Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 26
106 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 Umsjón: Séra J&n Dalbú Hróbjartsson Séra Karl Siyurbjörnsson Siyurdnr Pújsson A U DROTTINSDEGI gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga, eins og hann hafði áður sagt lærisveinum sínum. Nú vildi hann útskýra þetta fyrir þeim á eftirminnilegan hátt. Gjörið þetta! Þegar Jesús brýtur brauðið og hellir víninu í bikarinn, þá er hann að segja: Svona verður líkami minn brotinn niður. Svona verður blóði mínu úthellt. En það er ekki tilgangslaust slys: Það er fyrir yður. Fyrir þá sem þarna voru samankomnir í loftsalnum, og alla menn, alls staðar. Jesús er „meðal- gangari nýs sáttmála" og „hann er friðþæging fyrir syndir vorar, en ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heims- ins“, eins og Jóhannes kemst að orði. Kvöldmáltíðin er máltíð hins nýja sáttmála, sem Guð gerir við mannkyn. Þar mætir okkur sá, sem greiddi lausnargjaldið, sigraði syndina og dauðann, hinn upprisni Drottinn. Hann gefur sig okkur í brauði og víni. Hann gefur okkur hlutdeild í sigri sínum, fyllir okkur með kærleika sínum og styrkir okkur til þjónustu meðal mann- anna. Kvöldmáltíðin er himnaríki á jörðu. Þar mætum við Drottni og kærleika hans. Sjáum „í gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp Kvöldmáltíðin himnaríki á jörð 1 augum samtímamanna Jesú var máltið ekki það eitt að scðja hungur sitt. Það að borða saman var táknrænt fyrir það samfélag, sem menn áttu hver við annan. Sá sem maður át með, var vinur, bróðir. Þessvegna vakti það at- hygli og jafnvel hneykslun manna að Jesús frá Nasaret skyldi neyta matar með fólki, sem allir heið- virðir borgarar litu niður á. Tollheimtumenn og syndarar sátu til borðs með honum. Það sýndi, að honum þótti vænt um þetta fólk, elskaði það. Þetta var hneykslan- legt og i vandlætingu sögðu góð- borgararnir: ÞESSI MAÐUR TEKUR AÐ SÉR SYNDARA OG SAMNEYTIR ÞEIM! (Lúk. 15,2) Þetta gerist reyndar við hverja altarisgöngu. Kvöldmáltiðin, alt- arisgangan er máltíð með Jesú Kristi, sem tekur að sér syndara, leitar að hinu týnda, til að frelsa það. Páskamáltíðin Á skírdagskvöld safnaði Jesú lærisveinum sínum til máltíðar í Ioftsal einum í Jerúsalem. Þar eru þeir sem fjölskylda og Jesús sem heimilisfaðirinn stjórnar hinni árvissu páskamáltíð, sem hver fjöl- skylda í landinu hélt til minningar um björgun Israelsmanna úr þrælkun Egypta. Þessi máltíð fór fram eftir fornum siðum. Jesús flytur bænirnar fornu, frásagan um flóttann úr Egyptalandi var rifjuð upp. Menn neyta ósýrða brauðsins, neyðarbrauðsins, í Biblíu- lestur vikuna 6.—12. aprll. Sunnudagur 6. apríl Jóh. 2). 1 -18 Mánudagur 7. apríl Lúk. 24.13-35 Þriðjudagur 8. apríl Lúk. 24.36 - 47 Miðvikudagur 9. april Lúk. 21.1-14 Fimmtudagur 10. april Matt. 28.16-20 Föstudagur 11. april Jóh. 20.11-18 Laugardagur 12. april Jóh. 20.1-9 minningu þess hve flóttann bar brátt að að menn höfðu ekki tíma til að láta brauðið hefast áður en það var bakað. Menn neyta beisku jurtanna sem minna á þá bitru reynslu, sem þjóðin mátti þola í ánauðinni. Páskalambið minnir á lambið, sem slátrað var hina ör- lagaríku nótt þegar drejjsóttin herjaði meðal Egypta, en Israels- menn ruðu blóði lambsins á dyra- stafi húsa sinna og engill dauðans gekk framhjá dyrum þeirra (orðið „páskar" er hebreska og þýðir “framhjáganga" (dauðans). Jesús braut þó gegn hinni al- mennu siðvenju við þessa máltíð. Hún var fyrir það fyrsta haldin einum degi fyrr en vant var, en sýnu alvarlegra var þó það, að Jesús gefur þessari fornu máltíð alveg nýtt innihald. Hann tekur brauðið og blessar það, en í stað þess að nefna það neyðarbrauðið segir hann: Þetta er likami minn! Og er hann tekur bikarinn með víninu, segir hann: Þetta er bióð hins nýja sáttmála! Gefið — út- hellt á krossi Út um götur og torg borgarinnar var ys og þys því hátíðin mikla var í undirbúningi, og í mörgu að snúast, eins og gengur. En Jesús vissi að það voru ekki allir að undirbúa helga hátíð. Það var verið að kalla út lögreglu, útvega fals- vitni, múta dómurum, undirbúa handtöku og líflát hans. Þetta veit Jesús. Hið illa ætlaði sér að losna við hann í eitt skipti fyrir öll. Um það gátu ólíkustu hagsmunir sundraðrar þjóðar sameinast þetta kvöld og þá nótt sem í hönd fór. En Jesús veit líka að svona verður þetta að vera. Hann veit, að hann er þjónn Guðs, hinn útvaldi, sem var „særður vegna vorra synda ... hegningin, sem vér höfðum til unnið kom niður á honum ... fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir" — eins og Jesaja hafði sagt forðum (Jes. 53). Jesús vissi, að hann var sá, sem Jóhannes skírari hafði um sagt: „Guðs lambið, sem ber synd heimsins!" Hann var kominn tií að Kvöldmáltíðin hjálpar okkur að minnast Jesú. Við verðum eitt með þeim, sem sátu að borði með honum í loftsalnum forðum. Það er sem við heyrum hans eigin rödd: „Fyrir yður gefinn ... fyrir yður út- hellt.