Morgunblaðið - 24.04.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.04.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980 3 1 Svipmyndir frá Islandsþingi NÝR skákskýrandi hefur með þessum skákþætti störf við Morgunblaðið. Jóhannes Gísli Jónsson. Ilann er 17 ára nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. Jóhannes er meðal okkar efnilegustu skákmanna og varð m.a. í 3.-4. sæti á nýafstöðnu Skákþingi íslands, ásamt Ingvari Ásmundssyni, íslandsmeistara 1979. Á nýafstöðnu skákþingi íslands var að vanda mikið um „dýrðir“. Afleikir voru ófáir, en einnig brugðu keppendur oft fyrir sig betri fætinum og fléttuðu af mikilli list. Hér á eftir fara nokkrar glefsur úr viðureignum í lands- liðsflokki, lesendum til gagns og gamans. Skák Ásgeirs Þ. Árnasonar og Elvars Guðmundssonar í 8. um- ferð var mjög sviptingasöm. Hvítur vann peð snemma í Skák eftir JÓHANNES GÍSLA JÓNSSON byrjuninni og fékk mun betra tafl. En framhaldið tefldi hann af meira kappi en forsjá og skyndilega stóð svartur með pálmann í höndunum, sælu peði yfir. En þá var komið að svört- um að tefla veikt og hvítum tókst með útsjónarsemi að ná fram eftirfarandi stöðu. Svartur átti leik og lék biðleik. Hvítur er 2 peðum undir eins og sjá má, en hefur mjög sterkt gagnfæri, hótar t.d. 53. Dd8+ mát. Svartur á í raun ekki nema um 2 leiki að velja; annað hvort að leika hinn varfærnislega leik 52. Kg8 eða fara út í ævintýri með 52. Dc7!?. í fyrra tilvikinu má hvítur una hag sínum vel eftir t.d. 53. Dxf4. í seinna tilvikinu á hvítur óhægar um vik. Besta framhald hvíts virðist þá vera 53. Dh8+ — Ke7, 54. Dg7+ — Kd6 (eini leikurinn) 55. Df8+ (55. De5+ - Kd7!, 56. g7 - Dcl+ 57. Kf2 - De3+, 58. Dxe3 - fxe3+, 59. Kxe3 - e5) 55. Kc6, 56. g7 — Kb7! og óvíst er hvort hvítur getur unnið. En Elvar var hvergi smeykur og innsigldi 52. Dxd4?? og Ás- geir var ekki seinn á sér að grípa tækifærið: 53. Dd8+ — Kg7, 54. De7+ - Kh6, 55. Dh4+ og svartur gafst upp því að eftir 55. - Kg7, 56. Dh7+ - Kf6, 57. Dh8+ fellur drottning hans óbætt. Þessi staða kom upp í skák Braga Halldórssonar og Elvars Guðmundssonar í 6. umferð. Hvítur átti leik og gat nú leikið 21. Rxg7! eftir 21. — Hxg7 (aðrir leikir eru greinilega ófullnægj- andi) 22. Hxd8 — Hxd8! (22. — Hxg3, 23. Hxf8+ - Kxf8, 24. Hxg3, er alveg vonlaust) 23. Dh4 stendur hvítur betur. í stað þess lék hvítur 21. Hxd7? — Dxd7, 22. RÍ6+?? (betra var að sjálf- sögðu 22. Hdl) 22. - Hxf6 23. ex£6 — Dd2+ og hvítur gafst upp enda mát í næsta leik. I 23. leik var vissulega betra að leika Hdl þó að eftir 23. — Db5 hafi svartur unnið tafl. í síðustu umferð var það helst skák Helga Ólafssonar og Björns Þorsteinssonar sem gladdi hjörtu áhorfenda. Eftir 42 leikja harða baráttu kom upp eftirfar- andi staða og átti svartur leik. Hvítur stendur greinilega bet- ur, en skákin hefði eflaust verið lengri ef svarti hefði ekki orðið nú illilega á í messunnL Hann lék hinn eðlilega leik 42. Rxb4?? en eftir hinn ægisterka og jafn- framt bráðdrepandi leik 43. De4!! varð hann að sætta sig við tapað endatafl eftir 43. — Bxe4, 44. Fxe4 — Dxe4, 45. a8D — Dxa8, 46. Hxa8. Hvítur átti ekki í neinum erfiðleikum • með að nýta liðsyfirburði sína og vann í 61. leik. Að lokum er hér staða úr 7. umferð en þar áttust við Haukur Angantýsson og Jóhann Hjart- arson. Svartur lék nú 17. — Hc7? Betra var einfaldlega 17. — Bf8 með u.