Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 109 at í Barcelona", sem sýndar voru er kvikmyndahúsið var opnað. „Hvíta rottan", frönsk ein-þátta mynd var svo áhrifamikil, að meira að segja margir karlmenn urðu að þerra tárin úr augunum að sýningu lokinni. Ekki má gleyma myndinni „Uppskurðir Dr. Doyens", sem sýnd var sérstaklega á eftir hinni venjulegu sýn- ingarskrá, og kostaði aðgangur að henni 35 aura. Á meðan hún var sýnd leið daglega yfir 40—50 manns, og voru þeir „vaktir til lífs“ aftur með Hoffmannsdrop- um. Er hún hafði verið sýnd í viku, bað Jón Magnússon bæjarfógeti mig að hætta að sýna hana, og gerði ég það. Einkennilegast var, að þeir sem veikastir voru fyrir, voru allir háir og sterkvaxnir karlmenn. Man ég sérstaklega eftir togaraeiganda nokkrum. Hann stakk nefinu rétt inn um dyrnar og horfði á myndina augnablik. Þegar hann kom út, buðum við honum Hoffmanns- dropa, en hann sagðist eigi þurfa þeirra með. I sömu andránni leið yfir hann og datt hann niður tröppurnar niður í forstofuna, en sakaði þó ekki. Kvöldið eftir fór alveg eins fyrir ungum manni, er starfaði í stjórnarráðinu." Þetta var brot úr endurminn- ingum Bíó-Petersen. Hann var • viðriðinn kvikmyndahússstarf- semi í Reykjavík í 35 ár og ómótmælanlega einn af frum- kvöðlum þessa þáttar íslenzks þjóðlífs. Á árunum 1926—30 varð bylting á sviði kvikmyndanna, talmynd- irnar ruddu sér til rúms. Vorið 1930 fór Bíó-Petersen til útlanda og samdi við Western Electric um tal- og tónmyndavélar fyrir bíóið. Það sýnir framsýni hans, að hann tók beztu fáanlegu tæki, þó dýr Hluti áheyrenda á fundinum, þegar innrásinni í Ungverjaland var mótmælt. Þarna má þekkja marga kunna borgara, m.a. Birgi ísl. Gunnarsson, sem sit- ur út við gang framarlega á myndinni, i dökkum jakka og hvítri skyrtu. Ljásm. Mbl. Ólafur K. MaKnússun. væru. Fyrsta talmyndasýning fór fram 1. sept. 1930. „Ég kom með talinu“ Árið 1930 keypti nýtt hlutafélag Gamla Bíó af Bíó-Petersen og er bíóið enn þann dag í dag starfrækt sem slíkt. Það er rekið af Hafliða Halldórssyni og Hilmari Garð- arssyni. Sýningarstjóri er Ólafur Árnason og hefur hann gegnt því starfi allt frá árinu 1930. „Eg kom með talinu og hef verið hér síðan", sagði hann sjálfur kómískur, er Morgunblaðið ræddi við þá þre- menninga í húsnæði bíósins fyrir skömmu. — Nú er Gamla Bíó ekki síður þekkt sem tónleikahús og hér hafa margir íslenzkir listamenn komið fram í fyrsta sinn. Hvaða nöfn eru ykkur eftirminnilegust á því efni? Það stóð ekki á svörum og listinn yrði nokkuð langur, ef birtur væri hér, en þeir nefndu m.a. Guðrúnu Á. Símonardóttur, Guðmund Jónsson, Einar Markan, Maríu Markan o.fl. Af erlendum listamönnum nefndu þeir fyrstan Wolfgang Sneiderham, sem kom fram fyrst sem undrabarn 12 ára að aldri og síðan kom hann á ný sl. vetur, sem kunnugt er, þá píanó- leikarann Friedman, Kuban-Kós- akkaflokkinn, dáleiðarann Vald- osa og þeir sögðu karlakórs- skemmtanir einnig hafa verið fastan lið í starfsemi hússins. Karlakór Reykjavíkur, Fóstbræð- ur og fjölmargir karlakórar utan af landsbyggðinni hefðu haldið tónleika í húsinu. Ólafur sagðist minnast þess, þegar Stefán íslandi söng undir