Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1980 45 jd /•* VELVAKANDI % SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI ay i/jsurm-ujj'Li ir vegna allir viðstaddir, eða þeir, sem yfirleitt geta sungið, skuli ekki gera það. Sálmabækur gætu verið við höndina fyrir alla eins og við venjulegar guðsþjónustur. Jafnvel, þegar versið „Son Guðs ertu með sanni“ er sungið standa að vísu allir upp, en sem tungu- lausir væru, hversu heitt sem þeir annars kunna að þrá að taka undir með kórnum, en það mundi brjóta í bága við hið venjulega. Á mig persónulega hafa jarðarfarir allt- af verkað fremur lamandi, það er eins og skuggi dauðans hvíli yfir höfðum okkar tímans barna af meiri þunga en ella, því þá ekki að lyfta huganum í hæðir með heilög- um söng. Ekkert hefur sálina betur yfir skugga dauðans en söngur og bæn. Eg hef oft fundið sannleiksgildi þessara ljóðlína: „Ef að dimma og sorg að mér sækir, fyrir sönginn ég mesta hef þörf.“ Ég minnist atburðar, sem átti sér stað fyrir nokkrum árum. Það var verið að jarðsyngja 11 ára dreng, sem dáið hafði af slysför- um. Ég sat næstum frammi við dyr. Þegar einn sálmur hafði verið sunginn kom inn í kirkjuna telpa á að giska 10—11 ára. Hún settist hjá mér. Ég sá að hún var hrygg. Annað slagið teygði hún úr hálsin- um til að horfa þangað sem kista leikfélagans eða skólabróðurins stóð. Svo þegar sálmurinn „Á hendur fel þú honum" var sung- inn, hóf litla stúlkan upp röddina og söng allan sálminn til enda með sinni hreinu og skæru barnsrödd, sem þó var full af trega. Hún var ekkert að hugsa um hvað aðrir gerðu, en hún létti á litlu hjarta, sem grét með því að syngja. Áður en síðasti sálmurinn var sunginn hvarf hún út úr kirkjunni eins hljóðlega og hún kom. Hún hafði afrekað tvennt, sungið bernskuvin sinn inn í himininn og eftir skilið mér fagra minningu, sem mér mun seint gleymast. Sigurborg Eyjólfsdóttir. • Hver velur leikrit útvarpsins? Velvakandi góður Hver er það sem velur leikrit, sem flutt eru á fimmtudagskvöld- um í ríkisútvarpinu? Þegar ég settist niður fimmtu- dagskvöldið 10. apríl til að hlusta á leikritið „Börn mánans", gekk svo yfir mig, að ég átti ekki nógu sterk orð til að lýsa óánægju minni með hvað þeir hjá útvarp- inu bjóða fólki upp á. Ekkert nema bölv og klám. Hver getur haft gaman af slíku. Geta þeir virkilega ekki fundið eitthvað uppbyggilegra til að flytja hjá þessu menningartæki? Sárreið sveitakona. Þessir hringdu . . . • Ekki er öll vitleysan eins Maður sem óskar að kalia sig skattpíndan þjóðfélagsþegn hringdi: Ekki er öll vitleysan eins hjá þessu blessaða ríkisútvarpi okkar. Útsendingar þessa dæmalausa, forna gufuradíós hafa verið þann- ig í gegnum árin, að ekki hefur verið nokkur leið að hlusta á nokkurt tónverk. Þó hef ég aldrei gefið upp vonina um að útsend- ingar hæfust í steríó og reyndar er ég sá eini í stórum kunningjahópi, því allir þeir sem ég þekki og unna tónlist hafa fyrir löngu fjárfest í dýrum hljómburðar-„græjum“. Nú berast þær fréttir að hefja eigi útsendingar á stuttbylgju. Til hvers? Jú, til að senda út á kvöldin stuttar fréttir og fréttaskýringar til útlanda. Fyrir hverja? Jú, SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Buenos Áires í Argentínu í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Bent Larsens, Danmörku, sem hafði hvítt og átti leik, og Franco, Paraguay. 19. f4! - gxf4, 20. e5! - Df5, 21. Hxg7 — fxe3, 22. Dxe3 — Dxh5, 23. Dg3 og svartur gafst upp. Hvítur hótar einfaldlega 24. Hh7+! Larsen var í banastuði á þessu móti og sigraði með miklum yfir- burðum, hlaut 11 vinninga af 13 mögulegum. Hvorki meira né minna en þrem vinningum minna hlutu næstu menn, þeir Anders- son, Miles, Spassky og Najdorf. áreiðanlega til íslenzkra náms- manna, sem lifa á okkur skatt- borgurunum á erlendri grund. Það skulu forráðamenn ríkis- útvarpsins vita, að áreiðanlega er ekki einn einasti námsmaður heima við til að umsnúa öllum skífum og tökkum í von um að heyra' fréttir „að heiman". Nei, þeir eru örugglega allir á næstu bjórkrá til að nýta vel dvalar- tímann erlendis til að njóta þess, sem ekki er hægt að njóta á Fróni. Afsökunin fyrir að ekki hefur verið hægt að fjárfesta í steríó- tækjum hefur löngum verið að ríkisútvarpið sé fjársvelt. En það er ekki furða, ef peningarnir eru notaðir í slíka vitleysu. Kassettur beztu kaup landsins CONCERTONE 1 ■- ia IClY ttóÚf * 1 spóla 5 spólur 60 mínútur kr. 900 kr. 4000 Heildsölu 90 mínútur kr. 1100 kr. 5000 birgðir Versliðíaérverslunmeð +S) ( ^ j UTASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI AxWfXCC. 29800 VbÚÐIN Skipholti19 RAUSA FJÖÐRIN til hjálpar heymarskertum Söludagar: 18., 19. og 20. april

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.