Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 Hlutfallskosningar í stéttarfélögum: Tryggja þarf áhrif hins almenna félagsmanns Pétur Sijíurðsson (S) mælti í gær fyrir frumvarpi sem hann flytur ásamt 5 þingmönnum, um hlutfallskosn- ingar í stéttarfélögum. Frumvarp þetta er endurflutt en meðal flutningsmanna þess á 100. löggjafarþingi þjóðarinnar vóru 3 núverandi ráðherrar: Gunnar Thoroddsen. Friðjón hórðarson og Pálmi Jónsson. Frumvarp þetta er flutt til að efla lýðræði í stéttarfélög- um, að sögn PS, og til að auka á rétt og áhrif hins almenna félagsmanns í þessum samtökum. PS sagði frumvarp þetta fjalla um innri mál verkalýðshreyf- ingarinnar, eins og raunar gild- andi lög um stéttarfélög og vinnu- deilur, sem frumvarpið væri breytingartillaga við. Þó Alþingi geti að sjálfsögðu breytt þessum lögum, sem það hefur sjálft sett, tel ég rétt og skylt að leita umsagnar verkalýðssamtakanna og helzt meirihlutafylgis innan þeirra við þessa breytingu. Ég tel hinsvegar ekki rétt að afstaða til svo þýðingarmikils máls sé tekin af fáum fyrir fjöldann (fámennum fundi), heldur að þing sem flestra launþegasamtaka fái málið til meðferðar og umsagnar. Ákvörðun verkalýðs- ráðs og þingflokks PS minnti á samþykkt verka- lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins frá því 1978, sem hvetur til laga um hlutfallskosningar við stjórnar- og fulltrúakjörs í stéttarfélögum. Þá minnti hann á ítarlega stefnu- yfirlýsingu þingflokks og mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins frá febrúar 1979, þar sem heitið er að stuðla að því að koma á hlutfalls- kosningum í stéttarfélögum. Þá rakti PS forsögu þessa máls á Alþingi, frumvarpsflutning 1946 og 1948 (Jóhann Hafstein) og raunar enn fyrr, 1939 (Bjarni Snæbjörnsson), og meðferð og gang þessara mála þá. Þá rakti PS í ítarlegu máli átök innan íslenzkrar verkalýðshreyf- ingar, og hlut sjálfstæðisfólks í launþegasamtökum og þróun mála þar, m.a. til að sveigja störf hennar að faglegri hagsmunabar- áttu fremur en flokkspólitískum sjónarmiðum. Einkum hefðu kommúnistar, síðar sósíalistar og loks alþýðubandalagsmenn reynt að misnota stéttarfélög í flokk- spólitískum tilgangi, oftlega til skaða fyrir kjarabaráttuna sjálfa. Krafan um hlutfallskosningar, sem sjálfstæðisverkamenn hafi haldið á lofti, sé m.a. fram komin til að hinn breiði fjöldi í fagfélög- um sé ekki sniðgenginn af minni- hluta. Minnti hann og á, í þessu sambandi, að hlutfallskosningar væru viðhafðar í Stéttasambandi bænda. Loks las PS landsfundarsam- þykkt um þetta mál 1975, þar sem lögð væri áherzla á að „ópólitísk félagasamtök til almennings- heilla, svo sem samvinnufélög, búnaðarfélög, verkalýðsfélög og önnur stéttarfélög séu ekki mis- notuð til framdráttar einstökum pólitískum flokkum. Því sé skylt að viðhafa lýðræðisreglur í stjórn- arháttum þeirra, s.s. hlutfalls- ko'sningar til trúnaðarstarfa". Andstaða pólitískra afla PS ræddi um andstöðu tiltek- inna pólitískra afla gegn hlut- fallskosningum í stéttarfélögum. Nýttar hefðu verið sýndarrök- semdir eins og að slíkar kosningar ykju á ófrið og lömuðu félagsstarf, sem raunar væri ekki of burðugt við ríkjandi kerfi. Þessar „rök- semdir" hefðu raunar orðið sér til skammar þegar teknar voru upp allsherjaratkvæðagreiðslur við kosningu stjórnar trúnaðar- mannaráðs og fulltrúa sam- bandsþing í félögum ASI. Aðalatr- iðið er að tryggja rétt meirihlut- ans og aðstöðu hans til að koma afstöðu