Morgunblaðið - 02.07.1980, Side 23

Morgunblaðið - 02.07.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1980 23 Kaj Bruun - Minningarorð Fæddur 17. júlí 1899. Dáinn 25. júní 1980. Afi fæddist í Kaupmannahöfn og var danskur í báðar ættir. A þrítugsaldri flutti hann hingað til Reykjavíkur, giftist og eignaðist tvö börn. Síðustu árin var hann einbúi, bjó lengi á Grettisgötu 12, síðar á númer 8. Þegar við komum til sögunnar var hann hættur með gleraugnaverslunina en starfaði sem leiðsögumaður á sumrin. Hann var tíður gestur hjá okkur og alltaf velkominn, því hann var dálítill sprellikarl í sér og kunni allskonar trix sem við börnin höfðum gaman af. Svo las hann fyrir okkur og sagði sögur og fræddi okkur um allt mögulegt. Hann sagði vel frá og sumt festist í manni eins og þegar hann sem smástrákur lét gamlan fíl gera kúnstir í dýragarðinum, og allir undruðust hvað strákurinn gat stjórnað svona stórum fíl. En það var af því að ég kom á hverjum einasta degi og gaf honum mola í ranann, sagði afi, og gamli fíllinn var farinn að þekkja mig. — Þegar einn dóttursonurinn kom til Kaupmannahafnar mörgum árum eftir að hann heyrði þessa sögu, var það hans fyrsta verk að heilsa upp á fílinn hans afa í dýragarðin- um. A þeim árum sem við elstu bræðurnir vorum að komast á legg í vesturbænum, leiddi afi okkur stundum með sér niður að Ægi- síðu þar sem allir kofarnir voru, og bátarnir og þessir skrítnu fiskar sem héngu á snúrunum. I fjörunni sýndi hann okkur rétta steina til að fleyta kerlingar með út á sjóinn. En hann kenndi okkur líka hagnýta hluti á lifandi hátt, eins og stafrófið. Niður að Ægisíð- unni lá þá, og liggur enn, göngu- stígur milli húsa. Þegar við geng- um hann táknaði hvert skref einn staf, sem við sögðum allir upphátt um leið og við stigum skrefið. Gatan var nógu löng fyrir allt stafrófið og var því skýrð ABC- gatan. Stundum fór afi með okkur niður að Tjörn og stundum upp að Rauðavatni þar sem hann átti land. Við hjálpuðum honum að planta trjám en hann var áhugasamur um trjárækt og reyndar alla garðrækt. Stóri garð- urinn hans á Grettisgötunni er minnisstæður. Þar voru há tré sem hægt var að klifra í, blóma- beð, lítil rjóður með stólum og borði, runnar og krókóttir stigar og alls konar leynigöng, og skrítin ber sem maður sá hvergi annars staðar og við máttum eta eins mikið af og við vildum. Afi var fjölfróður maður, átti stórt bókasafn og hafði ánægju af málaralist og tónlist; lærði á fiðlu á sínum yngri árum og málaði dálítið. Hann kunni mörg tungu- mál og átti til að slá fram hinum furðulegustu orðum um sama hlutinn. Hann lagði okkur heil- ræði með því að láta okkur læra útlenskar þulur utanað, t.d. eina spænska um tannhirðingu. Og þegar hann á gamals aldri stund- aði finnskunám í Háskólanum nutum við góðs af þvi. — Oft leyfði hann einhverju okkar að koma með þegar hann var leið- sögumaður og sýndi túristum suð- urlandið og voru það miklar ævin- týraferðir. Á seinni árum fór afi minna um og kom sjaldnar í heimsókn. Við fórum því oftar til hans og spjölluðum við hann; en hann tók alltaf vel á móti okkur og sýndi mikinn áhuga á því sem við vorum að gera. Einn dag á ári kom hann þó alltaf, fínn og strokinn, og það var á aðfangadag; jólin byrjuðu ekki fyrr en hann kom inn úr dyrunum. Hann veiktist fyrir rúmu ári síðan og dvaldist á sjúkrahúsum um tíma, en náði sér sæmilega aftur. Hann dó á Heilsuhælinu í Hveragerði þar sem hann kunni mjög vel við sig og þreyttist aldrei á að lofa hið ágæta starfsfólk þar. Þetta voru nokkur kveðjuorð um afa sem alltaf reyndist okkur vel og við munum minnast með hlý- hug. Barnabornin Árbakka. í dag kveðjum við Kaj Bruun, gleraugnasérfræðing, sem lést hinn 25. júní sl. Kaj Bruun var aldanskur, fædd- ur í Kaupmannahöfn hinn 17. júlí 1899, sonur hjónanna Önnu og Ottós Bruun, verkfræðings. Ungur að árum kom hann til íslands, vann fyrst í gleraugna- versluninni Týli, en