Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 17. APRÍL 1980 17 Pálmi Jónsson, formaður Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks: Hugleiðingar varðandi ummæli Kára Jónssonar í Morgunblaðinu 9. apríl Slæmt er, ef rétt er, að fjöldi manns sé lengi búinn að vera særður á sál í Sjálfstæðisfélagi Sauðárkróks. Við hljótum að vera sammála um að slíkt ber að koma í veg fyrir. Með tilliti til viðbragða Kára Jónssonar á aðalfundi Sjálf- stæðisfélags Sauðárkróks og við lestur greinar hans í Morgunblað- inu flaug mér í hug staka: Að hann missti af árinni olli heiftar fári, særður er á sálinni sómamennið Kári. Aðalatriði málsins hlýtur að byggjast á viðurkenningu á því sem er, hvort sem okkur líkar það eða ekki. Efling Sjálfstæðisflokks- ins byggist á því að hann beri gæfu til að laða til sín frjálslynt fólk, sem þá verður að finna samhljóm í stefnu okkar og fram- kvæmd hennar. Nasistaflokkur er sem betur fer ekki til á Islandi svo ekki þurfum við að keppa við slíka aðila um fylgi frá hægri. Mjög er athyglisvert, að Kári telur sig þess umkominn að taka menn til harkalegrar yfirheyrslu ef hann grunar að þeir hafi ekki kosið hann eða kosið samkvæmt hans vilja. Þetta háttalag hans vil ég átelja sem ruddaskap, sem sam- rýmist ekki skoðunum sjálfstæð- ismanna. Skynsamur maður eins og Kári getur sagt sér það sjálfur, að eftir að hann mætti á flokks- ráðsfundi til þess að greiða at- kvæði gegn þingmanni Sjálfstæð- isflokksins í kjördæminu gætu orðið af því nokkur eftirköst heima í héraði. Á flokksráðsfund- inum var tækifæri Kára til að fara sér hægt og reyna að sætta sjónarmiðin. Það gerði hann ekki og af þeim sökum tel ég að Kári hafi verið felldur úr formannssæt- inu á Sauðárkróki. Eða er það þannig með hann að hafi hann völd beri öðrum að hlýða en hafi hann ekki völd beri öðrum að fara sér mjög hægt. Ungu mennina, sem Kári minntist á í grein sinni býð ég hjartanlega velkomna til starfa og fagna áframhaldandi setu þeirra í fulltrúaráðinu. Það að Páll Ragnarsson og Jón Ás- bergsson féllu úr stjórn tel ég mest um að kenna andúð þeirra á nafna mínum frá Akri og setu hans í ríkisstjórninni, sem engin okkar hefur raunar fagnað en öllum ber að virða. Varðandi fullyrðingu um að Pálmi hafi pantað frá mér tillögu er það alrangt og bið ég Kára að end- urskoða fullyrðingar sínar um slíkt. Athyglisvert er varðandi tillög- una, að 20 sjálfstæðismenn hörm- uðu ekki sundrunguna í flokknum, þar voru 27 þeim ósammála, 24 greiddu tillögunni atkvæði en 3 sátu hjá. Þessi uppsetning talna er sett fram í framhaldi af frétt Kára um þessa atkvæðagreiðslu. Mitt sjónarmið er nú sem áður að taka mið af staðreyndum og að reyna að efla Sjálfstæðisflokkinn á grundvelli viðsýni. Þigg ég þar aðstoð allra sem svipaðrar skoð- unar eru og kýs fremur umræðu um leiðir til sátta en leiðir til sundrungar. Væri mér því kært að þurfa hvorki að heyra endurtekin né staðfest ávörp þau sem Kári Jónsson kastaði til mín að loknum aðalfundi. Þau undirstrika samt sannindi þess að áður en menn taka að sér forsjá fyrir öðrum er þeim hollt að læra að stjórna eigin skapi. Kári er raunar mjög vanur fundarmaður og undrast ég því æsingu hans á margnefndum aðal- fundi þar sem við báðir fögnuðum fjölda fundarmanna. Vona ég að þeir eigi allir eftir að sjást áfram á fundum Sjálfstæðisfélagsins og láti hvorki skammir Kára, vara- formanns félagsins né annars ónefnds manns telja sig af að mæta á fundum til eigin ákvarð- anatöku, Sjálfstæðisflokknum og þjóðinni til heilla. Sauðárkróki 11.4. 