Morgunblaðið - 13.04.1980, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1980
49
Fimm hressir með góðan iskjarna, sem tekinn var á um 250 metra dýpi og er því liðlega 400 ára
gamall. Frá vinstri: Niels Reeh, verkfræðingur, Jan Nielsen, rennismiður, Sigfús, Steffen Hansen,
rennismiður og Carsten Rygner, háskóianemi.
íslenzkt hugvit —
dönsk smíð fyrir
hátt í 150 milljónir
— Síðustu þrjú árin hef ég
unnið mjög mikið við hönnun og
smíði nýs bors, sem vinnur allt
öðruvísi, en borar hafa áður gert.
Hann er talsvert frábrugðinn öðr-
um borum og byggir mjög á
nýjustu tækni í tölvubúnaði. Þetta
er lítið og nett tæki og með
tölvuútbúnaði losnum við við,
mikinn og flókinn kapal niður með
bornum. Við þurfum ekki nema
einn þráð til þess að senda upplýs-
ingar niður eða til að fá þær til
baka.
— Borinn gengur fyrir rafhlöðu
og hún er síðan hlaðinn meðan
verið er að hífa borinn upp eða
setja hann niður. Þó svo að ég hafi
hannað þennan bor, þá telst hann
vera dönsk smíð, þar sem hann er
unninn á vegum danskra aðila. Ég
gæti trúað að ætla mætti kostnað-
inn um 2 milljónir danskar krónur
eða hátt í 150 milljónir íslenzkar
krónur þegar allt kemur til alls.
—Við prófuðum þennan bor á
Grænlandsjökli í fyrra og boruð-
um þá niður á um 250 metra og
borinn gaf ágæta raun. í sumar er
ætlunin að bora með honum 2
þúsund metra niður, en bækistöð
okkar er í 2700 metra hæð yfir
sjávarmáli, en bergið tekur við af
ísnum í um 700 metra hæð.
—Ef okkur tekst þessi ætlan
okkar fáum við samfelldan
ískjarna síðustu 100 þúsund ára og
þar er því mikla sögu að finna. Ef
við færum norðar inn á hájökul-
inn fengjum við jafnvel ískjarna
síðustu 500 þúsund ára. I rauninni
var alltaf ætlunin að byrja þessar
rannsóknir þar, en því var frestað
vegna mikils kostnaðar. Framhald
þessarar rannsókna fer mikið eftir
því hvernig gengur í sumar, segir
Sigfús Johnsen og við látum þessi
orð hans verða þau síðustu í þessu
spjalli.
— áij
Skrá um fjölda bjarnfelda í máldögum.
tímabil i! i- {! 3 5 g -o .« *l “2 ■23 “ e §£ « w S 4 ® c E- aS aS 3 2 « §3 S §• § ~ ’d r-4 || a| fh 12 3S 1a
1101-1200 1201-1250 1251-1300 1301-1350 1351-1400 1401-1460 1451-1500 1501-1550 1551-1570 13 0 14 1 1 28 1 1 87 4 4 384 15 10 7 1 1 205 0 16 0 269 2 2 94 19 22 121 27 34 6 0 66 3 2 17 4 6 12 0
alls 1023 22 19 316 53 64
Aths. Stefánsmáldagar Skálholtsbiskupsdæmis eru hér allir taldir til tímabilsins 1451-1500, þótt hæpið sé. Segja má, a8 alls sé 101 sinni nefnd- ur bjamfeldur í öllum máldögum, og er hér taliB, a8 18 sinnum séu þeir tvi- e8a fleirtaldir, en sú tala er umdeilanleg.
Árið 1975 gaf Björn Teitsson, nú skólameistari á ísafirði, út
sérprentun úr afmælisriti Björns Sigfússonar. Kallar Björn ritið
„Bjarnfeldir i máldögum“. Það er reynt að gera sér grein fyrir
kuldaskeiðum á íslandi með tilvitnun i kirkjumáldaga um bjarndýra-
skinn i eigu kirkjunnar. Bendir þetta til kuldaskeiðs á 14. öld, sem
kemur mjög vel heim og saman við mælingar á Crete-kjarnanum.
°c
meðaltal áranna 1870 til 1970. C) Liklega þróun ef koltvísýr-
ingsmengunin hefði ekki komið til. D) Væntanleg breyting á
hitastigi á Norðurhveli jarðar vegna síaukinnar koltvísýrings-
mengunar. E) Sama og d, en á aðeins við heimskautasvæðin.