Morgunblaðið - 24.04.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRIL 1980
39
Gunnar J. Eyland
— Minningarorð
Fæddur 11. júní 1933.
Dáinn 15. apríl 1980.
Nú er vinur minn og æskufélagi,
Gunnar Eyland, horfinn yfir móð-
una miklu. Það er sárt að missa
góðan vin í blóma lífsins. Söknuð-
urinn fyrnist seint en minningin
um góðan dreng mun lifa lengi.
Gunnar Eyland var fæddur í
Reykjavík hinn 11. júní 1933.
Foreldrar hans voru heiðurshjón-
in Jenny Juul Nielsen og Gísli
Jónsson Eyland skipstjóri. Gunn-
ar átti 5 systkini, en eitt þeirra dó
í æsku.
Ungur fluttist Gunnar til Akur-
eyrar með foreldrum sínum og þar
ólst hann upp.
Hinn 22. mars 1958 kvæntist
Gunnar eftirlifandi konu sinni,
Guðlaugu Gunnarsdóttur. Þau
eignuðust engin börn í sambúð
sinni.
Gunnar Eyland var góður og
hjartahlýr vinur og félagi. Allir
sem eitthvað áttu saman við hann
að sælda virtu hann fyrir prúð-
mennsku sína og ljúfmannlega
framkomu.
Gunnar var tilfinningaríkur og
með ríka réttlætiskennd. Hann
gerði allt sem hann gat til að
hjálpa þeim samferðamönnum
sínum í lífinu sem minna máttu
sín og vermdi umhverfi sitt með
hjálpsemi sinni og hjartagæsku.
Enda þótt Gunnar eignaðist
ekki börn sjálfur var hann þó
mjög barnelskur, það fór ekki
framhjá neinum sem til þekkti.
Börn systkina hans og systurbörn
konu hans voru honum mjög kær
og bar hann fyrir þeim mikla
umhyggju, sem hver faðir hefði
verið fullsæmdur af gagnvart
börnum sínum.
Mér er það minnisstætt þegar
hjónin Gunnar og Guðlaug komu í
heimsókn á heimili mitt, þegar ég
kenndi á heimavistarskólanum á
Jaðri, hvernig bæði börnin mín og
börnin sem voru þarna á skólan-
um hændust að honum. Þau voru
næm fyrir því að þarna var maður
á ferð með stórt hjarta og hlýtt
geð. Hann hafði alltaf nóg að gefa
þeim og miðla af glaðværð og
góðvild sinni.
Og einmitt þannig var Gunnar
Eyland alltaf í öllu sínu lífi, sífellt
gefandi og veitandi en sjaldan
þiggjandi.
I barnæsku átti Gunnar við
erfiðan sjúkdóm að stríða, sem
hann barðist við í hljóði og
kyrrþey, án þess að tala um það
við vini sína og samferðamenn.
Nú hefur brugðið ský fyrir sólu,
— sláttumaðurinn mikli með
ljáinn hefur enn sem oftar gengið
um dyr. Við kveðjum góðan dreng,
vin og félaga, Gunnar Eyland.
Eg og fjölskylda mín sendum
konu hans og öðrum nánum að-
standendum hans innilegustu
samúðarkveðjur á erfiðri skilnað-
arstund.
Guð blessi ykkur öll.
Stefán Trjámann Tryggvason.
Gunnar Juul Eyland varð bráð-
kvaddur 15. apríl sl. 46 ára að
aldri. Þegar slík tíðindi berast
okkur, stöldrum við við og lítum
til baka.
Leikir krakkanna á Akureyri á
árunum eftir stríð voru nokkuð
árstíðabundnir. Á vorin söfnuð-
umst við saman á götunni og
fórum í slábolt. Þeir elstu voru
kóngar, kusu liðin og stjórnuðu
leiknum. Einstaka bíll átti leið um
Munkaþverárstrætið og hersingin
vék til hliðar rétt á meðan, svo
hófst leikurinn að nýju. Þegar jörð
þornaði fórum við niður á tún, þar
sem Amtbókasafnið er nú. Þar var
líka farið í hornabolta, skot-
mannaleik, — og svo vinkleik og
feluleik um svæðið allt milli
Krabbastígs og Sniðgötu. Allir
voru með frá Munk 1 til 31 og úr
aðliggjandi hliðargötum.
