Morgunblaðið - 24.05.1980, Page 4

Morgunblaðið - 24.05.1980, Page 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980 Djörf tilraun 17 ára pilts til bjargar heimabyggðinni við þróuninni og því serti verða vildi, voru eiginlega síðustu fjör- brotin. Mótorbátaútgerðin stóð frá 1906 og til 1935, þegar hún leið að mestu undir lok. í Hornstrend- ingabók segir: „Fyrstu mótorbát- arnir í Aðalvík voru flestir fjórar eða fimm lestir að stærð og með þilfari. Bátar þessir voru þungir og erfiðir í meðförum, þegar setja þurfti þá á land. En svo varð að gera alloft og nær við hvern róður að vetri. En að vori heilluðust menn til þess að láta þá liggja við legufæri milli róðra, ef ekki var því ískyggilegra veðurútlit. Stund- um varð hált á því, jafnvel þótt komið væri fram á vor. Þarna var ótraust lægi, svo fljótlega gat skipt um veður og sjólag, að ekki reyndist fært að bjarga bátunum í land. Á fjörtíu ára tímabili motorbáta útgerðarinnar í Aðalvík mun 10 af 11 báta hafa rekið þar á land. í febrúarmánuði 1917 sukku 3 mótorbátar á Sæ- bólslegu og skemmdust svo mikið að smíða varð þá upp að nýju. Svipað áfall varð þar í norðan- áhlaupi 1930. Tveir mótorbátar slitnuðu úr legufærum og rak á land, en hinn þriðji sökk. Látra- menn urðu fyrir svipuðum áföll- um, en þó heldur léttbærari. Við slys þessi urðu útvegsmenn fyrir miklum skaða, en lögðu ekki árar í bát. Þeir útveguðu sér í staðinn báta að láni eins fljótt og verða mátti, svo að haldið yrði áfram Látrar. Séö úr miöri víkinni til bæjanna sem stóöu undir fjallshlíðinni. Þar bjuggu forfeöur Gunnars svo langt sem sögur herma og höföu búskap og útgerö. MRBUÐIN Betri búöá besta stað! Svo gagngerar breytingar hafa verið gerðará gömlu rótgrónu MRbúðinni Laugavegi164 að ekki þótti stætt á öðru en að kalla hana „nýja“ á eftir. Búðin er allt önnur, hefur fengið nýja innréttingu; vöruúrvalið hefur aukist til muna og þjónustan er enn betri. í„nýju“MR búðinni færð þú m.a. Girðingar- efni, sáðvörur, garðyrkjuáhöld og verkfæri ýmiss konar. MR búðin er sérverslun með tæki til fugla-, svína-, og nautgriparæktar. ro Lítið við í „nýju“ MR BÚOINNI. £ MJÓLKUBFÉIAG REYKJAVIKUR LAUGAVEGI 164 SfMI í BÚÐINNI 24355 róðrum. Þetta var lífsbjörg þeirra, sem gaf þeim þó sjaldnast mikið í aðra höndfn. Til þess voru allar aðstæður of erfiðar til útgerðar á þessum bátum. En seigla og þolin- mæði þeirra manna, er þarna þreyttu leik við höfuðskepnurnar, var undraverð. Þeir gáfust ekki upp, þrátt fyrir alls konar áföll og lítinn skilning lánastofnana á bjástri þeirra. Það var ekki fyrr en afli þeirra var til einskis metinn, að þeir neyddust til þess að flýja allsleysi og bjargþrot á næsta leiti". Hvað segir Gunnar Friðriksson um þetta? Voru Aðalvíkingum allar bjargir bannaðar? Var þetta þá vonlaust sem hann var að reyna að gera? — Já, í hreinskilni sagt hefur mér lengi verið ljóst, að við vorum að berjast við óviðráðanlega þróun. Samfélagið, sem þarna var, gat ekki annað en liðið undir lok. Það byggði á sjósókn á smábátum. Faðir minn missti marga báta upp. Átökin við náttúruöflin og hafið voru svo mikil. Þessir lifnað- arhættir forfeðra minna hlutu að líða undir lok. Þetta hafa líklega verið hugsjónamistök hjá mér. Þarna þurfti að vinna stórvirki, byggja stóra höfn. Það var ekki auðvelt. Ríkið átti fullt í fangi með að reisa aðra stóra fiskihöfn hinum megin við Djúpið, á Bol- ungavík, sem öll athygli beindist að. Þegar fólkið var farið að streyma í burtu, skrifuðu Aðal- víkingar ríkisstjórninni til að biðja um aðstoð til þess annað hvort að vera eða flytja brott. Það var á árinu 1946. En þótt tveir merkismenn væru fengnir til að reka á eftir erindinu, var bréfinu ekki einu sinni svarað. Og er það gott dæmi um mismun á aðstöðu. Þetta bréf prentuðum við í bók- inni um Sléttuhrepp. — En nú komu Ameríkanarnir til ykkar og byggðu radarstöð á Straumnesfjalli? Gat það ekki hjálpað? — Það var of seint. Hreppurinn tæmdist á árunum 1943—1952. Þetta voru hreinir þjóðflutningar. 440 manns fóru á þessum árum. í stríðinu komu Bretarnir og fóru, en fólkið var farið þegar Banda- ríkjamenn komu. Það hefði kannski bjargað. Ameríkanar lögðu reyndar síðar fram áform um að byggja höfn á Aðalvík og ætluðu að leigja til þess land. En svo lokaði dr. Kristinn þá inni á Keflavíkurflugvelli, og eftir það snerist áhuginn við. — Við vorum eins og týndu börnin, sem gleymdust. Svo ekki var um annað að ræða en að taka upp tjöldin eins og Bedúinarnir og tjalda annars staðar, bætir Gunn- ar við. Sjálfum hefur Gunnari Frið- rikssyni vegnað vel í annarri sveit. Hann kveðst hafa haft mikið gagn af þeirri reynslu, sem honum hlotnaðist þarna ungum fyrir vestan. Hann hefði síðan haldið sig við og byggt á því sem hann byrjaði á þá. Fór að selja vélar og síðan skip. Við það hefur hann haft ærið að starfa, og þurft heldur að standa á bremsunum til að gæta þess að fyrirtækið stækki ekki meira. Hann kveðst ákveðinn í að hafa ekki meira umleikis en hann ráði vel við. — Eg reikna með að íslenzkt þjóðfélag muni öðru hverju eiga í erfiðleikum, eins og það hefur alltaf átt, segir hann. Og þegar slíkir tímar komi, þurfi maður að geta séð fyrir sínu fólki. Forfeður mínir höfðu ýmist meðlæti og góðan framgang eða erfiðleika vestur á Látrum. Ætli það sama gildi ekki enn um íslenzkt þjóðlíf í heild nú sem fyrr. Gunnar Friöriksson 17 ára gamall, um það leyti sem hann róöist í útgerö í Aöalvfk. HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoðum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. RADIAL stimpildælur = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.