Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 48
íslenzk togarasmíði samkeppnishæf erlend- is, en lánakjörin hamla Stálvík og Slippstöðin buðu í smíði fyrir Kanadamenn TVÆR islenzkar skipasmíðastöðv- ar huðu fyrir skömmu i smiði tveKKja 500 tonna skuttosara fyrir kanadískt fyrirta-ki sem hyKKst síðan láta smíða fjóra togara i viðbót. Reyndust íslenzku tiiboðin, sem voru frá Stálvík og Slippstöð- „Ein með öllu“ hækk- ar í 550 kr. VERÐ á pyisum í söluturnum hefur hækkað i kjölfar hækkun- ar á unnum kjötvörum. Kostar nú pylsa i brauði og með venjulegu meðlæti 550 krónur en kostaði áður 500 krónur. Er hækkunin 10%. inni á Akureyri, vera í hærri kantinum á þeim tilboðum sem bárust frá 20 stöðum, en hins vegar þykja íslenzku tilboðin og skipin fylliieKa samkeppnisfær og tiiboðsupphæð svipuð ok í því tilboði sem tekið var frá Kanda, en þar réð úrslitum að iánakjör voru mjög haRstæð. Jón B. Hafsteinsson skipaverk- fræðingur var ráðgjafi kanadíska fyrirtækisins Fishery product við þetta útboð, en fyrirtækið gerir út 40—50 togara og rekur 7 frystihús í Nýfundnalandi. Lægsta tilboð í smíði togaranna sem verða 53 metrar á lengd og 11 metrar á breidd var 5,5 milljónir kanadískra dollara eða 2 milljarðar ísl. kr., en hæsta tilboðið var 8 millj. kanad. dollara eða rétt tæpir 3 milljarðar ísl. kr. Lægstu tilboðin voru frá Spánverjum og Portúgölum, en það „Áhugasamir fclagar“ innan BSRB farnir af staö: hæsta var frá Þýzkalandi. Tilboðin frá Stálvík voru upp á 7,3 milljónir k. dollara eða 2,7 milljarða ísl. kr. og tilboð Slippstöðvarinnar var upp á 7,7 millj. k. dollara eða 2,8 milljarða ísl. kr. Tilboðið sem var tekið var hins vegar 7,4 millj. k. dollara og var það frá kanadískri skipasmíðastöð í Marystown á Ný- fundnalandi. „Ástæðan fyrir því að kanadíska tilboðinu var tekið,“ sagði Jón, „er sú að lánakjörin þar eru mjög hagstæð, til 10 ára, en hins vegar eru lánakjörin hér mjög óhagstæð þar sem ekki var hægt að gefa vilyrði fyrir minna en 14% vöxtum til 8 ára. Flestar Evrópuþjóðir lána 80% kaupverðs til 8V2 árs með 8% vöxtum. Menn frá kandíska fyrirtækinu komu hingað og fóru út á okkar skipum og svo mikinn áhuga fengu þeir á þeim að þeir vildu helzt semja beint við íslenzka aðila um smíðina. Það er enginn vafi á því að okkar skip eru fyllilega samkeppn- isfær að allri gerð, en verð og sérstaklega lánakjör rýra þá mögu- leika sem eru á þessum markaði." Undirskriftasöfnun — kjaramálafunda krafizt UNDIRSKRIFTASÖFNUN stendur nú yfir innan Bandaiags starfsmanna ríkis og bæja á vcgum hreyfingarinnar „áhugasamir félagar“, sem mynduð var vegna óánægju með samningamálin og framgang forystu BSRB á þeim vettvangi. Mikiil hluti „áhugasamra féiaga“ eru félagar úr „Andófi ’79“, sem vann gegn samþykkt samkomuiags Itirystu BSRB og fjármálaráðherra í fyrra og hafði sigur. í undirskriftasöfnun þessari er skor- að á forystu BSRB að efna nú þegar til fundahalda um samningamálin, svo að almennum félagsmönnum gefist kost- ur á að láta skoðanir ^ínar á þeim í Ijós. Undirskriftasöfnunin er aðeins afmörkuð við Stór-Reykjavíkursvæðið, þar sem ekki hefur unnizt tími til þess að fara með hana út á landi. Er þess vænzt að Kristjáni Thorlacius for- manni BSRB verði afhentir undir- skriftalistarnir næstkomandi mánu- dag. Eins og áður hefur komið fram, hafa þessi samtök innan BSRB gagnrýnt forystuna fyrir seinagang. I frétta- bréfi þeirra segir m.a.: „Við „áhugasamir félagar", getum ekki ann- að en gagnrýnt það sinnuleysi, sem forystan hefur sýnt með því að undir- búa ekki félagsmenn betur undir fyrirsjáanleg kjaraátök eins og gert var 1977. Við lítum á það sem hlutverk okkar að efla umræður og baráttuand- ann meðal félaga í komandi kjaraátök- um. Við styðjum kröfugerð samtak- anna, en lítum svo á að hún verði aldrei annað en pappírsgagn, ef hún verður ekki sameign félaganna." Togararnir tveir verða reyndir í 6 mánuði áður en ákvörðun verður tekin um það hvort fjórir verði smíðaðir í viðbót. Jan Mayenmálið: Samkomu- lagsdrögin birt í heild MORGUNBLAÐIÐ birtir i dag í heild á bls. 33 drög þau að samkomulagi milli íslands og Nor- egs um Jan-Mayenmálið, sem fjall- að var um á fundum aðila fyrr í vikunni. Drög þessi voru að hluta