Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 27 Þingfréttir í stuttu máli: Stórvirkjun utan eldvirknisvæða: Jökulsá í Fljóts- dal eða Blanda? Næsta stór- virkjun utan eldvirknisvæða Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, sagði í svari við fyrirspurn frá Lárusi Jónssyni (S), að næsta stórvirkjun yrði væntanlega utan eldvirknisvæða. í fjárlögum væru 500 m. kr. að mestu markaðar rannsóknum á Jökulsárvirkjun í Fljótsdal en í fjárlagadæmi Orkustofnunar væri séð fyrir fjármagni til framhalds- athugana við Blöndu. Hinsvegar væri enn ekki ákveðið, hvort Jökulsá eða Blanda yrði næsta stórvirkjunarverkefni. Eftir að sú ákvörðun yrði tekin færi a.m.k. 1 ár í gerð útboðsgagna. Sverrir Hermannsson (S) gagn- rýndi m.a. þá umframaðstöðu sem Landsvirkjun hefði haft í samráði við aðra virkjunaraðila til að hafa ætíð tiltækan fullhannaðan virkj- unarmöguleika, er raforkuþörf kallaði á virkjunarframkvæmdir. Hér þyrfti að koma á sams konar aðstöðu svo hagkvæmustu virkj- unarkostir hverju sinni væru ljós- ir. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) taldi einsýnt að stefna að Blöndu- virkjun, sem lengst væri komin í athugun virkjunarkosta utan eld- virknisvæða, og auk þess hag- kvæmasti kosturinn. Minnti hann á nauðsyn orku vegna iðnaðarupp- byggingar á Norðurlandi og fjall- aði um hugsanlega steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki. Lárus Jónsson (S) þakkaði svör ráðherra en taldi varhugavert að dreifa athygli og athugun á virkj- unarkostum utan eldvirknisvæða um of, enda kynni slíkt að auka á það forskot sem Landsvirkjun hefði umfram aðra virkjunarkosti. Tekjuskatts- stiginn: Utvarps- umræða í kvöld ÁKVEÐIÐ er að útvarpa 3ju umræðu um skatt- stiga 1980 (frumvarp til breytinga á lögum um tekju- og eignaskatt), sem fram fara á Alþingi í kvöld kl. 8. Útvarps- umræða fer fram að kröfu Alþýðuflokksins. Röð flokkanna verður: Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag, Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknar- flokkur. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins í umræðunni verða Lárus Jónsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem jafnframt eru full- trúar þingflokksins í fjárhagsnefnd þingdeild- arinnar. Ræðumenn Al- þýðuflokks verða Eiður Guðnason, Karl Steinar Guðnason og Kjartan Jóhannsson. Þingsíðu Mbl. var ekki kunnugt um ræðumenn stjórnarl- iða. Pálmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra sagði hagkvæmni ætti að ráða vali næsta virkjunarverk- efnis en samkvæmt stjórnarsátt- mála ætti það að verða utan eldvirknisvæða. Bætt skipan íslenzkra launa- og kjaramála Sigurlaug Bjarnadóttir (S) mælti sl. mánudag fyrir tillögu, sem hún flytur ásamt Pétri Sig- urðssyni (S) og Páli Péturssyni (F) um samstarfsnefnd stjórn- valda og aðila vinnumarkaðar til að gera tillögur um bætta skipan íslenzkra launa- og kjaramála, hvern veg einfalda megi og sam- ræma uppbyggingu launakerfa í landinu og koma við eðlilegum kjararannsóknum. Þingsíða Mbl. birti þessa tillögu ásamt greinar- gerð í heild fyrir skemmstu. Simagjöld og ellilífeyrisþegar Guðrún Helgadóttir (Abl.) mælti sl. mánudag fyrir tillögu til þingsályktunar um að eftirgöf af afnotagjaldi síma hjá elli- og örorkulífeyrisþegum