á framfæri. PS rakti og í ítarlegu máli sjónarmið í fyrri umræðum á Alþingi um þetta mál, m.a. um- mæli Ólafs Thors, Jóhanns Haf- stein, Jóns Sigurðssonar o.fl., sem hnigu í þá átt að styðja efnisatriði þessa frumvarps; að auka á lýð- ræðisleg vinnubrögð og fyrir- hyggja pólitíska misnotkun. Skynsamlegt frum- varp, breyting til hins betra Vilmundur Gylfason (A) sagði þetta frumvarp skynsamlegt og breytingar, sem það fæli í sér, til bóta. Ég hygg einnig að rétt sé að skilyrða þetta ákvæði með þeim hætti að 1/5 hluti félagsmanna óski eftir hlutfallskosningu. Ég vísa hinsvegar á bug þeim „rök- um“ að hér sé vegið að félaga- frelsi. Hér er þvert á móti stefnt að því að vernda réttindi einstakl- inga. VG sagði ennfremur verka- lýðsfélög væru voldug orðin, raun- ar væru aðilar vinnumarkaðar þegar komnir til viðbótar þeim þremur valdastoðum (fram- kvæmdavaldi, löggjafarvaldi og dómsvaldi) sem fyrir væru í þjóð- félaginu. Þau færu og með mikið fjárhagslegt vald, gegnum félags- gjöld og lífeyrissjóði. Það skipti því máli að raunverulegt lýðræði væri treyst á þessum vettvangi. Minnti hann á tillögu sem hann og Finnur Torfi Stefánsson (A) fluttu á fyrra þingi um aukið lýðræði í SÍS, sem væri náskylt efni. VG sagði efni þessa frumvarps af allt öðrum toga en „öfgafullan og dólgslegan áróður gegn verkalýðs- hreyfingu, sem haldið væri á loft af svokölluðum nýfrjálshyggju- mönnum erlendis og lærisveinum hérlendis". Mætti ganga lengra Jóhanna Sigurðardóttir (A) Þinglausnir viku af maí? Stefnt mun að því að þinglausnir geti farið fram viku af maímánuði næstkomandi. Ríkisstjórnin mun væntanlega í dag taka saman lista yfir stjórnarfrumvörp sem sérstök áhcrzla er lögð á að ná fram fyrir þinglausnir. Að venju mun haft samráð við stjórnarandstöðu um meðferð þeirra mála. Þau tvö mál sem nú eru í brennidepli þingsins, tekjuskattsstiginn og hækkun svonefnds flugvallarskatts, verða væntanlega afgreidd frá efri deild til neðri deildar að lokinni útsvarsumræðu í kvöld um fyrrneínda málið, annaðhvort síðla kvölds eða þegar kemur fram á nóttina. Pétur: Efla þarf lýðræði i stéttarfélögum Vilmundur: Skynsamlegt frum- varp — breytingar til bóta Jóhanna: Mætti ganga lengra Ólafur: Ifvers vegna sniðganga hin smærri félögin? sagðist taka efnislega undir þetta frumvarp. Raunar mætti það gánga lengra. Eðlilegra væri þó að slíkar breytingar næðu fram að ganga í heildarsamtökum launa- fólks. „Ég tel þó“, sagði JS, „að þetta frumvarp, nái það fram að ganga, muni tryggja lýðræðislegri vinnubrögð í stéttarfélögum en nú er. Eins og þessum málum er háttað nú er það hreint ekki vinnandi vegur fyrir hinn al- menna félagsmann að hafa áhrif á kjör til stjórna eða annarra trún- aðarstarfa í stéttarfélögum — og er raunar of skammt gengið í þá átt í þessu frumvarpi". JS sagði lýðræðislega uppbyggingu verka- lýðshreyfingar þeim mun nauð- synlegri sem um væri að ræða að fámenn öfl réðu oft ferð, ekki aðeins um kjaraatriði félags- manna, heldur einnig í mótandi áhrifum á efnahagsmál þjóðarinn- ar í heild. Ólíkt með SÍS og ASÍ Ólafur Þ. Þórðarson (F) sagði tímabært að endurskoða svo aldna löggjöf sem vinnumálalöggjöfina (frá 1938). En það verði trauðla gert án samráðs við aðila vinnu- markaðarins. Ég tel þá hugsun, sagði ÓÞÞ, sem liggur að baki þessa frumvarps, eðlilega og lýð- ræðislega, og skilyrðið um ósk fimmtungs félagsmanna er raun- hæft. Hins vegar skil ég ekki, hversvegna ekki þarf að