Morgunblaðið - 13.04.1980, Side 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1980
„Skömmu
fyrir sólar-
upprás birtust
skyndilega
hundruð
sovézkra
skriðdreka um-
hverfis þorp-
ið og hófu
skothríð á
það. Orrustu-
flugvélar
flugu yfir og
vörpuðu
sprengjum og
þegar þorpið
hafði að
mestu verið
lagt í rúst
vörpuðu þeir
fallhlífaher-
mönnum nið-
ur og þyrlur
komu með
hermenn.“
LIDICE
Ógnarstjórn
Heydrich hafði verið yfirmaður
öryggisþjónustunnar SD og þar
með Gestapo og var sérstakur
skjólstæðingur Heinrich Himml-
ers, yfirmanns SS. Hann var einn
voldugasti maður þýzka nazista-
ríkisins og bar aðalábyrgðina á
„endanlegri lausn Gyðingamáls-
ins“ (en hann þagði rækilega yfir
því, að önnur amma hans virðist
hafa verið Gyðingur). Hann var
greinilega lækkaður í tign þegar
hann var sendur til að taka við
starfi sínu í Prag síðla árs 1941, en
hvað sem því leið innleiddi hann
hræðilega ógnarstjórn og hófst
Þýzkir hermenn leggja þorpiö Lidice í rúst til að hefna dauða Heydrichs.
tákn níðingsverka
Þannig lýsti bóndinn Abdel Wa-
hid frá Chigall aðförum Rússa í
Afganistan þegar hann komst til
Pakistans á dögunum ásamt
hundruðum flóttamanna frá Kun-
arhéraði eftir erfiða ferð yfir
fjöllin.
„Uppreisnarmenn voru að-
þrengdir, en þeim tókst að fella
marga Rússa. Þá kölluðu Rússar á
orrustuþotur og þær vörpuðu
sprengjum og napalmi. Sumir
þeirra brunnu til bana. Þegar ég
leit síðast til baka brann allt sem
brunnið gat og enginn var á lífi til
að grafa líkin," sagði Wahid.
Þessar aðfarir í ónefndu þorpi í
Afganistan leiða hugann að aðför-
um Þjóðverja í heimsstyrjöldinni í
þorpinu Lidice í Tékkóslóvakíu í
kjölfar morðsins á Reinhard Hey-
dirch, sem var titlaður „verndari
Bæheims og Mæris".
handa um útrýmingu Gyðinga í
landinu.
Tékkneskir útlagar í London
skipulögðu tilræðið við Heydrich
frá því skömmu eftir að hann var
sendur til Prag með aðstoð brezku
leyniþjónustunnar. Tilgangur til-
ræðisins var að vekja athygli
heimsins á ástandinu í landinu og
stappa stálinu í tékknesku and-
spyrnuna. Sveit manna undir for-
ystu Jozef Gabcik og Jan Kubis
var varpað niður í fallhlífum um
jólin og fleiri fylgdu á eftir.
Andspyrnuhreyfingin frétti ekki
um tilgang þeirra fyrr en fimm
mánuðum síðar og lagðist gegn
tilræðinu þar sem hún óttaðist að
hefndarráðstafanir, sem mundu af
því leiða, mundu leiða ósegjan-
legar hörmungar yfir þjóðina.
Þrátt fyrir það réðust Gabcik og
Kubis á bifreið Heydrichs með
Reinhard Heydrich sem var
skipaður æðstráðandi í Tékkó-
slóvakíu 17. september 1941 og
árás var gerð á réttum átta
mánuðum síðar.
Tilræðismennirnir Josef Gabcik (t.v.) og
Jan Kubis, sem drápu Heydrich. Myndirn-
ar voru teknar eftir dauða þeirra í
grafhvelfingu í Prag.
vélbyssu og sprengjum 17. maí
1942 þegar Heydrich var á leið
heim frá vinnu skömmu áður en
hann ætlaði til Berlínar. Heydrich
slasaðist, en gat þó hlaupið á eftir
tilræðismönnunum, sem komust
undan og og skotið á eftir þeim.
Heydrich lézt óvænt viku síðar af
blóðeitrun.
Hefndaraðgerðir
Tæpum þremur klukkustundum
eftir árásina á bíl Heydrichs
hringdi Hitler í Karl Hermann
Frank, helzta aðstoðarmann Hey-
drichs í Prag, og krafðist þess að
10.000 óbreyttir borgarar yrðu
handteknir og líflátnir. Frank
hafði hins vegar hafizt handa um
hefndaraðgerðir áður en Hitler
hringdi því að hann var viss um að
hann mundi samþykkja þær. Her-
lögum var lýst yfir, miklum verð-
launum var heitið fyrir upplýs-
ingar, sem gætu leitt til handtöku
tilræðismannanna, skyndidóm-
stólar tóku til óspilltra málanna
og margar fjölskyldur voru teknar
af lífi fyrir að „samþykkja" til-
ræðið og fleiri sakir.
Skömmu fyrir kl. 11.30 um
kvöldið umkringdu SS-hermenn
Lidice, 500 ára gamalt tékkneskt
þorp rúmlega 30 km norðvestur af
Prag. Þorpið var einangrað frá
sveitinni í kring. Þorpsbúar voru
dregnir út úr rúmum sínum og
heimilum og þeim var sagt að
safnast saman á torginu með alla
peninga sína og önnur verðmæti.
Enginn vissi hvað var á seyði.
Börnin grétu, konurnar voru
hræddar og óttaslegnar ...
Einhvern tíma um nóttina var
körlunum og konunum stíað í