Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980 Karlakóriim Stefnir: 40 ára afmælistónleikar KARLAKÓRINN Steínir í Mos- fellssveit er 40 ára um þessar mundir og mun hann nú um mánaðamótin halda árlega vor- tónleika sína. Tónleikar verða á þremur stöðum: i Féiagsgarði í Kjós, Fólkvangi á Kjalarnesi og tvennir í Hlégarði i Mosfellssveit. Fyrstu tónleikarnir verða í Fé- lagsgarði þriðjudaginn 29. april og hefjast klukkan 21. Þá verða tónleikar í Fólkvangi fimmtudag- inn 1. maí klukkan 21, föstudaginn 2. maí klukkan 21 í Hlégarði og sunnudaginn 4. maí klukkan 15 á sama stað. Á þessum síðustu tónleikum verður minnst 40 ára afmælis kórsins, sem stofnaður var 14. janúar 1940. Á efnisskrá, sem er samkvæmt fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu barst í gær, vönduð og fjölbreytt, má nefna fjögur lög eftir Gunnar Thoroddsen, en tvö þeirra hafa ekki verið sungin opinberlega fyrr. Þá er einnig frumflutt lagið Mosfellssveit eftir Sigurð Óskarsson. Meðal viða- meiri verka má nefna Pílagríma- kórinn úr Tannháuser eftir Wagn- er og tónleikunum lýkur með Landkjending eftir Edward Grieg. Einsöngvarar með kórnum eru Friðbjörn G. Jónsson og Halldór Vilhelmsson, en þeir hafa einnig annazt raddþjálfun kórfélaga. Fimmtán blásarar úr skóla- hljómsveit Mosfellssveitar leika með kórnum í tveimur síðustu lögunum á efnisskránni. Stjórn- andi kórsins er Lárus Sveinsson, en þetta er fimmta árið, sem hann stjórnar kórnum. Sumarfagnaður stuðn- ingsmanna Péturs Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá stuðningsmönnum Péturs Thorsteinssonar. Stuðningsmenn Péturs J. Thorsteinssonar efna til sumar- fagnaðar í dag, sumardaginn fyrsta, í Sigtúni kl. 3—6. Á boðstólum verða kaffiveit- ingar og ýmislegt verður til skemmtunar. M.a. mun Selma Kaldalóns leika á píanó og Árni Johnsen spjalla við gesti og raula nokkur lög. Oddný og Pétur Thorsteinsson verða meðal gesta og gefst fólki þarna tækifæri til að ræða við þau. Með þessu móti vilja stuðn- ingsmenn Péturs gefa fólki kost á að kynnast þeim hjónum. Þarna verður einnig séð fyrir þörfum yngstu kynslóðarinnar á barna- daginn. (Fréttatilkynning) Áttræðisafmæli Áttræð er í dag, sumardaginn fyrsta, Þórunn Þorvaldsdóttir. fyrrum saumakona. Hún er fædd að Rauðsstöðum í Arnarfirði. Þór- unn nam kjólasaum í Kaup- mannahöfn og stundaði sauma- skap í Reykjavík og á Siglufirði um árabil. Hún er nú til heimilis að Kumbarvogi við Stokkseyri. í tilefni dagsins er Þórunn stödd á heimili systurdóttur sinnar í Reykjavík. Fyrirlestur um alþjóða- stjórnmál PRÓFESSOR, dr. phil. C. Karup Pedersen flytur fyrirlestur á veg- um féiagsvisindadeildar Háskól- ans fösudaginn 25. apríl kl 17.15 i stofu 102 í Lögbergi. Fjallar fyrirlesturinn um utan- ríkisstefnu Dana — frá hlutleysi til NATO (Dansk udenrigspolitik — fra neutralitet til NATO?) Dr. Karup Pedersen er prófess- or í alþjóðastjórnmálafræði við Kaupmannahafnarháskóla og ""Tiokunnur fræðimaður á sínu* sviði. Hann er hér meðal gesta í boði Háskóla íslands í tilefni af 500 ára afmæli Kaupmannahafn- arháskóla. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Aukasýningar á „Kirsublómum“ VEGNA mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að hafa tvær aukasýn- ingar á „Kirsublóm á Norðurfjalli", tveimur japönskum einþáttungum. Verða sýningarnar þriðjudaginn 29. og miðvikudaginn 30. apríl og hefj- ast klukkan 20.30 á Litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Eigendur Listhússins á Akureyri, Jón G. Sólnes og Óli G. Jóhannsson. (Ljósm. Sv. P.) Listhúsið starfa á Akureyrl 23. apríl. NÝTT fyrirtæki hefur tekið til starfa í Verzlanamiðstöðinni Kaupangi og heitir Listhúsið sf. Eigendur eru Jón G. Sólnes og Óli G. Jóhannsson og er ætlun þeirra að efna til iistsýninga af ýmsu tagi, annast sölu listaverka og listmuna og gangast fyrir listmunauppboðum. Húsnæðið er tveir salir, um 120 fermetrar að flatarmáli, og er allt hið