Morgunblaðið - 02.07.1980, Page 30

Morgunblaðið - 02.07.1980, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980 I • í tilefni sumariþróttahátíAar fSÍ fór fram landshlutakeppni í knattspyrnu. Nánar veróur skýrt frá úrslitum hennar í hlaóinu á morjíun. Ilér er hins ve>?ar mynd af si(?urve}?urunum í 3. flokki. liði Reykjavíkur, sem lagði alla keppinauta sína með glæsibrag. Ljósm. Blikarnir unnu Leikið í bikarnum MARGIR leikir verða á dagskrá i Vcstmannaeyjum, FH og ÍA á bikarkeppni KSÍ í kvöld. Ber þar Kaplakrikavelli, Gróttu og Kefla- hæst leik Vals og Fram á Laugar- vikur, og Víkings og Þróttar frá dalsvellinum og hefst sú viður- Neskaupstað. Leikirnir hefjast eign klukkan 20.00. Aðrir leikir klukkan 20.00 nema leikur FH og eru viðureignir ÍBV og KR í íA, hann hefst klukkan 19.30. Pétur Guðmundsson gerir samning við River Plate PÉTUR Guðmundsson körfuknattleiksmaður, sem nú dvelur í Argentínu, hefur undirritað atvinnumannasamning í körfu- knattleik við liðið River Plate. Pétur mun leika með liðinu til loka keppnistimabilsins, sem er í desembermánuði. Er þá ekki loku fyrir það skotið, að hann komi heim til íslands og lciki með Val. Myndi það styrkja lið Vals mikið að fá Pétur til liðs við sig. Þó alvcg sérstaklega, ef liðinu tekst að komast eitthvað áfram í Evrópukeppninni næsta keppnistimabil. Pétur mun vera fyrsti íslenski körfuknattleiksmaðurinn, sem undirritar atvinnumannasamning. Það mun hafa verið bandar- íski blökkumaðurinn, Stew Johnson. sem lék hér á landi með Ármanni, sem kom Pétri á framfæri í Argentinu, en hann leikur einnig með River Plate-liðinu. — þr Þjálfar Jóhann ekki áfram? UBK TRYGGÐI sér sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ á ævintýralegan hátt á Laugardals- vellinum i gærkvöldi. Liðið sigr- aði þá Þrótt 2—1 í sóðalegum og grófum leik. Oft var harkan slik, að liðin þurftu varla að hafa knött inni á vellinum. þar sem leikmenn beggja liða beindu at- hygli sinni að þvi einu að sparka VÍKINGAR fóru nokkuð létti- lega i 8-liða úrslit bikarkeppni KSÍ i gærkvöldi. er liðið sigraði KA á Ákureyrarvelli með þremur Opiö öldungamót GOLFKLÚBBUR Ness heldur sitt árlega öldungamót „Hornið" fimmtudaginn 3. júli 1980, kl. 17. Keppt er með forgjöf. 16 bestu halda áfram i holukeppni. í forkeppninni eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti. Aukaverðlaun verða þrenn. Fyrir að vera næst holu á 3. og 6. braut, svo og fyrir fæst putt. í andstæðingana. Bæði liðin voru sökudólgar og dómarinn Arnþór óskarsson hafði takmörkuð völd á leiknum. Var hann allt of spar á spjöldin, einkum er leið á leikinn. Sigurður Grétarsson skoraði bæði mörk UBK, það fyrra 7 mínútum fyrir leikslok, eftir góða mörkum gegn engu. Ekkert mark var skorað i fyrri hálfleik, en þá voru heimamenn nokkuð sterkari aðilinn á vellinum. Víkingarnir hafa vafalaust fengið að hlýða á rússneskan reiðilestur í hálfleik, því í síðari hálfleik mættu þeir mun sprækari til leiks. Lárus Guðmundsson braut þá ísinn á 51. mínútu með góðu skoti og á 75. mínútu bætti Ómar Torfason öðru marki við. Lokaorðið