Morgunblaðið - 03.04.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 03.04.1980, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 99 Y ■i firburðir norrænna manna í kringum 800 hafa verið ein helzta ástæöa útrásar þeirra. Ljóst er aö skipasmíöar þeirra hafa átt sér langa sögu, en ætla má að sjóferöir hafi tíökazt á Noröurlönd- um allt frá því aö menn tóku sér bólfestu þar. Elzti bátur, sem fundizt hefur á Norðurlöndum er talinn vera frá því um 350 árum fyrir Krists burð. Bar sá farkostur tuttugu ræöara og ætla menn aö hann hafi verið notaður í hernaöi. Til er annaö skip frá því löngu fyrir víkingaöld, og er hann talinn hafa veriö smíöaöur í kringum 400 eftir Krists burö. Sá er gríðarlega mikil smíö, meö keiþum fyrir þrjá- tíu ræöara á hvort þorð. Nytsemi segla hafa norrænir menn ekki uppgötvaö fyrr en á víkingaöld, en bæöi eru þessi skip rennileg og stílhrein og minna talsvert á víkingaskipin. Gaukstaöaskipið, sem fannst viö Óslóarfjörð 1880, er stærst þeirra víkingaskipa, sem fundizt hafa, og þaö sem bezt hefur staöizt tímans tönn. Gaukstaöa- skipið er taliö frá því um 850. Þaö hefur verið ætlaö til úthafssiglinga og veriö fyrirtaks sjóskip, eins og raunar sannaöist þegar norskur skipstjóri, Magnus Anderson, sigldi eftirlíkingu af því yfir At- lantshaf áriö 1893. Lengd milli stafna er 23 metrar rúmir, en þar sem skiþiö er breiöast er þaö rúmir fimm metrar. Allt er skipiö úr eik og kjölurinn úr heilum stofni. Skipiö er sparlega skreytt, en stjórnvölurinn er meö útskornu drekahöföi. Mörgum þykir Ásu- bergsskipið fegurra far en Gauk- staöaskipiö, en ef feguröarskyniö á aö skera úr um ágæti hvors um sig hlýtur Gaukstaöaskipiö aö telj- ast tilkomumeira og tígulegra — „víkingalegra". Þrjátíu menn reru á hvort borö, en heimildir eru um miklu stærri skip á víkingaöld. Þannig var gengið frá Gauk- staöaskipinu þar sem þaö fannst á haugnum, aö þrjátíu skildir voru festir á hvort borö, og eru þeir málaöir gulum og svörtum litum. Gaukstaöaskipiö var herskip, en því fer fjarri aö öll skip víkinganna hafi verið smíðuð í þeim tilgangi. Víkingarnir voru kaupmenn, ekki síöur en vígamenn, og herskip heföu komiö að litlu gagni þar sem flytja þurfti þungan farm um lang- an veg. Langskip notuöu víkingarnir fremur til herferða, en knerri höföu þeir til aö flytja varning sinn heim og heiman. Ásu- bergs- skipiö. N _ . víkingaöld trúöu fyrst og fremst á mátt sinn og megin, en makt myrkanna skipaöi einnig veglegan sess í trúarbrögðum þeirra. Þeir tignuöu heiöin, germönsk goö og trúöu því aö Ragnarök væru óumflýjanleg endalok alls lífs — trúöu sem sé á sigur hins illa. Flest átrúnaöargoð víkinganna voru stríösguöir, svo sem skiljan- legt er, þegar þess er gætt aö siöfræöi þeírra grundvallaöist á því aö þróttmikil framganga og harö- fylgi tryggöu vöxt og viögang. Frjósemisguðir gegndu einnig veigamiklu hlutverki í trúarbrögö- um þeirra, — lífsbarátta þeirra var fyrst og fremst barátta viö óblíð náttúruöfl. Víkingarnir áttu sína þróunar- Hamar Þórs mun hafa veriö eitt al- gengasta helgitákn víkinganna, — þeir tveir, sem hér sjást, eru frá Danmörku