Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 101 manna sé fremur aö finna á skjölum og opinberum gögnum en nöfn almúgamanna. Þá veitist mönnum mjög erfitt að komast niður 18. öldina, vegna skorts á heimildum, þannig að menn komast jafnvel ekki niður að manntalinu frá 1703, jafnvel ekki færir ættfræðingar. Allar ættir á Islandi segir Ólafur vera geysilega blandaðar, og sé það að vonum þegar haft er í huga að landsmenn hafi oft verið um og undir fjörutíu þúsund talsins. Mikil blöndun hlaut því að eiga sér stað. Hins vegar eru ættliðirnar frá landnámsöld ekki svo ýkja margir, og má til dæmis nefna, að þeir menn sem nú eru uppi eru tólfti til fimmtándi ættliður frá Jóni Arasyni, eigi þeir ættir til hans að rekja, en hann var líflátinn árið 1550 sem kunn- ugt er, og er unnt að rekja ættir núlifandi íslendinga til allra barna hans, nema Þórunnar, sem ekki átti barn sem lifði. Sem dæmi um það, hve íslend- ingar eru skyldir, og hve oft ættir koma saman, nefndi Ólafur, að oft væri sagt að allir geðbilaðir Islendingar ættu ættir að rekja til séra Einars sálmaskálds Sigurðs- ingar um ætterni manna og börn, um uppruna og aldur, hjónabönd og margt fleira. Ættfræðin er þó ekki aðalástæðan fyrir því að slíkar bækur eru gefnar út, þó forvitni og fróðleikslöngun- um þetta fólk sé vissulega með í ráðum. En rit af þessu tagi getur einnig verið mjög nytsamlegt fyrir skóla- stjóra, skólanefndir og fleiri aðila. Þá er hér í rauninni á ferð almenn mannfræðibók, í merkingu Þor- láks sögu biskups, þar sem unnt er að sjá hvaðan menn eru, hverjir eru foreldrar þeirra, hvaða menntun hafa menn og hvað störfuðu foreldrar þeirra, hvaða störfum gegnir þetta fólk og svo mætti lengi telja. — Er útgáfa af þessu tagi séríslenskt fyrirbrigði? „Nei, því fer fjarri. Bækur eins og Kennaratal eru gefnar út víða um lönd. Eg er hér til að mynda með færeyskt kennaratal. Og inni í Landsbókasafni er geysimikið rit, æviskrár allra breskra rithöfunda með ritaskrá, svo að eitthvað sé nefnt. Yfirleitt taka þessi rit til einhverrar ákveðinnar stéttar, eins og vel er þekkt hér á landi. Þetta er nokkuð á annan veg um verksvið Kennaratalsins er að sjálfsögðu mun þrengra en þess- ara rita, en þó að sumu leyti rýmra. En ástæða þess að nú er verið að undirbúa nýtt Kennaratal er sú, að fyrra Kennaratalið, sem kom út á árunum 1958 til 1965, og sem er það eina sem til er, er úrelt orðið af ýmsum ástæðum. Mjög margir kennarar hafa til dæmis bæst í hópinn síðan, börn eldri kennara eru orðin uppkomin, menn látnir og farnir í önnur störf og svo framvegis. Ástæða þótti því til að bæta nýjum upplýsingum inn í um leið og nöfnum er bætt við.“ Ólafur kveður það hins vegar valda erfiðleikum við þetta starf hve seint margir sendi umbeðnar upplýsingar, þeir ætli að gera það þegar þeir hafi lítið að gera, en sá tími komi stundum seint. Hins vegar minntist hann þakksamlega þeirra manna sem svarað hafa bæði fljótt og vel. Fjöldi þeirra sem svarað hafa er einhvers stað- ar á þriðja þúsundinu. En engu sé hægt að lofa um útgáfudag ritsins. Það muni taka til mörg þúsund manna, en 4200 kennarar voru í gamla Kennaratalinu. Það flýtir auðvitað fyrir verkinu, segir Ólaf- iíslendinga vaxandi“ sonar í Eydölum. — En rétt væri einnig að bæta því við, að allir heilbrigðir Islendingar ættu einn- ig ættir að rekja til hans, þar sem frá honum eru nánast allir lands- menn komnir. Þúsundir kennara í eina bók — Nú ert þú að vinna að útgáfu