Morgunblaðið - 24.04.1980, Síða 16

Morgunblaðið - 24.04.1980, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980 „Grái fiðringurmn : þeirra oft aö starfi föðurins, einkum ef þeirri fyrirmynd hefur farnazt vel í starfi og yfirboröiö er slétt og fellt. Markmið flestra ungra manna er aö komast í „gott starf", þ.e. löngun þeirra beinist að því aö veröa „vel heppnaöir" einstaklingar. Menn búa sér til áætlun, sem þeir reyna síöan aö fylgja. Þeir hugsa sem svo: Nú geng ég í þjónustu þessa fyrirtækis og ef ég stend mig vel þá verö ég orðinn skrif- stofustjóri (eöa einhvers kon- ar stjóri) um 35 ára aldur. Ef ég held vel á spöðunum verö ég meðeigandi og þá ætti ég aö geta verið oröinn forstjóri áður en ég verö fimmtugur, og þar meö er mér borgið. En svo einfalt er málið nú ekki. Rannsóknir benda ein- dregiö til þess aö um 35 ára aldur sé hugsunarhátturinn farinn aö breytast, þannig aö menn meti meira hvaö þeir beri úr býtum en stööuhækk- unina sem slíka. Efnahagslegt öryggi er farið aö skipta þá meira máli en áöur var. En hvað gerist svo um 45 skapaður til þess eins að vinna breytingum og nýjum starfs- háttum, verða óþjálir í sam- starfi og afla sér óvinsælda á vinnustað. Hér er aö sjálfs- ögðu verið aö bregöa upp dökkri mynd, sem er engan veginn algild, en sýnir þó mjög algenga tilhneigingu. Til hvaða ráða grípa menn í þessari aöstööu? Margir flýja á náðir áfengisins, aðrir láta hörmungarnar bitna á sínum nánustu, enn aðrir reyna aö gleyma þeim í örmum ást- Margir menn, sem eru van- sælir í starfi sínu og eru farnir að gera sér grein fyrir því aö þeir eru staönaöir á frama- brautinni, koma heim úr vinn- unni þreyttir og leiöir og þeir finna sárt til vanmáttar síns. Þeir hafa vísast ekki haft í sér uppburöi til aö standa uppi í hárinu á ósanngjörnum yfir- manni, og afleiðingin veröur sú, að þegar dagur er að kvöldi kominn sýöur í þeim óánægjan og fýlan, og þeir verða aö fá útrás. Einfaldasta lausnin, eöa a.m.k. sú nær- tækasta, er aö hella úr skálum reði sinnar yfir fjölskylduna. Til eru ýmsar skynsamlegar lausnir á vandamálum manna, sem eiga bágt meö aö horfast í augu við að sá tími er kominn aö þeir geta ekki lengur búizt við því aö hækka í tign á starfssviði sínu. Engin þörf er á því aö vera sjálfum sér og öörum til skapraunar þar til eftirlaunaaldrinum er náð, og líkindi eru til þess að biðtíminn veröi meö öllu óþol- andi, ef ekkert er aö gert. Fyrsta skrefið er aö horfast í augu við staöreyndir og gera sér jafnframt grein fyrir því að lífið hefur upp á ýmislegt aö bjóða, þótt gamlar fram- tíöarvonir hafi brugöizt. Miklu varðar að maöur í þessari aöstööu temji sér að hætta að leggja þessa gífur- legu áherzlu á starf sitt og tengja þaö persónu sinni meö þeim hætti, sem hann hefur gert. Maðurinn er ekki skapaður til þess eins að vinna. Hann getur átt sér fjölmörg áhugamál, sem veita honum ánægju, ef hann venur sig af því að vera meö vinn- una á heilanum og hættir aö ímynda sér þá firru, aö hann sé ómissandi á vinnustað. Menn geta veriö góöir starfs- kraftar og ein af máttarstoð- unum á vinnustað en engin stofnun og ekkert fyrirtæki grundvallast á einum manni. Þeir sem eiga bágt með aö trúa þessu ættu aö taka sér tveggja eða þriggja mánaöa leyfi frá störfum. Er þeir koma aftur til vinnu blasir þaö undur viö, aö rekstur fyrirtækisins hefur ekki stöövazt. Allt hefur Fjóröa grein í flokki Edmond C. Hallberg um breyt- ingaskeiö karlmanna fjallar um vanda- mál, sem blasa viö þegar starfsorkan fer aö minnka og menn komast aö raun um þaö, aö líklega eigi þeir sér ekki frekari framavon í starfi. Margir fyllast von- leysi og beizkju, veröa geöstiröir og einstrengislegir í skoöunum, og ekki bætir úr skák hin tilfinningalega ein- angrun, sem er svo aígeng hjá mönnum á þessum aldri. Hér er bent á ýmsar leiöir út úr ógöngunum: Mjög margir fullorönir karlmenn lifa til þess að vinna í stað þess aö vinna til aö lifa, og talið er aö