Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 21
100 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 Ekki veröa víkingaöld gerö skil svo ekki sé minnzt á þá andlegu reisn sem skáldskapur norrænna manna á þeim tíma ber vitni. Skáld voru í hávegum höfö. Kveöskaþur þeirra þótti gulli betri, eins og marka má af því, aö Egill Skallagrímsson, eitt mesta skáld er sögur fara af, keypti sér griö meö Höfuðlausn. Egill átti ekki langt aö rekja skáldskapargáfuna, því aö faöir hans var skáld gott, en bráöger betra þá veröi snoturs (viturs) manns hjarta sjaldan glatt. Heil- lyndi er taliö flestu verðmætara. Óðinn þykist hafa oröið þess vísari aö valt sé aö treysta orðum kvenna, en vekur athygli á því jafnframt aö karlar beiti stundum fláttskap til aö fleka konur. Þótt Sólarljóö séu ekki ort fyrr en eftir lok víkindaaldar minna bau mjög á Hávamái, enda hefur veriö taliö aö hinn íslenzki höfundur hafi haft þau aö fyrirmynd, ekki sízt hvaö varðar form og stíl, en bæöi eru ort undir Ijóðahætti. í Sólarljóöum blasir viö nokkuö önnur mynd en í Hávamálum, þar sem ekkert er taliö ódauölegt nema „oröstírr hveim sér góöan getr“. Fyrstu vísurnar hafa aö geyma kristilegar dæmisögur og siöferðiprédikanir, en síöan koma heilræöi. Kvæöiö er lagt í munn framliðn- um manni, sem vitjar sonar síns til aö miöla honum af því, sem hann hefur oröiö vísari um þennan heim og annan. Hann boðar fagnaöarer- indi og segir syni sínum aö ekki sé ástæða til aö kvíöa dauöanum. Banastundinni er lýst, og í þeim kafla eru sólarvísurnar fögru, sem Ijóöin taka nafn af. hefur sveinninn veriö því aö þriggja ára gamall elti hann fööur sinn í svallveizlu og kvaö, sigri hrósandi, þegar hann haföi verið settur andspænis honum: „Kominn emk enn til arna Yngvars, þess beö lyngva hann vask fúss at finna, fránþvengjar gefr drengjum. Mun eigi þú, þægir, þrévetran mér betra, Ijósundinna landa linns, óöar smiö finna.“ Ljóst er aö barniö hefur ætlazt til aö fá skáldalaun, en efni vísunnar er á þessa leiö: Enn heimsæki ég Yngvar, sem gefur drengjum leikföng. Mig langaði aö finna hann. Ekki munt þú, örláti maöur, finna betra þrevetra skáld en mig. Ekki brást gjafmildi Yngvars, sem launaöi Agli vísuna meö andareggjum og þremur kuöung- um. Aöra vísu kvaö Egill, barn aö aldri, og veitir hún innsýn í fram- tíöardrauma vaskra drengja á þessum tíma: „Þat mælti mín móóir at mér skyldi kaupa fley og fagrar árar, fara á brott meö víkingum, standa upp í stafni, stýra dýrum knerri, halda svá til hafnar, höggva mann og annan.“ Þaö kvæöi Egils, sem þó heldur nafni hans hæst á lofti er Sona- torrek, sem Þorgeröur dóttir hans fékk hann til aö yrkja, sér til hugarhægöar, er hann haföi ekki veriö mönnum sinnandi um skeið eftir lát sona sinna, Böövars og Gunnars. Þegar hann má tungu hræra fer hann óöar aö heitast viö náttúru- öflin, og segir aö mætti hefna sín á þeim meö sveröi þá væru dagar Ægis taldir. „Mik hefr marr miklu ræntan. Grimmt es fall frænda at telja síöans minn á munvega ættar skjöldr af lífi hvarf.“ Hér er sorgin aö ná yfirhöndinni. Egill er oröinn aldurhniginn og einmana. „Ættarskjöldurinn" ei horfinn að gleöinnar vegi áöur en hann hafði fengið aö þroskazt svo hann yröi röskur til víga. Síöan koma heimspekilegar hugleiö- ingar, — hann beinir máli sínu til Óöins, minnir hann á aö þeir hafi ævinlega átt góö samskipti og lætur í þaö skína, aö hann ætlist til þess aö goöið sýni gestrisni þeim sem komnir séu í kynnisför í Ásgarö. Eftir því sem á leið tók Egill aö hressast og lýkur kvæöinu með þessum orðum. „ ... Skalk þó glaör meö góöan vilja ok óhryggr heljar bíöa.