Kennaratals, er það á einhvern hátt tengt ættfræðinni? „Útgáfa bóka eins og Kennara- tals eða Lögfræðingatals og marg- víslegra annarra starfs- eða menntastétta tengist ættfræðinni náttúrlega á þann hátt að í slíkum ritum má finna miklar upplýs- Kennaratalið, þótt það sé bundið við kennara. Það nær til miklu fleiri manna en nokkurn mundi gruna að óreyndu. Það á að taka til allra þeirra sem hafa aflað sér kennararéttinda eftir gildandi lögum á hverjum tíma, þótt þeir hafi aldrei kennt, og einnig til annarra sem hafa kennt meira en 1—2 vetur og þeir eru margir og sumir kunnari fyrir önnur störf en kennslu. Kennaratalið geymir auk fræðslu um kennslustörf manna margvíslegar upplýsingar um fjöl- breytt félagsstörf þeirra, þátttöku í atvinnurekstri og opinberum málum og þar fram eftir götunum. Kennaratalið er ævisagnabók á borð við Hver er maðurinn? og íslenskrar æviskrár eða hið fræga, enska rit Who is who?, svo að vikið sé til annarra landa. En ur ef þeir kennarar sem ekkert hefur heyrst frá bregða nú al- mennt hart við og senda upplýs- ingar fyrir hvítasunnuna. Þetta nær auðvitað einnig til kennara sem hættir eru störfum og ekkert síður þótt þeirra sé getið í gamla kennaratalinu. Geri þeir þetta verður hægt að koma prent- smiðjuhandriti að ritinu nokkuð langt áleiðis í sumar. Þar með var tími til kominn að. fara að slá botninn í viðtalið við Ólaf Þ. Kristjánsson, en greinilegt er að ættfræðiáhugi söguþjóðar- innar dafnar enn, þótt ekki þurfi lengur að skrá ættir til að sanna að þjóðin sé komin af norrænum mönnum en ekki keltneskum þrælum eins og í upphafi íslands- byggðar. - AH SKrautrituð ættartölublöð má fá i Bókaverslun Snæbjarnar í Reykjavik, þar sem menn geta fært inn ættir sinar allt aftur til langa langa langafa og ömmu hafi þeir áhuga á og viti nægilega mikið um ættir sinar. Frá Norræna félaginu Fundur til að kynna sérferðir félagsins verður í Norræna húsinu fimmtudaginn 10. apríl kl. 20.30. Eftirtaldar feröir veröa kynntar: 1. Færeyjaferðir 2. Ferðir til Þrándheims og Tromsö. 3. Ferð til Lulea. 4. Ferö til Hjaltlands og Orkneyja. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Norræna félagiö. HREIN MINKA0LÍA DYRMÆT GJÖF {&) FRA nrzomne NÁTTÚRUNNI Auk þess sem Minkaolía er notuð sem grunnefni í margskonar snyrtivörur s.s. varalit, dag- og nætur- krem o.fl. er hrein Minkaolía eitt þaö besta sem hægt er að nota í eftirfarandi atriðum: ★ sem húö- og sólolía ★ sem nuddolía ★ sem barnaolía ★ sem nagla- og naglabandaolía ★ sem hármeöal gegn flösu, klofnum hárendum, þurru og líflausu hári og til aö auka gljáa og lit hársins. ★ sem hand- og fótaáburöur ★ sem næring á augnabrúnir og augnahár ★ sem baöolía ★ við hrukkum kringum augu og á hálsi ★ við rakstur í’staö rakkrems eöa sápu SÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK: Borgar Apótek — Óculus — Laugavegs Apótek — Snyrtivörubúóin Laugavegi 76 — Vesturbæjar Apótek — Bylgjan Kóp. — Hafnarborg Hafnar- firöi Sölustaði vantar um allt land. HAGALL sf. Sími 17840 (einnig á kvöldin). Traustir tjaldvagnar Sérstaklega sterkur og góður undirvagn. Stál- grind, þverfjöður, demparar, stór dekk. Vagninn er nærrí rykþéttur. Svefnpláss fyrir 7—8 manns. Eldhúskrókur með eldavél og fleiru. Innifalið í verði: Fortjald, innritjöld, gardínur, gaskútur, þrýstijafnari og yfirbreiösla. Camptorist er til afgreiðslu strax. Gísli Jónsson & Co. h.f. Sundaborg. Sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.