Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 6
86 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 togaranna sinti okkur. Sá togarinn, sem við komumst næst, slökti á öllum ljósum! — 0, helvískur, hraut af vörum veðurbarins sjómanns, er sat og hlustaði úti í horni. — Það þótti mjer heldur en ekki svekkjandi að horfa á togaraljósin, heldur skipstjóri áfram, þegar maður var að drepast úr hungri og þreytu, að sagan skyldi endurtak- ast, er við nálguðumst landið aftur, að okkur var ekki sint, því menn- irnir hlutu að verða okkar varir. Kl. 3 um nóttina höfðum við haft bálið í 2 klukkustundir. Þá var farið að verða lítið um eldsmatinn. Við ætluðum að taka borðstokkinn næst. Kojur og annað lauslegt í lúgar var áður komið í eldinn. Nú ætla jeg að bíða átekta þangað til að birti. Tók jeg fokkuna og legg til með stórsegli og „mess- an“. Við lágum svo innan um öll þessi togaraljós til kl. 6'k í morg- un. Þá fór að birta. Þegar birti sá jeg bæði Stafnes og Reykjanesvita. Þá var vindur eindreginn úr norðvestri með jelja- gangi. Nauðlending Þá höfðum við Stafnesvita í suðaustri og vorum á sömu slóðum og þar sem við vorum, er vjelin bilaði fyrir 12 dögum. Það þótti okkur sjálfum vel gert eftir alt þetta volk. Þá reyni jeg eitt slag í suður, og þegar jeg er kominn dálítið tek jeg slag í norður. En þá er sýnt að ég kemst hvorki fyrir Stafnes eða Garðskaga, og er nú engin leið önnur en að nauðlenda við Merki- nes. Veður var versnandi. Ekkert hefði þýtt að láta út, hefði ekki orðið til annars en að okkur hefði rekið aftur á bak í land. Siglum við því með fullum segl- um þangað sem sýndist vera skárst landtaka í víkinni hjerna sunnan- við Merkines. Og mjer er sagt að þetta hafi verið eini staðurinn, sem björgun okkar var möguleg eins og veður var og brim. Við hjeldum tveir við stýrið til þess að vera vissir um að við gætum haldið bátnum beint undan öldurótinu, sem braut margoft yfir okkur. Við höfðum ekki allir á okkur björgunarbeltin. Við fíruðum pikk- inn í stórseglið til að hægja ferðina, áður en við færum upp í brotið. Það var alveg passleg ferð á bátnum. Stingast á endum Við höfðum komið auga á menn- ina í flæðarmálinu. Við biðum ekki boðanna. Undir eins og báturinn tók niðri, fleygðum við okkur landmégin í sjóinn. Við vorum í stýrishúsinu Kjartan og jeg, en hinir framá. Stýrishúsið fylti af sjó, og jeg út. — Jeg fór sjómegin út, segir þá Kjartan. — Já, manstu ekki, jeg öskraði í þig, segir Guðmundur, og spurði hvert þú ætlaðir. — Jeg hefi heyrt að maður ætti að kasta sjer sjómegin út, því færi maður landmegin, gæti skipinu hvolft yfir mann. Jeg slóst líka hvað eftir annað í skipið, og þá hefi jeg víst fengið þessa skrámu á gagnaugað. En það sem verra var: Svo festist jeg í skrúfunni á stígvjelinu, og losnaði ekki fyr en jeg gat smokkað stígvjelinu af mjer. Það hefði getað orðið mitt síðasta, ef það hefði ekki tekist. — Hætt er við. Jeg er annar sem er syndur, heldur Kjartan áfram. En það bjargaði mjer ekki í þessu ölduróti. Við stungumst á endum og mildi að við skullum ekki í klappirnar. En enginn hefði komist lifandi af, ef Slysavarnamennirnir hefðu ekki hjálpað okkur að ná landi. — Maður verður svo undarlegur í höfðinu af því að stingast svona á endum í öldurótinu, segir Guð- mundur, og svo gutlast sjór ofan í mann. Við hefðum ekki getað gengið hjálparlaust hjerna heim. — En þegar þeir voru búnir að fá eitt glas af heitri mjólk, sagði einn heimilismanna mjer, þá báðu þeir um í nefið. Flestar bjargir bannaðar — Og hvernig var svo daglega lífið í hrakningum