tryggja lýðræði í hinum smærri félögun- um með undir 300 meðlimi. Þá taldi ÓÞÞ öðru máli gegna um SÍS en ASÍ. Enginn væri skuldbund- inn til að gerast aðili að sam- vinnufélagi en slík skyldukvöð, ásamt félagsgjöldum og fleiru, væri hins vegar til staðar í flestum atvinnugreinum þjóðfél- agsins. Hér er reginmunur á, sagði hann. Öryrkjar og bifreiðar: Ekki hægt að ákveða þörf í Allir öryrkjar sitji við sama borð lögum í UMRÆÐU um tollfríðindi ör- yrkja af bifreiðum, sem vóru á dagskrá Alþingis í gær, sagði Albert Guðmundsson (S) m.a.: Ég get ekki með nokkru móti skilið hvers vegna Alþ. á sínum tíma takmarkaði úthlutunarfjölda bifreiða til öryrkja við nokkra tölu, 400 eða nokkra aðra tölu. Við erum að leysa vandamál öryrkja og í dag var það upplýst á fundi fjh. — og viðskn., að 630 eða 650 umsagnir hefði borist en við erum að úthluta 400 bifreiðum. Við erum sem sagt ekki að leysa allan vanda þeirra, sem þurfa á lausn að halda, heldur hluta af honum. Og annað, innan þessa þrönga ramma er gert ráð fyrir að 25 bifreiðum verði úthlutað til öryrkja, sem eru meira bæklaðir á einhvern hátt. Af hverju 25? Ef öryrkjarnir sem þurfa og hafa læknisvottorð um þörf sína, geta fært sönnur á nauðsyn sína, hvers vegna þá að miða við ákveðna tölu, af hverju þá ekki leysa vanda þeirra allra? Og ég vil fullyrða, að við viljum öll auðvelda og auka ferðafrelsi þeirra meðbræðra okkar, sem hafa sérþarfir og þá allra, ekki bara hluta. Og ég þori að fullyrða þó að ég viti það ekki með vissu, að í hverjum einasta mánuði, kannski vikulega kemur einhver Islendingur með sérþarfir á þann aldur að hann geti tekið bílpróf og guð má vita hvað sá ungi bílstjóri þarf að bíða langan tíma til þess að fá þessum þörfum sínum full- nægt og þegar svo kemur að því að úthluta, þá er það aðeins gert á ákveðnum tíma ársins. Af hverju? Af hverju þarf þetta fólk að bíða eftir einhverjum lagaboðum eða duttlungum ráðuneytis til að sækja um slíka fyrirgreiðslu? Af hverju má ekki selja þessu fólki bíla á hverjum einasta degi? Hvað er því til fyrirstöðu? Jú, ég giskaði á það í morgun sem var reyndar staðfest af ráðuneytismönnum, að hér væri ríkið að gefa í þessu tilfelli eftir 750 millj. Mér datt í hug að rikinu væri illt í kassanum enn þá einu sinni. En þetta er öfugur hugsunargangur, því að fæst af þessu fólki kaupir bíl ef það ekki fær þessa fyrirgreiðslu. Oftast nær eru þessar bifreiðar dýrari en venjulegar bifreiðar vegna sérútbúnaðar og sérhönn- unar í sumum tilfellum. Ríkið fær bara alls engar tekjur í flestum tilfellum frá þessu fólki, ef þessi fyrirgreiðla væri ekki myndarleg frá Alþ. þannig að ríkið getur orðið af tekjum og er alls ekki að gefa einum eða neinum nokkurn skapaðan hlut. En kerfið er kerfið og við erum að berjast við það. Ég sé ekki nokkra ástæðu út af fyrir sig til að skrifa ráðuneyti og biðja um umsögn, upplýsingar eða jafn- vel leyfi til að gera nokkurn skapaðan hlut. Það er í okkar Albert Guðmundsson. höndum, við getum tekið þessi lög upp og við skulum gera það, það er ekki tími til þess núna og breyta þeim þannig að það verði komið jafnmannlega fram við þetta fólk eins og hvern annan sem þarf á bifreið að halda, því að þetta fólk er kannske ekki fært um að hreyfa sig á milli staða öðruvísi en með þessum tækjum. Við skulum bara þakka guði fyrir að við þurfum ekki að sækja undir þetta kerfi sjálf, sem hér erum stödd."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.