þ.b. jöfnu tafli. 18. Rd6 — Hxcl, 19. Hxcl - Bf8, 20. Rxb7 - Hb8, 21. Rc5 - Hb2+, 22. Kdl - Rf6, 23. Hc2 - Hbl+, 24. Ke2. Hvítur er nú sælu peði yfir og svartur reynir að bæta sér það upp með þeim afleiðingum að hvíta C-peðið verður óstöðvandi. 24. — Bxc5?!, 25. Dxc5 — Rxe4, 26. Bd4! Valdar mikilvæga reiti og undirbýr með því framrás c-peðsins. Svartur á nú vægast sagt örðugt um vik, 26. f5, 27. f3 - Rg5, 28. Be5 - Rf7, 29. c6! Hér gafst svartur upp enda verður frípeðið ekki stöðvað. Þess sakar ekki að geta að þetta var fyrsta og eina tapskák Jóhanns í mótinu. Á hinn bóginn var þetta fyrsta vinningsskák Hauks í mótinu! Brimkló — mun leika á fimmtudögum í Þórscafé í sumar og þá verður reynt að ná upp „gömlu fimmtudagsstemmningunni“. Brimkló í Þórscafé á fimmtudögum í sumar „VIÐ viljum ganga úr skugga um, hvort lifandi tónlist getur átt sér uppdráttar í danshús- um Reykjavíkur á tímum þeg- ar diskómúsík tröllríður danshúsum. Markmið okkar er að vekja upp gömlu fimmtudagsstemmninguna sem blómstraði fyrir nokkr- um árum,“ sagði Magnús Kjartansson, einn af forvígis- mönnum hljómsveitarinnar Brimklóar, sem mun spila á fimmtudögum í sumar í Þórscafé og byrjar nú á sumardaginn fyrsta. „Við höfum leitað víða til að finna hentugan stað til að koma fram og fundum hann í Þórscafé. Þar er hljómburður- inn beztur svo og aðstaða öll. Yfirleitt er búið að breyta danshúsum hér í Reykjavík þannig, að diskómúsikin með glymskröttum ræður ríkjum,“ sagði Magnús ennfremur. Ald- urstakmark í Þórscafé verður við 18 ára aldur en sem kunnugt er hefur Þórscafé verið mjög strangt á að hleypa ekki fólki inn í húsið, sem er innan við 20 ára aldur. Þeir félagar í Brimkló sögðu, að þeir myndu hefja upp hljóð- færi á slaginu níu og yrði kappkostað að reyna að ná upp stemmningu meðal fólks, þeg- ar frá upphafi. Seltjarnarnes: Fjölmennasti borgarafund- ur sem haldinn hefur verið F.U.S. Baldur og Sjálfstæðis- félag Seltirninga héldu opinn fund um bæjarmálin á Sel- tjarnarnesi mánudaginn 14. þ.m. Fundinn sóttu um 130 manns og er þetta því senni- lega einn sá fjölmennasti fundur, sem haldinn hefur verið þar um árabil. Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri flutti framsögu og bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins sátu fyrir svörum. Mikið var rætt um opnun áfengisút- sölu í bænum en miðbæjar- kjarninn og væntanleg sund- laug voru einnig til umræðu. F.U.S. Baldur gengst fyrir fundi n.k. mánudagskvöld í samráði við Samband ungra sjálfstæðismanna undir heit- inu „Hvað nú?“ Fundurinn á Seltjarnarnesi var sá f jölmennasti sem haldinn hefur verið og hvert sæti skipað, eins og sjá má á myndinni. Lifam. Mbi. Emiiia.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.