1980. Pálmi Jónsson Gísli Pálsson: Tilraun um samsæriskenningar Ingjalds Tómassonar og Þorsteins Gylfasonar Mig langar að gera örstuttar athugasemdir við greinarstúfa þeirra Ingjalds og Þorsteins, sem nýlega birtust í Morgunblaðinu. Grein Ingjalds bar heitið „Forn- sögur og íslenzkt mál“ (11. apríl) og fjallaði hún einkum um meint „skemmdarverk" sem unnin eru á íslenskri tungu. Svipað var við- fangsefni Þorsteins í greininni „Hvers vegna í dauðanum?" (12. apríl). Báðir gera þessir ágætu menn tilraun til að varpa ljósi á þau „þjóðskaðlegu" spillingaröfl, sem „ómengaðri íslensku" stendur ógn af, og má varla á milli sjá hvor samsæriskenningin er alvar- legri ógnun við heilbrigða skyn- semi. Þótt hvorug þeirra geti talist merkilegt framlag, hygg ég að kenning Ingjalds hljóti að teljast trúverðugri en hin. Bæði er það, að Ingjaldur flækir ekki lesandann í sín eigin vandamál en kemur sér beint að verki og svo hitt, sem vegur öllu þyngra á metunum frá fræðilegu sjónar- miði, að Ingjaldur gerir sér ekki aðeins far um að höndla „málspill- ingaröflin" heldur reynir hann jafnframt að gera skynsamlega grein fyrir því sem fyrir þeim vakir. Ekki verður sagt að kenning Þorsteins standist þessar eðlilegu kröfur sem gera verður til kenn- ingasmiða. Ingjaldur bendir raunar á að „það sé næstum óskiljanlegt hvað sé ... á bak við“ spillingaröflin umræddu, en bætir þó við: „kannski er það linan frá Moskvu sem íslensk málspillingaröfl eru flækt í. Ef til vill verður rússneska mál númer eitt í skólum fyrr en margan grunar. „Þorsteinn heldur því hins vegar fram að „skýringin á vítahringnum" sé sú að „gervi- fræðingar leiki lausum hala„ í skólum þjóðarinnar og hafi það í för með sér að „unglingar verði öldungis gangrýnislausir á fimb- ulfambið sem heitir félagsfræði, sálarfræði og uppeldisfræði." Á kenningasmíð Þorsteins eru ýmsir aðrir hnökrar, en þeir sem þegar hafa verið nefndir, sem Ingjaldi hefur blessunarlega tek- ist að sneiða hjá. Stærsti hluti greinar Þorsteins fjallar um efni, sem kemur röksemdafærslu hans ekkert við og rennir því ekki stoðum undir niðurstöður höfund- ar. Og það sem verra er, þessi framhjáhlaup höfundar ganga beinlínis gegn ályktunum hans. Þorsteinn ver t.d. mörgum orðum í að gagnrýna það sem hann kallar „stuðulstrú", en um leið heldur hann uppi vörnum fyrir náskylda stuðulstrú, sem „miðar að því að nemendum lærist það sem réttast er í hverri grein." Mun leitun á skýrara dæmi um eymd heimspek- innar. Hér sem fyrr ber Ingjaldur höfuð og herðar yfir Þorsteini hvað kenningasmíð varðar. Þorsteinn hefur þó rétt fyrir sér, að mínu mati, þegar hann gagnrýnir mælingaáráttu sálar- fræðinnar og falsið í verkum Cyrils Burt, (Burt þessi var hinn mesti hrokagikkur og þegar hon- um var um megn að renna stoðum undir mælingar sínar og kyn- flokkaóra falsaði hann rann- sóknagögn og skáldaði heimildir). Hins vegar dregur Þorsteinn af þessari gagnrýni sinni ályktanir sem engan vegin fá staðist. Ef gera má ráð fyrir að Þorsteinn sé stundum sjálfum sér samkvæmur má t.d. búast við að hann hafni nútímaeðlisfræði sem bulli og vitleysu á þeirri forsendu einni að Ptólemeus gerði einu sinni ráð fyrir að jörðin væri miðpunktur alheimsins. Á það má benda, að „mælingaraunirnar" tilheyra nú sögunni, þótt þær vefjist greini- lega ennþá fyrir Þorsteini, hvern- ig í dauðanum semá því stendur. Það má líka nefna að Þjóðfélags- fræðingar höfðu hrakið röksemda- færslu öfgasinnaðra mælinga- manna lið fyrir lið löngu áður en glansinn fór af henni. Þótt t.d. kenningar Burts hafi áður fyrr talist til „heldri" fræða, stafaði virðing þeirra ekki af fræðilegum ástæðum heldur miklu fremur félagslegum. Því má bæta við að skilgrein- ingar á hugtökunum „frumstæð" og „heldri" fræði — eftirlætis- hugtökum Þorsteins — eru mjög á reiki, auk þess sem ekkert pláss er fyrir þær í bitastæðri vísinda- heimspeki. Hætt er við að þær skilgreiningar, sem menn hafa alið með sér í friðsemd og ein- angrun Aragötunnar, njóti næsta lítillar virðingar annars staðar. í augum flestra er heimspekin t.d. einungis athvarf sérvitringa og iðjuleysingja. Þó má vera að „heimspeki" Þorsteins njóti nokk- urrar virðingar, en hér sem fyrr ber að leggja áherslu á að sú virðing stafar ekki af fræðilegum ástæðum heldur félagslegum. Þeir félagar Ingjaldur og Þor- steinn