Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 13 Norrænn vefnaður á Kjarvalsstöðum Myndllst eítir VALTÝ PÉTURSSON Báðir salir og allir gangar eru nú undirlagðir af hinni umfangs- miklu vefnaðar-sýningu Nordisk Textiltriennal 1979-80. Eins og sjá má á nafni sýningarinnar, en það hugmyndin, að þessi sýning verði til hvert þriðja ár. Það eru einmitt þrjú ár síðan við fengum að sjá hina fyrstu þessarar teg- undar, og nú hefur þessi sýning farið um öll Norðurlönd, og enda- spretturinn er Reykjavík. Eins og lætur nærri, er forvitnilegt að fá sýningar sem þessa í heimsókn. Eg hafði mikla ánægju af fyrstu sýningu þessarar gerðar, er var hér á sínum tíma, eins og áður segir. Sýning þessa árs er nokkuð misjöfn. Enda vart að búast við öðru, þar sem um svo stóran hóp vefara er að ræða, og þar að auki eru sýnendur sprottnir úr mis- jöfnum jarðvegi. Það er að segja, hafa mismikla hefð að baki sér og vinna við ýmsar aðstæður, sem ekki skulu nánar raktar hér, end er ég ekki nægilega fróður um þá hluti til að gera þá að umtalsefni. Ef mér skjátlast ekki, er þessi sýning ekki eins vel valin og sú fyrsta. Hún virðist ekki eins fersk og nýstárleg og sú fyrri. Það er eins og maður hitti gamla kunn- ingja í sumum þessara verka, og það gæti læðst inn í huga manna, að annaðhvort hefðu engir nýir vefarar komið fram á Norðurlönd- um, eða að þröng sjónarmið hafi ráðið valinu. Hvað sem veldur, varð áhugi minn á þessar sýningu ekki eins mikill og á hinni fyrstu. Ef til vill er of stuttur tími liðinn, síðan við fengum að sjá þessa veflist? Ekkert skal ég fullyrða um það, en hinu get ég ekki leynt, að margt af þessum sýningarmun- um gerðu mér ekki rúmrusk, ef svo mætti til orða taka. Auðvitað eru þarna sérlega vel gerðir munir og sitthvað, sem lætur til sín taka, en megnið er "ekki nema til að sanna, að á Norðurlöndum eru til vefarar, sem kunna sitt handverk. Flest eru þetta konur, en aðeins örfáir karlmenn. Á sýningunni eru yfir níutíu verk og kennir þar eðlilega ýmissa grasa. Ógerningur er í stuttri umsögn að tína, nema einstaka hluti fram. Janne Mandrup á þarna mjög einfalt og fallegt verk, sem heitir Billed- tæppe i tre delar, einnig mætti benda á stórt verk eftir Jette Navers, sem sópar að. Astrid 16. En av tre delar Eftir Kim Naver 52. Stengsler Eftir Inger-Johanne Brautaset 44. Atlantis Eftir Ásgerður Búadóttir Andressen Geyti stendur sig ágætlega fyrir hönd Færeyja. Frá Finnlandi nefni ég Yosi Anaya, Sirkka Lehto, Irja Mikkola. As- gerður Búdóttir er sú af okkar kvinnum, sem gerir garðinn fræg- an. Synnöve Anker Aurdal á þarna feikna fallegt teppi, sama verður sagt um verk No. 53 eftir Kari Björg Ile, og Ingunn Skog- holt á eitt fegursta verk á þessari sýningu. Þá kemur Nellie Ander- son, sem nær furðu miklum mál- verkaáhrifum í teppi sín, en hvort það eykur gildi vefnaðar eður ei, skal látið ósagt hér. En það vekur eftirtekt. Birgitta Modig á þarna einnig athyglisvert teppi. Það væri ástæða til að nefna fjölda annarra vefara í þessi skrifi, en upptalningar eru ætíð bæði leiðinlegar og