Morgunblaðið - 02.07.1980, Síða 29

Morgunblaðið - 02.07.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI til að eignast farþegaskip í blað- inu í gær. Ég vil taka undir þetta með honum — flugið er að verða alltof dýrt og ég trúi ekki öðru en að ferðast mætti mun ódýrar með skipi. Það er furðulegt að við íslendingar, sem erum siglinga- þjóð frá fornu fari, höfum ekki átt farþegaskip í förum milli landa um langt skeið. Fólk hefur bein- línis verið neytt til þess að fljúga — en þeir eru margir sem líta á það sem óskemmtilega reynslu. Sjálfur er ég ekki flughræddur en vildi þó miklu heldur fara með skipi. Ég fór nokkrar ferðir til útlanda með Gullfossi á sínum tíma og hefði ekki viljað missa af þeim — gaman væri nú að kasta ellibelgnum og bregða sér í utan- landsferð með nýju íslensku far- þegaskipi." Eldri borgari. Eldri maður í Hafnarfirði sendi þessa vísu: Ef ungur væri og frár á fæti, feimulaus með reisn og glans, óskað myndi að orðið gæti eiginmaður forsetans. J.H. Að gefnu tiiefni vill Velvakandi taka fram að vísur þær sem birtust í þættinum 28. júní eru ekki eftir Björgu Bjarnadóttur, Látraströnd 2, Seltjarnarnesi. • Virðaekki umferðarlög Ökumaður hringdi og vill gera athugasemd við bréf sem birtist í Velvakanda í gær. Kvað hann fráleitt að ökumenn kynnu ekki umferðarlögin velflestir — hitt væri sannara að þeir virtu þau ekki eða þættust ekki þurfa að fara eftir þeim. í framhaldi af þessu sagði hann: „Hversu oft sér maður ekki kappakstur hér á götum borgarinnar? Um hverja einustu helgi eru nokkrir öku- menn teknir kófdrukknir undir stýri. Þetta fólk veit vel að það er að brjóta lög en gerir það samt. Sjálfsagt væri að svipta þá sem staðnir eru að slíkum lögbrotum ökuleyfi, — þeir myndu þá ekki gerast brotlegir við umferðarlögin aftur og það yrði öðrum til viðvörunar." • Tillitsleysi við gangbrautir Vesturbæingur hringdi og kvartaði undan því að ökumenn sýndu vegfarendum mikið tillits- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á hollenska meistaramótinu í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Carlier, sem hafði hvítt og átti leik, og Jan Timman. Carlier, sem er lítt þekktur meistari, missti nú af framhald- inu 28. Bd5+!, sem hefði tryggt honum unnið endatafl eftir 28. ... Ke5, 29. Dg7+ - Df6, 30. Dxf6+, því svartur getur hvorki leikið 28. ... Kxd5 29. Hb5+ né 28. ... Dxd5 29. Dxgfr+. Carlier lék 28. h3? og varð að gefast upp eftir 28.... e2! 29. Dd2 - De5, 30. Kf2 - h4! 31. gxh4 — Dffr+. Timman varð skákmeistari Hollands, hlaut 9 vinninga af 13 mögulegum, en vesalings Carlier varð langneðstur með aðeins lVfe vinning. leysi við gangbrautir hér í borg- inni. „Það er hrein undantekning að bíll nemi staðar við gangbraut þó ökumaðurinn sjái mann standa á vegbrúninni — flestir gefa í og hugsa sjálfsagt sem svo að maður hafi ekki annað að gera en bíða. Mér skilst að samkvæmt lögum eigi ökumenn tafarlaust að nema staðar við gangbrautir ef þeir sjá að fólk er að leggja af stað yfir. Hvers vegna eru þessi lög svo sjaldan virt? Hvernig á gangandi maður að ná rétti sínum í þessu tilfelli? Hefur nokkurn tíma kom- ið til þess að ökumaður væri sektaður fyrir að svína yfir á gangbraut? Ég legg til að þessi mál verði tekin til athugunar." Vegfarandi. HÖGNI HREKKVÍSI s\GeA v/ogá í \nvtwu Heimavist Reykholtsskóla í Borgarfirði þar sem Edduhótcl er nú rekið. Edduhótel tekið til starfa í