Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 19
98 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 Þær þjóöir sem óþyrmilegast uröu fyrir baröinu á víkingunum komust fljótlega aö raun um þaö aö þær yrðu að geta varizt þeim. Og augljóslega var þaö ekki hægt nema standast þeim snúning á hafinu. Einn meginkostur langskip- anna, sem víkingar notuöu í hern- aöi, var hversu borölág þau voru og grunnskreiö, hraöskreiö og lipur í meöförum, auk þess sem auövelt var aö koma þeim að landi nánast hvar sem var. Svar Engil- Saxa og annara þjóöa, sem áttu lönd aö sjó, voru boröhærri og stærri skip, svo sem kuggurinn, sem á skömmum tíma var tekinn í notkun um alla Noröurálfu. Á Miöjaröarhafi voru galeiöurnar, og áöur en varöi voru víkingaskipin oröin úrelt. í upphafi víkingaaldar voru nor- rænir menn aö heita má einu heiöingjarnir, sem eftir voru í Noröurálfu, en eftir því sem sam- neyti þeirra viö aörar þjóöir fóru vaxandi sömdu þeir sig aö siðum þeirra, þar á meðal trúarbrögöum. Noröurlandamenn voru umburöar- lyndir í trúmálum, e.t.v. hreint og beint tækifærissinnar, og viröast þeir hafa átt hægt meö aö sætta sig við að sinn er siður í landi hverju. A.m.k. veröur ekki annað séö en aö þeir hafi víöa tekiö skírn þar sem þeir komu viö á feröum sínum, beinlínis fyrir siöa sakir en ekki vegna trúarlegrar uppljómun- ar. Þeir þóttu blendnir í trúnni, og í Eglu segir að hinir víöförlu hafi haft þaö aö átrúnaöi er þeim var skapfelldast. Víkingarnir geröu sér ekki far um aö boöa trú sína meðal þeirra þjóöa, sem þeir kynntust á ferðum sínum, gagnstætt því sem var um kristna menn. Eftir því sem kristnin náöi útbreiöslu á Norður- löndum á elleftu öld fer víkingum aö hnigna, og er ekki ólíklegt að kærleiksboöskapur þeirra trúar- bragöa hafi átt sinn þátt í aö milda lunderni þeirra. Þar sem víkingar námu land verður ekki annaö sagt en þeir hafi kunnað aö skipa málum sínum skynsamlegar en samtíðarmenn þeirra. Þegar nauösyn bar til kunnu þeir öörum betur aö hlíta forystu. Arfteknar réttarvenjur og skipulagt stjórnarfar höföu þeir meö sér úr heimkynnum sínum og alþingi íslendinga, sem stofnað var fáeinum áratugum eftir upphaf landnámsins, var allt annaö en tilviljun eða snjöll hugdetta. Viö mótun stjórnarfars á íslandi höföu þeir menn sem sjálfstæöisþrá og frelsisást rak út miklu fremur tækifæri til aö bæta þá stjórnskip- un sem þeir höföu alizt upp viö, en sannarlega gerðu þeir sér grein fyrir því aö meö lögum skyldi land byggja. Viö skiptingu landsins var nauösynlegt aö hafa ákveönar reglur, og stofnun allsherjarríkis á íslandi er alls ekki dæmi um myndun frumstæös þjóöfélags. Sá félagsþroski sem þar kom fram er mikill þáttur í vestrænni menningu, enda fyrirmynd og grundvöllur þeirra rótgrónu þjóöfélaga, sem enn þann dag í dag búa við skipulegast stjórnarfar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.