kvikmyndasýningum á dögum þöglu myndanna. „Ég man sér- staklega eftir þegar hann söng lagið Ramóna við mikla hrifningu áhorfenda." „Húsið hefur ætíð verið viður- kennt sem gott hljómleikahús sökum hljómburðar og söngvarar segja, að létt sé að syngja hér,“ sögðu þeir Hilmar og Hafliði. „Þá var húsið ekki síður miðstöð annarra þátta mannlífsins hér áður fyrr. Hér voru haldnir fram- boðsfundir fyrir bæjar- og alþing- iskosningar, einnig Dagsbrúnar- fundir og þá oft heitt í kolunum. Á sviði Gamla Bíós var innrásinni í Ungverjaland mótmælt 1956, Kveldúlfsfundurinn frægi var hér haldinn og margt fleira mætti telja. Kinkaði kolli — ég fletti Við spurðum Ólaf, sem fékk ýmis hlutverk önnur en að vera sýningarstjóri á þessum árum, hvort hann minntist ekki ein- hverra skemmtilegra atvika. „Það væri þá helst, þegar Árni Kristjánsson píanóleikari var fenginn sem undirleikari hjá ein- hverjum frægum söngvara. Það kom upp á síðustu stundu, að mann vantaði til að fletta nótun- um fyrir hann og var mér troðið í hlutverkið. Ég kunni ekkert á nótur og vissi því mest lítið um' hvar hann var staddur á blöðun- um. Þetta bjargaðist þó einhvern veginn með því að Árni kinkaði kolli, þegar fletta átti, en mér leið nú samt hálfilla". — Mannfólkið — eru ykkur minnisstæðir einhverjir af gestum bíósins? „Valdimar Norðfjörð bað alltaf um saéti númer 24 í D-stúkunni, ef það var ekki laust, fór hann ekki í bíó. Sveinn í Völundi bað alltaf um F-stúku 36 og 37 og einnig er Gísli Jónsson konsúll minnisstæður. Hann vildi alltaf sitja í A-stúk- unni,“ sagði Hafliði. Hér áður þekktu menn sæti hússins og báðu iðulega um þetta og þetta númer í ákveðinni sætaröð. Nú segja menn í mesta lagi „aftarlega fyrir miðju" — eða „út við gang“. „Þá var Kjarval fastagestur hér á sýningum á Fantasíu," sagði Hilmar. „Það var á síðari árum Kjarvals. Við buðum honum að ganga inn þegar hann vildi og hann kom hér nær daglega og var algjörlega heillaður af myndinni og sagði stundum: „Ég þyrfti að fara vestur um haf og tala við þessa menn.“ Hafði hann í huga að benda þeim á efni um hval. Það er e.t.v. tilviljun að síðar kom mynd frá Disney, sem hét einmitt „Hvalurinn". * „A hverfanda hveli“ vinsælust — Gamla Bíó er áreiðanlega minnisstætt mörgum, einmitt fyrir sýningar þess á Walt Disney myndunum. Hverjar þeirra hafa verið vinsælastar? „Þá er áreiðanlega fyrsta að telja Fantasiuna. Hún hefur verið sýnd hér þrisvar, fyrst 1946 og má telja hana eina merkustu mynd sem bíóið hefur sýnt. í þeirri ádeilu sem verið hefur á kvik- myndahúsin um barnamyndaúr- val þá hefur stundum gleymst að muna eftir öllum Walt-Disney- myndunum. Við höfum reynt að koma til móts við börnin með SJÁ NÆSTU SÍÐU Texti: Fríöa Proppé. Ljósm.: Ólafur Kl. Magnússon, Emilía B. Björnsdóttir og Ragnar Axelsson Ljósm. 01. K. Maxnússon. Margir okkar fremstu söngvara hafa haldið sína fyrstu tónleika á sviði Gamla bíós og aðrir sina siðustu. Á annarri myndinni má sjá Guðrúnu A. Símonardóttur heiisa með sínum fyrstu opinberu tónleikum hérlendis en á hinni kveður Pétur Á. Jónsson. Undirleikari þeirra beggja er Fritz Weishappel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.