Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980
15
orðabók Menningarsjóðs er
merking orðsins andúð sögð vera:
Óbeit, viðbjóður, ímugustur, vond-
ur þokki. Er nú víst að Pálmi
formaður sé maður til að standa
undir slíkum áburði?
Það getur svo verið fróðlegt
fyrir menn að bera áður tilvitnuð
orð í grein formannsins saman við
önnur, sem þar standa og sjá
samræmið. Hann segir: „Efling
Sjálfstæðisflokksins byggist á því
að hann beri gæfu til að laða til
sín frjálslynt fólk, sem þá verður
að finna samhljóm í stefnu okkar
og framkvæmd hennar.“
Já, hvernig skyldi ganga að laða
„frjálslynt fólk“ að flokki, sem
legði rækt við vinnubrögð þeirra
Pálmanna, eins og formaðurinn
hefur sjálfur lýst þeim? Hætt er
við að mörgum þætti samhljómur-
inn falskur.
Um æsing minn á aðalfundinum
læt ég öðrum eftir að dæma. Ég
hélt geðró minni þar og mun gera
það framvegis. Hins vegar er það
háttur minn að láta skoðanir
mínar í ljós umbúðalaust. Ég hef
aldrei getað fetað í fótspor þeirra,
sem læðast með veggjum og þykj-
ast hvergi koma nærri.
Ég dreg enga dul á það, að ég er
orðinn leiður á þeim mönnum
innan Sjálfstæðisflokksins, sem
sjálfir setja á sig gæðastimpilinn
„drengskaparmenn", tala í tíma og
ótíma um víðsýni sitt og nauðsyn
þess að laða „frjálslynt fólk“ að
flokknum, rétt eins og það fyrir-
finnist þar ekki lengur. Stuðning-
ur minn við Sjálfstæðisflokkinn er
ekki háður einstökum mönnum.
Ég fylgi honum vegna grundvall-
arstefnu og markmiða. Ég mun
aldrei fá glýju í auguri þótt
einhver kunningi slysist til að
setjast í ráðherrastól.
Áframhaldandi stuðningur
minn við stjórnmálamann veldur
á því hvort viðkomandi starfar í
anda þeirrar stefnu, sem ég kaus
hann til að framkvæma.
Ég mun svo ekki taka þátt í
frekari blaðaskrifum um aðalfund
Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks og
eftirköst hans. Slík skrif geta
varla verið lesendum ýkja áhuga-
verð til lengdar, þótt í þeim komi
fram nokkur þau atriði, sem ég
vona að sjálfstæðisfólk hafi veitt
athygli og eru umhugsunar virði.
Þessi mál hljóta öll að verða gerð
upp heima fyrir
Sauðárkróki, 19. apríl 1980.
ætla að fara að kynnast. Upp
kemur afbrýði og metingur um
tilfinningar barnsins. Ög auk
þess geta þau ekki hvort án
annars verið þegar allt kemur til
alls. Þau eru komin í vítahring-
inn aftur og líklegt að þau verði
þar. Eins og fram kemur í
niðurlagssetningunum:
— Og þó eigum við eftir
erfiðasta hjallann ... ef þú
verður kyrr.
— Ég verð kyrr. Þangað til á
morgun. Svo sjáum við til.
Jóhanna Kristjónsdóttir.
Áke Leijonhufvud
Ferðaleikhúsið sýnir
barnaleikrit í London
Ferðaleikhúsið frumsýndi
22. apríl í London, barnaleik-
ritið The Storyland (Söguland-
ið) eftir Kristínu Magnús, sem
einnig leikstýrir verkinu og
leikur í því.
Leikritið er sýnt í elsta og
þekktasta barnaleikhúsi Lund-
únaborgar, Arts Theatre, sem
er 380 manna leikhús. Leikritið
Sögulandið er byggt á ísl. þjóð-
sögum og þjóðtrú. Leikarar eru
fimm, sem fara með tólf hlut-
verk, einnig koma fram tvær
leikbrúður gerðar af Jóni E.
Guðmundssyni. Leikmyndir
gerði Friðrika Geirsdóttir, Atli
Heimir Sveinsson samdi tón-
listina, sem flutt er af Manúelu
Wiesler á flautu og Moniku
Abendroth á hörpu. Leikhljóð
gerði Sigfús Guðmundsson og
Dórothea Sigurfinnsdóttir
gerði leikbúningana.
Sýningar á The Storyland
verða alls sex, og er síðasta
sýning á sunnudaginn kemur.
Uppselt er á fyrstu fjórar
sýningarnar.
Hjónin Halldór Snorrason og
Kristín G. Magnús leikkona eru
forráðamenn Ferðaleikhússins
sem fyrr.
Myndin er tekin á æfingu. fyrir utan leikhúsið. á björtum sólardegi.
Talið frá vinstri eru: Jo Staples leiksviðsstjóri. Tania Ann Bennett.
Christopher Hurles, Steven Bennett aðstoðarmaður á leiksviði. Björg
Árnadóttir. feðgarnir Magnús Snorri. sem gerði auglýsinga- og
útstillingarmyndir o.fl. og Uaildór Snorrasson leikhússtjórinn.
Krístín G. Magnús. sem samdi leikritið. leikstýrir því og leikur þrjú
hlutverk. og Michael Cule.
I dag sumardaginn fyrsta er útgáfudagur fyrstu
íslenzku plötunnar sem gefin er út í upphafi nýs áratugar.
„Áhöfnin á Halastjörnunni“ óskar landsmönnum
öllum til sjós og lands gleöilegs sumars og býöur öllum
unnendum góörar dægurtónlistar uppá „Meira Salt“
sumarplötunnar í ár.
„Meira Salt “ er hress og létt sumarplata sem allir
geta skemmt sér viö aö hlusta á því hún kemur
sjómannsblóöi til aö ólga í æöum og öllum landsmönnum til
aö vagga sér í takt viö dillandi hljóöfalliö.
FÁÐU ÞÉR „MEIRA SALT“
Útgefandi
Geimsteinn
Dreifing
stoinof hf
Stmi 85742.