ykkar? — Matarforðinn var búinn eftir einn sólarhring, vatnið eftir 3 sólarhringa, kol sömuleiðis, raf- magnsljósin eftir 2 sólarhringa, eldspýtur eftir 4 sólarhringa. Eftir það urðum við altaf að halda eldinum við í ofninum í lúgarnum og brenna ýmsu innan úr skipinu með olíu. Af henni höfðum við nóg. Við brendum stömpum, lóðabelgj- um, kojum, kössum og ýmsu. Altaf þurfti að halda eldinum við. En það er ekki von að forðinn endist lengi, þegar aðeins er ætlast til að maður sje einn dag á sjónum. Við höfðum fiskinn til matar, átum lifur fyrsta daginn, hrogn í 3—4 daga, en fiskurinn var orðinn slæmur þegar útivistin fór að lengjast. Tókum þetta munnbita í einu. Til þess að fá uppbót á fiskinn reyndum við að veiða fugla með því að beita fyrir þá á öngla og draga færi á eftir skipinu. En það mis- tókst alveg. Þeir höfðu sýnilega svo mikið æti, að þeir snertu ekki við beitu okkar. Vatnsbruggið Vestur var þorstinn. Hann ætl- aði að gera okkur vitlausa. Við stóðum með opinn munninn á móti regni. Atum snjó. En hann var altaf seltublandinn. Skoluðum munnin með sjó, til þess að tungan límdist ekki í munninum. Stundum klifruðum við upp í möstur og sleiktum þau. Það var voðaleg æfi. Guðmundur bergir á vatni, sem hann hefir í lítilli könnu við rúmstokkinn, og segir um leið við fjelaga sína: Heyrðu. Heldurðu að við hefðum ekki einhverntíma verið til með að gefa 100 kall fyrir þessa, fulla af vatni? Það er svona. Maður lærir að meta ýmsa hluti í svona ferða- lagi. En svo tókum við það ráð að eima sjó. Við gerðum okkur svipuð áhöld og menn nota við landa- brugg. Það var Kjartan, sem útbjó það. Við fengum 3—4 flöskur á sólarhring með því að halda altaf áfram. Það voru altaf tveir menn við það. Fyrstu áhöldin, sem við bjuggum til, sprungu með heljar hávaða. En við byrjuðum strax aftur. Vatninu skiftum við altaf alveg jafnt milli okkar. Það var aldrei neinn ágreiningur um það, frekar en annað. „ Ljós var ekkert í lúgarnum meðan dimt var af nótt, nema af eldinum í ofninum. Var erfitt að eiga við vatnsbruggið í myrkrinu í ruggandi bátnum. Erfið æfi Altaf var nóg að starfa. Við höfðum 5 klst. vaktir. En um svefn var ekki að ræða í venjulegum skilningi. I lúgarnum var mjög ilt að vera. Altaf fult af reykjarsvælu frá því sem við brendum, einkum af olíunni, og kuldinn afskaplegur. Við fórum aldrei úr fötum, hentum okkur niður rennblautir og skulf- um. Aðeins blunduðum við augna- blik í einu. En það var mikil mildi að enginn okkar veiktist af þeirri vosbúð. Viðgerð mishepnast Tvisvar tókum við sundur vjelina til þess að reyna að koma henni í lag. Það var mikið erfiði, er kom að engu gagni. Við ristum strigapoka í lengjur og settum lengjurnar innan í leg- urnar með miklu af grænolíu og smurningsolíu, og héldum að við gætum með því fengið vjelina í gang. En af því að ekkert loft var í loftgeiminum, þurfti að setja vjel- „Þeir gáfu aldrei upp vonina heldur treystu á skapara sinn ina í gang með handafli með kaðli. En þá vorum við orðnir svo krafta- lausir, að það gátum við ekki. Það sem reyndi einna mest á kraftana og þreytti okkur mest var austurinn. Talsverður leki var kominn að bátnum, og engar dælur í gangi, því vjelin gekk ekki og urðum við að ausa í fötum úr vjelarrúminu upp í gegnum stýr- ishúsið. Við vorum orðnir svo þreyttir síðasta sólarhringinn við austur- inn, að sjórinn var þá í mjóalegg í lúgarnum. En það verðum við að taka fram, að báturinn fór vel í sjó og fjekk ekkert áfall allan tímann. En hann var vitanlega ekki góður undir seglum, seglin lítil, og svo tefur skrúfan mikið fyrir þegar