Morgunblaðið - 01.06.1980, Síða 4

Morgunblaðið - 01.06.1980, Síða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1980 Pottarim Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Hér á eftir eru uppskriftir að þremur smáréttum, sem allir eiga það sameiginlegt að sóma sér vel á morgunverðarborðinu, og auk þess auðvitað við önnur skemmtileg tækifæri. Ég nefni sérstaklega morgunmatinn, og þá hef ég í huga veglegan sunnudagsmorgunverð. Þeir, sem geta, reyna að sofa út um helgar. Þá er oft nokkuð seint að útbúa heitan hádegismat, en þægilegra og fjörlegra að útbúa rausnarlegt morgunverðarborð. Ég hef áður nefnt, að þetta er m.a. brezkur siður og þeir kalla slíka máltíð „brunch". Orðið er samsett úr „breakfast", morgun- verður, og „lunch", hádegisverð- ur. Það fer e.t.v. ekki illa á því að kalla þessa máltíð árdegisverð Góða skemmtun! Ostabrauð (handa fjórum) Ostabrauð hefur löngum verið vinsælt, ekki sízt sem miðnætur- og kvöldsnarl. Fyllingin hér á eftir er nokkurs konar millistig milli eggjaköku og venjulegs ostaáleggs. Auk þess sem brauð- ið er gott í morgunmat, er það auðvitað einnig prýðilegt sem létt máltíð, eða þá við önnur tækifæri, sem upp kunna að koma. Hér nota ég reykt svína- flesk. Þess í stað getið þið notað annað reykt kjöt, t.d. skinku eða hangikjöt, eða leifar af nauta- tungu eða hamborgarhrygg. Einnig reyktan fisk, t.d. lax eða rauðmaga. Eins og svo oft áður eru möguleikarnir býsna margir 2 stór heilhveitirúnnstykki, eða 4 vænar brauðsneiðar, smjör 3—4 sneiðar af reyktu svínafleski 1 hvítlauksrif 2 steinseljugreinar eða álíka af öðrum grænum uppáhalds kryddjurtum 3 egg 100 gr rifinn ostur, gjarnan óðalsostur ofurlítið af nýrifnu múskati og nýmöluðum pipar, ef ykk- ur sýnist svo. 1. Setjið ofninn á 225°. 2. Ef þið notið rúnnstykki eða brauðkollur skerið þau þá í tvennt og berið örlítið smjör innan í alla fjóra hlutana. Smyrjið sneiðarnar sömuleiðis örlítið, ef þið notið þær. Setjið brauðið inn í ofn, þannig að það verði þurrt og stökkt. Bræðið svolítið smjör á pönnu. Skerið pöruna af flesk- inu og skerið það í litla bita og einnig hvítlaukinn. Látið nú þetta hvort tveggja stikna í smjörinu, þangað til að fleskið er orðið nokkuð stökkt. Hrærið í svo hvítlaukurinn brúnist ekki eða brenni. 4. Hrærið saman eggin þrjú og bætið rifnum ostinum út í. Hann má gjarnan vera grófrif- inn. Hreinsið steinseljuna, þerrið hana vel, saxið og bætið á pönnuna. Það er varla þörf á að nefna að graslaukur er ekki síðri í viðbót, eða jafnvel bæði graslaukur og steinselja ... Hellið nú eggjablöndunni á heita pönnuna og veltið henni við með spaða. Eggin eiga að hlaupa saman og osturinn að byrja að bráðna en þetta á alls ekki að þorna á pönnunni. 3—5' mín. er hæfilega löng pönnu- vist fyrir eggin og ostinn. 