Reykholti MÁNUDAGINN 16. júní tók Eddu- hótelið i Reykholti í Borgarfirði til starfa. Verður það rekið áfram sleitulaust af 11 manna starfsliði mestan hluta ágústmánaðar. Sjá þessi ellefu um, að gestum og gangandi liði sem allra best i hvívetna. Unnt er að fá 2ja manna herbergi með uppábúnu rúmi og mundlaug fyrir kr. 15.500 og eins manns herbergi á 9.500 kr. Gjörlegt er að setja dýnu í herbergið án sérstaks endurgjalds. Svefnpokapláss eru í herbergjunum, þar sem eru 2 rúm, og geta menn fengið aukadýnur inn til sín allt eftir þörfum. Fyrir þetta greiða menn aðeins 8.000 kr. Þannig að ef 4 sofa í svefnpokaplássi, þá kostar nóttin 2 þúsund krónur fyrir hvern. Og ekki ætti það að setja neinn á hausinn. Morgunmatur er á 2.200 krónur. Þar er hlaðborð, og ættu menn að geta fyllt á sér kviðinn, þannig að dugi fram á daginn. Hádegismatur er tvíréttaður og kaffi á eftir fyrir 3.800 kr. að meðaltali. Um kvöldið geta menn líka valið úr tveimur réttum. Fylgir þar með eftirréttur og kaffi. Er meðalverðið 5.800 kr. Biblíur tii sölu Hótelstjórar eru Rúnar Vil- hjálmsson og Sigurður Jónsson. Þegar komið var inn í móttökuna, blasti við að vanda kortastandur af sögufrægum stöðum og fallegum landslagsmyndum. Fyrir utan þessi póstkort voru veifur og litskyggnur af fósturjörðinni. En á áberandi stað voru í hillu Biblíur til sölu. Það er nú ekki venjulegt að sjá Ritning- una til sölu nema þá einna helzt í hefðbundnum bókaverzlunum. Því voru þeir spurðir, hverju þetta sætti. Sigurður varð fyrir svörum og sagði, að það hefði tíðkazt að hafa Biblíur í hótelum, sem væru rekin allan ársins hring. En ekki á Edduhótelunum. Og hefði hann fært það í tal við Rúnar að bjóða upp á Guðsorð í hverju herbergi. En síðan varð það úr eftir nokkrar vangaveltur, að við myndum bjóða þær til sölu og jafnframt láta þær liggja frammi í setustofu. Um ástæðuna fyrir því að hafa Guðsorð til sölu frekar en rauðu bækurnar og Rapport, eða önnur þau rit, er tilheyra sorpritum, sögðu þeir, að þeir vildu með þessu l.jásm. Carstrn Kristinsson. Sigurður Jónsson (t.v.) og Einar Vilhjálmsson við Bibliuhilluna. Hótelstjórar eru Rúnar Vilhjálmsson og Sigurður Jónsson. Þetta er meðalverð fyrir hádegis- og kvöldmat, en getur munað í verði eftir tegundum. Þá er veittur hóp- afsláttur. Ágætis aðstaða er í Reykholti, t.a.m. sundlaug og gufubað, ásamt góðri útivistaraðstöðu til að fara í boltaleiki og fleira í þá veru. Kirkjan er öllum opin, þeim sem hana vilja skoða. Stutt er í hesta- leigu í grenndinni. Ekki er langt í Húsafell með viðkomu hjá Hraun- fossum og Barnafossi. Deildar- tunguhver fer nú að syngja sitt síðasta vegna hitaveitufram- kvæmda, þannig að nú fer hver að verða síðastur til að sjá hann í upprunalegu ástandi. vega upp á móti flaumi þeirra yfir landslýð, og ekki síður sem viðleitni til ræktarsemi kristni á íslandi. Bæði Rúnar og Sigurður voru starfandi í Kristilegu stúdentafé- lagi í vetur. Töldu þeir, að það hefði ekki virkað letjandi á sig. Og með þessu vildu þeir vera salt í um- hverfi sínu, og koma þannig fagnað- arerindinu sem víðast á framfæri. — Þetta er eina Edduhótelið, þar sem Biblían er til sölu, sögðu Sigurður og Rúnar. — Þykir okkur ekki lakara að vera orðaðir við það. Auk þess sem við hvetjum sem flesta til að ljúka upp augum ferðamanna fyrir þörf þeirra sem annarra á fagnaðarerindinu. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.