Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 31
Karlar gera lukku sem fatafellur Brezhnev fékk bókmennta- verðlaun! LEONID Brezhnev forseti Sov- étríkjanna hefur hlotið Leninverð- laun fyrir bókmenntir, en þau eru virtustu bókmenntaverðlaunin þar í landi. Hlýtur forsetinn verðlaunin fyrir æviminningar sínar í þremur bindum, „Malaya Zemlya", sem fjallar um þátttöku Brezhnevs í orustum um Novor- ossiysk í síðari heimsstyrjöldinni, „Endurfæðing", um efnahagslega uppbyggingu í Ukrainu að styrj- öldinni lokinni, og „Ónumið land“, sem fjallar um þróun landbúnaðar í Kazakhstan fyrir aldarfjórðungi. Við móttöku verðlaunanna lýsti Brezhnev yfir ánægju sinni vegna þeirrar virðingar, sem verkum hans væri sýnd, og bætti því við að ef honum gæfist tími, ætlaði hann að halda áfram ritun minninga sinna. Móðir Teresa södd á amstri vegtyllna MÓÐIR Teresa sem fékk Friðar- verðlaun Nóbels sl. ár eins og alkunna er kveðst orðin dauðleið á hátíðarhöldum og tildri sem fylgt hafi í kjölfarið. Nú muni hún ekki sækja fleiri slíkar samkundur og verði henni veitt einhver verðlaun muni hún láta öðrum eftir að ná í þau. Hún segir að þetta tilstand hafi reynzt svo mikill tímaþjófur, að hún hafi ekki getað rækt starf sitt í þágu bágstaddra sem skyldi. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 111 MED auknu jafnrétti kynja hefur þaö líka færzt í vöxt, aö karlmenn geri þaö nú fyrir konur, sem áöur var talið aö einvöröungu væri í verkahring kvenna: að fella föt sín á opinberum skemmtistöðum. í Bandaríkjunum veröa karlfatafellurnar æ vinsælli og í Minneapolis hefur slík skemmtun veriö vinsæl sl. sex ár. Nú hefur þetta rutt sér til rúms víðar um Bandaríkin, frá Kaliforníu tii Massa- chusetts. Og sem fjörtíu ár eru nú liöin síöan borgarstjóri New York bannaöi konum aö fella föt eru aö hefjast sýningar karla í þessari kúnst í borginni — viö óskipta aödáun og fögnuö kvenna. Einn fatafellirinn kvartar þó undan því aö hávaöi og ærsl á slíkum sýningum keyri stund- um um þverbak „stundum mætti ætla aö konurnar hafi aldrei séð beran karlmann — þær æpa og skrækja þessi ósköp" sagöi hann. Elisabet Bretadrottning Ava Gardner ust þá að því að leikkon- an var með allan hugann bundinn við nýlátinn hund sinn, Köru að nafni, sem andaðist nýlega af hjartaslagi. Hundurinn var velskur corgihundur og kvaðst Ava trega hann sáran. Hún sagði að hún íhugaði að biðja Elísa- Fær Ava hund hjá Bretadrottningu? LEIKKONAN Ava Gardner hélt frá London í vikunni til Mexico að leika í fyrstu kvikmynd sinni í mörg ár „A Priest in Love“ sem er byggð á sögu D.H. Lawrence. Við brottförina hugðust fréttamenn fregna af því hvernig það legðist í hana að leika á ný meiri- háttar hlutverk. En koni- betu Bretadrottningu að útvega sér corgi-hund þó að henni væri ljóst að það kæmi vitaskuld aldrei neinn í Köru stað í hjarta hennar. V/ŒZlUNflRBflNKINN Spyrjið um Safnlánið og fáið bækling í öllum afgreiðslum bankans. Verzlunarbankans öðlastu lánsrétt á upphæð sem er jafn há þeirri sem safnað er. Þú ræður sparnaðarupphæðinni og - tímanum að miklu leyti. Safnlánið getur riðið baggamuninn þegar fjárfesting stendur fyrir dyrum. Vantar þig t. d. nýjan bíl, hljómtæki eða húsmuni? Kannske ertu kominn með nóg til að f leyta ykkur öllum til Kanarí, eða til að ljúka dýru námi. Safnlánið getur gert góða hluti fvrir þig, fái þaðtækifæri. SAFNAR ■VIÐ LANUNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.