Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 17
96 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 YIKimAR saman, en skipulag byggöarinnar var þannig, aö húsin stóöu meö- fram fljótsbökkunum, aö skipunum var lagt viö húsdyrnar. Þessir víkingar, sem maður kalífans í Bagdad hafði kynni af, voru vell- auöugir af verzlun, og konur þeirra voru hlaönar dýru skarti. Allar konur báru rýtinga, sem þær höfðu hangandi í barmi sér. Með þessum víkingum hefur merkileg menning borizt til Norö- urálfu úr austurvegi. í heimkynnum víkinganna á Noröurlöndum hafa fundizt ýmsir merkilegir austrænir gripir, t.d. bronzstytta af Búddha, talin frá Indlandi. Mikiö hefur einnig fundizt af arabískri mynt. Svo hagvanir voru víkingar í Miklagarði aö þeir nutu þar marg- víslegra hlunninda og borgararétt- inda, og hverfi í Konstantínópel var viö þá kennt. Konstantín keisari, sem ríkti frá 912 til 959, lét eftir sig IV U' merkt rit um víkingana þar sem hann segir nokkuð frá háttum þeirra og lýsir skilmerkilega ferö- um þeirra í austurveg yfir víöátt- urnar miklu, þar sem fljót voru víöa svo erfið yfirferöar aö þeir uröu aö taka farkosti sína á land og bera þá og allt sitt hafurtask um langan veg. Lok víkingaaldar í lok elleftu aldar var mesti móðurinn runninn af víkingunum. Mjög hefur menn greint á um ástæðurnar fyrir hinni skyndilegu útrás þeirra í lok áttundu aldar og þeirri útþenslustefnu, sem ein- kenndi allt þeirra háttalag þegar þeir voru atkvæöamestir, en ekki síöur hefur veriö spurt um orsakir þess aö umsvifum þeirra lauk aö heita má í kringum 1100. Hinn frábæri skipakostur nor- rænna manna í upphafi þessa tímabils hefur án efa veriö mikil- væg ástæöa þess aö þeir lögöust í víking, en ekki síður stjórnmála- ástandið í heimkynnum þeirra. Einstaklingshyggja var ríkur þáttur í skaphöfn þessara manna og þeir undu illa aö vera undir aöra settir. Haraldur lúfa, eöa hárfagri, sölsaði á fáum árum undir sig Noreg allan og höföingjar þar um slóðir höföu fæstir geöslag til að sætta sig viö yfirráö hans. Þeim þótti aö sér þrengt og vildu leita annarra kosta, auk þess sem taliö er aö í lok sjöundu aldar hafi jarönæöi til búskapar veriö á þrotum á byggi- legum svæöum á Noröurlöndum. Nú var þaö aö vísu svo aö ekki gáfust víkingarnir meö öllu upp á rólunum um aldamótin 1100. þeir, eöa öllu heldur afkomendur þeirra, héldu áfram aö kanna ókunnar slóðir. íslendingar uppgötvuöu t.d. Svalbaröa seint á tólftu öld og Jan Mayen er taliö aö þeir hafi fundið 1194. En sjálfar víkingaferöirnar lögö- ust aö mestu af, og þar hlýtur tvennt að hafa vegiö þyngst á metum. í upphafi tólftu aldar höföu norrænir menn ekki lengur yfir- buröi á hafinu og þá höföu þeir flestir tekiö kristni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.