Á sumrin fóru margir þeir eldri
í sveit og dofnaði þá yfir leikjun-
um. Einn dag fréttist það að
Gunni Eyland, einn af þeim stóru,
ætlaði að hafa bíósýningu í gang-
inum heima hjá sér, í Munk. 16.
Hann hafði eignast sýningarvél og
fengið filmur einhvers staðar að.
Nú nutum við góðs af. — Og
hvílíkt ævintýri. — Svo kom
Jenný, mamma hans, bauð okkur
brjóstsykur, brosandi og elskuleg,
og lét eins og það væri heimsins
sjálfsagðasti hlutur að húsið fyllt-
ist af krökkum.
Eftir sýninguna spurði Gunni
okkur hvort við ættum ekki að
gera eitthvað saman um sumarið.
Við gætum t.d. æft íþróttir. Og á
staðnum var íþróttafélagið „Svan-
ur“ stofnað. Gunni var einróma
kosinn formaður. Æfingar stund-
uðum við svo af kappi allt sumarið
undir hans stjórn. Síðsumars
kepptum við svo við íþróttafélag
af Eyrinni og unnum að sjálfsögðu
glæsilega.
Kvikmyndasýningarnar urðu
margar. Ymist var sýnt heima hjá
Gunna eða í litlum skúr upp á
klöppum sunnan við Bjarkastíg-
inn. Þetta voru dýrðlegir dagar.
Tíminn leið, aldrei kom annað
sumar þessu líkt. En þar kom að,
að foringinn okkar óx frá okkur,
eignaðist önnur áhugamál, eins og
eðlilegt er, og flutti svo suður eins
og margur.
Þegar ég lít til baka sé ég það
glöggt, að Gunni var kjörinn til
starfsemi með börnum og ungling-
um, það var honum í blóð þorið.
Ekki veit ég hvort hann stundaði
þau störf seinna, en eitt er víst að
við sem vorum í íþróttafélaginu
„Svan“ áttum frábæran foringja.
Við þökkum honum samveruna nú
þegar hann er allur. Megi margir
hans líkir starfa með íslenskum
börnum og unglingum.
Fyrir hönd okkar allra,
Hólmfríður.
Okkur bregður og verður orðfátt
þegar þau tíðindi berast að vinur
okkar, Gunnar Eyland, hafi látist
skyndilega í blóma lífsins.
Fyrstu viðbrögðin verða að
neita að trúa staðreyndum en
jafnskjótt og maður sannfærist
streyma minningarnar fram um
öll þau góðu samskipti sem við
höfum átt gegnum árin.
Þessar fáu línur eru aðeins stutt
kveðja til látins vinar, þannig tel
ég að Gunnar, sá hógværi maður,
hefði sjálfur viljað hafa það.
Við Gunnar kynntumst sem
unglingar, en sameiginlegur áhugi
okkar á filmum og vélum dró
okkur saman og mátti heita að í
mörg ár liði varla sá dagur að við
ekki hittumst eða störfuðum sam-
an að þessu áhugamáli okkar.
Gunnar gerði þetta síðar að sínu
lífsstarfi og naut þess vel þar sem
hann þekkti hvert horn.
Þegar unglingsárum lauk urðu
samskiptin strjálli en vináttan
hélst engu minni en áður.
Eiginkona mín og börnin okkar
urðu einnig þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast Gunnari og fá
notið hans miklu mannkosta og
vináttu og þau hjónin Gunnar og
Lalla voru ævinlega sjálfsagðir
þátttakendur í okkar stóru gleði-
stundum gegnum árin og ætíð
aufúsugestir á heimili okkar.
Við fjölskyldan ásamt þeim
vinum sem við Gunnar áttum
sameiginlega biðjum honum nú
allrar blessunar með þakklæti í
huga fyrir ómældar ánægjustund-
ir sem hann hefur veitt okkur og
samfylgdina Sem okkur fannst allt
of stutt en í hugum okkar lifir
minning um góðan dreng og trygg-
an vin.