átti síðan Heimir Karlsson þegar hann skoraði þriðja mark Víkings á síðustu mínútu leiksins. sor/gg sendingu frá Hákoni Gunnarssyni. Það síðara skoraði hann eftir aukaspyrnu, þegar komið var fjór- um mínútum fram yfir venjulegan leiktíma, þrumuskot í markhorn- ið. Þróttur hafði náð forystunni á síðustu mínútu fyrri hálfleiks, þá brunaði Harry Hill upp hægri kantinn af miklu harðfylgi og sendi á stöngina nær. Þar var Sigurkarl Aðalsteinsson fyrir og skallaði hann með tilþrifum í netið. Blikarnir fóru fyrst að ná veru- legum tökum á leiknum, er Ágúst Hauksson fékk að líta rauða sjijaldið seint í síðari hálfleik. Ágúst sló Helga Bentsson og var því réttilega vikið af leikvelli. Hins vegar sparkaði Helgi á móti og hefði átt að fá vegabréf út af alveg eins og Ágúst. Helgi hafði skömmu áður rekið olnbogann í magann á Sverri Einarssyni, en Þróttarar svöruðu von bráðar í sömu mynt. Þannig var þessi leikur, það gekk allt út á að hefna og kvitta fyrir. í lok leiksins varð þjálfari Þróttar, Ron Lewin, sjálf- um sér til skammar, er hann hljóp að tjaldi UBK með þeim orðum, að hann væri til í að slást við hvern sem væri. Síðan fór hann að munnhöggvast við fréttamenn og hótaði þeim málsókn, ef þeir hefðu eitthvað eftir sér!! - gg qr. AÐ SÖGN Júlíusar Hafstein. formanns IISÍ, er óvist að Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjálf- ari verði áfram með landsliðið i handknattleik. Ekki hefur náðst samkomulag milli hans og stjórn- ar HSÍ um launakröfur. Það mun skýrast eftir að landsliðið, sem nú er að leggja upp i keppnisferð, kemur heim. Yrði vissulega sjón- arsviptir að Jóhanni Inga, léti hann af störfum, þar sem hann hefur náð ágætis árangri með landsliðin i ýmsum flokkum, og unnið mikið og gott starf fyrir HSÍ. _ þr Önnur kona yfir 7 m Bandariska frjálsiþróttakonan Jody Anderson setti um helgina nýtt Bandarikjamet i langstökki er hún stökk 7,00 metra á móti i Eugene í Oregonfylki. Anderson átti sjálf eldra metið er hljóðaði upp á 6,90 metra. Hún er önnur konan til að stökkva sjö metra i langstökki, heimsmetið hljóðar upp á 7,09 metra og er i eigu sovézku stúlkunnar Vilmu Bard- auskien. Á sama móti var sett nýtt Bandarikjamet í hindrunar- hlaupi, er Henry Marsh hljóp á 8:15,68 sekúndum. Marsh hljóp i úrslitum hindrunarhlaupsins á ólympíuleikunum i Montreal. Sveinn og Steinunn sigruðu Unglingameistaramót íslands í golfi fór fram um siðustu helgi á Hvaleyrarholtsvellinum. Þátttak- endur voru 64. Steinunn Sæ- mundsdóttir sigraði i stúlkna- flokki og Sveinn Sigurbergsson i unglingaflokki. Úrslit i mótinu urðu sem hér segir: Telpnaflokki Þórdís Geirsdóttir GK, lék á 354 höggum. Stúlkur Steinunn Sæmundsdóttir GR, á 351 höggi. Ásgerður Sverrisdóttir NK á 354 höggum. Drengir 15 ára og yngri Héðinn Sigurðsson GJ, 305 högg. Kristján ö. Hjálmarsson GH, 314 högg. Ásgeir Þórðarson NK, 319 högg. Unglingar Sveinn Sigurbergsson GK, 303 (74-78-75-76). Hilmar Björgvinsson GS, 317 (88-82-73-74). Jón Þór Gunnarsson GA, 317 (81-77-77-82). Víkingur áfram

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.