nái til allra sérbyggðra íbuða fyrir viðkom- endur. Til máls tóku auk GH Salóme Þorkelsdóttir (S) og Ha- lldór Blöndal (S). Þau hús, sem þessi eftirgjöf nær ekki til í framkvæmd nú eru að Dalbraut 27, Hrafnistu o.fl., sem þingmenn töldu að ættu að koma inn í þennan afsláttarramma. F ramf ærsluvisitala ólafur Þ. Þórðarson (F) hélt sama dag áfram máli sínu fyrir tillögu um útreikning framfærslu- vísitölu í hverju kjördæmi en ekki Reykjavík einni eins og nú væri. Harmaði hann að félagsmálaráð- herra væri ekki viðstaddur um- ræðuna og fór hörðum orðum um gagnrýni ráðherra á setja fleiri og öryggari fætur undir framfærslu- forsendur vísitöluútreiknings, en fólk í strjálbýli byggi að ýmsu leiti við hærri framfærslu en aðrir. Ný aðferð við áætlanagerð Friðrik Sophusson (S) mælti sl. mánudag fyrir tillögu sem hann flytur ásamt Lárusi Jónssyni, Pálma Jónssyi og Friðjóni Þórðar- syni um að fjárveitingar hins opinbera skuli verða óbundnar af fyrri fjárveitingum, þannig að verkefni komi til endurskoðunar frá grunni við fjárlagagerð. Því skori Alþingi á ríkisstjórn að beita sér fyrir því að „rekstrar- og fjá ’hagsáætlanir" verði svo sem við verður komið reistar á svokðll- uðum milligrunni. Mbl. hefur áður greint frá greinargerð með þessari tillögu, en þar segir m.a.: „Einn þátturinn í baráttunni gegn of miklum ríkisumsvifum er gerbreyting á fjárlagagerðinni. Þetta kemur m.a. fram í stefnuyf- irlýsingu Sjálfstæðisflokksins, þar sem orðrétt segir: „Fjárveitingar til opinberrar starfsemi verði óbundnar af fyrri fjárveitingum þannig að öll verkefni komi til endurskoðunar frá grunni við fjárlagagerð". Á 100. löggjafar- þinginu fluttu flm. þessarar þing- sályktunartillögu ásamt Ellert B. Schram tillögu um sama efni, eins og síðar verður vikið að, en hún varð ekki útrædd." Frá fundi fulltrúa lagmetisiðjanna sem aðild eiga að Sölustofnun lagmetis. I ræðustól er Eyþór ólafsson sölustjóri stofnunarinnar. Útflutningur lagmetis hef ur aukist með til- komu Sölustofnunarinnar — en þó hvergi nærri eins og vonast var til i upphafi STJÓRN Sölustofnunar lagmetis hélt fyrir skömmu fund með fréttamönnum, þar sem málefni stofnunarinnar voru kynnt og jafnframt skýrt frá fulltrúaráðsfundi stofnunar- innar, sem haldinn var í marzlok. Kom fram á fundinum, að á þeim liðlega sjö árum sem liðin eru frá stofnun Sölustofnunarinnar hefur útflutningur lagmetis aukist talsvert, en þó hvergi nærri eins og vonast var til'í upphafi. Kom fram á fundinum. að hluti þess árangurs, sem náðst hefði, væri fólginn í fyllri þekkingu en áður á hinum ytri aðstæðum. þ.e. mörkuðunum og samkeppnismöguleikum iðnaðarins við hina erlendu keppinauta, svo og betri mynd en áður af vandamálum iðnaðarins heima fyrir. Það kom fram, að það væri álit framleiðenda, sem aðild eiga að Sölustofnuninni, að skipan sölumála væri nú þannig, að ekki væri að vænta verulegrar aukn- ingar á útflutningi með beinum söluaðgerðum, heldur þyrfti nú að einbeita sér að aðstöðu iðn- greinarinnar varðandi sjálfa framleiðsluna. Meðan svo væri bæri jafnvel að breyta sölustarfi eins og nú hefur verið gert og einbeita sér að hefðbundnum mörkuðum og hinum mikilvæg- ari markaðssvæðum. Fulltrúar Sölustofnunarinnar á fréttamannafundinum sögðu, að lagmetisiðnaður á íslandi