til kynnt skriflega á fundum þingflokkanna sl. þriðjudag en að hluta munnlega. Þeim var hafnað svo sem kunnugt er. Fjármálaráðherra vill frestun á útvarpsumræðu RAGNAR ARNALDS fjármálaráðherra óskaði í gærkvöldi eftir því að útvarpsumræðu um skattamál. scm samþykkt var í gær að yrði í kvöld. yrði frestað fram yfir helgi. Ragnar sagði í samtali við Mbl., að hann hefði óskað eftir frestinum vegna nýrra útreikninga frá ríkisskattstjóra. en niðurstöður þeirra væru ckki í samræmi við þá mynd. sem fyrri útreikningar hafa gefið varðandi áhrifin af tekjuskattstillögum stjórnarliðsins á Alþingi. Mbl. hafði í gærkvöldi samband við Þorvald Garðar Kristjánsson forseta efri deildar í fjarveru Ilelga Seljan og sagði hann, að úrskurður sinn myndi liggja fyrir árdegis í dag. Mbl. spurði Þorvald þá. hvort hann myndi dæmi þess frá forsetaferli hans á Alþingi. að óskum um frestun á umræðum hcfði verið hafnað. Kvað Þorvaldur nei við. en kvaðst hins vegar ekki minnast þess, að frcstunarbeiðni hefði komið fram cftir að búið hefði verið að ákveða útvarpsumræðu um mál. Þriðja umræða um tekjuskattstig- ann í efri deild átti að fara fram í kvöld og óskaði Alþýðuflokkurinn eftir því, að henni yrði útvarpað. Mbl. spurði Ragnar, hvort þessar nýju upplýsingar myndu leiða til breytinga á tillögum stjórnarliðsins um skattstiga, en hann sagðist ekki vilja fullyrða neitt um það að svo stöddu. Hins vegar bentu útreikn- ingar ríkisskattstjóra, sem byggðust á einstökum dæmum og væru því nákvæmari en meðaltalsútreikningar þeir, sem framkvæmdir hafa verið i tölvum, til þess að „veikir punktar" væru í tillögunum. Til dæmis hefði neðsta skattþrepið verið hækkað úr 20 í 25%. og þótt persónuafslátturinn hefði verið hækkaður á móti, þá gæti niðurstaðan orðið „óeðlileg”. „Þótt dæmið komi vel út hjá hjónum, giidir ekki það sama um einstaklinga,” sagði fjármálaráðherra, en kvaðst ekki vilja fara nánar út í málin að svo stöddu. Eldspýturnar í 1,56 krónur stykkið EFTIR síðustu hækkun á eidspýtum kostar stokkur af dýrustu eldspýtun- um 70 krónur og kostar því hver spýta eina krónu og 56 aura. Þrjár gerðir af eldspýtum cru á markaðnum. Morgunblaðið gerði í gær verðsamanburð á eldspýtunum. Odýrastar reyndust „Öryggiseldspýt- ur“, sem eru rússneskar. Stokkurinn kostar 55 krónur og reyndust 55 spýtur vera i stokknum og verð hverrar eldspýtu því ein króna. Næst- ar komu kinvcrskar eldspýtur af gerðinni „Tvöföld hamingja“. Þær kosta 45 krónur stokkurinn og var 41 spýta i stokknum, verð hverrar spýtu 1,10 krónur. Dýrastar voru eldspýtur af gerðinni „Þrjár stjörnur“ en þær eru sænskar. Kostar stokkurinn af þcim 70 krónur og voru í honum 45 eldspýtur. Verð hverrar eldspýtu var 1,56 krónur. Útreikningar FÍB: Kostar nær 300 þúsund kr. að aka hringveginn — þar af 65—130 þúsund í bensínkostnað EF HRINGVEGURINN er ekinn á eyðslufrekum bíl kostar bensínið 130 þúsund krónur eftir nýjustu hækkun og er þá miðað við að bíilinn eyði rúmlega 20 lítrum á hundraðið. Hringvegurinn er 1424 kílómetrar að lengd. Ef bifreiðin eyðir 10 lítrum á hundraðið kostar bensinið 65 þúsund krónur. Ef farið er til Akureyrar frá und krónur á bíl sem eyðir 20 Reykjavík og til baka aftur kostar bensínið 77 þúsund krón- ur á bíl sem eyðir 20 lítrum og 38.500 krónur á bíl, sem eyðir 10 lítrum. Vegalengdin er 900 kílómetrar. Ef Þingvallahringurinn svo- kallaði er ekinn frá Reykjavík og til baka kostar bensínið 13 þús- lítrum og 6500 krónur á bíl, sem eyðir 10 lítrum. Þingvallahring- urinn er um 150 km að lengd. Ef skroppið er frá Reykjavík til Hveragerðis og til baka aftur kostar bensínið 8.200 krónur á bíl sem eyðir 20 lítrum og 4.100 krónur á bíl sem eyðir 10 lítrum, en vegalengdin er um 95 km. Samkvæmt útreikningum Fé- lags íslenzkra bifreiðaeigenda er raunkostnaður á hvern ekinn km eftir bensínhækkunina 190.70 krónur hjá bíl, sem eyðir 10 lítrum á hundraði og ekið er 10 þúsund km á ári. Er þá reiknað með bensínkostnaði, trygg- ingagjöldum, viðhaldi, hjólbörð- um, afskriftum, vaxtakostnaði o.fl. Ef miðað er við þessa tölu kostar 286 þúsund krónur að aka hringveginn á slíkum bíl og rúmlega 28 þúsund krónur að aka Þingvallahringinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.