“ Er hann haföí lokiö kvæöinu tók hann gleöi sína, reis úr rekkju og settist í öndvegi. Erfitt hefur reynst aö ákveöa aldur hins forna kveöskapar, sem viö íslendingar teljum til dýrmæt- ustu menningararfleiföar okkar. Eins og nærri má geta hefur menn greint á um þetta atriöi, sem skiptir meginmáli þegar ætlunin er aö slá því föstu hvaöa þjóö á heiðurinn af slíkum ódauölegum gersemum. Allt fram á nítjándu öld var almennt taliö aö Eddukvæöin talin ævaforn, frá því löngu áöur en ísland byggöist, en þá komu málvísindamenn aö raun um þaö aö mikilhljóðbreyting heföi oröið á norrænni tungu, aöallega meö brottfalli áherzlulausra samhljóöa og þar af leiöandi styttingu orða. Hnigu rök aö því aö þessi breyting heföi oröiö um aldamótin 800, eöa um það bil sem víkingaferðir hefjast. Þar af leiöandi gæti ekkert Eddukvæði veriö eldra. Þessi skoöun átti þó eftir aö breytast þegar Eggjum-steinninn fannst í Noregi áriö 1917 en samandregnar orðmyndir á honum gefa til kynna aö hljóðbreytingin hafi átt sér stað fyrr en ætlað var, e.t.v. um 700 eöa í síöasta fagi 750. Slík gögn þurfa þó ekki aö merkja að Eddukvæöin séu ekki ort á íslandi, þau geta aöeins merkt aö þau hafi getaö oröiö til annars staöar. Þrætur um slík atriöi geta veriö skemmtilegar, en veröa léttvægar hjá þeirri staö- reynd að altént voru þaö íslend- ingar, sem færöu í letur og foröuöu frá glötun þessum kvæöum, og því teljast þau íslenzk bókmenntaverk. Úrskuröað hefur veriö meö nokk- urri vissu aö blómaskeiö Eddu- kvæöanna hafi veriö á víkindaöld, einkum þó um miöbik hennar, en jarövegur þeirra allra og þeirra kvæða og sagna, sem síöar bætt- ust í fjársjóö íslenzkra fornbók- mennta var sú norræna menning, sem menning víkinganna grund- vallaöist á. Hávamál, einhver stórkostleg- asti kveðskapur, sem um getur, eru í rauninni safn Ijóöa, sem ýmist hafa veriö talin ort á islandi eöa í Noregi. Þau eru lögð í munn Óöni, hinum „háva". Höfundarnir eru aö líkindum fleiri en .einn, en í heild er bálkurinn einhver merkasta heim- ild, sem til er um hugsunarhátt manna á víkingaöld. Margt úr þeirri lífspeki, sem þar er fram sett, á enn viö, og er erfitt aö sjá aö hún muni nokkurn tíma glata gildi sínu. í kvæöunum er víöa boriö niöur, mönnum er ráölagt aö gjalda lausung viö lygi, aö vera árrisulir, mælt er meö hófsemd í flestu, hefndum, varkárni, en minnt er á aö þótt mannvit sé flestu Nú, á ofanveröri tuttugustu öld, hafa frásagnir, sem birzt hafa um reynslu manna, sem hafa verið viö dauöans dyr, aö mörgu leyti þótt koma heim og saman á þessar lýsingar höfundar Sólarljóöa á því sem fyrir hann bar á banastund- inni. „Sól ek sá, sanna dagstjörnu, drúpa dynheimum f, en Heljar grind heyröak á annan veg þjóta þungliga. Sól ek sá setta dreyrstöfum, mjök var ek þá ór heimi hallr, máttug hon leizk á marga vegu, frá því sem fyrri var. Sól ek sá, svá þótti mér sem ek sæi göfgan guö, henni ek laut hinzta sinni alda heimi í.“ Síöasta vísan í kaflanum er þessi: „Sól ek sá síöan aldregi eftir þann dapra dag, því at fjalla vötn luköusk mér saman en ek hvarf kallaöur frá kvölum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.