Eiginkonu hans og ættingjum
vottum við okkar dýpstu samúð og
biðjum algóðan Guð að hugga þau
og styrkja í sinni miklu sorg.
Páll Þorláksson.
Gunnar J. Eyland kaupmaður,
Espilundi 9, Garðabæ, varð bráð-
kvaddur 15. apríl sl. langt fyrir
aldur fram, þá 46 ára að aldri.
Hann var yngstur af sex börn-
um hjónanna Jenny Amalie J.
Eyland, af dönskum ættum og
Gísla Jónssonar Eyland, skip-
stjóra. Gunnar fæddist í
Reykjavík, en flyst fljótlega með
fjölskyldunni til Akureyrar, þar
sem hann elst upp til 14 ára aldurs
og minntist hann margra ánægju-
stunda frá æsku sinni þar, en
verður fyrir þeirri miklu reynslu
að missa móður sína snögglega, þá
flyst Gunnar til Reykavíkur og
stendur á eigin fotum eftir það.
Fljótlega fer hann að vinna hjá
Upplýsingaþjónustu Bandaríkj-
anna, við kvikmyndasafnið, jafn-
hliða því lærir hann að verða
sýningarmaður í kvikmyndahúsi.
Ungur að árum stofnar Gunnar
fyrirtækið Filmur og vélar að
Skólavörðustíg 41, með Jóhanni V.
Sigurjónssyni. Rúmlega tvítugur
kemur Gunnar inn í fjölskyldu
okkar, er hann kynntist konuefni
sínu Guðlaugu Gunnarsdóttur þá
kornungri, dóttur hjónanna Helgu
Á. Einarsdóttur og Gunnars Sig-
urjónssonar, verkstjóra. Guðlaug
og Gunnar gengu í hjónaband 22.
mars 1958 og áttu þau yndisleg ár
saman, voru þau mjög samstillt í
hlýju sinni og elsku við allt sem
lifandi er.
Þegar börnin fæddust í fjöl-
skyldunni umvafði hann þau af
allri sinni ást og umhyggju, þau
kölluðu hann „Frænda" orð sem í
sjálfu sér segir lítið en gildir stórt.
Það er erfitt að sætta sig við að
elskulegur tengdasonur, mágur,
svili og „Frændi" sé farinn frá
þessu jarðneska lífi. Hann sem
hringdi á hverjum morgni til að
hvetja til dáða, hann sem í hlýju
sinni umvafði án orða og gaf af
sínu stóra hjarta, hann sem í
hógværð og rósemi átti alltaf tíma
og umhyggju fyrir alla, lagði
aldrei nema gott til, brosið hans
og hlý hönd sefaði og hvatti í senn.
Þó okkar sorg sé stór er sorg
Guðlaugar dýpst. Guð sem þekkir
leiðina að hjörtum okkar styrki
hana og verndi. Við þökkum Guði
fyrir „Frænda" líf hans og tilveru.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi og hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Tengdafólk.
Fyrir rétt rúmlega þrjátíu árum
birtist strákunum á Grímsstaða-
•holtsvellinum ungur maður, spari-
klæddur. Hann snaraði sér úr
jakkanum, bretti upp buxna-
skálmarnar og tók til að leika
knattspyrnu með strákunum.
Þetta var Gunnar J. Eyland,
nýkominn frá Akureyri þar sem
hann ólst upp, nemandi í kvik-
myndasýningastjórn við Trípolí-
bíó.
Gunnar átti eftirað koma mikið
við sögu á þessum knattspyrnu-
leikvangi, bæði sem leikmaður, og
sem fyrsti þjálfari yngsta flokks-
ins í hinu nýstofnaða félagi,
Knattspyrnufélaginu Þrótti. Með
elju og ástundun tókst Gunnari að
gera lið sitt að meistara í sínum
flokki.
