Morgunblaðið - 02.07.1980, Síða 25

Morgunblaðið - 02.07.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980 25 fclk f fréttum Þungur róðurinn ÞINGMAÐURINN ameríski, John Anderson, tilkynnti fyrir um það bil tveimyr mánuðum, að hann myndi fara fram í forsetakosningunum í Banda- ríkjunum næsta haust, án nokkurs stuðnings pólitískra afla í landinu. Að því er blaðafregnir herma steðja nú margskonar kosningavandamál að, einkum þau er kalla á peninga, en Anderson er sagður félítill í svo dýrt fyrirtæki. — Það er t.d. tekið sem dæmi um aðstöðu frambjóðendanna þriggja að sama daginn og Carter forseti var suður í Róm á dögunum á fundi með ríkisstjórn Ítalíu, með heilan her manns af aðstoðarmönnum úr Hvíta húsinu sér við hlið. Þennan sama dag hafi Ronald Regan forsetaefni repú- blikana verið á 1500 manna fundi í New York. Þar voru það vel stæðir stuðn- ingsmenn hans mættir að hver maður borgaði glaður matinn sinn, sem kostaði 200 dollara máltíðin. — Þetta sama kvöld hafði svo John Anderson þingmaður setið í heldur fátæklega búinni stofu á heimili vina sinna í borginni Philadelphia — á fundi, sem alls 46 manns voru viðstaddir. — Þetta kvöld söfnuðust í kosningasjóð hans alls um 6000 dollarar og það þótti mjög gott. — Loks er þess að geta að það er allmikið fyrirtæki að halda framboði Andersons vakandi meðal almennings í landinu. — Skýrt hefur verið frá því í þessu sambandi að ýmsir af framá- mönnum í stjórnmálum á vesturlönd um muni veita Anderson áheyrn er hann leggur upp í ferð til ýmissa landa. Hann ætlar t.d. að hitta Schmidt kanzlara V-Þýzkalands, og þá Begin í ísrael og Sadat í Kaíró. Nýtt heimsmet sett í að lifa með eitur- slöngum + Englendingurinn Mike Dickson setti nýlega heimsmet í að lifa með banvænum eiturslöngum í b úri. Hann hefur nú þegar unnið síðasta heimsmetið sem suður-afríkaninn Austin Stevents setti, en honum tókst að vera í 52 daga með þeim. Síðustu fregnir hermdu að Mike hefði verið kominn upp í 56 daga, en hann er í glerbúri nálægt Frankfurt í Þýskalandi. Marion McBride heldur á tveggja ára stúlku, Monique, sem McBride heldur fram að sé ekki dóttir sin. Kona ákærir sjúkrahús fyrir að hafa fengið rangt harn + Kona nokkur, að nafni Marion McBride, hefur krafið Brunswich General Hospital í Bandaríkjunum um 5 milljónir dollara skaðabætur, þar sem hún heldur því fram að sjúkrahúsið hafi látið hana hafa rangt barn þegar hún lá á sjúkrahúsinu árið 1978. Yfirmenn sjúkrahússins segja að svona mistök séu óhugs- andi, en sögðust ennfremur vera að rannsaka ákæruna. I réttarskjölum hæstaréttar í Riverhead kemur fram, að Marion McBride ákærir starfsfólk sjúkrahússins um að það hafi vikið frá þeim reglum sem eiga að koma í veg fyrir að slík mistök geti átt sér stað. McBride sagði, að hana langaði að halda stúlkunni, sem heitir Monique, en sagði einnig að hún hefði efast um að stúlkan væri hennar frá byrjun. „Strax frá því að hjúkrunarkonan kom með hana inn til mín, vissi ég að barnið var ekki mitt. Hún leit ekki út eins og mín fyrri börn, því þau hafa öll haft liðað hár, en þessi hafði slétt hár,“ sagði hún. í desember höfðaði McBride faðernismál á hendur manni í Bay Shore sem hún hélt fram að væri faðirinn, til að fá barnameðlög. í blóðprufu McBride, sem tekin var í apríl, sýnir úrskurður- inn, að McBride er ekki móðir Monique. McBride sagði, að í fyrstu hefði úrskurðurinn fengið gífurlega á hana, og hún ekki trúað honum, en Monique sé hluti af sér og þetta breyti ekki tilfinningum hennar til barnsins. Til umhugsunar Á þessu ári 1980, eru liðin 125 ár síðan Islendingar settust að í Utah í Bandaríkjunum. Sennilega er það misskilningur að segja að Vestur-Islendingar séu Islendingar búsettir í Ameríku. Hið raunverulega er að þeir eru, með örfáum undantekningum Bandaríkjamenn og Kanadamenn af íslenzkum uppruna. í þessum löndum hafa þeir öðlast borgararétt. Enginn má líta á það sem ótryggð við íslenzkan uppruna. En fólk af íslenzkum uppruna í Bandaríkjunum og Kanada leggur einmitt alveg sérstaklega fallega rækt við allt sem íslenzkt er. Sannleikurinn er sá að sami maðurinn getur bæði verið