Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 89 írski borgarherinn fyrir framan Liberty Hall undir vígorði sínu „Við þjónum hvorki konunginum né keisaranum heldur Irlandi!" Thomas J. Clarke Markiewicz greifafrú, sem var Patrick Pearse dæmd í fangelsi. Eamon de Valera. síðar forseti, handtekinn i lok bardaganna. hinu pólitíska forystuhlutverki og uppreisnarmenn urðu kjarni írska lýðveldishersins. Á fundinum sagði Tom Clarke, einn reyndasti leiðtogi bræðralagsins, að allt benti tíl þess að foringjar þjóðern- issinna yrðu handteknir án bar- daga og ef það yrði látið viðgang- ast mundu þeir glata öllu trausti óbreyttra liðsmanna og öll hreyf- ingin leysast upp. Connolly Sean MacDermott og Pearse studdu Clarke, fengu hina til liðs við sig og að lokum var samþykkt ein- róma að uppreisnin skyldi hefjast næsta dag á hádegi, þótt flestir ef ekki allir vissu að hún jafngilti sjálfsmorði; jafnvel Pearse sagði móður sinni að hann yrði skotinn ásamt félögum sínum og Connolly sagði aðspurður að hann sæi enga möguleika á því að uppreisnin tækist. Uppreisnarmenn stefndu að þvi að ná á sitt vald mikilvægum stöðum í borginni og halda þeim eins lengi og þeir gætu í von um að Bretar hlífðu fögrum byggingum og til að gera Bretum ókleift að stjórna borginni. Þeir vonuðu, að þá mundi írska þjóðin gera upp- reisn og að Bretar gerðu sér grein fyrir að þeir gætu ekki stjórnað landinu til langframa og yrðu að flytja her sinn burtu. Þeir héldu jafnvel enn í þá von, að Þjóðverjar kæmu til hjálpar þrátt fyrir allt. Ef uppreisnin yrði bæld niður vonuðu þeir að Irland yrði viður- kennt sem stríðsaðili við friðar- ráðstefnu í lok stríðsins og þeir voru staðráðnir að selja líf sitt dýru verði og hafa þannig sem mest áhrif á almenningsálitið í heiminum. Tóku pósthúsið Annar páskadagur, 24. apríl 1916, var bjartur og sólríkur og götur Dublin voru fullar af fólki. Um hádegi gengu vopnaðir menn í dökkgrænum einkennisbúningum fylktu liði inn á Sackwille Street (nú O’Connell Street), en það vakti enga athygli þar sem hergöngur höfðu verið leyfðar í nokkur ár. Hópurinn, sem var með Connolly í broddi fylkingar og Pearse honum á aðra hönd en Joseph Plunkett á hina, gekk rakleitt að aðalpóst- húsinu og lagði það undir sig án mótspyrnu frá liðþjálfa og sex vörðum sem voru á vakt með óhlaðna riffla. Brezkur liðsforingi, sem kom með bréf í póst, varð fyrsti herfangi uppreisnarinnar. Patrick Pearse gekk út á tröpp- urnar og las fyrir furðu lostnum mannfjölda yfirlýsingu um mynd- un bráðabirgðastjórnar og stofn- un lýðveldis: „írskir karlar og írskar konur: í nafni Guðs og horfinna kynslóða, sem skila írlandi fornum þjóðararfi, kallar írland börn sin fyrir milligöngu okkar að fána sínum til að berjast fyrir frelsi...“ Uppreisnarmenn gerðu pósthús- ið að aðalstöðvum sínum og fóru að búa sig undir árás, sem þeir óttuðust að gerð yrði á hverri stundu. Með Pearse voru Connolly, Plunkett, The O’RahiIly, Clarke, MacDermott og fleiri leiðtogar, þar á meðal Michael Collins sem síðar varð frægur. Um 1250 menn, um 1000 úr Sjálfboðaliðssveit- unum og um 250 úr Borgarahern- um, höfðu hlýtt kallinu og hunds- að afturköllun MacNeills. Um sama leyti og pósthúsið var tekið sótti fámenn sveit undir forystu Sean Connolly að kastalanum, en árásinni var hrundið enda var henni ekki fylgt eftir af alvöru og þar varð fyrsta mannfallið í upp- reisninni. Nathan, aðstoðarmaður landstjórans, sat á fundi í kastal- anum og frétti þannig af upp- reisninni. Ef