Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 43 Frá undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni. óli Már Guðmundsson og Þórarinn Sigþórsson spila gegn Ríkharði Steinbergssyni og Braga Erlendssyni. Ljósm. Arnór Barðstrendingafé- lagið i Reykjavik Þann 11.—13. apríl var farin ferð til Patreksfjarðar. Þar á staðnum sér Taflfélag Patreks- fjarðar um starfsemina, formað- ur þess er Birgir Ágústsson. Á föstudagskvöldið var spil- aður tvímenningur í tveimur 14 para riðlum, árangur efstu para þar varð þessi: A—riðill stig Sigurjón Valdimarsson — Halldór Kristinsson 212 Þórarinn Árnason — Ragnar Björnsson 183 Sigurður Kristjánsson — Hermann Ólafsson 170 B—riðill stig Ingveldur Magnúsdóttir Kristinn Jónsson 189 Einar Jónsson —Kristján Þorsteinsson 183 Ágúst Pétursson — Birgir Pétursson 168 Á laugardag var spiluð sveit- arkeppni og bar Barðstrend- ingafélagið sigur úr býtum með talsverðum mun. Svo um kvöldið var spiluð hraðsveitarkeppni og þar urðu efstar: Sveit stig Sigurðar Kristjánssonar 253 Ragnars Þorsteinssonar 240 Sigurjóns Valdimarssonar 234 Viðtökur þeirra Patreksfirð- inga voru einstaklega glæsi- legar, ánægjan og skemmtunin af þessari ferð verða vel geymd- ar í hugum okkar um aldur og ævi. Vonandi hittumst við hérna megin heiða að ári. Innilegar þakkir fyrir Patreksfirðingar. Lifið heil. Bridgefélag Vestmannaeyja Fyrir skömmu lauk Martins- mótinu svonefnda,en það var tvímenningskeppni, haldin til minningar um Martin heitinn Tómasson, sem um áraraðir var einn af bestu félagsmönnum bridgefélagsins hér í Vestmannaeyjum. ísfélag Vest- mannaeyja sýndi félaginu þann sóma að gefa tvo veglega bikara til handa því pari sem efst yrði í keppninni. Ætlunin er, að þessi keppni verði árlegur viðburður hjá félaginu og eru bikararnir farandgripir, sem ekki vinnast til eignar. Þessi keppni var mjög skemmtileg allt frá byrjun. Tólf pör skráðu sig til keppni og luku öll keppni þrátt fyrir mikla vinnu á tímabilinu. Að vísu Bridge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON þurfti að grípa til varamanna kvöld og kvöld, en uppistaðan í liðinu var alltaf hin sama. Þegar upp var staðið að lokn- um fimm kvöldum, kom Ijós að eitt par bar höfuð og herðar yfir alla aðra í stigatölu. Það voru þeir Haukur Guðjónsson og Þorleifur Sigurlásson, sem raun- ar höfðu tekið forystuna um miðbik keppninnar og voru með vænt forskot fyrir síðustu um- ferð. Svo fóru leikar í síðustu umferð, að þeir breikkuðu heldur bilið en hitt og fengu hæstu skor yfir kvöldin eða 194 stig og gulltryggðu sér þar með efsta sætið, heilum 42 stigum á undan þeim sem næstir komu. Það er óvenju mikill munur á fyrsta og öðru sæti og eru þeir Haukur og Þorleifur vel að þessum sigri komnir. í öðru sæti urðu þeir bræður Guðlaugur og Jóhannes Gísla- synir, ásamt Guðlaugi Stefáns- syni, en þeir þrír hafa skipt spilamennskunni bróðurlega á milli sín. í þriðja sæti urðu þeir frænd- ur Friðþjófur Másson og Rich- ard Þorgeirsson, en þeir höfðu haldið sig við miðjuna alla keppnina þar til siðasta kvöldið að þeir náðu góðri skor og hrepptu þriðju verðlaun fyrir. En lokaúrslit urðu sem sem sagt þessi: stig .1. Haukur-Þorleifur 939 2. Guðlaugur-Jóhannes 897 3. Friðþjófur-Richard 856 4. Jakobína-Jón 849 5. Magnús-Ragnar 839 6. Anton-Gunnar 833 7. Sveinn-Benedikt 818 8. Kristján Þór-Sigurgeir 794 9. Gísli-Ólafur 775 10. Ingvar-Jón Ingi 773 11. Bjarnhéðinn-Leifur 767 12. Helgi-Hjálmar 760 meðalskor er 825 stig. Bridgefélag Kópavogs Síðasta fimmtudag voru spil- aðar 5 umferðir í barometertví- menningskeppni Bridgefélags Kópavogs. Hafa nú verið spilað- ar 25 umferðir og er eitt kvöld eftir í keppninni. Besta árangri kvöldsins náðu: stig Guðbrandur Sigurbergson —Jón Páll Sigurjónsson 116 Ragnar Björnsson —Sævin Bjarnason 111 Guðmundur Arnarsson — Sverrir