og Svíþjóð, báðir úr silfri. Átrúnaður kenningu. Þeir trúðu hvorki því aö heimurinn heföi ævinlega veriö til né aö líf heföi kviknaö á auga- bragöi, ellegar þá aö upphaf heimsins heföi oröiö fyrir tilviljun. í Gylfaginningu Snorra Sturlu- sonar er heimsmynd víkinganna útmáluö í smáatriöum, en efni sitt sótti þessi bókmenntajöfur aö mestu í goöakvæðin fornu. Nú er aö sjálfsögöu á þaö aö li'ta aö Snorri Sturluson var kristinn sagnaritari á þrettándu öld, svo ekki þarf aö gera því skóna aö frásagnir hans um ásatrú séu tæmandi eöa óskeikular. í ritum hans er jafnvel að finna fieiri en eina útgáfu á ákveönum hugmynd- um, svo sem um sköpun mann- kynsins. Gylfaginning greinir frá sænsk- um konungi, Gylfa nokkrum, sem fer dulbúinn í Ásgarö, bústaö goöanna, til aö fræöast af Óöni alföður um upphaf heimsins og áhrif máttarvaldanna á lífiö og tilveruna. Heiti þessa ritverks getur verið tvírætt, — tilvitnun í það aö Gylfa hafi tekizt að ginna Óðin en einnig aö frásögnin sé af blekkingu allra blekkinga. Upphaf alls var ekkert, þ.e. Ginnungagap, hiö óskaplega tóm. Ginnungagap skiptist í tvær full- komnar andstæður, Niflheim og Múspellsheim. Að noröanveröu var Niflheimur, veröld íss og myrk- urs, en syöri var Múspellsheimur, og stóö hann í Ijósum loga. Nábýli þessara andstæðna gat ekki fariö nema á einn veg, samruni hlaut aö eiga sér staö fyrr eöa síðar. Smátt og smátt tók frerinn í Niflheimi aö bráöná viö hitann frá Múspells- heimi, en droparnir hlupu saman og varö úr fyrsta lífverann, hinn óttalegi jötunn, Ýmir. Hann var tvíkynja og var af honum kominn allur hinn ílli kynþáttur jötna. Ýmir var mikil kynjavera. Annar fótur hans gat son viö hinum. Haföi sá sex höfuö og var forfaöir hrím- þursa. Á einum staö segir frá því aö maöur og kona hafi komið úr holhönd Ýmis þá er hann svitnaöi í svefni, en annars staöar eru goöin sögö hafa fundiö tvo rekaviöar- drumba, sem þau tegldu úr líkneski, sem Óðinn blés síðan lífsanda í. Nefndust skepnur þess- ar Askar og Embla og kom út frá þeim mannkyniö. Kýrin Auömula næröi Ými á mjólk sinni, en sjálf næröist hún af því aö sleikja salt af steinum. Afleiöing þessa sleikjugangs varö sá að smátt og smátt fór vera að taka á sig mynd. Á þriðja degi birtist hún fullsköpuð og var þar kominn Búri, ættfaöir goöanna, sem hann gat viö dóttur jötuns eins. Einn Búrasona var Óöinn erkigoö. Ásamt bræörum sínum vann hann á sínum illa afa, Ýmis. Hræið settu goöin í mitt Ginnunga- gap og skópu af því heiminn. Úr blóöinu komu ár, höf og vötn. Beinin uröu fjöll, tennurnar urö og grjót, en gróöur jarðar spratt af hárinu. Höfuökúpan varö síöan kóróna þessa sköpunarverks, him- ininn, en skýin, sem sveima um himinhvolfiö, eru heilaslettur sem goöin skemmtu sér að síðustu viö aö skvetta upp í loftið. Heims- smíöinni var þó ekki fulllokiö. eftir voru himintunglin, en efni í þau fengu goöin úr Múspellsheimi. Merkar verur í þessari tilveru voru mæðginin Dagur og Nótt, sem goðin gerðu út meö hvort sinn vagn og hest. Fyrir vagni Nætur var Hrímfaxi, en méldropar hans voru döggin, sem fellur á jöröina. Fákur Dags var Skinfaxi, en Ijóm- inn