Morgunblaðið - 02.07.1980, Page 11

Morgunblaðið - 02.07.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980 11 Þarf aö vera fertugur til aö kom ast í félagiö Dálítiö kalt, en lagast þegar komiö er í rúmiö á kvöldin Blm. tók tali eina af norsku konunum, sem voru gestir á íþróttahátíö Í.S.Í. Hún kvaöst heita Ásfrid Johansen. Hún hefur æft leikfimi í 30 ár, en til aö byrja í þessum flokki sem kom hér til landsins veröur maöur að vera fertugur. Þær hafa áöur komið fram erlendis þ.á m. í Vestur-Þýskalandi, Danmörku, Spáni og í Austurríki. Ásfrid fannst landiö frábært, svolítið kalt, en þaö lagaöist þegar komiö var í hlý rúmin á kvöldin. Hún sagöi aö þær væru allar glaöar yfir að hafa fengið aö koma og þeim fannst þetta öllum sérstök upplifun, sagöi hún aö lokum. Ljósm. Kristján í ÍÞRÓTTAHÚSI K.H.Í. var á laugardaginn háöur landsleikur í borðtennis, ísland — Finnland. Þrír finnskir keppendur voru mættir til leiks ásamt þjálfur- um. Einn finnsku keppendanna var Matti Kurvinen, 18 ára, frá Helsingfors. Matti sagöist hafa leikiö borötennis í átta ár. Hann hefur ekki komiö til íslands áöur en sagöist gjarnan vilja koma hingaö aftur og sjá meira af landinu. Þeim Finnunum gafst þó tími til aö skreppa út fyrir borgarmörkin meöan á dvöl þeirra hér stóö. Matti sagöist hafa fariö aö Gullfossi og Geysi og var sérstaklega hrifinn af Geysi. Æfa golf þrjá til fjóra tíma á dag Skúli Skúlason, Karl Ómar Karlsson og Kristján Hjálmarsson voru á 18. braut aö spila golf í Golfskála Reykjavi'kur, Grafarholti. Blaöam. spuröi þá af hverju þeir spiluöu golf í staö þess aö vera í fótbolta eöa handbolta eins og margir jafnaldrar þeirra, og þeir svöruöu aö annaöhvort bræöur eöa pabbar væru í golfi og þess vegna heföu þeir byrjaö. Þeir æfa þrjá til fjóra tíma á dag og eru alveg ákveönir aö halda áfram. í fyrra fóru Skúli og Kristján til Alaborgar til aö spila golf, en Karl ætlar til Danmerkur í sumar, og þá aöallega til aö æfa sig í golfi. Ljúsm. RAX. ÞEIR voru hressir strákarnir í siglingaklúbbnum Kópanesi, en þeir voru aö leggja í keppni á laugardagskvöldiö er blm. bar aö. Þeir kváöust allir vera búnir aö vera meö siglingadell- una árum saman, sumir síöan þeir myndu fyrst eftir sér. Þeir sögð- ust helst fara út á hverjum degi og væri þaö rokiö og hraðinn sem heillaöi mest. Blaöa- maöur varö margs vísari um siglingalag, „pulsu“, „þríhyrn- ing“ og „beitu", en þaö eru krókaleiöir sem siglt er eftir í siglingakeppnum, þá stuttu stund sem hann staldraöi viö í Fossvoginum. Strákarnir voru líka sjóaöir í blaöaviötölum, og haföi þeim tekist aö fá síöasta blaðamann sem viö þá talaöi meö sér á sjó. Haföi sá ekki reynst sjóhraustur og vildu þeir endilega gefa blm. Mbl. tækifæri til aö bjarga heiöri stéttarinn- ar. Þaö varö nú aö btöa betri tíma og blm. horföi löngunaraug- um á eftir hvítum duggunum svífa út Fossvoginn. Hafa æft tvisv- ar í viku í vetur STEINGRÍMUR Friöfinnsson og Ólafur Guömundsson keppa fyrir hönd þroskaheftra á hátíö ÍSÍ. Þeir voru í þann veginn aö fara aö keppa þegar okkur bar að garöi, en viö náöum þó að spyrja þá hvort þetta væri í fyrsta sinn sem þeir kepptu, og hvort þeir æfðu oft í viku. Þeir hafa æft tvisvar í viku í vetur, en annar þeirra hefur keppt áöur. Þeim fannst gaman aö fá aö keppa og langskemmtilegast þótti Ólafi aö hlaupa, en Friöfinni fannst þetta allt jafn skemmtilegt. Á LAUGARDAGSMORGUNINN hittum viö á Laugardalsvellinum þá Bjarna Karlsson og Ástvald Jónsson. Þeir voru aö keppa í „fluguköstum" og sögöu aö listin væri aö kasta sem lengst. Félagiö þeirra var stofnaö 1952. Síöan hefur starfsemin sífellt eflst. Nú eru í félaginu 50—60 manns, en engin kona. Æfingar eru innanhúss á veturna en færast út á vorin, og þeir æfa tvisvar til þrisvar í viku á sumrin, en á sunnudögum á veturna. Ástvaldur sagöist að lokum ætla í Noröurá eftir helgina beint í laxinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.