Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 21 Ekkert fyrir- liggjandi um lóð handa Byggung — ENNÞÁ liggur ekkert fyrir um lóðaúthlutun til Byggung og því er á þessu stigi ekkert hægt að segja til um hvort félagið getur fengið lóð á næstunni eða ekki, sagði Egill Skúli Ingi- bergsson borgarstjóri í samtali við Mbl. í gær er hann var inntur eítir því hvort hugsanlegt væri að Byggung ætti kost á lóð. en samþykkt var á aðalfundi félags- ins nýlega að leggja það niður verði borgaryfirvöld ekki við margítrekuðum umsóknum fé- lagsins um byggingarlóð. Borgarstjóri sagði að unnið hefði verið að lóðaúthlutunum^ í Reykjavík að undanförnu og svo myndi verða áfram, en ekki væri hægt aðsegja til um úthlutun til Byggungs né heldur hvenær mætti búast við að svar við umsóknum félagsins gæti legið fyrir. Meðan réttarhöldin i máli Hvals hf. gegn mótmælastaða friðunarmanna utandyra. Greenpeace fóru fram Hallveigarstöðum í gær var Ljúsmynd Mhl. Ól.K.M. „Krefjumst þess fyrst og fremst að beitt verði mannúðlegri aðferðum“ sagði Bill Jordan, deildarstjóri hjá Konung- lega breska dýraverndunarfélaginu, á blaða- mannafundi Greenpeacesamtakanna í gær VITNALEIÐSLUR fóru fram í Bæjarþingi Reykjavíkur í máli því er Hvalur hf. höfðaði gegn Greenpeacesamtökunum, þar sem farið er fram á að lögbann á aðgerðir Greenpeace, sem sett var á sl. ári standi áfram í fullu gildi. Á móti krefjast Greenpeacemenn þess að lögbannið falli ógilt niður. Eftir að tveir fulltrúar á vegum Greenpeace, þeir Bill Jordan deildarstjóri hjá Konunglega breska dýraverndunarfélaginu og Harry Lillie læknir, höfðu verið yfirheyrðir og lögmenn höfðu gert grein fyrir málum aðila var sam- þykkt að beiðni málsaðila að fresta réttarhaldinu um fjórar vikur. Á blaðamannafundi sem Green- peacemenn ásamt lögfræðingi sínum Herði Ólafssyni boðuðu til í gær kom fram að talið hefði verið nauðsynlegt að fresta dómhaldi meðan ýmis plögg væru þýdd á milli íslenzku og ensku, svo og var farið fram á að dómarinn í málinu, Garðar Gíslason borgar- dómari, færi í ferð með hvalbát á komandi vertið, eða sendi fulltrúa sinn til að kynnast af eigin raun hvernig veiðunum væri háttað. Bill Jordan sagði að Green- peacemenn og reyndar allir frið- unarmenn væru ekki í raun að fara fram á að öllum veiðum á dýrum eins og hvölum væri hætt, heldur krefðust þeir þess að beitt væri mannúðlegri aðferðum. í því sambandi hefur hann gert það að tillögu sinni að annað hvort verði beitt rafmagnsskutlum, sem gera það að verkum að hvalurinn miss- ir þegar meðvitund, eða þá að eiturpílum verði komið fyrir í skutlunum þannig að dýrin látist nær samstundis. Þá kom það fram hjá þeim Greenpeacemönnum að þeir gerðu sér í raun enga grillu vegna væntanlegrar niðurstöðu dómsins, þeir höfðuðu heldur til dóm- greindar almennings og vonuðu að almenningur tæki málstað þeirra vel. — „Það skiptir í raun ekki máli hver niðurstaða dómsins verður, við munum beita eftir sem áður uppteknum hætti og mót- mæla,“ sagði Alan Thornton á fundinum. Þá kom það fram hjá Herði Ólafssyni að hann liti þannig á, að ef dómurinn felldi úr gildi lög- bannsúrskurðinn, þá neyddist Hvalur hf. til þess að breyta sínum veiðiaðferðum þegar í stað. Lögfræðingur Hvals hf. í málinu er Benedikt Blöndal hæstaréttar- lögmaður. Frá blaðamannafundi Greenpeacesamtakanna í gær, f.v. Bill Jordan, dr. Harry Lillie og Alan Thornton. Ljúsmynd Mbi. KmiiiH. Verkfall á pappírnum VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Vörn á Bíldudal hefur boð- að sjómannaverkfall frá og með 22. apríl, hafi samn- ingar ekki tekizt fyrir þann tíma. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er þetta verkfall nokkuð sérstætt, þar sem enginn sjómaður mun í raun hætta störfum. Togar- inn, sem leggur upp afla í Bíldudal, er ekki gerður út frá staðnum, heldur frá Tálknafirði, en þar hefur ekki verið boðað verkfall. Eini báturinn, sem nú legg- ur upp afla á Bíldudal, er sömuleiðis gerður út frá Tálknafirði. Bátur, sem Bílddælingar eiga, mun vera í slipp í Reykjavík. A-Húnavatnssýsla: Hlutafélag um ferða- mannamiðstöð að Reykjum (icitaskarói. lfi. apríl. UNNIÐ er að stofnun hlutafélags sem hefur það markmið að reisa og reka ferðamannamiðstöð að Reykjum á Reykjabraut í tengslum við sumarhótelið á