5. Takið pönnuna af hitanum og jafnið þessari blöndu á stökk og heit brauðin. Setjið brauðin inn í ofn og látið þau bakast í um 10 mín. eða þar til fyllingin er orðin fallega gulbrún á litinn. Og nú er bara að setjast að snæðingi. Ath. Ef þið viljið búa til meira brauð, getið þið drýgt fyllinguna með því að setja um 1—2 dl af mjólk, kaffirjóma, sýrðum rjóma, eða rjóma sam- an við, eða t.d. að bæta við osti. Og svo má að sjálfsögðu bæta við eggjum og kjötmeti. Greipsalat (Handa f jórum) Greipaldin þykir alveg sjálf- sagt á enskt morgunverðarborð. Þennan ágæta sið gætum við tekið eftir Englendingum, því greip er mjög frískandi og hress- andi að morgni dags. Eins og allir ávextir er greip nokkuð Eitt og annað smálegt misjafnt á bragðið, stundum sætt en stundum svolítið biturt. Þetta sérstaka bitra bragð fælir ýmsa frá, enda þurfa líklega flestir að venjast því, nema þeir læri að meta ávöxtinn strax á unga aldri. Stundum er sykri ausið yfir greip. Ég mæli ekkert sérstaklega með því. Ef þið viljið endilega sæta ávöxtinn, mæli ég frekar með púðursykri, hrásykri en þó einkum hunangi. Þetta gefur allt saman gott bragð og fer vel við biturt bragði ávaxtar- ins. Upp á síðkastið hefur fengizt blóðgreip í búðum. Það er fallega daufbleikt að innan og alveg undarlega gott á bragðið. Það er ekki alltaf hægt að sjá rauða slikju utan á, en þessir ávextir eru ekki mjög stórir og hýðið er með svörtum blettum. Ávextirn- ir eru ekki mjög fallegir að utan, en því betri að innan. Ef þið finnið þessa ávexti, mæli ég eindregið með þeim ... 2 greip 2 hörð og góð rauð epli 1 banani ca. 8 döðlur 2 msk rúsínur 1 msk hunang, helzt fljót- andi 2 hraukaðar msk heilar heslihnetur eða möndlur of- urlítið af kanel. 1. Afhýðið greip ávextina og fjarlægið eins mikið af hvítu himnunni eins og þið getið. Skerið ávextina í bita, en gætið þess að safinn fari ekki til spillis. Afhýðið eplið og banan- ann og skerið í litla bita, og döðlurnar sömuleiðis. Blandið bæði nýju og þurrkuðu ávöxt- unum saman. Hrærið hunangið út í safanum, sem draup af greipaldinunum, og hellið yfir salatið. Bætið hnetunum eða möndlunum í. Salatið er bezt kælt, en þó ekki ískalt, því kuldi deyfir bragð. Ý miskrem (handa f jórum) Ýmir er býsna góður matur svona að morgni dags. Kremið hér er varla hversdagsmatur, því í það er notaður rjómi, sem við getum reyndar sleppt dags dag- lega. Nú er farið að sjást hér í búðum sultur og hlaup, búið til úr ávöxtum, eða berjum ein- göngu, og sykri, en án hleypi- efna, rotvarnarefna, litarefna og annarra óæskilegra aukaefna. Þessar sultur eru bragðmiklar og fremur þunnar yfirleitt og því rétt eins og heimatilbúnar. Haf- ið þetta í huga, þegar þið kaupið sultur og lesið vel á glösin. Oft eru þessar sultur dýrari en hinar, því ávextirnir og berin eru dýrari en gerfiefnin. En því er hvert gramm af ávöxtum og berjum ekki endilega dýrara í þessum ekta sultum en í hinum. 1—2 tsk af góðri sultu er býsna góð viðbót við þetta krem. Ég mæli með hindberjasultu, jarða- berjasultu eða kirsuberjasultu, en ekki sýzt nýlagaðri rabarbarasultu úr nýsprottnum vorrabarbaranum ... 2 dósir ýmir 2 dl. rjómi 1 msk hunang, gjarnan fljót- andi nokkrar tsk af góðri sultu. 