starfrækti síðan um áratuga skeið eigið fyrirtæki og verslun að Laugavegi 2, sem flestir fullorðnir Reykvík- ingar munu minnast. Árið 1928 gekk hann að eiga Snjólaugu Sigurðardóttur og eign- uðust þau tvö börn, Snjólaugu, gifta Bjarna Kristjánssyni, rektor Tækniskóla íslands, og Knút.'lög- fræðing, sem kvæntur er Mar- grétu Ingólfsdóttur. Snjólaug og Bruun slitu samvistum fyrir all- mörgum árum. Eg var unglingur þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur og bæði þá og seinna var heimili þeirra Snjó- laugar frænku minnar og Bruun sem mitt heimili. Var það mér ómetanlega mikils virði. Ög aldrei þakkað sem skyldi. Þar ríkti menningarlegt andrúmsloft, smekkvísi og viss „stemmning" og húsbóndinn kryddaði tilveruna með sínum frábæra og þægilega humor. Persónulega þekki ég lítið hinn marglofaða danska humor, en eitt er víst að glettnin og gamansemin hjá Bruun var alveg sérstök, alltaf notaleg og græsku- laus. Annar eiginleiki var ríkur í hans fari, þar var fegurðarskynið, fágaður listasmekkur og áhugi á náttúrunni og öllum gróðri. Undi hann löngum stundum í garði sínum, hlúði þar að gróðri, fylgd- ist með fuglunum við hreiðurgerð og naut samvista við náttúruna. Ég er staddur fyrir innan af- greiðsluborðið, og rétt búinn að afgreiða lítið brosmilt stúlkubarn, þegar inn í. búðina kemur einn ágætur kunningi minn og tilkynn- ir mér andlát eins míns besta vinar, Helga Laxdal. Mig setur hljóðan við, það er eins og strengur í sál minni sé rofinn. Það má segja að leiðir til okkar kynna hafi byrjað fyrir um það bil þrettán árum. Með okkur tókst kær og ævinleg vinátta sem samanstóð af trygg- lyndi beggja. Mér er efst í huga þegar ég skrifa þessar fátæku línur í ferðum okkar út og suður m.a. til Þingvalla þar sem hann bar svo oft höfuð og herðar yfir Þá var Bruun mikill málamaður, kunni fjölda tungumála og átti safn góðra bóka. Mörg ár var hann blaðamaður hér á landi fyrir danska blaðið „Dansk Samvirke" og lengi formaður „Det danske Selskaþ" í Reykjavík. Það fór ekki framhjá neinum sem kynntist Kaj Bruun að þar fór maður sem átti djúpar rætur í gamalgróinni menningu. Bruun var lítið fyrir það að tala um sjálfan sig, en stundum hvarfl- aði að manni þegar hann fór til vinnu sinnar niður á Laugaveg 2, að í þessu starfi væri hann á alrangri hillu og að hinir fjöl- breyttu hæfileikar hans fengju engan veginn notið sín. Hin síðari ár hrakaði heilsu hans mjög, en hann naut ástúðar og umhyggju barna sinna og barnabarna. Á björtum sólskinsdegi í byrjun júní fór ég með dóttur hans í heimsókn til hans. Þá var hann á Heilsuhæli NLFI í Hveragerði. Það var ánægjuleg samverustund. Þar ríkti samstillt glens og gam- an, en umfram allt hjartahlýja og gleði. Þessi sólskinsstund verður mér ógleymanleg og ég er þakklát fyrir að eiga þessa fallegu minn- ingu um kærleiksríkt samband Minning: Fæddur 18. maí 1955 Dáinn 18. júní 1980 Að undanförnu hafa okkur nær daglega borist fréttir af hörmu- legum slysum, víðsvegar að af landinu. Fólk í blóma lífsins hverfur af okkar sýnilega vettvangi á feg- ursta tíma ársins. í litlu þjóðfélagi eins og okkar snerta okkur slíkir viðburðir vissulega í öllum tilvikum. Viðbrögðin verða þó óneitanlega öflugri, er vinur og nágranni í litlu þorpi verður fórnarlamb slíkra atburða. Ævi Gunnars Valgeirssonar glaðværan kunningjahóp. Ekki fór ég sem náinn vinur hans varhluta af sjúkdómssögu hans, þá er mér minnisstætt þvílíkt æðruleysi hann hafði til að bera ef hana bar á góma, t.d. er ég ók of hratt sem ég á vanda til þá sagði hann oft: „Heyrðu John, ég hef nú ætlað mér að verða minnst hundrað ára.“ En allt tekur sinn enda, nú er' komið sumar og sól, grasið grær, trén og blómin skarta sínu feg- ursta en að hausti fölnar þetta líf, og annað hlutskipti tekur við. Þannig hefur það ætíð verið, og á meðan óg lýk þessum fáu orðum vil ég segja í lokin, hann var lýsandi fordæmi glaðværðar og föður og dóttur. Ég er líka þakklát fyrir að hafa átt þess kost að kynnast þessum óvenjulega manni. — Blessuð sé minning hans. V.