Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1980 41 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Ólafsvík Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaöið. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 6294 og afgreiðslunni í Reykjavík síma 83033. Blaðburðarfólk óskast í Ytri-Njarðvík. Uppl. í síma 3424. Kópavogsbúar Starfsmenn óskast til verksmiðjustarfa. Uppl. hjá yfirverkstjóra milli kl. 10 og 12 næstu daga, ekki svarað í síma. Málning hf. Kársnesbraut 32, Kópavogi. Störf á saumastofu TINNA h/f., Auðbrekku 34, Kópavogi, vill ráða nú þegar eöa eftir samkomulagi nokkr- ar sauma- og sníöakonur. Upplýsingar í síma 45050. Starfsfólk óskast til saumastarfa allan daginn. Prjónastofan löunn, Skerjabraut 1 Seltjarnarnesi Sölustjóri Okkur vantar strax dugmikinn mann til starfa viö sölustjórnun. Viðkomandi þarf að hafa reynslu í sölu og stjórnun á fólki. Fullkomin enskukunnátta algjört skilyrði. Þetta er krefjandi og skemmtilegt starf fyrir réttan mann. Umsóknareyðublöö liggja frammi á skrifstof- unni. Farið veröur með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Rolf Johansen & Company, Laugavegi 178. A Kópavogur — Sumarstörf Skrifstofustörf Óskaö er eftir starfskröftum í neðantalin störf: 1. Starf aðalbókara. 2. Starf bókara, vélritunarkunnátta nauð- synleg. 3. Starf ritara, vélritunarkunnátta nauðsyn- leg. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Þeir sem vildu sinna þessu eru vinsamlegast beönir að hafa samband við skrifstofuna. Upplýsingar um störfin ekki gefnar í síma. LANDSSMIDJAN Oskum eftir að ráða starfsfólk á verkstæði okkar. Uppl. gefnar á staðnum milli kl. 8—17, ekki í síma á mánudag. Tréval h.f., Nýbýlavegi 4. Oskum eftir starfsfólki til aðstoðar viö léttan iðnaö. Umsókn leggist inn á afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir 20.4. merkt: „T — 6435“. Vélritarar Góður vélritari óskast sem fyrst á innskriftar- borð. Stuttur vinnutími, gott kaup fyrir duglegan starfsmann. Prentsmiðjan Oddi hf. Bræöraborgarstíg 7. Afgreiðslumaður óskast í bílavarahlutaverslun sem fyrst. Tilboð með upplýsingum um aldur, fyrri störf og hvar unniö síðast, sendist augld. Mbl. merkt: „B — 6431“. Viljum ráða skrifstofumann til starfa. Verksvið m.a.: Gerð innflutn- ingsskjala, innheimta o.fl. skrifstofustörf. Vélritunarkunnátta nauösynleg. Tilboð með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist í Pósthólf 934 fyrir 16. þ.m. Ásgeir Einarsson h.f. Umboös- og heildverslun, Bergstaðastræti 13. Félagsmálstofnunin auglýsir eftir starfsfólki til eftirtalinna sumarstarfa: 1. íþróttavellir; aðstoöarfólk. 2. íþróttir og útilíf; leiðbeinendur (íþrótta- kennarar), og aðstoöarfólk. 3. Leikvellir; aðstoðarfólk. 4. Skólagaröar; leiðbeinendur og aðstoð- arfólk. 5. Starfsvellir; Leiðbeinendur og aðstoð- arfólk. 6. Vinnuskóli; Flokksstjórar. Umsókareyðublöð liggja frammi á félagsmálastofnuninni Álfhólsvegi 32 og þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 22. apríl n.k. Aldurs- lágmark umsækjenda er 16. ár. Félagsmálastjóri. Verksmiðjustjóri Viljum ráða verksmiðjustjóra að húsgagna- verksmiðjunni í Lágmúla 7. Hér er um að ræöa rekstrarlega og arðsem- islega stjórnun verksmiðjunnar, sem krefst stjórnunar- og skipulagshæfileika með mark- aössjónarmiö í huga. Þeir sem áhuga hafa á starfinu leggi inn nafn og heimilisfang með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf á skrifstofuna fyrir 20. þ.m. Farið verður með umsóknir sem trúnaðar- mál. Kristján Siggeirsson h.f. Laugavegi 13. ©St. Jósefsspítali Landakoti Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar Stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar til umsóknar, nú þegar, eöa eftir samkomulagi, á hinum ýmsu legudeildum, svo og á barnadeild. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkra- liða í sumarafleysingar á öllum deildum. Nánri upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 19600 milli kl. 11 og 15. Reykjavík 10. apríl 1980, St. Jósefsspítalinn, Landakoti. Lausar stöður Tvær fulltrúastöður við embætti ríkisskatt- stjóra eru lausar til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa lokið embættisprófi í viðskipta- fræði, lögfræði eða endurskoðun. Víötæk þekking á skattamálum, þjálfun og starfs- reynsla á sviði þeirra, sem umsækjandi án embættisprófs í áðurnefndum greinum hefur öölast, getur þó komið til álita við mat á umsóknum og ráðningu. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, skal senda ríkisskatt- stjóra, Skúlagötu 57, Reykjavík, fyrir 20 maí nk. Ríkisskattstjóri, 11. apríl 1980. Auglýsingasala í apríl Vantar samband við snjallt sölufólk til skorpuvinnu næstu daga og vikur. Góð laun. Tilboð merkt: „Auglýsingabæklingur á ensku — 6200“ leggist inn á augld. Mbl. strax. Vélvirki eða járniönaðarmaður vanur vélaviögeröum óskast. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra. Byggingariðjan hf. Breiðhöföa 10. Viljum ráða nú þegar starfskraft til símavörzlu og vélritunar. Tilboð merkt: „Sími — 6199“, óskast send Mbl. fyrir 17. þ.m. Saumakonur óskast hálfan og allan daginn. Upplýsingar f.h. Saumastofa Faco, Brautarholti 4, sími 17599. (2 mín. frá Hlemmtorgi). Húsgögn Húsgagnaverslun óskar eftir að ráða starfs- kraft til afgreiöslu og léttra skrifstofustarfa. Vinnutími frá kl. 1—6 e.h. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á afgr. Morgunblaðsins f. n.k. miðvikudagskvöld merkt: „Húsgögn — 6202“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.