1. Þeytið vel kaldan rjómann og þeytið síðan ýminum saman við, ásamt hunanginu. Setjið kremið í skálar og svolítið af sultu ofan á. Hvunndags er býsna gott að þeyta eða hræra ýminn vel, setja í skál og bæta e.t.v. svolitlu af sultu á. Einnig er gott að nota þurrkaða eða nýja ávexti og ber, eða þá hnetur og möndlur. Kryddjurtir Ég hef áður nefnt að krydd- jurtir eru hægt að rækta á svölum og í eldhúsgluggum, og auk þess í görðum. Eg minni enn á þetta, því nýjar kryddjurtir eru alveg óviðjafnanlegar. Þær fjölæru má síðan hafa í eldhús- glugganum allt árið og njóta uppskerunnar. Þær geymast / allt að 1 ár í frysti. Einhver eða einhverjir snjallir grænmetisbændur hafa greini- lega tekið sig núna til og ræktað kryddjurtir. Ég hef séð sítrónu- melís, merían, basil og salvíu í búðum. Þetta er stórlega ágætt framtak og vonandi endist upp- skeran í allt sumar og fram á haust. Bezt væri náttúrlega ef hægt væri að bjóða upp á slíkt allt árið um kring, en ég veit ekki hvort þessir ágætu græn- metisbændur hafa aðstöðu til þess. En auðvitað er hægur vandi að kaupa ríflega og frysta. Ég vona að við eigum eftir að sjá fleiri tegundir t.d. timjan og esdragon (tarragon). Sitrónumelís er býsna góður í blaðsalöt og fiskrétti og gefur frískandi bragð eins og nafnið segir til um. Merían (majoram) er býsna gott í hvers kyns kjöt og fiskrétti, t.d. pottrétti og glóðarsteiktan mat. Geysigott í hvítlaukssmjör. Basil fer sérlega vel í tómatrétti. Þetta er bragð- mikil jurt og því þarf ekki mikið af henni. Auk þess fer hún vel með t.d. glóðarsteiktu kjöti og er góð í kryddsmjör. Prófið t.d. að bræða smjör og olíu til helm- inga. Látið 3—4 hvítlauksrif malla í smjörinu ásamt nokkr- um basilblöðum og 1—2 ansjósu- flökum. Berið fram með glóð- arsteiktum fiski, eða ofnbökuð- um, og góðu brauði. Þetta er ekki sem verst ... Italir eru sérlega hrifnir af basil og það er eitt meginkrydd í ítölskum mat. Salvía er sömuleiðis mikið notuð í ítalskan mat, ekki sízt með kálfakjöti. Bretar eru reyndar hrifnir af þessu kryddi t.d. með lambakjöti. Jurtin er bragðsterk og því þarf ekki mikið af henni. Það er varla hægt annað en að hrópa ferfalt húrra fyrir þessu ágæta ræktunarframtaki og hlakka til að sjá sem flestar kryddjurtir og sem lengst. Ágæt kona skrifaði mér elsku- legt bréf um daginn og spurði af hverju ég tæki alltaf fram að aðeins ætti að nota hvíta hlut- ann af blaðlauk. Sjálf notaði hún alltaf grænu blöðin, ef þau væru falleg, og þau væru ekki síður holl. í uppskriftum er oftasí tekið fram að aðeins eigi að nota hvíta hlutann. Ég var svo ógagn- rýnin að fara eftir þessu. Auð- vitað er ekkert því til fyrirstöðu og alveg sjálfsagt að nota grænu blöðin líka, ef þau eru falleg. Ég hef aðeins notað þau í soð hingað til. Þau eru ekki alveg eins sæt og hvíti stöngullinn en bragðgóð samt. Takk fyrir ábendinguna! SIEMENS Kaffivél med GULLSÍU • Engar pappírssíur. • Variotherm hitastilhng • Dropar ekki eftir lögun. • Snúra uppundin í tækið. SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, sími 28300. Vatnaeigendur athugiö Viö eigum til sölu urriöaseiöi af hinum alkunna Myvatns- og Laxárstofni. Seiöin veröa tilbúin til afgreiöslu um miöjan júní í 5 cm stærö. Allar upplýsingar gefur Björn G. Jónsson Laxamýri simi 96-41819. Noröurtax HF. HÓPAKSTUR FORNBÍLA l.júní 1980 ÞEIR KLÚBBFÉLAGAR SEM HYGGJAST TAKA ÞÁTT í FYRSTA HÓPAKSTRI SUMARSINS, SEM VERÐUR Á SUÐURNES, M/ETI VIO EDDUBÆ VID SÖLVHÓLSGÖTU KL. 12.45 í DAG.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.