Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 7 Hvar eru snillingarnir? Mikið upphlaup hefur orðið í Þjóðviljanum og liði kommúnista vegna útvarpsþáttar, sem Vil- mundur Gylfason stóð að og valdi efni í á páskadag samkvæmt beiðni út- varpsráðs. Finnst komm- únistum sem lítið hafi verið gert úr sögulegum átrúnaðargoðum þeirra í þættinum og þeim smá- atriðum nokkrum, sem þeir telja, að hafi skipt sköpum í íslandssögunni, sé hún skoðuð í marxísku Ijósi þjóðfrelsisbarátt- unnar. Hefur fulltrúi þeirra í útvarpsráði látið bóka, að honum þyki „leitt til þess að vita aö þáttur sem þessi skuli nýttur til svo einstreng- ingslegrar innrætingar". Eins og gefur að skilja þykir Vilmundi Gylfasyni það koma úr höröustu átt, þegar fulltrúi komm- únista fer að saka aðra um innnrætingu og hann segir með sínu lagi í grein í Alþýðublaöinu á þriðjudag, sem ber yfir- skriftina: Kommaintel- ektið er á hraðri niður- leiðl: „Það er raunar orðið helvíti hart, þegar komm- únistar, sem eitt sinn státuðu af Kristni And- réssyni, Halldóri Laxness, Ólafi Jóhanni Sigurðs- syni, Jóhannesi úr Kötl- um, Sverri Kristjánssyni og miklu fleiri snillingum, gáfu út Rauða penna, eru nú orönir eins og tvíkynja kerlingar, væla og barma sér, og óttast ekkert meir en innrætingu í skól- uml... Og þeir heimta í raun ritskoðun og ritbann — eiga það svar eitt við sagnfræðilegum sann- indum.“ Ritskoöun og ritbann Þeir, sem haft hafa langlundargeð til þess að fylgjast meö því uppgjöri, sem nú virðist fara fram meðal kommúnista um efni og útgáfuhætti Þjóð- viljans, þurfa ekki að undrast þótt ritskoðun og ritbann séu ofarlega í huga þeirra, sem nálægt blaöinu standa. Deilurnar um Þjóðvilj- ann eru nefnilega að öðr- um þræði um þaö, að blaöið hafi ekki verið nægilega litað af sósí- alískum viöhorfum. Þaö lúti alltof lágt í fréttavali sínu og segi frá atburðum án þess að setja þá inn í marxískt samhengi og leyfi sér að birta viðtöl viö „pokapresta" og Morgunblaðsritstjóra. Hvaðan kemur þessi gagnrýni, spyrja menn og hugsa sem svo, að hún hljóti að vera sett fram af gömlu brautryðjendun- um, sem aldrei hafa bilað t trúnni. Nei, svo er ekki. Þessar kröfur um rit- skoðun og ritbann koma frá ungum fullhugum, sem jafnvel er gjarnt að kenna andstæðinga sína við fasisma. Fróðlegt væri aö sjá skilgreiningu þeirra á því undir hvaða stjórnmálastefnu slík pólitísk uppljómuð fréttaskrif og þröngsýnt manngreinarálit fellur næst kommúnismanum. Stórsnill- ingurinn Eins og greint var frá hér í síðustu viku notaði Ólafur Ragnar Grímsson gestrisni Alþingis til að dreifa til bandarískra þíngmanna áróðursmiða herstöðvaandstæðinga. Menn veltu því mjög fyrir sér, hvernig Ólafi hefði dottið í hug að fremja þau veisluspjöll. I Þjóð- viljanum á föstudag svar- ar Ólafur Ragnar spurn- ingunni um þetta og seg- ir: „Sendiherra Banda- ríkjanna tjáði mér að ekki væri rúm í dagskránni fyrir sérstakan viðræðu- fund af þessu tagi en benti á móttöku Alþingis og önnur tækifæri sem þegar væru ákveðin í dagskránni til að kynna sjónarmið okkar.