allt aö 80% leggi starfið til grundvallar viö sjálfsmat. Þ.e. Jón Jónsson, sem hefur lífsviðurværi sitt af því aö gera við tennur í fólki, lítur ekki á sjálfan sig fyrst og fremst sem manneskju meö þessu nafni, heldur tannlækn- inn Jón Jónsson. Til aö sannfærast um aö þetta er rétt getur lesandinn gert nokkrar tilraunir: Geföu þig á tal viö ókunnugan mann og forðastu aö segja hvað þú starfar. Fljótlega kemur tvennt í Ijós: Viömælandinn veröur ekki í rónni fyrr en hann kemst að því hvaö þú gerir, og sjálfur muntu eiga mjög erfitt meö aö halda uppi samtali án þess aö gefa til kynna hvert starf þitt er. Rifjaöu því næst upp sam- tal, sem þú hefur nýlega átt á mannamóti. Hver var fyrsta spurningin, sem lögö var fyrir þig? Áreiðanlega þessi: „Hvaö gerirðu?" Þessi spurning hef- ur síðan leitt af sér fjölmargar aörar og svörin viö þeim hafa veitt viömælandanum grein- argóðar upplýsingar um þig. Hann hefur komizt aö því hvaöa menntun þú hefur hlot- iö, gerir sér einhverja grein fyrir því hvernig efnahagur þinn er, hvernig þú býrð og hver er staða þín í þjóöfélag- inu. En hann veit sáralítiö um þaö hvers konar maður þú ert, hver er lífsskoðun þín og hvernig þú ert innrættur. Sú yfirdrifna og óverö- skuldaða athygli, sem menn beina að starfi sínu, á sér aðdraganda alit frá því í bernsku. Litlir drengir eru varla farnir að tala þegar þeir eru farnir aö viöra hugmyndir sínar um þaö hvað þeir ætli að veröa þegar þeir eru orðnir stórir. Þeir yngstu ætla aö veröa strætisvagnastjórar, lögreglumenn eöa flugmenn, svo dæmi séu nefnd, en þegar þeir stálpast beinist athygli ára aldurinn? Þá fara menn aö veröa þess varir aö starfs- orka þeirra og áhugi á starfinu er farinn aö dvína. En þá er algengt aö þeir átti sig á því að þeir eru flæktir í kerfiö — og komast hvorki aftur né fram. Þeir hafa ekki orðið þeir afburöamenn, sem þeir höföu búizt viö aö verða. Þeir hafa ekki komizt í námunda viö efstu tröppuna í metorðastig- anum. Þeir finna, aö þeir megna ekki lengur að leggja á sig nær ótakmarkaða yfir- vinnu. Þeir fylgjast ekki nógu vel með, stöðugt er krafizt meiri og meiri sérhæfni á flestum sviöum. Miðaldra menn eiga erfitt með að fylgjast meö í þesum darrað- ardansi. Þeim er ógnaö. Þeir veröa aö viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum aö þeir eru ekki ómissandi. Þeir fyll- ast öryggisleysi þegar yngri menn þjóta fram úr þeim. Afleiöingar vanmáttarkenndar verða minni afköst og minni áhugi á starfinu. Þetta er vítahringur sem flestir eiga bágt með aö komast út úr, og venjuleg viöbrögö miðaldra manna, sem komnir eru í slíka aðstööu, eru ósveigjanleiki, þröngsýni og íhaldssemi í skoðunum. Þeir eiga stööugt erfiðara meö aö semja sig aö kvenna og loks má nefna þá, sem „lokast inni“ — draga sig inn í skel, verða niöurdregnir og daprir og líta aldrei glaöan dag. Slíkar leiðir út úr sjálfs- myndarkreppunni eru vitan- lega ógöngur. Margar eiginkonur miö- aldra manna, sem svo er komið fyrir, kvarta undan skapvonzku þeirra. Þær segj- ast jafnvel bíöa hálfan daginn í taugaspennu eftir því að þeir komi úr vinnunni og hafa þá sögu að segja aö marka megi af því hvernig þeir skelli bílskúrshurðinni hvaö kvöldið beri í skauti sér. „Krakkarnir flýja inn í herbergin sín — hundurinn hverfur undir sóf- ann, eins langt og hann kemst.“ Ein lýsti reynslu sinni svo: „Þegar sá tími nálgast aö hann kemur úr vinnunni fæ ég sting í magann af einskærri taugaspennu. Þannig var þaö ekki hér áöur fyrr. Þá gat ég varla beðið eftir því að hann kæmi, — ég hlakkaði svo til aö sjá hann. Nú skipta skaps- munir hans öllu máli um það hvort líft er á heimilinu um kvöldið. Tónninn þegar hann heilsar eöa skellurinn þegar hann lætur frá stresstöskuna gefa vísbendingu um ástand- ið“. gengiö sinn vanagang. Ef þú, lesandi góöur, ert þaö sem stundum er nefnt „vinnualki" — þ.e.a.s. ert meö starf þitt á heilanum — skaltu byrja á aö gera þér grein fyrir því aö þú ert í