Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 9

Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 9
57 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAI1980 Gæti meiriháttar jardskjálfti í einhverri mis- gengissprungnanna... valdið kjarnorkuslysi? (SJÁ: Sjálfskaparvíti) LÆKNISRAÐ Er ger þá allur galdurinn? ísraelskir vísindamenn hafa fundiö út, aö sár gróa miklu fyrr ef á þau er boriö efni, sem unniö er úr geri. Ekki er mönnum enn Ijóst hvers vegna þetta efni, sem er sykursamband og kallast glucan, hefur þessi merki- legu áhrif. Þaö er í sjálfu sér ekki mótefni og ekki sótt- hreinsandi og önnur skyld sykursambönd hafa ýmist engin áhrif eöa gera illt verra. Glucan eitt hefur þessi „furöulegu" áhrif, eins og einn vísindamannanna komst aö orði, á tilrauna- dýrin, mýs og rottur. Eins og fyrr segir gróa sárin fyrr, á fimm dögum í staö sjö, og miklu betur aö auki. Glucan hefur enn ekki verið reynt á mönnum en þaö gæti komið aö góöum notum þegar fólk hefur slasast eöa til aö flýta fyrir bata eftir miklar skuröaö- geröir. Vísindamennirnir, sem uppgötvuðu áhrif glucans- ins, heita David Danon og Joseph Leibovich og starfa viö Weizmann-stofnunina í ísrael, þar sem þeir hafa veriö aö rannsaka hvernig líkamsstarfseminni hrakar meö aldrinum. Þegar húöin skerst eöa skemmist á ann- an hátt berast sérhæföar frumur meö blóöinu til sárs- ins og þar er þaö hlutverk þeirra aö fjarlægja dauöar frumur og aö gefa frá sér efni eöa hvata, sem örvar nýja vefmyndun. Leibovich haföi sýnt fram á, aö í gömlum músum væri þessi starfsemi miklu sein- virkari og sár greru seinna — nokkuö sem einnig á sér staö í mönnum. Hugsanleg skýring á þessu er sú, aö í gömlum músum — gömlu fólki — taki það þessar sérhæföu frumur lengri tíma aö komast á „slys- staö". Til aö láta á þessa skýr- ingu reyna ákváöu Danon og Leibovich aö reyna aö örva eöa ýta undir starf- semi frumnanna. Um 80 ára skeið höföu menn vitaö, aö ef geri væri sprautað inn undir hörundiö söfnuðust frumurnar saman mjög fljótt og nú vildu þeir vita hver áhrifin yröu af glucan- inu. Danon vonast til aö geta gert tilraunir meö glucan á mönnum og þá trúlega á sjúklingum sem gengist hafa undir skuröaögerö. „Ef viö getum stytt þann tíma, sem fólk er rúmfast eftir aðgerö, um tvo daga, munu gífurlegar fjárhæöir sparast árlega," segir hann. — NIGEL HAWKES TRYLLITÆKI Ekki gefið aö eiga gæðinga af því taginu í Beverly Hills í Kaliforníu eru glæsikerrurnar á hverju strái, bílar á borö viö Ferrari, Lamborghini og Bentley eru þar jafn algeng sjón og pálmatrén meöfram stræt- unum. Þegar auöugan end- urskoöanda þar í borg lang- aöi aö breyta til og vera nú dálítiö öðruvísi en aörir þá ákvaö hann aö slá sér á einn Evolution I — bíl sem er sérstaklega hannaöur af tískufrömuöinum Jean Gar- din og kostar litlar 25 millj- ónir. Endurskoöandinn er í hópi þeirra fáu, en fjáöu, sem halda á floti lúxusbílafram- leiöslunni á þeim tímum þeg- ar bílasala í Bandaríkjunum hefur hrapaö niöur úr öllu valdi. „Okkur vegnar betur en á síöasta ári hvaö hlutdeild í markaönum snertir. Kaup- endunum hefur aö vísu fækkaö nokkuð en hlutur lúxusbílanna í sölunni hefur vaxiö," segir talsmaður Cadillac í Detroit. Sömu sögu hafa aörir bílaframleiö- endur að segja. Lúxusbíla- salan hefur minnkaö aöeins en hlutur hennar í heildarsöl- unni hefur aukist, trúlega vegna þess, aö þá, sem áhuga hafa á lúxuskerrunum, skipta peningar oftast litlu máli. Sumir borga jafnvel allt bílveröiö á boröið, sem getur veriö 67 milljónir fyrir einn Rolls Royce! Því haföi veriö spáö aö bílasala í Bandaríkjunum yrði um 10,8 milljónir bíla fyrir 14. mars sl. en í apríl var hún ekki komin nema í 8,3 millj- ónir, og er aðgerðum ríkis- stjórnarinnar í vaxtamálum einkum kennt um. Hins veg- ar er talið aö 1000 Rolls Royce-bílar muni seljast á þessu