Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 103 Um fugla- líf á Vest- fjörðum HANN BEINIR YFIR LÖG OG LÁÐ unda. Því er það nauðsynlegt að vita hvaða staðir þetta eru, þannig að hægt sé að koma í veg fyrir röskun þeirra. Mikilvægustu stað- irnir eru eins og ég sagði áðan, á Suðvesturlandi og Vesturlandi. Ef ég ætti að nefna nokkra af þessum stöðum og byrja syðst, þá eru það t.d. fjörurnar við Stokkseyri og Eyrarbakka, fjörur við Garð- skaga, ýmsir staðir við Reykjavík t.d. Hvaleyrarlón, Kópavogur, Grafarvogur og Leirvogur, nokkr- ir staðir við Hvalfjörð. Langþýð- ingarmestu svæðin eru við norð- anverðan Faxaflóa. Þau svæði, sem þar er um að ræða, eru leirur við Borgarnes, leirur milli Hjörs- eyjar og Straumsfjarðar svo og Löngufjörur. Nokkrir allþýðingar- miklir staðir eru við norðanvert Snæfellsnes og í Breiðafjarðareyj- um. Á Vestfjörðum eru aðallega fjórir staðir, sem hafa þýðingu fyrir þessa hánorrænu umferðar- farfugla, það eru Vatnsfjörður á Barðaströnd, Bæjarvaðall á Rauðasandi, innsti hluti Dýra- fjarðar og Reykjarfjörður við Djúp. Það kom í ljós að tiltölulega lítið af þessum hánorrænu um- ferðarfarfuglum höfðu viðkomu í Önundarfirði, en mikið var þar af staðbundnum vaðfuglum, sem dreifðust til varpstöðvanna við Önundarfjörð og nálæga firði í maí. En hvað þá með vaðfuglana, sem hér eru yfir veturinn? — Þá liggur ís yfir leirunum og þær nýtast ekki, svarar Ólafur. Fuglarnir, sem hér hafa vetursetu, aðallega sendlingur og tjaldur, eru í þangfjörum og koma ekki inn á leirunar fyrr en í marzmánuði. Þegar Ólafur er spurður hvernig fólk geti best þekkt þessa fugla, sem við höfum verið að tala um, ef það fer að líta eftir þeim, svarar hann því til að maður verði einfaldlega að ná sér í fuglabók og sjónauka. Rauðbrystingurinn sé að vísu auðþekktur, því hann er ryðrauður. Tildran svo skræpótt að hún ætti að þekkjast, en sendlinginn er erfitt að sjá. Allir þekki lóuþrælinn, þennan litla lágfætta vaðfugl með svartan kvið og langt íbogið nef. Stelkinn þekki flestir með sína háu, rauðu fætur segir hann. En hann verpir hér um allt land. Sanderlan er lítið áber- andi og er mest á víðáttumiklum sandströndum fyrir opnu hafi, t.d. algeng á vorin á Garðskaga. Æðarfuglinn og stokkönd vori ,auk stelksins, einkennisfuglar Ön- undarfjarðar, að sögn Ólafs, og hvergi á Vestfjörðum var meira af stelk og stokkönd en einmitt þar. Stokköndin er þarna fyrir vest- an að nokkru leyti staðfugl. Hún kemur í fjarðarbotnana áður en hún fer á varpstöðvarnar. Nýir fuglar bætast við á vorin. Ekki er gott að segja hvaðan þá ber að, enda er mikið af stokkönd allan veturinn við Suðvesturland. • Æðarungarnir hrynja niður Eitthvað er af æðarfugli í Ön- undarfirði allan veturinn, en þeg- ar líður á maí fjölgar þeim mjög. Talið er að íslenski æðarfuglinn sé staðfugl. Við Önundarfjörð er nokkurt æðarvarp, nú samtals um 3000 pör. Kollurnar byrja að setjast upp um miðjan maí. Blik- Mikið er af svartfugli, stutt- nefju, langvíu og álku i Látra- víkurbjargi, Hælavíkurbjargi og Hornbjargi, en björgin þau eru ekki i alfaraleið fuglaskoðara. Hér þinga álkur. Þetta kort sýnir svonefnt pólflug stóru flugfélag- anna frá Evrópu til Alaska. Farfuglarnir