ólæsilegar, svo að við skulum ekki fara lengra í þeim sálmum. Heildarsvipur þessa Triennale er að sumu leyti skemmtilegur, en samt finnst mér eins og hér sé á ferð sýning, sem bætir ekki mikið við þá, er var hér fyrir þrem árum. Þarna kennir mjög margrar tæknilegrar full- komnunar, sem er aðeins fyrir sérfræðinga í vefnaði að fást við. Þrátt fyrir fávisku á þessu sviði, er ég viss um, að vefnaður þessi er í heild norrænu fólki til sóma. En það er ekki allt með felldu við þessa sýningu, hvað það er, veit ég ekki, en segja mætti mér, að nokkuð þröngt væri hugsað á stundum. Þessi sýning er stór viðburður í listalífi okkar hér í borg, en það er annar viðburður á ferð á sama tíma í Norræna húsinu, og er það ef til vill heldur mikið fyrir okkur að kingja þessu öllu á sömu vikum. En þetta eru gerólíkir viðburðir, og við ættum að geta melt eitt- hvað af því, sem til boða er, ef við kunnum okkur hóf. Hér er á ferð samnorrænt átak, sem er til fyrir- myndar. Mikil og vel gerð sýn- ingarskrá fylgir þesum verkum og er eigulegur gripur. Ef ekki kæmi til kraftar frá öllum þessum þjóðum, væri óhugsandi, að slíkar sýningar gætu orðið að veruleika og farið um þær lendur, sem núverandi sýning hefur gert. Þannig mætti norræn samvinna vera á fleiri sviðum, en við skulum ekki fara nánar út í það að sinni. Það er vafalítið, að margir eiga erindi á þessa sýningu, og ég vil hvetja fólk til að heimsækja Kjarvalsstaði. Það hefur ætíð ver- ið nokkuð um vefnað á íslandi, og ég trúi því ekki, að áhugi f ólks eigi ekki enn eftir að fá byr undir vængi í sambandi við þessa skemmtilegu og fallegu listgrein. Átthagakóramót Samkór Selfoss og Árnes- ingakórinn í Reykjavík héldu tónleika í Bústaðakirkju um síðustu helgi og fluttu aðallega söngva í svo nefndum ættjarð- arlaga-stíl. Samkór Selfoss flutti lög eftir söngstjórann Björgvin Þ. Valdimarsson, Sigvalda Kaldalóns, Pálmar Þ. Eyjólfs- son, Sigurð Ágústsson, Þórarin Guðmundsson og Sigfús Hall- dórsson. Auk þess flutti kórinn Undir bláum sólarsali, í útsetn- ingu Emils Thoroddsens, og Anvilkórinn eftir Verdi. Það var á köflum fallegur hljómur í kórnum en flest lögin eru þannig að gerð, að lítið reynir á annað en að syngja hreint, nema þá helst í útsetningu Emils og svo Anvil-kórnum eftir Verdi. Af þeim lögum er undirritaður hef- ur ekki áður heyrt er lag söng- stjórans, við kvæðið Selfoss eftir Frímann Einarsson, og lag Pálmars Þ. Eyjólfssonar, við kvæðið Svarfaðardalur eftir Hugrúnu, það áheyrilegasta. Grátittlingurinn eftir Sigurð Ágústsson er stærra að gerð en fyrrnefnd lög, en óþægilega laust í formi og klofið sundur með smekklausum milliþáttum fyrir píanó. Um útsetningar söngstjórans á lögunum eftir Þórarin Guðmundsson og Sigfús Halldórsson er það að segja, að tæplega er rétt að kalla þær meira en umritun fyrir kór, þar sem stuðst er við hljómsetningu frumgerðarinnar. Oðru máli gegnir um útfærslu söngstjórans á lagi Sigvalda Kaldalóns við Sprengisand Gríms Thomsens. Eitt mætti laga í þeirri radd- setningu og það er millisöngs- atriðið á undan þriðja