ætti við sömu aðstæður og erfið- leika að glíma og aðrar fram- leiðslu- og útflutningsgreinar. Misræmi í tilkostnaði við fram- leiðsluna annars vegar og geng- isskráningu hins vegar vægju þar einna sterkast ásamt vaxta- hækkunum. Uppsöfnun skatta, tollar hjá Efnahagsbandalags- löndunum og niðurgreiðslur á framleiðslukostnaði í sam- keppnislöndum okkar spilltu mjög samkeppnisaðstöðunni auk ýmissa annarra sérstakra erfið- leika hjá iðnaðinum. Þeir sögðu einnig, að viður- kenna bæri mikilvægi þess vinnslustigs í lagmetisiðnaði, er nefna mætti frumvinnslustig, þ.e. hráefnisöflunin. Hráefnis- öflun hefði verið fyrirtækjunum gífurlega örðug og hefði sá vandi dregið úr sölumöguleikum. Skapa yrði fyrirtækjunum að- stöðu til að afla hráefnisins sjálf og vinna það, þar eða sannað væri að það leiddi til lægra kostnaðarverðs á hráefninu. Skilningur opinberra aðila og lánadrottna á þessu mikilvæga atriði þyrfti að aukast og gæti það ráðið úrslitum um sam- keppnishæfni iðnaðarins á næstu árum. Forsvarsmenn Sölustofnunar- innar sögðu á fundinum, að á fundi lagmetisframleiðenda hefði gæðaeftirlit verið talsvert til umræðu, og það væri mönnum vonbrigði að sjávarút- vegsráðuneytið hefði ekki enn gefið út reglugerð um fram- leiðslu, eftirlit og útflutning á lagmeti. Það væri stefna aðildar- verksmiðja Sölustofnunarinnar, að forsendur vöruvöndunar og gæðaeftirlits væru eingöngu til staðar í verksmiðjunum sjálfum. Stuðla bæri að fjölgun tækni- menntaðra manna í iðngrein- inni, og væri mikils vænst af þeim hópi manna, sem nú væri við nám í matvælafræðum og fiskiðntækni og kæmu út í at- vinnulífið á næstu mánuðum. Loks urðu á fundi aðildarverk- smiðjanna miklar umræður um skipulag Sölustofnunar lagmet- is. Lagt var til að endurskoðun laga um stofnunina yrði hraðað, og að taka þyrfti afstöðu til þess hvort aðild ríkisvaldsins skyldi halda áfram, og þá í hvaða mynd, svo og hver skyldi vera fjárhagsleg ábyrgð framleiðenda innan samtakanna. Sölustofnun lagmetis eru sam- tök 16 lagmetisiðja, þar af eru 11 virkar í útflutningi. Síldin er helzta hráefni lagmetisiðjanna, er uppistaðan í framleiðslunni, en verið er að vinna að aukningu á vinnslu úr hrogn og lifur, rækjum og grásleppuhrognum. Helztu markaðirnir eru í löndum Austur-Evrópu og í Bandaríkj- unum, en lagmetið er þó selt til flestra heimshorna. Það kom fram á fundinum, að í blóra við lög hefði útflutnings- fyrirtækið Triton undirboðið framleiðslu Sölustofnunarinnar á erlendum mörkuðum, nefnd voru dæmi um slík undirboð í Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzka- landi. Sögðu forsvarsmenn Sölu- stofnunarinnar að svo virtist sem eini tilgangur forsvars- manns Tritons með undirboðun- um væri að eyðileggja fyrir Sölustofnuninni. Ljóst væri að fyrirtækið hefði í viðkomandi tilfellum komist yfir upplýs- ingar um verðtilboð Sölustofn- unarinnar og við svo búið hafið sín undirboð. Frá blaðamannafundi Sölustofnunar Iagmetis. Á myndinni eru (fv): Eyþór Oiafsson sölustjóri, Gylfi Þór Magnússon framkvæmdastjóri, Heimir Helgason formaður stjórnar stofnunarinnar. Þorsteinn Karlsson matvælaverkfræðingur, Benedikt Antonsson stjórnarmaður stofnunarinnar og Tryggvi Jónsson forstjóri Ora.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.