Morgunblaðið - 24.04.1980, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980
41
félk í
fréttum
+ Lengi hefur það verið talinn einn helzti árlegi
viðburðurinn í kvikmyndaheiminum er sú verðlauna-
veiting fer fram vestur í Bandaríkjunum, að veitt eru
Oscarsverðlaunin þeim einstaklingum, sem þykja
hafa skarað fram úr á sviði kvikmyndaframleiðsl-
unnar. — Ber þá hæst þau Oscars-verðlaun, sem veitt
eru kvikmyndaleikurum fyrir beztan leik í hinum ýmsu
hlutverkum, — aðalhlutverkum og einnig aukahlut-
verkum. Hér stendur bezti leikarinn í karlhlut-
verki, Dustin Hoffman, brósandi út að eyrum með
Oscars-gullstyttuna. — Hann leikur aðalhlutverkið í
kvikmyndinni „Kramer vs. Kramer". Efniviðurinn er
sóttur í hjónaskilnaðarmál, en hjónin deila um
umráðaréttinn yfir ungum syni. Fimm aðrir ein-
staklingar sem komu við sögu við gerð þessarar
framúrskarandi kvikmyndar hlutu Oscars-verð-
launa-styttur. — Kvikmyndaleikkonan Sally Field
hlaut Oscarsverðlaunin fyrir beztan leik í aðalhlut-
verki konu. — Hún leikur Normu Rae í samnefndri
kvikmynd. — Myndin segir frá verkalýðsbaráttu
hennar í spunaverkmsiðju einni í Suðurríkjunum.
Og er hin mikla Oscars-hátíð stóð sem hæst og hver
kampavínsflaskan var tæmd á eftir annarri, barst
blaðamönnum sem voru á hátíðinni fréttin um það að
blöðin Boston Globe og Courier-Journal hefðu
hlotið Pulitzer verðlaunin fyrir árið 1980.
+ Borgin New Orleans í Bandaríkj-
unum, hefir nýlega heiðrað minn-
inguna um frægasta son sinn, jazz-
kónginn Louis (Satchmo) Arm-
strong. — I aðalskemmtigarði
borgarinnar hefur verið reist 12 feta
há stytta af snillingnum mikla með
lúðurinn sinn í vinstri hendi —
þriggja feta langan, en í hægri
hendinni með krumpaðan klútinn til
að þurrka svitann af enninu! —
Einmitt þannig muna hann flestir
þar í bænum. Það var ekkja
Armstrongs, Lucille, sem afhjúpaði
myndastyttuna. — Þá voru hundruð
bæjarbúa viðstaddir athöfnina.
Meðal viðstaddra höfðu verið gaml-
ir jazzmenn svo sem Count Basie,
Lionel Hamton, A1 Hirt, Dave Bru-
beck og fleiri, og nánir vinir
Armstronghjónanna. Lucille sagði
daginn eftirminnilegan fyrir sig —
já allt að því eins eftirminnilegan og
hamingjusamasta dag lífs míns, er
ég giftist Satchmo. — í Orleans
verður einnig komið upp jazzminja-
safni. Lionel Hamton sagði að lok-
inni athöfninni að allt hljómleika-
hald í skemmtigarðinum væri
vissulega hin lifandi minning um
Armstrong. Myndin er tekin er
Lucille, (til hægri), við fótstall
styttunnar, hafði afhjúpað
styttuna. Þess má geta að 5 ár eru
liðin frá því hugmyndin um styttu af
Satchmo kom fyrst fram í Orleans.
Ein perluröð fyr-
ir hver tíu ár
+ Leikandi á als oddi á morgni 40 ára afmælis síns,
veifar Margrét Danadrottning út um gluggann á
Amalíenborgarhöll til mikils mannfjölda, sem hafði
safnast saman á hallartorginu, löngu áður en fyrstu
gestirnir komu til hallarinnar um morguninn til að
óska þjóðhöfðingjanum fertuga til hamingju. Þegar
flest var á torginu höfðu verið þar samtímis um 30.000
manns, sögðu dönsk blöð. Hin fagra perlufesti, sem
drottningin ber um hálsinn, var fyrsta afmælisgjöfin
sem hún fékk, — frá Henrik bónda sínum. Perlufestin
er fjórföld, ein perluröð fyrir hver tíu ár.
Frá Nemendasambandi M.A.
Arlegur vorfagnaður NEMA verður haldinn á Hótel
Sögu 14. maí nk. og hefst með boröhaldi kl. 19.30.
Gestur og ræöumaður kvöldsins Gísli Jónsson,
kennari.
Allir fyrrverandi nemendur M.A. eru hvattir til að
mæta og fagna 100 ára afmæli skólans. Sala
aögöngumiða hefst 12. maí. Sfyórn NEMA
Félag íslenzkra
símamanna,
Thorvaldsensstræti 4
Sumarbústaðir
Umsóknir um dvöl í sumarbústööum F.Í.S. sumarið
1980 þurfa aö hafa borist skrifstofu félagsins
Thorvaldsensstræti 4 Reykjavík fyrir 5. maí n.k.
Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu F.Í.S.
Orlofsheimilanefndin
LITAVER — LITAVER
LITAVER — LITAVER —
málningarvörur
Afslattur
Kaupir þú fyrir: Kaupir þú umfram
30—50 þús. 50 þús.
veitum við 10% veitum við 15%
afslátt. afslátt.
aö byggja, breyta eöa bæta.
, sem eru
Lfttu viö í Litaveri,
því það hefur ávallt
borgaö etg-
LITAVER - LITAVER — LITAVER — LITAVER —
ÞAO ER PHILIPS AS570
ÚTVARPSKLUKKAN
Dagurlnn ræðst ott af því hvernig
þú vaknar á morgnana. Morgunhan-
inn frá Philips vekur þig með lágværri
hringingu, léttri músik og morgun-
spjalli. Síöan annarri hringlngu ef þú
skyldir hafa sofnaö aftur.
A kvöldin getur þú sofnaö út frá
tónlist, útvarpsklukkan slekkur sjálf-
virkt á sér á þeim tíma, sem stillt
hefur veriö á.
Tíminn er sýndur með stórum
skýrum Ijósastöfum. 3 bylgjur LM,
MW, FM. Verð kr. 40.990,-
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655
Morgunhaninn