af faxi hans lýsti upp veröldina. Mæðginin þeystu um himinhvolfiö og umhverfis jöröina einu sinni á sólarhring. Þá segir frá tveimur börnum, Sól og Mána, sem einnig voru á stööugum þeysingi um himinhvolfiö. Þau voru björt og fögur, en á hælum þeirra voru úlfar, sem óhjákvæmilega hlutu aö elta þau uppi aö lokum, og skyldi þar meö lokið sögu þeirra. Jörðin í þessari heimsmynd var flöt kringla — heimskringla. Allt um kring var úthafið þar sem Miðgarösormur leyndist og hringaöi sig utan um kringluna. Handan úthafsins voru Jötun- heimar, en á heimskringlunni miöri var Ásgaröur, en fyrir neöan hann og utan var Miögarður, sem var mannheimur. Undir var Niflheimur, ríki dauöans. Miðdepill alheimsins var tré allra trjáa, lífsins tré, hiö allra helgasta, Askur Yggdrasils. Viö rætur trésins var uppspretta örlaganna, og sátu viö hana nornir þrjár, Uröur, Veröandi og Skuld. í stofni trésins var fúi, sem stööugt át hann, en nornirnar reyndu aö tefja þá viöurstyggð eyðileggingar- innar meö því aö ausa yfir tréð vatni úr Uröarbrunninum. Fúinn haföi veriö í stofni trésins frá upphafi vega og svo hlaut að fara aö lokum aö þetta lífsins tákn yröi eyöileggingaröflunum aö bráö. Þessi hugmynd um rotnunar- kjarna í sjálfri sköpuninni endur- speglar betur en nokkuö annaö þá hugmynd, sem víkingarnir geröu sér um lífiö og tilveruna, og sjálfsagt hefur sú trú aö hin eilífa fordæming væri óumbreytanleg ráöiö miklu um athafnir þeirra og hugsunarhátt. í frásögnum fornrit- anna af ásatrú er hvergi vonar- glæta um líf eftir dauöann, nema í Völuspá, sem ort er á íslandi annaðhvort eftir að kristinn dómur var farinn aö skjóta þar rótum, eöa síöla í heiðnum siö. Hvort sem er, þá er víst aö þegar loks örlar.á þessari hugmynd í trúarbrögöum norrænna manna á bókum þá er þaö fyrir áhrif kristinnar trúar. Áöur en Ragnarök uröu áttu hetjur von á því aö fá aö dveljast í Ásgaröi í félagsskap goöanna um hríö. Það voru sælutímar, etiö og drukkiö þegar ekki var verið aö berjast, en bardagarnir í Ásgaröi voru þjálfun fyrir lokahrinuna — átökin miklu milli ásanna og liös- manna þeirra annars vegar og jötna og illþýöis þeirra hins vegar. Stórkostlegar lýsingar eru af þeirri orrahríö, en endalokin voru í sam- ræmi viö það sem til var stofnaö. Goðin, mennirnir og lífríkið gjör- vallt var frá upphafi spillt, og sigurinn er búinn hinu illa. í Völuspá er þaö Óöinn sjálfur, sem leitar sagna hjá völvunni. Lýsir hún upphafi og sköpun heimsins, lífi og örlögum goöanna og Ragna- rökum, en hún gefur von um nýtt og betra líf: Sér hún upp koma öðru sinni jörð úr ægi iöjagrænar... Völuspá er talin frá því um aldamótin 1000, en þaö ár var kristni lögtekin á íslandi. Sólarljóö, sem margir telja fegursta kvæöi á íslenzku, er sennilega frá 12. öld og þar eru kristin lífskoðun og speki allsráöandi og ákveöiö fyrir- heit er þar um tilveru að loknu jarölífi. Þeir menn, sem í lok áttundu aldar ráku upp heróp og óöu um álfur í leit aö fé og frama þekktu ekki slíkan hugsunarhátt. Þeir voru í leit aö jaröneskum verömætum, en ekki tímanlegum. i I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.