halda því fram, að efa- semdir um ágæti opinberrar málpólitíkur í landinu séu hættu- legt „skemmdarverk", jafnvel „al- heimsplága." Hins vegar má með gildum rökum sýna framá að þessi málpólitík felur í sér dulda greindarsálfræði, sem svipar mjög til kenninga og aðferða Cyrils Burt, en sá maður hlaut að launum fyrir falskenningar sínar aðalsnafnbót. Örlög Ingjalds og Þorsteins eru að því leyti sambærileg að þeir hafa orðið „þjóðhollum" tilfinningum að bráð og þeim er því fyrirmunað að brjóta viðfangsefni sitt til mergj- ar með þeim ströngu reglum og þeirri agasömu tækni, sem er aðalmerki fræðilegrar rökræðu. Við slíkar aðstæður hendir það oft að skiptiborð heilabarkarins fer úr sambandi. (Frómur maður nefndi þetta rökfræðilega skamm- hlaup „agalaust kjaftæði" í grein- inni „Að hugsa á íslenzku" sem birtist í Skírni fyrir nokkrum árum). Menn úða þá útúr sér fullyrðingum um óskyldustu hluti og fyrr en varir eru þeir farnir að elta skottið á sjálfum sér og lenda í mótsögnum við sjálfa sig. Gjarna smíða þeir í hasti þokukenndar samsæriskenningar og taka upp vopn til að herja á ímynduðum andstæðingum. Heitir þetta „paranoja" á máli sálarfræðinnar. Ingjaldi og Þorsteini virðist ekki ljóst að trúgirni og fræði- mennska eru óheppilegir föru- nautar. Vitanlega er ekkert að því að menn ali með sér tilfinningar, en eldheitar trúárjátningar megna ekki einar sér að gera kenningar þeirra hótinu trúverð- ugri. Þrounarkenningu Darwins geta menn t.a.m. ekki rutt úr vegi með því einu að steypa uppí vitin á sér og leggjast á bæn. Ekki dugir heldur fyrir þá sem eru haldnir sjúklegum ótta við skynsamlega krufningu á sálarlífi mannsins og félagslegum fyrirbærum að varpa rökhyggjunni fyrir róða og klifa á yfirlýsingum um meðvitað ráða- brugg einhverra agenta, sem ým- ist eru sagðir á mála hjá Moskvu, Peking eða Washington. Slík af- neitun á fræðilegri umræðu felur nánast í sér kröfu um að menn hætti að hugsa af viti. Eina leiðin sem tiltæk er felst í því að tæta í sundur málatilbúnað andstæð- ingsins og benda á skynsamlegri og haldbetri túlkun á viðfangsefn- inu sem við er að glíma. Að öðrum kosti skölast mas þeirra í burtu með næstu leysingum. Að endingu vildi ég beina þeim tilmælum til hlutaðeigandi aðila að þeir veiti Ingjaldi og Þorsteini Fálkaorðuna áður en það er um Reykjavík, 14. apríl. Félagslegar ástæð- ur réttlæta ekki fóstureyðingar —segir í bréfi sem 60 einstakling- ar hafa ritað þingmönnum SEXTÍU einstaklingar aðallega nemendur og kennarar í Háskóla íslands og framhalds- skólum hafa ritað alþing- ismönnum bréf í tilefni af umræðum á Alþingi um fóstureyðingar. I bréfinu er því haldið fram að félagslegar ástæður geti ekki réttlætt fóstureyðingar. Kemur fram hörð andstaða gegn þeirri skoðun að forsvar- anlegt sé að fóstureyð- ingar séu frjálsar og háð- ar aðeins vilja móðurinn- ar á hverjum tíma. Að lokum er skorað á þing- menn að taka afstöðu í fóstureyðingamálinu eftir sinni sannfæringu og að málið sé skoðað í ljósi þeirrar reynslu er fengist hafi frá árinu 1975 með setningu laga um fóstur- eyðingar. Flugleiðir leggja fram drög að kjarasamningi SÁTTAFUNDUR var í gær hald- inn í kjaradeilu flugmanna og Flugleiða. Á fundinum var skip- að í tvær undirnefndir og skal önnur þeirra fjalla um starfsald- urslista, en hin um samnings- drög, sem Flugleiðir, uppsegj- andi samninganna. hafa lagt fram. Búizt er við því að þessar nefndir hefji störf þegar á mánu- dag, en í þeim eru tveir fulltrúar frá hvoru flugmannafélaginu og síðan fulltrúar Flugleiða. I samn- ingsdrögum Flugleiða er aðallega fjallað um vinnutilhögun. Gunnar G. Schram, sem er sérstaklega settur sáttasemjari i þessari deilu sagði í samtali vií Morgunblaðið, að erfitt væri að segja um gang viðræðnanna. Þæi hefðu alla vega ekki gengið illa, en hann kvaðst nú vænta þess að unnt yrði að taka til höndum um lausn deilunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.