vistleg- asta. Listhúsið sf. hóf starf sitt með tekur til Akureyri sýningu feðginanna Sigrúnar Steinþórsdóttur Eggen og Stein- þórs Marinós Gunnarssonar. Sig- rún sýnir 11 ofnar myndir, en Steinþór faðir hennar 37 vatns- litamyndir. Sýningin verður opin til sunnu- dagskvölds 27. apríl. Ákveðið er, að Listhúsið sf. efni til listmunauppboðs á Hótel KEA laugardaginn 10. maí og verður það fyrsta listaverkauppboðið norðan fjalia. - Sv. P. Bréf refsifangans er í athugun hjá ráðuneytinu JÓN THORS i dómsmálaráðuneyt- kvörtun um innilokun og ilia inu sagði aðspurður að hluti bréfs refsifangans á Litla-Hrauni, sem sent var ráðuneytinu í sl. viku, mcð meðferð 1 einangrunarklefa, auk slælegs aðbúnaðar. hefði verið af- greiddur þ.e. hvað varðar innilok- unina. Hún hefur verið stðfest af ráðuneytinu. Hvað varðar hina hluta bréfsins sagði Jón að þeir yrðu skoðaðir á næstunni og hefði forstjóra fangels- isins í því sambandi verið sent bréf þar sem farið væri fram á nánari upplýsingar. Jón sagði að það lægi þó alveg fyrir að gera yrði einhverja bragarbót á salernisaðstöðunni í einangrunarklefunum, en þar eru nú kamrar af eldri gerðinni. Vanda- málið í því sambandi væri að álman væri undir sjávarmáli og því ógjörn- ingur að koma þar fyrir vatnssal- erni. Stuðningsmenn Vig- dísar i Arnessýslu Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá stuðningsmönnum Vigdísar Finnbogadótturi Árnessýslu: Stuðningsmem Vigdísar Finn- bogadóttur til forsetakjörs héldu með sér fjölmennan fund í Hvera- gerði 16. apríl sl. Var þar kjörin framkvæmdanefnd til að hafa yfirumsjón með undirbúningi kosninganna í héraðinu, en hana skipa: Grímur Bjarndal, skólastjóri, Reykholti, Biskupstungum, Her- mann Guðmundsson bóndi Blesa- stöðum, Skeiðahreppi, Jón Ólafs- son bóndi Eystra-Geldingaholti, Gnúpverjahreppi, Sigurhanna Gunnarsdóttir húsfreyja, formað- ur Sambands sunnlenskra kvenna, Læk Ölfushreppi, Steinunn Haf- stað hótelstjóri, Þóristúni 1, Sel- fossi, Valgeir Ástráðsson prestur, Neistatúni, Eyrarbakka, Valgerð- ur Tryggvadóttir húsfreyja, fyrrv. skrifstofustjóri Þjóðleikhússins. Auk þessara aðila verða starf- andi nefndir umboðsmanna í hverjum hreppi í Árnessýslu. Skrifstofa stuðningsmanna Vigdísar verður opnuð innan fárra daga að Þóristúni 1, Selfossi. (Fréttatilkynning.) Skólakór Árbæj- arskóla til Eyja SKÓLAKÓR Árbæjarskóla heldur tónleika f Félagsheimilinu i Vest- mannaeyjum laugardaginn 26. april nk. kl. 5 e.h. I kórnum eru 42 börn. Kórinn æfir reglulega 3 sinnum í viku. í Árbæj- arskóla eru 2 kórar, yngri og eldri deild. í yngri kórnum byrja börnin í 8 ára bekk og geta síðan látið prófa sig í eldri kórinn eftir eitt ár, yfirleitt byrja þau eldri ekki fyrr 10 ára. I skólakórnum eru nú: yngstu börnin 9 ára en þau elstu ára. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Á efniskránni eru 20 lög bæ skandinavísk þjóðlög og syrpa lögum m.a. eftir Sigfús Halldórssi og Oddgeir Kristjánsson. Hluti af Árbæjarskólakórnum ásamt Jóni Stefánssyni stjórnanda. Drunurnar f rá varnarliðsþotum? FLUGVÉLAR frá Varnarlið- inu voru á lofti síðdegis á þriðjudag um það leyti, sem Fáskrúðsfirðingar urðu varir við miklar drunur og spreng- ingar. Sumarfagnaður í Skjólbrekku Bjork. 23. aprll. Á MORGUN, fyrsta sumardag, verður hin árlega samkoma Barna- og unglingaskólans haldin í Skjólbrekku. Að venju verðúr margt til skemmtunar, en ágóðinn rennur í ferðasjóð nemenda. — Kristján Mik Magnússon blaðafulltrúi Varnarliðsins sagði í gær, að flugvélarnar hefðu verið send- ar til móts við óþekktar flug- vélar austur af landinu. Síðar hefði komið í ljós, að vélarnar hefðu verið sovézkar, svókall- aðir Birnir. Mik sagði að vélarnar hefðu flogið í 34 þúsund feta hæð og farið í gegnum hljóðmúrinn í þeirri hæð yfir hafi. Hugsan- legt væri að hljóðið hefði náð til lands og Fáskrúðsfirðingar heyrt hávaða við það að vélarn- ar rufu hljóðmúrinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.