Ármannsson 63 Karl Stefánsson — Birgir ísleifsson 59 Haukur Margeirsson Sverrir Þórisson 44 Matthías Andrésson — Árni Jónasson 44 Þessir eru nú efstir: stig Guðmundur Arnarson — Sverrir Ármannsson 312 Ragnar Björnsson — Sævin Bjarnason 299 Vilhjálmur Sigurðsson — Sigurður Vilhjálmsson 190 Karl Stefánsson — Birgir ísleifsson 173 Sigrún Pétursdóttir — Valdimar Ásmundsson 164 Jón Andrésson — Valdimar Þórðarson 130 Keppninni lýkur næstkomandi fimmtudag. Discótek og lifandi músik á fjórum hæðum.. h kiúbbutinn B) Fimmtudagur takk... \ Opid á öllum hæðum hjá okkur í kvöld. Enda veitir ekki af — Allir þrælhressir eftir gott páskafrí og tilbúnir i fjörið á nýjan leik. Já, og svo eru skólarnir ekki byrjaðir. Hljómsveitin Goðgá sér um lifandi músik á fjórðu hæð. W Að venju fáum við Módelsamtökin i heimsókn með frábæra tisku- sýningu. Módelsamtökin bregðast aldrei. Takið eftirl Munið parakeppni Klúbbsins, sem hefst 20. apríl. Skráningar hjá plötusnúðum Klúbbsins og einnig á skrifstofu í síma 35335 kl. 13—17 virka daga. Munið svo að koma í betri gallanum og hafið með ykkur nafnskirteini — Klossar ganga ekki hjá okkur Þrumudansleikur Dansleikur veröur haldin að Brautar- holti 6, 3. hæð föstudaginn 18. apríl kl. 9—3. Diskótekiö Donna sér um fjöriö. Mætum öll hress og kát. Skemmtinefnd Rokkótek - Rokkótek - Rokkótek - Rokkótek l a> Bubbi Morthens I J4 0> 44 44 o cc og Utangarðsmenn vo 44 44 O oc I leika nýtt og hressilegt rokk í kvöld kl. 10—11.30. Björn Valdimarsson velur þess á milli rokk úr ýmsum áttum á bilinu milli kl. 9 og 1. I 44 44 a> -O 44 44 18 ára aldurstakmark. Persónuskilríki og snyrtilegur klæönaöur. 'O 44 O oc Hótel Borg í miðborginni 44 O oc Rokkótek - Rokkótek - Rokkótek - Rokkótek Félag tamningamanna 10 ára afmælishátíð félagsins verður haldin 25. apríl í Veitingahúsinu Ártúni, og hefst kl. 20.00. Boröhald, skemmtiatriöi og dans. Miðapantanir þurfa aö hafa borist fyrir mánudaginn 21. apríl, í síma 83747. Félagar fjölmennið og takið meö ykkur gesti. Nefndin Ungmennafélag Reykdæla: Þið munið hann Jör- und að Logalandi UNGMENNAFÉLAG Rcykdæla sýnir þessa dagana „Þið munið hann Jörund“ cftir Jónas Árnason. Leikstjóri er Nigel Watson, en hann kom fyrst til landsins árið 1975 og færði þá upp „IIamlet“ á vegum Háskóla íslands, en hcfur síðan leikstvrt á vegum Þjóðleikhússins AUG1.YSINGASÍMINN ER: i'pS. 3&« !!,,D ° 3n«rðunbl«)bit> og hjá Saga-leikflokknum, einnig í útvarpi. Verkið er sýnt að Logalandi í Reykholtsdal. Það var frumsýnt á skírdag, en næsta sýning er í kvöld, fimmtudagskvöld. Þá verður einnig sýning n.k. laugardag, 19. apríl. Væntanlegum áhorfendum skal bent á, að óvíst er, hversu lengi verkið verður sýnt, þar sem sauðburður og vorannir eru á næsta leiti. Leikendur eru fjölmargir, en söngtríóið skipa þau Þórunn Reykdal, Þórður Strefánsson og Þorvaldur Jónsson. Þessi mynd er tekin á sýningu Ungmennafélagsins að Logalandi. Á myndinni eru þau Jón Pétursson. sem leikur Laddie. og Dagný Emils- dóttir, en hún leikur íslenzka hnátu. Þróun innri möguleika Nýleg rannsókn gerö af þeim sem iöka Innhverfa íhugun, sýnir aö þeir hafa lægri líffræðilegan aldur, miöaö viö venjulegt meöaltal hjá fólki. Viö iökun Innhverfrar íhugunar byrjar einstakling- urinn aö losa um streitu og þróa meö sér innri möguleika sína að fullu. 600 rannsóknarskýrslur, sem fyrir liggja, sýna að Innhverf íhugun hefur jákvæð áhrif á einstaklinginn og samfé- lagið. Fjölmargir læknar víöa um lönd hafa hvatt stjórnvöld til aö taka upp kennslu á Innhverfri íhugun. Fimmtudaginn 17. apríl kl. 20.00 veröur haldinn almennur kynningarfyrirlestur um tæknina, að Hverfisgötu 18, Reykjavík (gegnt Þjóðleikhúsinu). Allir velkomnir. Maharishi Maheah Yogi ísienska íhugunarfélagið Símar: 16662 og 35646.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.