“ Ólafur Ragnar hefur sem sé tekið til máls í hádegisverði Alþingís að sérstakri ábendingu bandaríska sendiherrans, ef marka má ofangreind ummæli. Hlýtur það að vera sérstakt gleöiefni fyrir herstöðvaandstæð- inga að komast að raun um, hve náið samband Ólafs Ragnars er við bandaríska sendiráðið, að hann skuli leita þang- að til að fá ráð um það, hvernig hann skuli koma áróörinum á framfæri. Er þess að vænta, aö þessi aðferð Ólafs Ragnars verði notuð oftar af her- stöðvaandstæðingum til dæmis þegar fastafloti Atlantshafsbandalagsins kemur næst í heimsókn hingað til lands. Þriðjudagur 15. aprll 1990 Kommaintelektið er á hradri niðurleið! I lilcnikrl »o*u A Pal ckki minml J ifif rvinlrf* (trBur at «m varpartti. aft kommi nokkur. Olafur R Einaraaon aandi fra tar lanfa bðkun vtgna ulvarpaþattar a»m *« hafti lckit aaman a«m Dafakrl I rina klukkuatund fyrlr ptakadag. og fjaUati um mihlunar mann I lalanakri adgu alhuatu hundraS ara ada avo Alyktun þaaai «r b»6i furftulag og harmabgulcg HUn «r furbuicg v«gna ■ ,.Þeð er reunar orðlö helvffl hart." segir Vilmundur Gylfason. I þessari grein. ..þegar kommúnlstar. sem eitt slnn státuóu at Kristni Andréssyni, Halldórl Laxness. ólafi Jóhanni Sigurðssyni. Jóhannesi úr Kötlum, Sverri Krlstjánssyni og miklu f leirl snlllingum er gáf u úf Rauða penna. eru nú orðnir elns og tvlkynja kellingar. vala og barma sér. og óttast ekke^m^^ I I I I I I I I I I I «J Varanleg álklæoning á allt húsið A/klæðning er lausn á f jöldamörgum vandamálum sem upp koma, s.s. steypuskemmdum, hitatapi, leka o.fl. Fæst í mörgum litum, sem eru innbrenndir og þarf aldrei að mála. A/klæðning gerir meir en að borga sig, þegar til lengdar lætur. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7. REYKJAVlK - SlM' 22000 - PÓSTHÖLF 1012. Brottfarardagar sumarið 1980: 18. apríl 9. maí 23. maí 30. maí 13. júní 20. júní 4. júli 11. júlí 25. júlf 1. ágúst 15. ágúst 22. ágúst 5. september 12. september 3. október SELJUM FARSEÐLA UM ALLAN HEIM A HAGSTÆÐASTA VERÐI aFerðamiðstöðin hf. A k ■ . . • rs 4 4 eir-P* 4 jm Aðalstræti 9 — Símar 11255 - 12940 Hjúkrunarfræðing í föstu starfi aö Sólvangi Hafnarfiröi vantar 2ja—3ja herb. íbúö til leigu nú þegar eða sem allra fyrst. Þá óskast og hjúkrunarfræöingar til starfa í sumar, vegna afleysinga. Frekari upplýsingar veita hjúkrun- arforstjórinn og forstjóri Sólvangs. Sími 50281. Kjartan Asmundsson, ^ullsmíöaverkstæði, Aðalstræti 8 LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — Málning og málningarvörur Afsláttur Kaupir þú fyrir: 30—50 þús. veitum við 10% afslátt. Kaupir þú umfram 50 þús. veitum við 15% afslátt. Þetta er málningarafslóttur í Litaveri fyrir alla þé, sem eru að byggja, breyta eða bæta. Líttu við í Litaveri, því það Hefur óvatit borgaö sig. r LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — » Sölumannadeild V.R. Kvöldverðar- fundur Kvöldverðarfundur verður haldinn fimmtudaginn 17. apríl n.k. aö HÓT- EL ESJU 2. hæð kl. 19.30. Fundarefni: Rísa heimilin undir greiðslu skatt- anna í ár? Frummælendur: Sighvatur Björgvinsson Aiþingis- maöur. Halldór Ágrímsson Alþingismaður. Allir félagar Verslunarmannafélags Reykjavíkur velkomnir. Muniö: fimmtudaginn 17. apríl kl. 19.30. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.