verða. Þá sagði María við engilinn: Hvernig getur þetta verið, þar eð ég hefi ekki karlmann kennt? Og engillinn svaraði og sagði við hana: Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig, fyrir því mun og það, sem fæðist, verða kallað heilagt, sonur Guðs. /I ■'■IraaarnnAaniall Ofi__OC \ Á hægri vængnum er María með Jesúbarnið: Og sæl er hún, sem trúði því, að það mundi rætast, sem talað var við hana frá Drottni. Og María sagði: Önd mín miklar Drottin og andi minn hefir glaðst í Guði, frelsara mínum. Því að hann hefir litið á lítilmótleik ambáttar sinnar; Því sjá, héðan af munu allar kynslóð- ir mig sæla segja. Því að hinn voldugi hefur gjört mikla hluti við mig, og heilagt er nafn hans. Og miskunnsemi hans varir frá kyni til kyns við þá, sem óttast hann. Hann hefir máttarverk unnið með armlegg sínum, hefir stökt á dreif hinum dramblátu í hugsun hjarta þeirra. Höfðingjum hefir hann hrundið úr hásætum og hafið lítilmótlega, hungraða hefir hann fylt gæðum og látið ríka tómhenta frá sér fara. Hann hefir tekið að sér ísrael, þjón sinn, til þess að minnast miskunnar sinnar, (samkvæmt því, sem hann talaði til feðra vora), — við Abraham og niðja hans æfinlega. (Lúkasarguðspjall 1: 45—55) n er hann sá mannfjöldann, gekk hann upp á hann var sezt- ur niður, koniu lærisveinar hans til hans.-Og hann lauk upp munni sínum, kenndi þeim og sagði: Sælir eru fátækir í anda, því þeirra er himnaríki. Sælir eru syrgjendur, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa. Sælir eru þeir, sem hungr- ar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða. Sælir eru þeir, sem ofsóttir verða fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki. Sælir eruð þér, þá er menn atyrða yður og ofsækja og tala ljúgandi alt ilt um yður mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil í himnunum; því að þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður. Þér eruð salt jarðarinnar; en ef saltið dofnar, með hverju á þá að selta það? Það er þá til einskis framar nýtt,' heldur er því kastað út og fótum troðið af mönnum. Þér eruð ljós heimsins; borg, sem stendur uppi á fjalli, fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur Ijós og setja það undir mæli- ker, heldur á Ijósastikuna; — og þá lýsir það öllum, sem eru í húsinu. Þannig lýsi Ijós yðar mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar, sem er í himnun- „Alls staðar þarf hann að klessa Dyrfjöllum," er sagt að Jón Helgason biskup hafi látið sér um munn fara, þegar hann sá altaristöflu Kjarvals. Sam- tíminn er valtastur vina og stundum óheimastur allra hluta. Jón Helgason var menntaður húmanisti, en for- dómar gátu villt honum sýn, líkt og öðrum dauðlegum mönnum. Auðvitað stóð í ein- hverju stappi út af þessari mynd eins og altaristöflunni, sem Kjarval málaði fyrir kirkjuna Ríp í Hegranesi, en sóknarnefndin neitaði að setja upp, svo að hún hafnaði loks á borðstofuveggnum hjá Auði og Halldóri Laxness. Líklega hafa fáar kirkju komizt nær Guði en sú borðstofa. Biskup ætlaði víst ekki að leyfa að setja töfluna í kirkj- una, og hafði fyrir því gildar ástæður, þar sem var embætti hans. Húmanismi er hvorki titill né embætti, eins og kunnugt er. Honum þótti sem fleirum Kjarval staðfæra Krist um of með Álfaborginni og Dyrfjöllum, sagði séra Sverrir Haraldsson skáld mér, þegar ég innti hann eftir þessu heima í Börgarfirði í haust, en Sverrir þjónar kirkju þessa rauðskeggjaða Krists í Borg- arfirði eystra. Aldrei hefur nein ræða á íslandi komizt í hálfkvist við Fjallræðu Krists þarna í Borgarfirðinum. Hann stendur í Álfaborginni miðri og talar til lýðsins. „Hann var mjög dapurlegur maður ungur með langa granna fingur," segir Thor Vilhjálmsson í bók sinni um "Kjarval. „Hann teygði handleggina skýrandi erindi sitt fyrir fólkinu. Fólkið hlustar, á höfuðin slær gulls- gliti. Ætli andlitin hafi ekki verið úr sveitinni, þau sem voru næst Kristi, fjær renna höfuðin fjöldans saman í gullna eða gula breiðu sem Fjallræðan or myndefni altaristöflunnar í kirkjunni í Borgarfirði oystra. on hana málaði Jóhannes Kjarval. í jólaloshók Mhl. árið 1973 ritar Matthías Johannosson um æskuslóðir Kjarvals og minnist á altaristöfluna í Borgarfirði eystra. en í Kjarvalskveri er minnst nokkru nánar á altaristöfiuna og Ríp í Ilegranesi. Hér fer á eftir stutt klausa úr fyrr nefndri grein. jfiSÉB M é i i Kristur í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.