Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 95 vegiö í sama knérunn. Víkingarnir komu enn til Lindisfarne og lögöu í rúst annaö klaustur á eynni. Eftir þetta tóku víkingar aö færast mjög í aukana og brátt var svo komiö aö ekkert þorp viö strendur Englands og Noröur-Frakklands var óhult fyrir þessu ribböldum. í flestum kirkjum var bætt í messugjörö sérstökum bænakafla þar sem drottinn allsherjar var beöinn sér- stakrar verndar gegn þessu fári. Til eru mörg trúarljóö frá þessum tíma þar sem himnafööurnum er sungiö lof og dýrö í trausti þess aö hinir norrænu villimenn og heiö- ingjar muni ekki fá grandaö hinum kristnu. Lengi framan af voru víkingarnir ímynd hins illa í hugum kristinna manna og þaö er ekki fyrr en á síðari árum aö sagnfræöingar hafa fariö aö líta þá öörum augum. Þegar grannt er skoöaö áttu vík- ingarnir menningu, sem hefur lagt grundvöllinn aö mörgu hinu bezta í vestrænni menningu nútímans. Þeir stofnuöu ríki, þar sem þjóö- skipulag var í fastari skoröum en annars staöar haföi þekkzt. Þeir réöu ráöum sínum meö lýöræöis- legum kosningum, settu lög og komu á fót stjórnkerfi, sem varö undanfari þess lýöræöislega þjóö- skipulags, sem enn er taliö til fyrirmyndar. Konur víkinga nutu réttinda, sem konur í fjölmörgum löndum hafa ekki fengiö fyrr en á þessari öld. En hverjir voru þessir menn? Taliö er aö forfeöur þeirra hafi komiö frá Vestur-Asíu fyrir um þaö bil tíu eöa tólf þúsund árum, þegar ísöld var aö líöa undir lok á noröurhveli jaröar. Taliö er aö þjóðflokkar þessir hafi tekiö sér bólfestu í Danmörku og hafi þaöan dreifst um Skandinavíuskaga. Menn þessir voru Ijósir yfirlitum aö því er taliö er, en auk þess sem þeir voru forfeöur danskra, norskra og sænskra víkinga, voru Englar, Saxar og Jótar, sem lögöu undir sig England áöur en vík- ingarnir komu þangað, afkomend- ur þeirra. Sameiginlegur uppruni vtkinganna og Engil-Saxa skipti miklu máli fyrir sambúð þessara þjóðflokka síöar meir. Þar sem víkingarnir tóku sér bólfestu meöal Engil-Saxa skáru þeir sig ekki úr vegna útlits aö nokkru merki, og án efa hefur þaö átt sinn þátt í því aö Engil-Saxar áttu er tímar liöu fram tiltölulega auövelt meö aö sætta sig viö sambýli viö þá. Þar sem víkingar settust aö í kristnum löndum tóku þeir kristna trú, en þessi aölögunarhæfni þeirra í trúmálum var mikilvægur liöur í því hversu vel þeim tókst aö semja sig aö háttum þeirra þjóöa, sem þeir tóku sér bólfestu hjá. Væringjar Þeir víkingar, sem mestar sagnir fara af komu flestir frá Noregi og Danmörku og létu einkum aö sér kveða í Vestur-Evrópu og Noröur- Ameríku. Sænsku víkingarnir eru ekki síður merkilegur þjóöflokkur, en þeir fóru í austurveg og voru ekki síöur atkvæðamiklir en frændur þeirra, sem fóru í vestur- víking. Sænsku víkingarnir könn- uöu víðáttumikil landsvæöi og opnuöu nýjar samgönguleiöir alit austur aö Kaspíahafi. Þeir voru kallaöir Rúsar, en af því heiti tók Rússland nafn sitt. Grikkir, sem réöu fyrir Býzans, eöa Miklagaröi, í þann tíö kölluöu þá hins vegar Væringja. Hugrekki Væringja og hollusta viö þá, sem þeir bundu trúnaö viö, hefur lengi veriö í minnum höfö. Viö hiröina í Býzans eöa Rómaveldi eystra voru viösjár miklar á dögum víkinganna, og keisarinn mátti aldrei óhultur vera um líf sitt. Rómverski vöröurinn, sem keisarinn haföi til aö gæta sín, var á þessum tíma oröinn spilltur mjög og mútuþægur. Væringjar voru farnir aö venja komur sínar í Miklagarö. Þar seldu þeir varning, sem þeir höföu meö sér aö norðan, rostungstennur, grávöru og þræla, en fengu í staöinn silki, gull og aörar gersemar, sem eftir- sótt var í Norðurálfu,' ekki sízt í heimkynnum víkinganna sjálfra þegar þeir fóru aö efnast aö ráöi. Til Miklagarðs fóru austur- víkingarnir fljótaleiöina yfir Garöa- ríki, eins og Rússland var kallaö á þessum tíma, en þaö dró nafn sitt af