Húnavöllum. Reykir eru sameign ríkisins og þeirra sjö sveitarfélaga, sem að Húnavallaskóla standa. Atvinnumálanefnd SAH, en í henni eru Ólafur B. Jónsson, Gísli Pálsson, Jóhannes Torfason og Árni Jóhannsson, tók málið upp á fundi síðastliðið haust og fór þess á leit við oddvita viðkomandi hreppa, að þeir leigðu væntanlegu hlutafélagi Millilandaflug Flugleiða: Svipað Evrópuflug og í en færri ferðir í Norður-Atlantshafsflugi fyrra SUMARÁ/ETLUN millilanda- flugs Flugleiða gekk i gildi 1. april 8.1. Frá byrjun sumaráætl- unar fjölgar millilandaferðum í áföngum. Milli íslands og Evróp- ulanda er áætlunin svipuð og i fyrrasumar og sætaframboð ámóta mikið. í Norður- Atlandshafsflugi verða hins veg- ar nokkru færri ferðir, eða 10 til 11 á viku milli íslands og Band- arikjanna. Sú breyting verður á flugvéla- kosti að ný Boeing 727-200 þota verður tekin í notkun í byrjun júní og mun ásamt annarri Boeing 727-100 þotu sem Flugleiðir eiga fyrir verða í förum milli Islands og annarra Evrópulanda. Þá munu DC-8-63 þotur Flugleiða fljúga á leiðunum Ísland/Luxembourg og Ísland/Bandaríkin en einnig tvær ferðir í viku milli íslands og Kaupmannahafnar. DC-10 þota Flugleiða hverfur nú úr flotanum þar sem hún hefur verið leigð til Bandaríkjanna í tvö ár. Þegar sumaráætlun Flugleiða hefur að fullu gengin í gildi verður ferðum hagað sem hér segir: Til Luxembourgar verða 12 ferðir í viku. Til Kaumannahafnar verða tíu ferðir í viku, til Oslo fimm ferðir, til Stokkhólms fjórar ferð- ir, til London sex ferðir, til Glasgow þrjár ferðir, til Dusseld- orf tvær ferðir, til Frankfurt am Main tvær ferðir og til Parísar ein ferð á viku. Til New York verða sjö ferðir í viku. Til Chicago verða fjórar ferðir í viku. Ti Narsarsuaq verður flogin ein ferð í viku. Til Færeyja munu verða tvær ferðir í viku. Þá munu vera fjórar ferðir í viku á leiðum Air Bahama milli Luxembourgar, Nassau og Free- port. Áætlaðar eru í sumar 50 ferðir frá Reykjavík til Kulusuk og verður flogið með skemmtiferða- fólk eins og undanfarin sumur, segir í frétt frá Flugleiðum. land í þessu skyni. Peirri málaleitan var vel tekið og bókuð yfirlýsing þar um. Allt er þetta á umræðustigi enn sem komið er og verða engar framkvæmdir hafnar fyrr en hluta- félagið hefur verið formlega stofnað og samningar um land og aðstöðu undirritaðir. Kosin hefur verið undirbúnings- nefnd, sem á að annast stofnun hlutafélagsins. í henni eru Gísli Pálsson Hofi, Grímur Gíslason Blönduósi, Guðmundur Theodórsson Blönduósi, Grétar Guðmundsson Blönduósi og Haukur Pálsson Röðli. Meðal annars hefur verið rætt um byggingu lítilla sumarhúsa, gerð tjald- og hjólhýsastæða, gerð snyrtiaðstöðu í tengslum við svæðin, aðstöðu til hestaleigu, aðstöðu til tamningastöðvar, reiðhestaþjálfun- ar og geymslu, aðstöðu vegna sölu hrossa til útflutnings, gerð skeið- vallar (hringvallar) sem jafnframt gæti verið íþróttaleikvangur, gerð tómstundavalla og umboðssölu veiðileyfa. Einnig hafa komið fram hugmyndir um að skipuleggja svæði fyrir einstaklinga. Leitað hefur verið til formanns Ferðamálaráðs um lánsfé til fram- kvæmdanna, forstjóra Ferðaskrif- stofu ríkisins um kynningu og aðra fyrirgreiðslu, skipulagsstjóra ríkis- ins um skipulag landsins og fleiri aðila. Að félagsstofnuninni standa ein- staklingar úr sveitum Húnavatns- sýslu og frá Blönduósi og Skaga- strönd, nokkrir brottfluttir Hún- vetningar og ýmis félagasamtök á svæðinu. Undirbúningsstofnfundur verður haldinn laugardaginn 19. apríl klukkan 16 í félagsheimilinu á Blönduósi. Ágúst Herjólfur af stað um helgina SKOÐUN og viðhaldi á Eyjaferjunni Herjólfi lýkur um helgina og mun skipið hefja siglingar á milli lands og Eyja á ný um eða eftir helgina. Skipið hefur verið málað í hólf og gólf á meðan það hefur verið í slipp í Reykjavík. Skagafjörður: ís að taka af vötnum og ám Bff. Höfðaströnd. lfi. apríl. í NÓTT gerði 10 til 15 sm snjó í Skagafirði, en sýnilega tekur það upp áð mestu í dag. Áður var jörð rauð og byrjuð klakahlaup í túnum, og þar sem skjól er var að byrja að koma grænn litur í tún. ís er að taka af vötnum og ám, en 1979 var það 10. júní. Netabátar fiska sæmilega og loðna og smásíld er talin mikil í firðinum. Grásleppuveiði hefur verið frekar treg. Björn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.