siglt er. Þetta áttum við eftir Þegar hjer var komið frásögn- Sigurður B. Guðmundsson og kona hans Sigríður Sæmunds- dóttir á heimili þeirra að Hvammsgerði 10, Reykjavík. Ljósm. Mbl. Kristján óskaplega kalt um borð í bátn- um. Við reyndum að brenna því sem hægt var að ná í til þess að halda velgju í lúkarnum en á móti kom að reykjarsvælan var alveg aö kæfa okkur. Við fórum aldrei úr fötum vegna kuldans og við landinu aftur sáum viö marga breska togara og reyndum við þá að vekja athygli á okkur meö því að kveikja bál. En þeir sinntu okkur ekki og slökktu jafnvel Ijósin. Samt sáum við menn á dekki. Það var gecð fyrirspurn í gegnum brezka konsúlinn seinna og voru þær skýringar gefnar að Bretarnir heföu haldið að Þjóð- verjar væru að veiða þá í gildru. Þeir kunna að koma oröum aö hlutunum Bretarnir. Festist í línunni Og vestanvindarnir skiluðu bátnum upp að Reykjanesi aftur en hvernig var að hafa landsýn aftur? — Það var nú ekki glæsileg sjón sem við blasti þegar birti að morgni 1. marz. Það var ekkert að sjá nema „Þaö var erfiðara að þola þorstann en hungrið" - segir Sigurður Guömundsson um vistina um borö í Kristjáni TVEIR af skipverjunum fimm á Kristjáni eru enn á lífi, þeir Kjartan Guðjónsson og Sigurður Baldur Guð- mundsson, en látnir eru Guðmundur Bæringsson, Haraldur Jónsson og Sigurjón Viktor Finnbogason. Kjartan er nú 72 ára og býr í Bolungarvík en Sigurður er 60 ára og býr í Reykjavík. — Það er nú farið að fyrnast yfir þetta í minningunni eins og annað, en vist er aö ekki vildi eg upplifa þetta aftur, sagöi Sigurö- ur þegar blaðamaöur heimsótti hann á heimili hans í vikunni. — Þetta var mikil raun að vera matarlaus og allslaus aö velkjast á hafi allan þennan tíma. Við höfðum ekki með okkur annaö an skrínukost og vorum búnir aö borða mest allt af matnum þegar vélin drap á sér, enda ætluðum við þá aö fara aö sigla til lands. Við töldum líklegast að vélin færi bráðlega af stað aftur og engan óraði fyrir því að 12 dagar myndu líða áður en viö hefðum aftur fast land undir fótum. III vist um borö En dagarnir liðu og skipverjar áttu illa vist. — Þaö var alveg gátum lítiö sofið. Matar- og vatnsskortur sagði til sín strax fyrstu dagana en persónulega fannst mér miklu erfiðara aö þola þorstann en hungrið. Kjartani tókst að útbúa eymingartæki og fengum viö tvær flöskur á sólar- hring og var það mikil bót en það þurfti líka að sitja yfir tækjunum allan tímann. Skipverjarnir reyndu að vekja athygli annarra skipa á nauöum sínum, en þau tóku ekki eftir því eöa vildu ekki taka eftir því. — Fyrstu dagana var kolbrjálaö veður og okkur rak hratt frá landi. Við reyndum að senda Ijósmerki en það bar ekki árang- ur, þó við sæjum nokkra togara tvo fyrstu sólarhringana. Þegar viö vorum svo að koma upp aö brimgarðinn alls staðar enda suð-vestan ofsarok. Það datt víst engum í hug sem í landi voru að þarna væri Kristján á ferð, allir töldu það útilokað. Við komumst inn í Skiptivík en það var líklega eini staðurinn, þar sem viö hefð- um getaö komist þetta nærri landi áður en bátinn tók niðri. Það var alveg merkilegt aö enginn okkar var hræddur við brimlendinguna heldur steyptum viö okkur óhræddir í sjóinn. Björgunarmennirnir voru tilbúnir í flæöarmálinu og þeir náðu okkur hverjum eftir öðrum. Þeir náðu mér síðast því ég festist í línu frá bátnum og barst út meö útsoglnu langt út fyrir flak. Aldan bar mig upp aftur og þá náðu björgunarmennirnir mér. Það var eins gott að þeir voru til staöar, ár Kðin frá hrakningum skipverjanna á vélbátnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.