ári, sem er aðeins 100 færri en á síöasta ári. Ódýr- asti Rollsinn, ef svo má aö oröi komast, er Silver Shad- ow II, sem kostar sem svarar 37 milljónum króna í Banda- ríkjunum en sá dýrasti kostar 148.400 dollara. — DOLORES BARCLAY HARÐSTJORNl Ofsóknirnar magnast Eftir aö heimsathygli beindist aö ofríki og kúgun stjórnar Pinochet í Chile áriö 1978, virtist ástandiö þar skána nokkuö, en undan-" farnar vikur hefur brugöiö svo viö aö haröstjórn þar hefur magnazt og er nú oröin meiri en veriö hefur um áraraðir. Fyrir skömmu ásakaöi mannréttindanefndin í Chile stjórnvöld opinberlega fyrir valdníöslu, þar á meöal pyndingar og nauöungar- flutninga á fólki. Verkalýössamtök líta hina nýju vinnulöggjöf ríkisstjórn- arinnar mjög óhýru auga og mótmæla kröftuglega end- urteknum árásum ríkisstjórn- arinnar á verkalýöshreyfingu landsins, sem eitt sinn var mjög öflug. Fyrsta maí hófst „verka- lýösvika“ í Chile meö því aö myrtur var lögreglumaöur, sem stóö vörö viö hinn eilífa frelsiseld herforingjastjórnar- innar skammt frá aöalbæki- stöövum stjórnarinnar. Fyrir bragöið voru 5 hundruö manns handteknir og margir ákæröir fyrir aöild aö ólög- legum samtökum, t.d. Kommúnistaflokknum. „Þaö eru 10 sinnum fleiri lögreglumenn úti á götunum núna en á síöasta ári,“ — segir maöur á Paseo Ahum- ada, helzta verzlunarhverfinu í miðborg Santiago. 1. maí var borgin yfirfull af öryggisvöröum ýmist ein- kennisklæddum eða í borg- aralegum búningum, og her- menn létu hendur standa fram úr ermum. Ýmsum óleyfilegum samkomum var hleypt upp. Nokkrum dögum síðar náöi hópur manna ásamt börnum á sitt vald kirkju í San Miguel og heimtaöi aö þeir sem handteknir voru 1. maí, yröu látnir lausir. Enn- fremur kraföist fólkiö þess, aö leynilögreglan yröi leyst upp. Vinnulöggjöf Pinochet tók gildi 1. júlí sl. Samkvæmt henni má gera verkföll og tvíhliöa kjarasamninga aö nýju en þó meö takmörkun- um, sem margir verkalýös- leiðtogar eiga erfitt meö aö sætta sig viö. — JOHN ENDERS. Pyndingar og nauöungarfiutn ingar — og svo sitthvaö fleira. FISKARNIR Hin hljóðu kvalaóp Fiskar finna til sársauka á sama hátt og önnur hryggdýr, þó aö þeir hafi ekki hátt um þaö, segir í skýrslu um rann- sóknir, sem Konunglega breska dýraverndunarfélagiö gekkst fyrir. Rannsóknanefndina skip- uöu fjórir menn: Fulltrúi frá skotveiðimönnum og annar frá stangveiðimönnum, fulltrúi dýraverndunarmanna og dýra- fræöingurinn Cranbrook lá- varöur, sem var forseti nefnd- arinnar. Nefndarmenn uröu ásáttir um, aö „grimmileg meöferð" á skepnum væri það þegar þær yröu fyrir „ónauö- synlegum þjáningum“ af mannavöldum. Þaö var þó ekki talið til grimmdar aö drepa villt dýr ef þau dræpust samstund- is eöa svo gott sem og í þeim efnum komu skotveiðimenn mjög vel út úr könnuninni. Þaö, sem kom mest á óvart í niöurstööum nefndarinnar, var dómurinn sem felldur var yfir stangveiðimönnum. Þeir hafa löngum sloppið viö alla gagnrýni enda ekki skemmti- legt, eöa pólitískt skynsamlegt, aö ráöast á þetta tómstunda- gaman almúgamannsins en í Bretlandi eru þeir taldir vera um 3,6 milljónir talsins. Nefnd- armenn komust sem sagt aö þeirri niðurstöðu, að munnur og varir fiskanna væru mjög tilfinninganæm líffæri þar sem margir taugaendar kæmu saman. Rannsóknanefndin taldi það forkastanlegt aö nota lifandi fisk sem beitu og fordæmdi þá eftirlætisiöju stangveiöimann- anna aö „þreyta“ fiskinn þar til hann örmagnaðist og gæti enga björg sér veitt. Til aö koma í veg fyrir þaö töldu nefndarmenn þest aö línan væri sterkari svo engin hætta væri á aö fiskurinn sliti sig af. Nefndin haföi litlar mætur á netgiröingum sem notaðar eru til aö geyma fisk sem hefur veriö dreginn á færi en fyrir- hugaö er að sleppa aftur, og leggur aö síöustu til aö fram- vegis veröi önglarnir hafðir agnhaldslausir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.