Þ. Árið 1925 var annasamt hjá íslenzkum skátum. Um sumarið var háð hið fyrsta landsmót þeirra í Þrastaskógi og um haustið fyrsta leikmót skáta á Landakotstúninu í Reykjavík. Þar fór fram keppni í ýmsum greinum skátastarfsins, einkum útivist og hjálp í viðlög- um. Þá kom það sér vel að danskur skáti, Kaj Bruun að nafni, sem starfaði hér í bænum bauðst til að veita aðstoð sína við að skipu- leggja leikmótið, sem var hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Mótið tókst vel og varð góð kynning á starfi skátanna. Eftir að Kaj Bruun opnaði gleraugnaverzlun sína að Lauga- vegi 2, annaðist hann, að mestu, afgreiðslu á skátamerkjum B.I.S. og fór það vel úr hendi. Hann sýndi íslenzkum skátum velvild í orði og verki, sem sannarlega ber að þakka. Með skátakveðju, J.O.J. varð aðeins 25 ár og einn mánuð- ur. Hann var yngstur þriggja barna Valgeirs Ágústssonar og konu hans Náttfríðar Jósafatsdóttur. Hann ólst upp við hlýju og öryggi góðs heimilis, bar þess merki og mat að verðleikum. Hraustum líkama stýrði dul, en þó ör sál, með sterkri réttlætis- kennd sem illa þoldi átroðslu þeirra, er minna máttu sín og slíkir leituðu oft vars hjá þessum hraustlega unga manni. Drengskapur hans, góðvild og skörp greind öfluðu honum vina, sem ekki gleyma honum, þótt árin líði. Sjómennsku valdi Gunnar sem ævistarf og í vor lauk hann farmannsprófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavik með lofleg- um vitnisburði. I þeim skóla ritstýrði hann við annan mann athyglisverðu nem- endablaði „Kompás"' að nafni. Að lokinni Evrópuferð nýbak- aðra stýrimanna skyldi brátt haldið til hafs — en enginn má sköpum renna. Tilgangur lífs og dauða er okkur fávísum oft torskilinn, en við treystum á forsjá þess, er öllu er ofar og þökkum minningar um góðan dreng, sem við söknum úr okkar litla hópi. Foreldrum Gunnars, afa, systk- inum og öllum hans vinum votta ég samúð mína á erfiðri stund. Egill Gunnlaugsson. trúmennsku í hvívetna, hann skildi betur við heiminn sem hann fæddist í. Ég votta aðstandendum öllum, börnum og eiginkonu inni- legrar hluttekningar á sorgar- stund. John F. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Kæri Billy Graham. Eg sæki kirkju, þar sem mikil áherzla er lögð á, hvers konar fötum menn klæðast. Þar sættir fólk sig ekki við ermalausar flíkur. stutt hár eða baðföt. Getið þér frætt mig á því, hvað þetta kemur kristindómi við? Eg bið óþreyjufullur. Ekkert! Við verðum ekki hólpin vegna þess, sem við klæðumst eða klæðumst ekki, ekki einu sinni vegna þess, sem við gerum eða gerum ekki. „Af náð eruð þér hólpnir orðnir, og það er ekki yður að þakka.“ Það er ekki breytni okkar eða klæðnaður eða hvað við gerum, heldur það, sem Guð hefur gert í Kristi. Biblían kennir okkur, að við eigum að klæðast sómasamlega. En kristna menn greinir á um, hvað sé sómasamlegur klæðnaður, hegðun og framkoma. Sumar kirkjur vara fólk við því að nota fegrunarlyf, stutt pils, fara á opinbera baðstaði o.s.frv. Eg lít svo á, að hver hafi rétt til að hafa sínar skoðanir. Eg dái hvern mann, sem á einhverja sannfæringu um kristilega hegðun á þessum tímum, þegar fáir eru sannfærðir um nokkurn skapaðan hlut. En við erum mannleg. Þess vegna er svo stutt í það að verða einstrengingslegur um klæðnað o.s.frv. og gefa fremur eftir varðandi það, sem meira máli skiptir, hið innra skart. Pétur ritaði: „Skart yðar ... heldur sé það hinn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda, sem er dýrmætur í augum Guðs" (1. Pét. 3,4). Ef yður finnst, að söfnuðurinn, sem þér tilheyrið leggi óhæfilega áherzlu á þessa hluti, liði yður kannski betur í hópi kristinna manna, þar sem slík mál eru ekki gerð að meginatriði. HELGILAXDAL — KVEÐJUORÐ Gunnar Valgeirs- son Hmmmstanga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.