árásinni hefði verið fylgt fast eftir hefði kastalinn fallið, því að þar voru fáir til varnar. En kastalinn, miðstöð valds Breta, féll ekki. Annars staðar varð uppreisnar- mönnum yfirleitt vel ágengt. Sveit manna undir forystu Edward Daly lagði undir sig Four Courts, þar sem lögmenn höfðu bækistöðvar sínar, og þungir lagadoðrantar voru notaðir fyrir sandpoka. Sveit undir forystu Thomas MacDonagh og John MacBride majór, sem stjórnaði liði íra í Búastríðinu, tók Jacob’s kexverksmiðjuna. Þriðji flokkurinn undir stjórn Eamon de Valera tók Boland’s-hveitimyll- una, en þar var hægt að fylgjast með umferð frá Kingstown (Dun Laoghaire), þar sem liðsauki frá Englandi kæmi á land. Fjórði flokkurinn undir forystu Eamon Kent og Cathal Brugha sótti inn í fátækrahverfið í Suður-Dublin og Borgaraherinn undir stjórn Mark- iewicz greifafrúar og Michael Mallin tók almenningsgarðinn St. Stephen’s Green, þar sem skot- grafir voru grafnar og vígi hlaðin úr bifreiðum. Járnbrautalínur og símalínur voru skornar og götu- vígi hlaðin. Furðuleg yfirsjón olli því, að ekki var reynt að taka símstöðina, og árás á skotfæra- geymslu í Phoenix Park var hrundið. Þegar uppreisnarmenn höfðu lokið árásum sínum bjugg- ust þeir til varnar og biðu eftir árásum Breta. Liðsauki Bretar sendu þegar eftir liðs- auka af landsbyggðinni og beiðni um liðsauka var send til London, þar sem ákveðið var að flytja fjögur herfylki til írlands og brjóta uppreisnina miskunnar- laust á bak aftur. Svæðið með vígjum uppreisnarmanna var um- kringt, Trinity College gert að vigi stórskotaliðs og hermanna og upp- reisnarmenn neyddir til að hörfa í St. Stephen’s Green með árásum frá Shelbourne-hótelinu. Fimm þúsund manna brezku liði var safnað saman í Dublin á stuttum tima og stórskotaliði teflt fram. Daginn eftir neyddust uppreisn- armenn að hörfa frá nokkrum útvirkjum, þótt meginvarnirnar héldu. Nokkrir sjálfboðaliðar komust frá Kildare, Kilkenny og Maymouth, en það var síðasti liðsaukinn sem uppreisnarmenn fengu. Rán og rupl hófust í verzlunum á þriðjudegi og vinsælustu skot- mörkin voru fataverzlanir, skó- búðir, leikfangabúðir og sæigætis- verzlanir. Herlögum var lýst yfir og nokkrir hnuplarar voru skotnir. íbúar Dublin stóðu í smáhópum og fylgdust með því sem fram fór, en höfðu litla samúð með uppreisnar- mönnum. „Auðvitað verða þeir sigraðir,” var algengasta viðkvæð- ið. Þegar kom fram á miðvikudag voru yfirburðir Breta 20 á móti einum og árásir þeirra hófust fyrir alvöru. Brezka varðskipið „Helga“ sigldi upp ána Liffy og eyddi Liberty Hall, aðalstöðvum verkalýðshreyfingarinnair, en eng- inn var í byggingunni. Margar aðar byggingar urðu fyrir skotum og margir óbreyttir borgarar biðu bana. Bretar beittu stórskotaliði, en uppreisnarmenn létu engan bilbug á sér finna. Mannfall var mikið og eldar kviknuðu á mörg- um stöðum í borginni. Engin matvæli bárust til Dublin og hungur svarf að borgarbúum. Úti á landsbyggðinni var yfirleitt kyrrt, en í Wexford og Galway voru árásir gerðar á lögregluskáia og fjórar lögreglubúðir voru tekn- ar norðan við Dublin. En flestir yfirmenn Sjálfboðaliðssveitanna vildu ekki fórna mönnum sínum að óþörfu og víða lögðust prestar gegn blóðsúthellingum. Sögusagnir Ýmsar sögusagnir komust á kreik og fullyrt var að Þjóðverjar hefðu stigið á land, þjóðin gert uppreisn og Bretar tapað sjóorr- ustu í Norðursjó. Samt voru borg- arbúar enn fjandsamlegir upp- reisnarmönnum, þótt engin til- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.