koma lika frá Vestur Evrópu, fljúga um 2000 km leið til íslands og síðan sumir eftir stutta hvíld svipaða vegalengd norður fyrir Grænland og til Ellesmereeyjar og fleiri kanadískra eyja. Fuglalifið er að giæðast á leirum og gaman að ganga með sjónum á þessum árstíma og huga að fugli. Sáffttt Bay arnir liggja í fyrstu hjá þeim, en í byrjun júní taka þeir að yfirgefa þær. Þeir safnast í hópa, fellihópa, — fella flugfjaðrir og búkfjaðrir. I lok júní og byrjun júlí eru þeir allir ófleygir. Þessir fellihópar eru yfirleitt inni á fjörðunum. Meðan á álegu stendur, eta kollurnar mjög lítið og eru orðnar all horaðar þegar ungarnir klekjast. Þær leiða ungana út á sjó, en hver kolla dvelur tiltölulega stutt með sínum ungum, oft ekki nema í mesta lagi í vikutíma, en skilja svo við þá og safnast í fellihópa með blikunum. I fellihópunum keppast kollurnar við að eta. Hvað verður þá um ungana? Svar Ólafs er: — Varptíminn nær yfir a.m.k. mánaðartíma, fyrstu kollurnar leiða út um miðjan júní. — Kollur eru að leiða út allan júní og fram í júlí. HVer kolla gerir ekki greinarmun á sínum ungum og ungum annarra kollna og ungarnir gera ekki upp á milli kollnanna. Þannig að þegar koll- urnar eru að tínast í burtu eru alltaf að bætast við nýjar og nýjar kollur með nýklakta unga. Á meðan ungarnir eru að vaxa eru alltaf fullorðnir kvenfuglar með þeim. Stundum myndast stórir hópar af ungum, sem fáeinar kollur leiða. Þegar ungarnir eru fullvaxnir safnast þeir í hópa. Yfir veturinn eru fullorðnir æðarfuglar og ungir yfirleitt í aðskildum hópum og halda sig ekki á sömu stöðum. Fyrstu dagana efir að ungarnir fæðast, segir Ólafur, eru þeir mjög háðir kollunum. Ef þeir blotna, þurfa þeir að komast undir koll- una til að hlýja sér, annars verða þeir innkulsa og drepast. Á þessu stigi eru ungarnir ákaflega við- kvæmir og mest öll dauðsföll á ungum verða fyrstu vikuna í lífi þeirra. Þeir beinlínis hrynja niður. Sl. sumar voru afföll á ungum við Önundarfjörð yfir 90%. Svona mikil afföll eru alls ekki óvanaleg hjá æðarfugli, t.d. hafa erlendar athuganir leitt í ljós að vissir sterkir árgangar bera uppi stofn- inn. Það ber og að hafa í huga að æðarfuglinn er mjög langlífur fugl. Hver hjón þurfa ekki að skilja eftir sig nema 2 afkomendur til að stofninn standi í stað. Nú í dag er talið að íslenski æðarstofn- inn sé ekki undir 200.000 pörum. — Ungarnir lifa á annarri fæðu en fullorðnu fuglarnir, heldur Ól- afur áfram útskýringum sínum. Meðan ungarnir eru litlir, halda þeir sig grunnt, m.a. í árósum og fjarðarbotnum og lifa aðallega á marflóm. Kollurnar, sem með þeim eru, lifa mikið á sömu fæðu, en taka þó líka krækling og doppur. Það gera ungarnir líka, þegar þeir stækka. Fullorðnu fugl- arnir í fellihópunum hald sig á öðrum stöðum. Þeir lifa mest á kræklingi, einnig kúfiski, krókskel og öðrum skeljategundum. Einnig eta þeir nokkuð burstaorma, svo sem sandmaðk o.fl. tegundir. — Á svæðinu frá Vatnsfirði á Barðaströnd og norður fyrir ísa- fjarðardjúp eru aðallega 8 æðar- vörp með nálægt 25.000 pörum. Stærstu vörpin eru í eyjunum, því æðarfuglinn verpir aðeins þar sem hann er öruggur fyrir tófunni. JSjá næstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.