Morgunblaðið - 02.07.1980, Síða 31

Morgunblaðið - 02.07.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980 31 Jón jafnaði metió í 1500 Hafa, enn ekkert heyrt um Ólympíuundirbúning — þótt aðeins hálfur mánuður sé í leikana „Ég haíði vonast eftir betri árangri, en þar sem þetta var eiginlega sólóhlaup verð ég að sætta mig við þetta,“ sagði Jón Diðriksson UMSB i spjalli við Mbi. i gær, en um helgina jafnaði hann íslandsmet sitt í 1500 metra hlaupi á frjálsiþróttamóti i bænum Troisdorf í Vestur-Þýzkalandi. hljóp á 3:42,7 minútum. Jón varð jafnframt héraðsmeistari Nord-Rhein héraðs. „Ég ætlaði mér að ná Ólympíulágmarkinu á þessu móti, tel mig vera í æfingu til að hlaupa undir 2:40 mínút- um. Þetta leit allt vel út er til mín kom hlaupari rétt fyrir hljóp og bauðst til að draga mig áfram fyrri hlutann á hæfilegum hraða. Hérinn hlaup þó allt of hratt af stað, þannig að fyrstu 400 voru á 56 sekúndum. Fram hjá 800 metra markinu fór ég á 1:57 og fram hjá 1200 á 2:57. Síðustu 80 metrana var mað- ur svo orðinn þrælstífur, sagði Jón. Jón sigraði með yfirburð- um á mótinu, næstur varð Ingo Falck, á 3:47, en hann hljóp 3:41 í fyrra. Þriðji var félagi Jóns úr Jágermeister Bonn/Troisdorf, Valdur Koha, á 3:50. Sagðist Jón vonast til þess að komast í góð hlaup í vikunni og um helgina, þar sem hann teldi sig ennþá eiga talsvert inni í 1500 metra hlaupi. Ragnheiður fjórða Ragnheiður Ólafsdóttir FH keppti á mótinu fyrir félag sitt ASV Köln og hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á 2:09,8 mínútum. Sigurveg- arinn hljóp á 2:06 og tvær stúlkur hlupu á 2:07. Ragn- heiður hljóp nýlega sólóhlaup á 2:09,1, sem er hennar bezti árangur í 800 m hlaupi. — ágás. Gísll Halldórsson fyrrverandi forseti Í.S.Í. Ljosmyndari RAX. íþróttaþing Í.S.Í. „fór í alla staði vel fram“ A 56. íþróttaþingi Í.S.Í. sem að haldið var i Reykjavík samhliða íþróttahátíðinni hittum við að máli fráfarandi forseta Í.S.Í. Gísla Halldórsson, en nýkjörinn forseti er Sveinn Björnsson. Blaðamaður spurði Gísla hvern- ig mótið og jafnframt þingið hefði tekist það sem af er, og sagði Gísli að það hefði heppnast afbragðsvel, og þingið farið í alla staði vel fram. Hann sagði að allar tillögur væru ræddar vel og nefndir myndu starfa af fullum krafti. Við spurðum hvort mikill hiti hefði verið í mönnum, en hann sagði að málin væru rædd rólega af einurð og málefnalega. Aftur á móti sagði hann að e.t.v. hlypi hiti í málin á morgun þegar nefndirnar hefðu tekið málin til umræðu. Við inntum Gísla eftir því hvort hann teldi að það hefði slæm áhrif að sami formaður sæti svo lengi við völd eins og hann hefði gert og hvort ekki væri hætta á stöðnun. Hann tjáði okkur að þó nokkur ár þyrfti til að geta mótað heildar- starfið í svo umfangsmikilli hreyf- ingu, og hvort sín 18 væru of mörg væri hann alls ekki fær um að dæma um, Aðspurður hvort að rétt væri að hann ætlaði á Ólympíuleikana í Moskvu og rétt væri að tíu fararstjórar færu en aðeins átta keppendur sagði hann að það væri alrangt að níu til tíu fararstjórar færu, því aðeins tveir fararstjórar yrðu í förinni, þrír flokksstjórar og einn fulltrúi. Og að hann ætlaði sér til Moskvu væri algjör fjarstæða. Að lokum sagði Gísli að hann vildi þakka íþróttahreyfingunni og samstarfsmönnum fyrir sam- veruna og umburðarlyndið öll árin sem hann hefði setið að störfum. „Ég hef ekki neina vissu fyrir þvi að íslendingar ætli að taka þátt i ólympíuleikunum í Moskvu, utan það að ég, las í vetur í svissnesku blaði að íslend- ingar yrðu að öllum líkindum meðal þátttökuþjóða. En ég hef þó ekki heyrt bofs varðandi þetta mál í allan vetur eða vor, hvorki frá Frjálsíþróttasambandinu eða Ólýmpíunefnd. Hélt þó þegar i fyrra að ég væri í hópi þeirra sem líklegastir yrðu til að ná lág- mörkum til þátttöku, er í góðu formi og á vonandi eftir að sigrast á lágmarkinu," sagði Jón Diðriksson frjálsiþróttamaður i spjalli við Mbl. varðandi fyrir- hugaða þátttöku i ólympíuleik- um, en Jón er i dag einn okkar sterkasti frjálsiþróttamaður og liklegur til að fylla eitt fjögurra sæta frjálsiþróttamanna á ólympíuleikunum í Moskvu. Jón sagði að af hálfu FRÍ eða Ól. nefndar hefði ekki verið um neinn undirbúning að ræða varð- andi þátttöku í Ólympíuleikum, hvað hann snerti a.m.k., og Mbl. hefur fregnað, að þrátt fyrir að þeir Hreinn Halldórsson KR, Óskar Jakobsspn ÍR og Erlendur Valdimarsson ÍR hefðu allir náð alþjóðlegum lágmörkum fyrir þátttöku þegar í fyrrasumar, hefði hvorki FRÍ né Ólympíunefnd haft samband við þá í allan vetur eða vor varðandi undirbúning og þátttöku í Ólympíuleikunum í Moskvu. Að sögn frjálsíþrótta- manna hefur ekki verið um neinn undirbúning að ræða af hálfu Ólympíunefndarinnar eða FRI, frá þeirra sjónarhóli séð. Engum frjálsíþróttamönnum hefðu verið veittir æfinga- eða ferðastyrkir vegna undirbúningsins fyrir þátt- töku í leikunum, eins og var t.d. fyrir Ólympíuleikana í Montreal 1976. Leikarnir voru haldnir á sama árstíma 1976 og nú, og þá var búið að velja þátttakendur um 20. júní, en enn hefur t.d. frjálsíþróttahóp- urinn ekki verið valinn, og aðeins hluti lyftingamannanna, sem verða fjórir. Það mun hins vegar fyrir löngu að fararstjóraflokkur- inn var valinn, en með íþrótta- mönnunum fer næstum jafnstór hópur aðstoðarmanna. — ágás.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.