erindinu. Trúlega yrði það áhrifameira samtengt við lagið í stað þess að vera sjálfstætt millispil og rjúfa þar með spennuna í laginu. Eftir hlé söng Árnesingakór- inn í Reykjavík undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur lög eftir Brahms, Mendelssohn, Bellman og undirritaðan. Þrátt fyrir fá- menni var söngur kórsins snot- urlega útfærður. Það ber að hafa í huga að báðir stjórnendurnir eru ungir og eiga margt eftir Tónllst eftirJÓN ÁSGEIRSSON ólært og ekki síður kórfólkið. Efnisskrá Árnesingakórsins er nokkuð erfið og þess gætti í flutningi kórsins, sérstaklega í þeim lögum er reyndu á radd- gæði söngfólksins. Tónleikunum lauk með samsöng kóranna. Sameiginlega hefðu kórarnir mátt syngja fleiri lög. Undirleik- ari með Samkór Selfoss var Geirþrúður Bogadóttir sem skil- aði sínu verki mjög smekklega. Jón Ásgeirsson. Til styrktar góðu málef ni Hamrahlíðarkórinn og Lúðra- flokkur Kópavogs héldu tónleika sl. sunnudag til að safna fé til byggingar aldraðra í Kópavogi. Ekki verður hrópað húrra fyrir Kópverjum vegna mikillar að- sóknar og vantaði nokkuð á að unga fólkið hefði erindi sem erfiði. Bernharður Guðmunds- son stjórnaði skemmtuninni og kvað það öllum mönnum sameig- inlegt að eldast. Vonandi þurfa þeir, er ekki höfðu tíma til að ljá þessu unga fólki lið, aldrei að vera upp á aðra komnir með skjól og atlæti, er Elli kerling hefur knésett þá. Þ6 svo að Kópverjar létu sitt eftir liggja var engan bilbug að finna á ungmennunum er komu fram. Tónleikarnir voru sérkennilegt sýnishorn tveggja ólíkra þátta í tónmennt þjóðarinnar. Hamra- hlíðarkórinn hóf tónleikana og kom kórinn syngjandi inn í salinn, fulltrúar nýrrar kynslóð- ar, sem hefur gróðursett lífstré sitt í fegurð og heilbrigði, full- trúar fegursta æskufólks, sem fagnað hefur vori á íslandi. Kórinn söng undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur þjóðlög frá ýmsum löndum, ítalska madrig- ala og íslensk lög. Kórinn flutti söngva sína frábærlega vel. Það, sem er sérkennilegt við söng þeirra, er að hver einstaklingur í kórnum er að tjá sig sjálfur, en ekki aðeins að þjóna undir ein- hverja stjórnun. Það er þessi hæfileiki Þorgerðar að einstakl ingarnir verða sjálfstæðir og frjálsir í samvirkri athöfn, undir strangri stjórn hennar. Eitt eftirtektarverðasta lagið, sem kórinn söng að þessu sinni, var ítalskur madrigal. Lagið er sennilega frá fyrri hluta 16. aldar og í líkum stíl og tönsmíð- ar eftir Jakob Arcadelt (1514— 1567), en á handriti er ekki getið höfundar. Þorgerður lét þess getið, er hún kynnti lagið, að það hefði fundist í Svíþjóð og er talið að þangað hafi það borist með sænskum námsmönnum á 16. eða 17. öld. Hornaflokkur Kópa- vogs var næst á dagskrá og flutti marsa, valsa og alls konar tón- list. Með hljómsveitinni léku tvö ungmenni einleik og fórst það vel úr hendi. Tónleikunum lauk svo með því að kórinn og Horna- flokkurinn sungu og léku ísland ögrum skorið, eftir Sigvalda Kaldalóns, en hijómleikagestir stóðu upp og sungu^með. Jón Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.