hættu. Þú þarft aö gera áætlun um aö venja þig af þessari ofneyzlu. Þetta er eins og eiturlyf. Þú skalt fara aö hyggja að áhuga- málum þínum — bæöi þeim sem þú hefur áöur haft en ekki talið þig hafa tíma til aö sinna, en ekki síöur ættiröu aö hyggja aö nýjum viðfangs- efnum. Menn læknast ekki af vinnusýki á einni nóttu, heldur smátt og smátt. Stresstaskan hefur hjá mörgum komiö í staö gæludýra bernskunnar — hún er bangsi hins vinnu- sjúka miöaldra manns. Byrj- aöu á því aö færa til í töskunni. Skildu eftir eitt autt hólf og settu síöan í þaö upplýsingar eöa annaö sem tengist áhugamálum þínum. Sá sem ferðast meö almenn- ingsvögnum getur haft þar skemmtilega bók til aö grípa til á leiðinni eöa í matartíman- um, í stað þess að grúfa sig yfir plögg, tengd vinnunni. Komdu því svo fyrir á vinnustaö aö þú getir aukiö sjálfstæöi þitt og stjórnaö tíma þínum sjálfur í meiri mæli en áöur. Vertu óhræddur við aö taka að þér verkefni, sem þú átt auðvelt með aö leysa enda þótt þau þyki e.t.v. ekki jafn merkileg og þau, sem þú hefur áöur unniö aö. Vertu ófeiminn viö að fara nýjar leiðir og fást við mál, sem þú hefur ekki áður komið nálægt. Þú munt komast aö því aö nýju störfin eru ekki síður mikilvæg — aöalatriöiö er aö þú finnir að þú valdir þeim, og sannleikurinn er sá aö öll þau störf, sem alúð er lögð viö eru skemmtileg, einfaldlega vegna þess aö ánægja er fólgin í því einu aö vinna vel og vilja vinna vel. Þessi störf, sem hafa í för meö sér minni ábyrgð, hafa þann kost að þú ert ekki lengur í stööugri samkeppni viö sjálfan þig og umhverfiö. Þú slakar á, veröur þjálli í umgengni og vinsælli á vinnustað, — og heima hjá þér. Gerðu tilraun til aö nálgast unga fólkiö á vinnustaðnum og miðlaðu því af reynslu þinni. Lýstu þig fúsan til aö taka þátt í þjálfun nýliða, leitaðu að nýjum verkefnum, vertu ófeiminn viö aö láta í Ijós skoðanir þínar á því hvernig betra væri að haga störfum hjá fyrirtækinu. Ráö- legt er líka að bjóðast til aö taka aö sér eitthvað af verk- efnum yfirmannsins. Hann verður sennilega feginn aö losna við eitthvað af þeim störfum sem á hann hafa hlaðizt og fá þau í hendur manni, sem hann þarf ekki aö óttast samkeppni viö. íhugaðu hvort þú ættir ekki aö skipta um starf. Menn, sem lengi hafa starfað hjá sömu stofnun eöa fyrirtæki og hafa mikla starfsreynslu eru oft eftirsóttur vinnukraftur hjá litlum fyrirtækjum. Þá má nefna aö margt miðaldra fólk sezt á skólabekk. Tilgangur- inn er oft einungis sá að fá tímann til aö líða, en menn geta ekki síður aflaö sér menntunar, sem kemur þeim aö gagni í starfi. í fyrstu muntu líklega óttast aö þú sért orðinn tornæmur og að einkunnirnar veröi lélegar, en víðtækar rannsóknir hafa leitt í Ijós, aö námsárangur miö- aldra námsfólks er jafngóður og betri en fólks, sem er á venjulegum skólaaldri. Loks ættiröu aö leiða hug- ann aö því aö taka þér ársleyfi frá störfum í náinni framtíð. „Sabbatsár" á miöjum aldri veröa æ algengari og njóta mikilla vinsælda. Geröu þér grein fyrir því hvaö þig langar til aö gera. Áreiöanlega hefur sú hugsun oft hvarflað að þér á liðnum árum hversu stór- kostlegt þaö væri aö hafa heilt ár til frjálsrar ráöstöfun- ar. Slíkt er engan veginn óframkvæmanlegt, en krefst undirbúnings og íhugunar. Kannski hefur þig dreymt um þaö að fara í bakpokaferöalag um Evrópu, fá þér trillu og fara á skak, setjast á skóla- bekk til aö afla þér einhverrar gráöu, eöa gera eitthvaö „sem heilvita mönnum á þínum aldri“ kæmi varla til hugar aö láta verða af. En hvaö er óeðlilegt viö aö rífa sig úr viðjum vanans og gera uppreisn gegn þeim þrýstingi sem umhverfi meöalmennsk- unnar beitir einstaklinginn — eða öllu heldur gera uppreisn gegn þeim hömlum sem þú hefur sett á þig sjálfur? (Síðasta grein í þessum flokki fjallar um það hvernig menn á miðjum aldri geta öðlazt nýja trú í sjálfa sig og komið auga á jákvsaðu hliðarnar í lífinu).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.