Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 97 Ásubergs- vagninn og sleöi sem fannst í sama haugi. s _ eða þeirra norrænu manna, sem uppi voru á víkingaöld, gefur góöa hugmynd um þróttmikið lunderni þeirra, dirfsku, myndarskap og sköpunargleöi. Það hafa ekki verið menn lítilla sanda og lítilla sæva, sem smíðuöu af miklum hagleik og úr dýrum málmum kjörgripi til hvers konar bíuks, greiptu gull í járnblað stríösaxarinnar og skáru í tré svo listilega aö lengi má leita til að finna hluti, sem þola saman- burö. Ásubergsskipið sem fannst í Víkinni, þeim stað er víkingarnir hafa sennilega verið kaliaöir eftir, í námunda við þaö sem nú er Ósló, er eitthvert mesta safn dýrgripa frá víkingaöld. Skipið er taliö hafa verið í eigu Ásu drottningar, en sonarsonur hennar var Haraldur hárfagri. Mikill völlur hefur veriö á þeirri konu, og heimildir eru um að hún hafi verið skapstór og ófyrir- leitin nokkuð. Með drottningu var grafin ung ambátt, auk fjölda gripa, svo ekki hefur átt að væsa um hana í síðustu lystisiglingunni. Skip hennar hefur ekki verið ætlaö til herfara, heldur er líklegt að hún hafi notað þaö til að bregða sér bæjarleið. í skipinu og haugnum voru flestir þeir munir, sem hugs- azt gat, aö hefðarkona heföi not fyrir til aö geta haldið sig sóma- samlega. Fjórir undrafagrir sleöar eru þar, fagurlega útskornir, en einnig vagn, sömuleiöis útskorinn, og er hann eina farartækiö á hjólum, sem til er frá víkingaöld. Myndofnar voðir fundust og í haugunum, en þær eru mikilvæg heimild um klæðaburð manna á þessum tíma. Er þessi vefnaður yfirleitt mjög fíngerður. Ógrynnin öll af áhöldum fundust á Ásubergi, en fátt var þar skartgripa, þar sem fingralangir menn hafa haft viö- komu í kumli þessu áöur en uppgröftur þar hófst skömmu eftir síöustu aldamót. Skreytilist frá víkingaölþ er öll viðamikil og kröftug. Mikiö er um myndir af kynjadýrum, sem taka á sig hina afskræmdustu lögun, og er hugmyndaauðgin óþrjótandi. Gripirnir eru yfirleitt mjög vandaðir og hefur hvorki skort tíma né þolinmæöi viö verkiö. Að vísu hafa fundist gripir, sem sýnilega hafa verið í eigu alþýöunnar, og eru þeir aö sjálfsögöu síðri aö allri gerö, en yfirleitt eru þeir eftirlíkingar kjör- gripa, sem höföingjar áttu. ms8i Gleðilega páska og maturinn frá Kjötmiðstöðinni á páskaborðinu. Opiö laugardag fyrir páska kl. 7—12 Laugalæk 2. slmi 3 50 20 Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra páska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.