Hólmgaröi og Kænugarði, þar sem víkingar settu á stofn fyrstu konungsveldi austur þar. Hetjuleg feröalög víkinganna um fljótin miklu hafa veriö aödáunarverö. Þessar feröir voru bæöi erfiöar og hættulegar. Helztu fljót, sem þeir lögöu leiö sína eftir, er Dnjepr, sem bar þá til Svartahafs, og Volga, sem leiddi þá til Kaspíahafs, en um Svartahafiö komust þeir í Mikla- garö, og frá Kapsíahafi er taliö aö þeir hafi farið til Bagdad, sem á þessum tíma var mikilvægasti verzlunarstaöur í þessum heims- hluta. Austurlenzkar heimildir um vík- ingana eru athyglisveröar, því aö ætla má aö Serkir hafi e.t.v. átt hægast meö aö meta þá af nokkurri hlutlægni. Á öndveröri tíundu öld sendi kalífinn í Bagdad trúnaöarmann sinn, Ibn Fadlan, til víkingabyggöa á Volgubökkum, í námunda viö Kazan. Þessi arabíski sendiboöi lýsir víkingunum svo aö aldrei hafi hann augum litiö fegurra fólk, en sóöaskapur þeirra hafi veriö meö ólíkindum. Ibn Fadlan hefur þaö til marks um þennan yfirgengilega sóöaskap, aö víkingarnir hafi ekki einu sinni boriö viö að þvo sér eftir kynmök. Hann lýsir byggingum þeirra á fljótsbakkanum, stórum timbur- húsum, þar sem 10—20 bjuggu konungs Heiöabæjarhúsið á Jót- landi, sem er nákvæm eftirlíking af húsi, sem fannst að heita má óskemmt í uppgreftri. Kljásteinavefstaður er til vinstri á myndinni. karlar jafnt sem konur, og gátu þessi djásn orðiö nokkuö stórkost- leg. Mikilfenglegasta hálsband, sem vitað er um, fannst í Tisso í Danmörku fyrir aöeins þremur árum, en þaö er úr skíra gulli og vegur um tvö kílógrömm. Sýnilega hefur þessi gripur verið í eigu karlmanns, og sá hefur veriö svíramikill, ef marka má þvermál hringsins, sem er 35 sentimetrar. Auk slíkra djásna var algengt aö karlar heföu spöng um höfuðið, þ.e. þegar allt var meö felldu, en í hernaöi báru þeir aö sjálfsögöu hjálma. Einhver algengasta rang- færslan um víkingana er aö hjálm- ar þeirra hafi verið hyrndir — um slíkt eru engar heimildir, þótt myndir og brot úr hjálmum af ýmsum gerðum séu til. Vopn voru eins sjálfsagöur liöur í búningi víkinga og kyrtlar þeirra eöa brækur, því aö án þeirra hreyföu þeir sig ekki fótmál. Helztu vopn þeirra voru sverö, öxi og spjót, en algengast var spjótiö, sem þeir notuðu jöfnum höndum viö veiöar og í hernaöi. Hringa- brynjur og skildi notuöu víkingarn- ir sér til hlífðar í hernaöi, en líklega hafa ekki aörir en efnamenn getaö eignazt brynjur. Eitt af því sem víkingar fluttu með sér úr austurvegi var manntafl. Þótt ekki sé það vitað með fullri vissu hafa menn talið að taflið væri upphaflega komið frá Indlandi. og hafi þaðan borizt til Persíu, þar sem mikið var teflt þegar á sjöttu og sjöundu öld. Orðin skák og mát eru raunar úr persnesku, „shah-i mat“, sem merkið einfaldlega „dauði kon- ungs“. I lok síðustu aldar fundust í fjöruborði eyannar Lewis (Ljóðhús) í Suðureyja-klasan- um taflmenn úr beini. Þeir eru skornir í bein og er talið að þeir séu frá víkingaöld. Mennirnir voru heillegir í bezta lagi og sumir hafajeitt að því rök, að þeir hafi verið búnir til á íslandi. konar svuntu eða skokk, sem náöi þeim í hnésbætur. Skokkurinn var úr ullarefni, opinn í hliöunum, en nældur í kjólinn aö framan. Næl- urnar voru skrautlegar mjög, ýmist sporöskjulagaöar, kringlóttar eöa af annarrri lögun, stórar mjög, oft 10—15 sentimetrar í þvermál. Milli þessara brjóstnála var algengt aö konur bæru festar, sem oft voru settar saman af glerperlum, silfur- kúlum eöa ambri. í brjóstnálarnar hengdu konur oft ýmsa persónu- lega muni, sem þær þurftu oft aö grípa til, svo sem kamba, nálarhús, lykla, hnífa og skæri. Yfirhafnir kvenna voru sjöl, sem næld voru saman á brjóstinu, og til þess var höfö þriöja nálin, sem yfirleitt var löng og mjó. Armhringi, fingurgull og háls- bönd úr dýrum málmum báru Dauði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.