Gunnar J. Eyland er nú horfinn
af sjónarsviðinu. Andlát hans bar
brátt að. Engum okkar hefði
dottið í hug að Gunnar yrði
næstur. Hann var heilsuhraustur
og áhugasamur í starfi sínu í
Filmum og vélum, sem hann átti
ásamt Jóhanni V. Sigurjónssyni,
en þeir voru félagar um áratuga
skeið.
Sem félagsmaður var Gunnar
Eyland frábær, engum öðrum
líkur. Hann hafði þennan nauð-
synlega félagslega skilning, reiðu-
búinn til að gera það sem gera
þurfti, hvort heldur var við þjálf-
un eða að sýna smákrökkum
skemmtilegar bíómyndir, en það
gerði hann um langt skeið og
laðaði ungmennin að hinu unga
ófullburða félagi okkar.
Við sem kynntumst Gunnari á
þessum árum eigum honum skuld
að gjalda. Hann reyndist okkur
vel, enda var hann drengur góður,
heiðarlegur og prúður í hvívetna.
Hann var lánsmaður hinn mesti í
sínu einkalífi, kvæntur mikilli
ágætis konu, Guðlaugu Gunnars-
dóttur, og veit ég að þau voru
einkar samhent og samstillt í einu
og öllu.
Gunnars naut við í nokkur ár
hjá okkur í Þrótti, síðan var hann
horfinn af sjónarsviðinu. Hann
kunni ekki við hálfkák á nokkrum
hlut, vildi vera óskiptur þar sem
hann var. En ég veit að alltaf bar
hann hlýjar taugar til Þróttar og
fylgdist vel með öllu sem gamla
félagið okkar var að gera.
Það vill því miður allt of oft
fenna í spor mannanna, verk
þeirra gleymast fyrr en skyldi. En
við sem vorum svo heppin að
kynnst Gunnari munum aldrei
gleyma góðum manni. Vil ég
þakka honum fyrir hönd gamalla
Þróttara og nýrra fyrir frábær
störf sem hann vann fyrir félagið.
Guðlaugu konu hans sendi ég
samúðarkveðjur, svo og ættingj-
um og tengdafólki. Hjá þeim mun
áfram lifa minningin um hlýjan
og elskulegan dreng.
Jón Birgir Pétursson.
Aí piliföarljósi bjarma bor.
som brautina þungu KroiÓir.
Vort líf. som svo stutt «k stopult or,
það stofnir á aoðri loidir.
Ok upphiminn fo»ri on aujfa sér
mót öllum oss faðminn broiðir.
E.Bon.
Sjaldan hefur mér brugÖið eins
og þegar ég heyrði lát elskulegs
mágs míns, Gunnars J. Eyland, og
enn á ég erfitt með að trúa því að
hann sé allur, þessi góði drengur,
sem öllum vildi gott eitt gera.
Ég minnist fyrstu kynna okkar,
þegar hann ungur að árum kom í
heimsóknir til okkar hjóna, oft
með vini sínum með sér, ávallt
flytjandi glaðværð og ferskan
andblæ æskunnar með sér. Mér er
minnisstæður 27. júní 1956, er
hann kom til okkar með unnustu
sína. Þann dag kunngerðu þau
trúlofun sína, Lalla og Gunnar, á
afmælisdegi föður hans. Það var
mikill hamingjudagur.
Ótaldar eru þær ánægjustundir,
sem við höfum átt með Gunnari og
Löllu gegnum árin, á heimili
þeirra í Reykjavík og síðar í
Garðabæ, svo og hér á Ákureyri á
okkar heimili. Sameiginlegur
laufabrauðsbakstur fyrir jólin var
orðinn fastur liður í samskiptum
okkar. Þá ríkti glaðværðin ein.
Ekki má gleyma sumarleyfi á
erlendri grund fyrir tveimur ár-
um, þar sem þau Gunnar og Lalla
dvöldu með okkur um tíma. Það
voru miklir hamingjudagar og oft
síðan rætt um að endurtaka þá.