menn- ingarlega hugfanginn íslendingur og hugfanginn Bandaríkjamaður eða Kanadamaður. Við íslendingar verðum að treysta bræðraböndin við fólk af íslenzlcum uppruna í Vesturheimi. Þökkum með bréfaskriftum, heimsóknum, eflingu Lögbergs- Heimskringlu, meiri útbreiðslu hérlendis á „vestur-íslenzkum æviskrám" ættfræðiverk séra Benjamíns Kristjánssonar, órofa tryggð til íslands. Bókaútgefendur ættu að gefa gaum að vestur-íslenzkum núlif- andi rithöfundum, sem margir eru mjög velþekktir vestanhafs, t.d. Arthur Reykdal. Þetta eru göfug verkefni sem við ættum að berjast fyrir, meira en verið hefir. Þess hefir verið getið í fjölmiðl- um að fyrirhugaðar séu væntan- lega tvær hópferðir með Vestur- Islendinga hingað í sumar. Flest- um verður skrafdrjúgt um góða gesti. En þar á Island góðum gestum að fagna sem Vestur- Islendingar eru, og aldrei nægi- lega fyrirmannlega og rausnar- lega á móti þeim tekið. Að þessu sinni munu þeir ætla að ferðast hér um landið í þrjár vikur hver hópur. Munu því væntanlega vonandi margir hitta hér ættingja, sem þeir hafa ekki áður þekkt, fá tækifæri til þess að kynnast per- sónulega. En þeir munu þó vera enn fleiri, sem fegnir vildu hitta frændur, en geta ekki átt þess kost, vegna ókunnugleika í ættfræði. Ferða- klúbburinn Ameríkuferðir (félags- skapur þeirra sem í einlægni vilja meiri samskipti við Bandaríkja- menn og Kanadamenn af íslenzk- um uppruna) vill bæta úr þessu lítið eitt, treystandi því, að marg- ur muni kunna okkur þakkir fyrir, við munum hafa opna skrifstofu í Bólstaðarhlíð 50 Reykjavík, þar sem fólk getur fengið upplýsingar eftir því sem föng eru fyrir hendi, um ættfræði. Á þennan hátt viljum við hjóða gestina velkomna m.a. Þeir sem lítt eru kunnir verkefnum Ferða- klúbbsins Ameríkuferða, geta naumast gert sér í hugarlund, hvílíkt það verk er sem við erum að vinna, hversu mikið hefir í sölurnar verið lagt, fyrir þetta viðfangsefni, hversu mikil barátt- an hefir verið og jafnvel við mótspyrnu. Það er ekki ólíklegt að þakka megi starfsemi Ferðaklúbbsins Ameríkuferða undanfarin 5 ár vaxandi áhuga landsmanna ungra sem aldinna á samskiptum við Bandaríkin og Kanada, ávextir óþreytandi elju og atorku, bar- áttu, með heimsóknum á vinnu- staði og einkaheimili víðsvegar um land, í öllum hreppum og sýslum. Þeir menn hljóta að vera af steini gerðir, sem ekki hafa veitt þessu málum athygli, verk- efnum Ferðaklúbbsins Ameríku- ferða. Þetta er ef til vill ein af orsökum til þess að mörgum manninum hefir veist erfitt að læra að meta réttilega starfssemi Ferðaklúbbsins Ameríkuferða. Ísland er í stórri þakkarskuld við Vestur-íslendinga. Ferða- Helgi Vigfússon. klúbburinn Ameríkuferðir býður Vestur-íslendinga velkomna til ís- lands, og býður þeim fararheilla sem væntanlega fara til Vestur- heims á þessu ári, og óskar þeim gleði og ánægju af dvöl sinni. Ferðaklúbburinn Amer- íkuferöir. Helgi VÍKÍússon. formaö- ur. Námskeið leikmanna- skóla Hólastiftis HVERNJG varð Nýja testamentið til og hvert er hlutverk þess í nútímanum? Þessum spurningum munu þeir leitast við að svara guðfræðikennararnir Jón Svein- björnsson prófessor og séra Kristján Búason dósent, en þeir verða fyrirlesarar í leikmanna- skóla Hólastiftis helgina 4. — 6. júlí n.k. að Hólum. Þangað sækja bæði prestar og leikmenn af Norðurlandi og er þetta í fjórða skiptið, sem slík starfsemi fer þar fram á vegum stjórnar Prestafélags Hólastiftis. Þátttakendur starfa í umræðu- hópum sem prófastar veita for- stöðu og þar verður m.a. rætt um hlutverk leikmanna í ýmsum emb- ættum kirkjunnar og gefnar leið- beiningar þar að lútandi. Búist er við mikilli þátttöku. Leiðrétting í FRÉTT um þróttmikið skáta- starf í Garðabæ í blaðinu á þriðjudag var sagt að séra Sigurð- ur H. Guðmundsson hefði þjónað við messu í Garðakirkju á sumar- daginn fyrsta. r.’Iið rétta er að séra Bragi Friðriksson þjónaði við þessa guðsþjónustu og eru hlutað- eigandi beðnir velvirðingar á þess- um mistökum. haldið næstu helgi EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AlKil.YSINGA- SÍMINN F.R: 22480

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.