“ Við sjáum kærleika hans, dauðann, sem hann leið í okkar stað, eilífan sigur hans. Tómas postuli fékk að sjá sármerki frels- arans, naglaförin í lófum hans og fótum, og spjótsfarið í síðu hans. Og Tómas hrópaði í gleði sinni: „Drottinn minn og Guð minn!“ Við fáum að sjá tákn dauða hans og upprisu! „I sakramentinu sé ég þig svo sem í líking skærri, með náð mér nærri! Ó, hve gleður sú ásýnd mig, engin finnst huggun stærri!" segir Hallgrímur í 21. Passíusálmi. I kvöldmáltíðinni fáum við for- smekk þess hvað það er að vera hjá Drottni alla tíma í gleðinni miklu á himnum. Og við fáum styrk til áframhaldandi vegferðar á jörðu. Hans og mitt Þeir léðu’ honum jötu í fjárhúsi fyrst og fóðurhálm undir kinn. Þeir sóttu’ honum asna annars manns til innreiðar hinsta sinn. En krosstréð þunga og þyrnanna krans var hans. Hann fékk sér til láns, þegar fólkið var svangt þau föng, sem hann blessaði og gaf — tvo fiska og brauðin fimm, sem hans lið á fjallinu mettaðist af. En krosstréð þunga og þyrnanna krans var hans. Af lánaðri fleytu hann flutti sitt orð þeim fátæku á gleymdum stað. Hann eignaðist hvergi neitt hæli á jörð að halla sér þreyttum að. En krosstréð þunga og þyrnanna krans var hans. Og loks fékk hann herbergi lánað eitt kvöld, er liðinn var starfsdagur hans. Óg legstaður hans var lánuð gröf í landi framandi manns. En krosstréð þunga og þyrnanna krans var hans. En þegar ég hugsa um kvalanna krans og krossinn hans, eins og hann var, þá finn ég svo vel, að það voru’ ekki hans, heldur vandkvæði mín, sem hann bar. Það krosstré, sem frelsarinn kallaði sitt, var mitt. (Nils Boiander. Þýð.: SÍKurbjorn Einarsson) Kristur er upprisinn Atburöir kyrruvikunnar og páskadagsins eru vægast sagt merkilegir. Þaö er ekkert sem jafnast á viö þaö undur sem þá gerðist. Dauöi Jesú og upp- risa er líka þaö sem kristin trú stendur og fellur meö. Eitt af síöustu oröum Jesú á krossinum var þetta: Þaö er fullkomnað! Hann haföi gengiö alla leiö, hann haföi fuilkomnaö ætlunarverk Guös. Hann haföi verið hlýöinn allt fram í dauða á krossi. En hvernig leiö lærisvein- unum? Þeim leið mikið illa. Fyrir þeim var krossfestingin alver ósigur, öllu var lokið. Þeir höföu gengiö til einskis í fylgd meistara síns. Þeir voru hrædd- ir. En þetta breyttist skyndi- lega. A páskadagsmorgni gerö- ist undriö mikla. Jesús reis upp frá dauöum. Og þannig auglýsir hann sigur sinn yfir dauöan- um og því illa eitt skipti fyrir öll. Hann birtist lærisveinum sínum aftur og aftur og síöast yfir 500 manns. Og þaö sést best á því hvaö lærisveinarnir breytt- ust. Þessir óttaslegnu menn, serr höföu lokaö sig inni af ótta viö þá sem tekiö höföu meistara þeirra af lífi, tóku aö prédika af krafti. Og hvaö prédikuöu þeir? Völdu þeir fallegustu dæmisög- ur Jesú eöa eitthvaö af því sem hann haföi sagt. Nei, þeir blátt áfram prédikuðu Krist, þennan sem aö mati allra haföi tapaö. Þeir prédikuöu um krossdauöa hans og upprisu. Þó ekki væri annaö en þetta, þá væri þaö nóg til þess aö sýna þaö svart á hvítu aö Jesús var lifandi. Þaö heföi veriö algerlega vonlaust aö ætla sér aö halda nafni hins krossfesta á lofti ef menn heföu ekki vitaö betur. Hann var sannarlega upp- risinn, þaö fór ekki milli mála. Og þessi sigurvissa hinna fyrstu lærisveina breiddist út um alla heimsbyggðina meö ótrú- legum hraöa. Og enn er þessi gleöiboöskapur aö festa rætur víösvegar um hinn byggöa heim, því þaö fylgir honum kraftur og líf. „Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi“. Þannig talaöi Jesús og þetta er í gildi enn í dag. í þessari trú er gott aö lifa og gott aö deyja. Enginn boöskapur hefur veitt eins mikla huggun og gefiö jafn mörgum friö. Enda er þessi boðskapur aö ofan, frá almáttugum Guöi og hann er ætlaöur öllum mönnum. Guö gefi aö boöskapurinn um hinn upprisna fái enn á ný aö hljóma yfir heimsbyggðina á þessum páskum mörgum til blessunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.