Börn og unglingar hændust
mjög að Gunnari. Tilhlökkun
barna okkar og barnabarna var
mikil þegar von var á Gunnari og
Löllu í heimsókn til Akureyrar. Og
ekki var tiihlökkunin minni þegar
fyrir dyrum stóð heimsókn til
þeirra. Þá voru kvikmyndasýn-
ingar í kjallaranum, ekkert jafn-
aðist á við þær stundir, enda
stundum erfitt að fá börnin með
sér heim.
Svona eru minningar mínar og
minna um Gunnar, allar á einn
veg, bjartar og góðar.
Gunnar var fæddur í Reykjavík
þann 11. júní 1933. Foreldrar hans
voru hjónin Jenny Amalia Juul
Nílsen og Gísli Jónsson Eyland,
skipstjóri. Gísli lést árið 1972, en
Jenny árið 1947. Þá var Gunnar
aðeins 14 ára, yngstur fimm
bræðra. Þá hafði fjölskyldan verið
búsett á Akureyri frá árinu 1937.
Eftir lát móður sinnar flyst Gunn-
ar til Reykjavíkur og bjó þar hjá
einum bræðra sinna og mágkonu
þar til hann kvæntist Löllu, Guð-
laugu Gunnarsdóttur, árið 1958.
Hjónaband þeirra var einstaklega
elskulegt, samhentari hjón hef ég
ekki þekkt. Á heimili þeirra var^
einkar gott að koma.
Gunnars er nú sárt saknað af
elskulegri eiginkonu, bræðrum,
systur, frændfólki, tengdafólki og
vinum. Góður Guð styrki þau í
sorginni.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég kæran mág minn. Hann
var mér sem besti bróðir eða
sonur.
Blessuð sé minning hans.
Lúllý
Háa skilur hnotti himinKOÍmur.
Blað skilur bakka og okk*
En anda som unnast
fa'r aldroi oilífð að skilið.
Nú þegar veturinn er að kveðja
og sumarið að heilsa, kveðjum við
kæran vin, Gunnar J. Eyland.
Erfitt er að sætta sig við þá köldu
staðreynd að hann sé burt kall-
aður svo fljótt.
Um tuttugu ár eru síðan við
kynntumst Gunnari. Síðan þá
höfum við átt svo ótalmargar
ánægjulegar samverustundir með
þeim hjónunum, á styttri og lengri
ferðalögum, spilakvöldum og
saumaklúbbum, en eiginmennirn-
ir hafa alltaf verið velkomnir í þá.
Einnig munum við minnast allra
ánægjulegu heimboðanna til
þeirra hjónanna, því þau voru
sérlega samhent og gestrisin. All-
ar þessar ógleymanlegu stundir
munum við varðveita í sjóði minn-
inganna.
Gunnar var mörgum góðum
mannkostum búinn, hann hafði
einstaklega góða lund og var
einkar lagið að sjá það skoplega og
sagði svo skemmtilega frá að hann
hreif alla með sér í græskulausu
gamni. Eitt var það sem lýsti hans
innra manni betur en flest annað,
öll börn hændust að honum og
þótti vænt um hann.
Við vitum að svo margir eru
harmi slegnir vegna andláts
Gunnars, en sárastur er söknuður
eiginkonu hans. Henni biðjum við
allrar blessunar, því missir henn-
ar er mikill. En enginn getur
misst mikið nema hann hafi átt
mikið. Einnig sendum við tengda-
foreldrum Gunnars, Þóru, Ara og
börnum þeirra, systkinum hans og
samstarfsmönnum innilegustu
samúðarkveðj ur.
Ó. sólarfaðir signdu nú hvert auxa.
en sér i lagi þau. sem tárin lauga.
Guð gefi öllum ástvinum Gunn-
ars styrk og að aftur birti með
hækkandi sól.
Saumaklúbburinn.
Vegna jaröarfarar
GUNNARS J. EYLAND
verða eftirtaldar Ijósmyndavöruverslanir lokaöar
föstudaginn 25. apríl frá kl. 13.00 til kl. 15.00.
Amatörverslunin,
Fókus,
Fótóhúsið,
Gevafótó,
Ljósmyndaþjónustan Mats,
Týli.